Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Myndarleg þorskhrogn ÞESSI myndarlegu þorsk- hrogn voru til sölu í Hagkaup- um í Kringlunni í gær og ger- ast þau vart miklu stærri. Hrognin komu með 30 kg þorski í afla Steinunnar SH 167. Þau vega 8 kg en oftast eru þorskhrogn ekki mikið þyngri en kringum eitt kíló. Það er Esther Gísladóttir sem býður þau svöngum kaupend- um. Fyrirtækin sem standa að Fríkortinu orðin tíu talsins Utanlandsferð fyrir kaup á bifreið P. SAMÚELSSON, umboðsaðili Toyota, bætist nú í hóp Fríkortsfyrirtækja. FIMM ný fyrirtæki bættust í gær í hóp þeirra fyrirtækja sem standa að Fríkortinu og eru fyrirtækin sem bjóða punkta gegn framvísun Fríkortsins nú orðin tíu talsins. Fyrirtækin sem bæst hafa í hópinn eru Toyota umboðið, Tæknival, IKEA, Kodak Express - Hans Petersen og Virgin Megastore. Þá hefur verið ákveðið að Flugleiðir innanlands verði einnig aðili að Fríkortinu. Hjá Toyota umboðinu fást gegn framvísun Fríkortsins 10 punktar fyrir hveijar 1.000 kr. þegar keypt- ur er nýr bíil og 20 punktar fyrir hveijar 1.000 kr. þegar keyptur er notaður bíll eða annað hjá um- boðinu. Tvöfaldir punktar fást hins vegar fyrir kaup á nýjum og notuð- um bílum á sérstöku opnunartil- boði sem væntanlega stendur til næstu mánaðamóta. Að sögn Boga Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Toyota umboðsins, kosta algengustu Toyota Corolla bílarnir um 1.300 þúsund krónur og fást þannig 26 þúsund punktar á meðan opnunartilboðið stendur en annars 13 þúsund punktar. Fyrir kaup á Toyota Landcruiser sem kostar 3.725 þúsund krónur fást 74.500 punktar á meðan til- boðið gildir en annars 37.250 punktar. Sé keyptur notaður bíll fyrir eina milljón króna fást 40 þúsund punktar á meðan opnunar- tilboðið stendur, en 20 þúsund punktar að því loknu. „Það má því segja að það sé utanlandsferð með hveijum bíl,“ sagði Bogi. Óháð greiðslumáta Bogi sagði að þegar notaður bíll væri tekinn upp í nýjan hjá umboð- inu fáist punktar fyrir andvirði gamla bílsins á sama hátt og ef greitt væri með peningum. „Það eru engar hindranir í þessu að undanskildu því að það gilda ekki afslættir með öðrum afslátt- um. Þetta er einungis einn valkost- urinn í viðbót fyrir viðskiptavinina og gildir skilyrðisiaust af öllu aug- lýstu verði hjá okkur og þá óháð því hvernig greitt er,“ sagði Bogi. Gegn framvísun Fríkortsins fást 10 punktar hjá Flugleiðum innan- lands í pakkaferðum og 20 punktar í almennu fargjaldi, hjá Tæknivali og umboðsmönnum þess um allt land fást 20 punktar fyrir hveijar 1.000 kr. á allar vörur, hjá IKEA og Virgin Megastore fást 25 punkt- ar á hverjar 1.000 kr. á allar vörur og hjá Kodak Express - Hans Petersen fást 50 punktar fyrir hverjar 1.000 kr. sem greiddar eru fyrir framköllun og vörur. ■ Virk/18 Mikil óánægja með lífeyrisfrumvarpið á sjóðfélagafundi ALVIB Frumvarpið þvert á þró- unina í lífeyrismálum MIKIL óánægja með iífeyrisfrum- varp ríkisstjórnarinnar kom fram á almennum fundi sjóðfélaga í Al- mennum Hfeyrissjóði Verðbréfa- markaðar íslandsbanka (ALVÍB) í gær. ALVÍB er Qölmennasti sér- eignarsjóður landsins, með um 5.000 sjóðfélaga. Fundurinn sam- þykkti ályktun, þar sem frumvarp- inu er harðlega mótmælt. Samkvæmt lífeyrisfrumvarpinu verða þeir, sem hingað til hafa greitt í séreignarsjóði eingöngu, til dæmis sjálfstæðir atvinnurekendur og aðr- ir, sem standa utan stéttarfélaga, skyidaðir til að greiða 10% af tekjum sínum í sameignarsjóð, þar sem inn- eign erfist ekki til maka eða barna við andlát sjóðfélaga. Viiji þeir halda áfram að greiða í séreignarsjóð verður það að vera viðbótariðgjald, sem bætist ofan á 10% lágmarksið- gjaldið. Gunnar Baldvinsson, forstöðu- maður ALVÍB, sagði á fundinum að yrði frumvarpið að lögum, yrði þeim stóra hópi, sem hefði greitt í ALVÍB og aðra séreignarsjóði, ein- göngu heimilt að greiða í þá viðbót- ariðgjald. Einstaklingar fái að velja sér Iífeyrissjóð í ályktun fundarins er lýst and- stöðu við þau áform að meina sjóðfé- lögum að greiða lágmarksiðgjöld í séreignarsjóð. „Fundurinn bendir á að frumvarpið gengur þvert gegn þróun í lífeyrismálum bæði á íslandi og erlendis en séreignarsjóðir njóta víðast hvar vaxandi vinsælda," seg- ir í ályktuninni. „Ástæðurnar fyrir auknum vinsældum séreignarsjóða má rekja til þess að nú geta sjóðfé- lagar keypt tryggingavernd frá við- urkenndum tryggingafélögum og notið þannig hliðstæðra réttinda og í samtryggingarsjóðum. Réttindi sjóðfélaga eru mjög skýr þar sem þau eru mæld í krónum og inneign erfist við andlát." Þá segir í ályktuninni að fundur- inn lýsi furðu yfir þeirri meginhug- mynd frumvarpsins að einstaklingar skuli áfram vera skyldaðir til að greiða í ákveðna lífeyrissjóði. „Fundurinn telur það réttlætismál að einstaklingar fái að velja hvert lífeyris- og eftirlaunasparnaður þeirra rennur þar sem hann er mjög stór hluti af sparnaði og eignum fólks. Auk þess er nauðsynlegt að einstaklingar fái að velja sér lífeyris- sjóð til að tryggja nauðsynlegt að- hald við rekstur þeirra." í umræðum á fundinum kom fram mikil reiði nokkurra fundarmanna, sem höfðu kynnt sér frumvarp ríkis- stjórnarinnar og töldu fótunum kippt undan áformum sínum um lífeyris- sparnað til elliáranna. Meðal annars komu fram á fundinum kröfur um að fjármálaráðherra og forsætisráð- hen'a yrðu látnir svara fyrir frum- varpið augliti til auglitis við sjóðfé- laga á almennum sjóðfélagafundi. Gámar af þilfari Víkartinds komnir ALLIR gámarnir sem hafa verið los- aðir af þilfari Víkartinds hafa verið fluttir frá Háfsfjöru á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn, alls 41 gám- ur. Gámarnir eru losaðir og vörurnar fluttar í vörugeymslur Eimskips eft- ir að ástand þeirra hefur verið skoð- að af fulltrúa tollyfirvalda og hlut- lausum skoðunarmanni. Búið er að kanna ástand vöru í 19 gámum og er það almennt gott, samkvæmt upplýsingum frá Eimskipi. I fréttatilkynningu frá Eimskipi segir að farmur verði ekki afhentur eigendum nema lögð hafi verið fram trygging af þeirra hálfu eða vá- tryggjenda vegna hugsanlegrar hlutdeiidar í kostnaði við björgun eða niðutjöfnun sjótjóns. Þetta er gert að beiðni sýslumanns í Rangárvalla- sýsiu, sem hefur forræði um björgun farmsins. Sýslumaðurinn hafi hins vegar ekki tekið ákvörðun um upp- hæð slíkrar tryggingar né heldur hver muni annast innheimtu hennar. „Þegar ákvörðun liggur fyrir er ekkert því til fyrirstöðu af hendi Eimskips að afhenda vörurnar rétt- um eigendum. Vörur verða tollaf- greiddar á grundvelii matsverðs eft- ir að tjónaskoðun hefur farið fram,“ segir í fréttatilkynningunni. Morgunblaðið/Ásdís ALLIR gámarnir sem losaðir voru af þilfari Víkartinds eru komnir á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Andlát JON ÞÓRIR ÁRNASON JÓN Þórir Árnason verslunarmaður og greinahöfundur lést i Landspítal- anum síðastliðinn fimmtudag, 10. apríl. Jón Þórir fæddist að Karlsskálum við Reyðarfjörð 26. desember 1917. Hann ólst upp á Eskifirði til fimm- tán ára aldurs. Foreldrar hans voru Guðrún J. Einarsdóttir húsmóðir og Árni Jónsson kaupmaður á Eski- firði. Þá fluttist Jón Þórir til Reykja- víkur og hóf nám í Verslunarskóla íslands og lauk þar námi. Hann vann við ýmis verslunarstörf í Reykjavík allt þar til hann hóf störf hjá Fiskifélagi íslands. Þar starfaði hann um árabil. 1952 hóf hann innflutning á þýskum dagblöðum og tímaritum samhliða starfi sínu hjá Fiskifélag- inu en þar hætti hann störfum 1963. Jón Þórir skrifaði greina- flokkinn Lífríki og lífshættir sem birtur var í Morgunblaðinu um margra ára skeið. Eftirlifandi eiginkona Jóns Þóris er Elín J. Þórðardóttir. Þau eiga þijár uppkomnar dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.