Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Comfort“ boxdýna 105x200 sm áður 26.890,- nú: 22.900, 120x200 sm áður 30.890,- nú: 24.900, 140x200 sm áður 37.890,- nú: 34.900, 160x200 sm áður 41.890,- nú: 39.900, 90x200 áður: 24.890 Verð með fótum Gestarúm J Kommóða Hvítt: Barnastóll Plastkarfa á hjólum PATRICA matarstell Verð áður: Skeifunni 13 Noröurtanga 3 108 Reykjavfk 600 Akureyri 568 7499 462 6662 Reykjavfkurvegi 72 220 Hafnarfjöröur 565 5560 Holtagöröum v/Holtaveg 104 Reykjavfk 588 7499 AFMÆUSmJBOB! Nú aðeins: Einnig fáanleg í beyki fyrir aðeins 500 kr. aukalega Nú aðeins: I DAG SKAK Umsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Dos Hermanas á Spáni sem nú stendur yfir. Spánverjinn Miguel Illesc- as Cordoba (2.635) var með hvítt, en Englending- urinn Nigel Short (2.690) hafði svart og átti leik. 34. - Rxe4! (Sterkast, en annar laglegur leikur var 34. - Hg4! sem dugði líka til vinnings) 35. fxe4 - Hgl+! og Illescas gaf, því hann er óveijandi mát í öðrum leik. Staðan að lokn- um sjö umferðum af níu er þessi: 1. Kramnik 5 v., 2. Anand 4V2 v., 3. -5. Júdit Polgar, Topalov og Gelfand 4 v., 6. Karpov 3 7z v., 7.-9. Salov, Short og Shirov 3 v., 10. Illescas 1 v. Nethraðmót á sunnudaginn kl. 20. Hellir og Taflfé- lag Kópavogs standa sameigin- lega fyrir mótinu sem fer fram á Int- ernetinu, sem sumir kalla alnet. Hlíðar Þór Hreinsson er skákstjóri, en hann er ein- mitt einn stjórnenda í danska skáknetskák- klúbbnum EICS og því þaulvanur að sjá um slíka atburði. Þátttökutilkynn- ingar og fyrirspurnir sendist til Hlíðars Þórs á netfangið teltreknet.is. Upplýsingar einnig á íslenskri skáksíðu Daða Arnar Jónssonar: http://www.vks.is/skak. Pennavinir ÞRÍTUG ítölsk kona, sem starfar sem ritari og getur skrifað á þýsku, ensku, spænsku og dönsku auk ítölsku. Með áhuga á ferðalögum, tónlist, bók- menntum, skíðum, sundi o.fl.: Ines De Giuseppe, Via Cavour 34/C, 20098 S. Giuliano Mi, Italy. BANDARÍSKUR 45 ára karlmaður með mikinn íslandsáhuga: Rick Jarecki, 3875 Cambridge 1011, Las Vegas, NV 89119, U.S.A. TÓLF ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál: Jodi Doyle, 8 River street, Medway, Massachusettes, USA 02053. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bók- menntum, tónlist og tenn- is: Kanae Mima, 3-25-20 Shodo Sakae-ku, Yokohama-shi, Kanagawa, 247 Japan. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á íþróttum o.fl.: Hannah Acquay, P.O. box 1152, Cape Coast, Ghana. TÓLF ára bandarískur piltur með margvísleg áhugamál: Joshua Miller, 10185 W.Statehgw.TT, Republic, MO 65738, U.S.A. VELVAKANDI Svcirar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þáttur Spaug-- stofumanna á spólu? MATTA hafði samband við Velvakanda og hefur hún áhuga á að komast í samband við einhvern sem tók upp á spólu þáttinn með Spaugstofumönnum, sem sýndur var laugardag fyrir páska, en hún missti af þættinum vegna dvalar erlendis. Ef einhver getur liðsinnt henni er hún í síma 557-2889. Þjóðarsálin á lágu plani? HÓLMFRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og segist hún vera sammála Víkveija í blaðinu 9. apríl þar sem fjallað er um útvarps- þáttinn Þjóðarsálina. Hún telur að hætta eigi útsendingu þáttarins, þáttastjórnendur hafi ekki myndugleika til að hafa nógu góða stjórn á þættinum. Hún telur þáttinn vera orðinn á lágu plani, oft sé mikið illgirnistal og ómerkilegt slúður sem eigi ekki heima í útvarpi. Á að rífa ráðhúsið? KONA hringdi og var hún með hugleiðingar um viðbyggingu Iðnó- hússins. Hún telur að ef rífa eigi viðbygginguna megi alveg eins rífa ráðhúsið, því ekki hafi allir verið sáttir við þá byggingu. Hún vill ámálga það að farið sé gætilega með peninga skattborgaranna. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tapað- ist sunnudaginn 6. apríl annaðhvort við Drápuhlíð, Lönguhlíð eða Miklubraut. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 551-6380. Gleraugn töpuðust GLERAUGU töpuðust fyrir 2 vikum. Þau voru í brúnu hulstri. Líklega töp- uðust þau á Laugavegi eða Tryggvagötu. Skilvís finnandi hringi í síma 557-3577 eftir kl. 17. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust fyrir utan Laugardals- sundlaug 8. apríl. Upp- lýsingar í afgreiðslu sundlaugarinnar. GSM-sími tapaðist GSM-sími tapaðist í Bíó- höllinni sunnudaginn 6. apríl. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 557-6866. Dýrahald Alhvítur högni er í óskilum UNGUR högni, alhvítur, einstaklega blíður og manneiskur er í óskilum í Drápuhlíð. Uppl. í síma 551-6380. Norskur skógarköttur hvarf að heiman NORSKUR skógarköttur, læða með stífan afturfót, hvít, bröndótt og eyma- merkt hvarf að heiman frá Sólvallagötu fimmtudag- inn 3. apríl. Þeir sem hafa orðið kisu varir hafi sam- band í síma 562-0133 eða 553-4418. Víkverji skrifar... SKÝRSLA Samkeppnisráðs um samruna innanlandsflugs Flugleiða hf. og Flugfélags Norður- lands hf. er hið merkasta plagg, hvaða skoðun sem menn kunna annars að hafa á niðurstöðunum. Skrifari grípur niður í skýrsluna á tveimur stöðum. í kafla skýrslunnar um þjónustumarkaðinn, þar sem fjallað er um aukna bifreiðaeign landsmanna og bættar vegasam- göngur og áhrif þessara þátta á rekstur innanlandsflugs hér á landi, segir m.a: „Telja verður að hin óbeina sam- keppni milli innanlandsfiugs og notkunar einkabifreiða sé virkust á styttri leiðum. í því sambandi má nefna að bætt vegakerfi hefur leitt til þess að áætlunarflug hefur t.d. lagst af til Blönduóss og Stykkis- hólms. Hafa verður hins vegar í huga að slík óbein samkeppni frá neytendum er ekki einsdæmi í flugi heldur verður hennar vart á ýmsum mörkuðum. Má t.d. benda á þá óbeinu samkeppni sem er á milli starfsemi þvottahúsa og þvotta í heimahúsum." Skömmu síðar segir svo í skýrsl- unni: „Bætt vegakerfi hefur það í för með sér að eftirspurn eftir þjón- ustu flugfélaga verður veikari. Á sínum tíma veiktu t.d. rakvélar og bætt rakvélablöð eftirspurn eftir þjónustu rakara. í atvinnugreininni voru það samt rakararnir sem voru í samkeppni sín á milli á dvínandi markaði þar sem einstaklingarnir áttu auðveldara með að fyllnægja rakstursþörf sinni upp á eigin spýt- ur. Þótt bætt vegakerfi dragi úr eftirspurn eftir þjónustu flugfélaga þarf að hafa í huga að það á fyrst og fremst við á styttri flugleiðum og á ákveðnum árstímum. Þannig munu Vestfirðir og Austfírðir verða um ófyrirsjáanlega framtíð mjög háðir flugsamgöngum á öllum árs- tímum, og að vetrarlagi bætist Norðurland við.“ XXX A ASTÆÐA er til að hrósa sjón- varpsstöðvunum fyrir efni frá íþróttaviðburðum síðustu vikur. Handboltinn hefur verið allsráðandi á dagskrá ríkissjónvarpsins og úr- slitaleikurinn í kvennahandboltan- um í fyrrakvöld er leikur sem áhugamenn um íþróttir eiga lengi eftir að minnast. Barátta stúlkn- anna úr Haukum og Stjörnunni var sannkölluð háspenna og mikil og góð auglýsing fyrir kvennaíþróttir 0g handknattleiksíþróttina. Körfuknattleikurinn var á Stöð 2 og það er ekki við sjónvarpsstöðina að sakast þótt úrslitaleikirnir þar næðu ekki hæstum hæðum vegna yfirburða Keflvíkinga. Erlenda knattspyrnan hefur svo verið á Sýn og á miðvikudag voru þar tveir stór- leikir til viðbótar við annað íþrótta- efni á þeim bæ. Sjálfsagt gagnrýna þeir sem ekki fylgjast mikið með íþróttum þennan risaskammt af sporti og sprikli, en það er eins og gengur, sitt sýnist hveijum. Skrifari getur þó ekki annað en kvartað yfir því hversu seint tilkynningar um breytingar á dagskrá vegna beinna íþróttaút- sendinga berast til dagblaða. Stundum svo seint að ekki er hægt að koma upplýsingum til neytenda og í öðrum tilvikum jafnvel sama dag og umræddur kappleikur fer fram. Slíkt hringl á síðustu stundu er illþolandi fyrir neytendur og yfir- leitt með öllu ástæðulaust. xxx A IGÆR fjallar Helgarpósturínn meðal annars um enska knatt- spyrnuliðið Derby County undir fyr- irsögninni Reynsluboltarnir í Derby. í töflu er greint frá markaskorurum liðsins í vetur og þar kemur fram að leikmaður að nafni Owngoal hefur gert tvö mörk, bæði með hægri fæti af stuttu færi. Ekki kemur skrifari þessum leikmanni fyrir sig í fljótu bragði, dettur helst í hug að hann sé frændi Replays nokkurs sem stöðugt verður betri leikmaður og meira áberandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.