Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIMUNDUR SÆMUNDSSON + lngimundur Sæmundsson fæddist í Árna- botnum í Helga- fellssveit á Snæ- fellsnesi 21. sept- ember 1909. Hann lést á Landakots- spítala 4. apríl sið- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Jóhanna Elin Bjarnadóttir, f. 28.10. 1878, d. 13.6. 1954, og Sæmund- ur Kristján Guð- mundsson, f. 4.6. 1874, d. 2.1. 1945. Systkini Ingimundar eru Guðrún Guðný Sæmundsdóttir, f. 28.6. 1900, d. 10.10. 1933, Þórleif Amalía Oddfríður Sæmundsdóttir, f. 9.6. 1902, d. 9.5. 1915, Guð- mundur Sæmundsson, f. 4.8. 1903, d. 27.10. 1903, Guðlaug Sæmundsdóttir, f. 5.11. 1904, d. 24.12. 1937, Bjarni Gunnar Sæmundsson, J. 8.7. 1906, d. 16.12. 1981, Óskar Sæmunds- son, f. 22.1. 1908, Sigríður Sæmunds- dóttir, f. 18.11. 1911, d. 6.2. 1990, Þórdís Sæmunds- dóttir, f. 13.11. 1914, Elín Sæ- mundsdóttir, f. 13.7. 1919. Ingimundur kvæntist árið 1948 Guðlaugu Þor- steinu Jónsdóttur, f. 10.2. 1907, frá Sauðárkróki. Þau eignuðust eina dótt- ur, Elínu Sæunni, f. 3.7. 1951. Hún er gift Kára Jakobssyni, f. 10.11. 1946. Elín og Kári eiga tvo syni, Ingi- mund, f. 5.2. 1973, og Viðar, f. 4.2. 1975. Þeir stunda báðir nám við Háskóla Islands. Viðar er heitbundinn Valgerði Ósk Sævarsdóttur, f. 15.3. 1976. Utför Ingimundar verður gerð frá frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er ástkær faðir minn búinn að fá hvíldina eftir þriggja ára erf- ið veikindi. Síðasta vikan var hon- um erfið. En mikið er ég glöð í hjarta mínu að hafa fengið að vera hjá honum og sofíð í herberginu hjá honum til hinstu stundar. Hann kvaddi þetta líf í fanginu á mér alveg eins og hann verndaði mig allt sitt líf. Eg sat á hnjánum á honum og hann kenndi mér margar bænir. Hann var mjög trúaður maður. Rólegri manni hef ég aldrei kynnst. Aldri þáði hann hjálp frá nokkrum manni. Ég veit að síðustu 3 ár hafa verið honum erfið, að láta hjálpa sér við alla hluti. Mikið var mamma dugleg, níræð kona, að heimsækja pabba á hveij- um degi, þar til hún varð sjúkling- ur og liggur nú á spítala. Besta þakklæti skila ég og mín fjölskylda til Erlendar, vinar pabba, sem kom á hveiju kvöldi og las upp úr blöðunum fyrir hann og var honum svo góður og einnig Þór- dísi, systur pabba, sem studdi mig og var með mér hjá pabba til hinstu stundar, guð geymi hana. Eins vil ERFI DRYKKJLR Látið okkur annast erjidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 ég skila þakklæti til starfsfólks og lækna á Grensásdeild, Heilsuvernd- arhúsinu og sérstöku þakklæti til starfsfólks 2A á Landakoti, sem sýndi mér mikla hlýju og þolin- mæði. Guð geymi ykkur öll. Elín Sæunn Ingimundardóttir. Nú er elsku afi farinn. Síðustu þijú ár hafa verið mjög erfið fyrir hann og fjölskylduna. Eftir að hann veiktist varð hann að hætta öllu sem hann var vanur að gera. Þrátt fyrir að seinustu ár hafi verið hon- um erfið heyrði maður hann aldrei kvarta. Hann var alltaf að hugsa um aðra og hafði miklar áhyggjur ef hann vissi að einhveijum liðið illa. Afi var með duglegri mönnum og hann var alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Ekki heyrði maður hann kvarta undan einu né neinu, nema þá helst alþingismönn- unum, en honum fannst þeir vera of margir. Hann var sérstaklega nægjusam- ur og sóaði ekki peningum í vit- leysu. Hann var þó alltaf tilbúinn að stinga að okkur bræði-unum aur, ef hann vissi að okkur vantaði eitt- hvað. Hann var mjög rólegur maður og það ríkti alltaf mikill friður í kringum hann. Hann reyndi alltaf að gera gott úr öllu og aldrei mun- um við né vitum við til þess að hann hafi reiðst og skammað ein- hvem. Við bræðumir vomm oft mjög óþægir í æsku, og þó sérstaklega nafni hans. Við áttum það til að fljúgast á eins og hann kallaði það, en hann sagði bara „sei, sei, sei“ með semingi og sagði að við ættum að vera góðir hvor við annan. Afi var mjög trúaður og sóttu hann og amma reglulega kirkju á sunnudög- um allt þar til hann veiktist. Okkur finnst mjög gott að hann fékk loksins að fara, þar sem við áttum orðið mjög erfítt með að horfa upp á hann þar sem hann gat varla hreyft sig. Hann tók því + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSÍNA MARÍA KARLSDÓTTIR, Framkaupstað, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 12. apríl kl. 14.00. Helgi Garðarsson, Herdís Hallbjörnsdóttir, Ágústa Garðarsdóttir, Helgi Hálfdánarson, Jónína Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. þó með stakri ró, eins og öllu öðru, og beið því sem koma skyldi. Ég veit að hann vakir yfir okkur öllum og okkur líður vel að vita af honum nærri hveija stund. Elsku mamma og amma sem þótti svo vænt um hann, guð veri með ykkur, sem og öðrum vinum og ættingjum. Minn varstu mesti sómi metin að flestra dómi. Huggun í neyð og hörmum hlaut ég í þínum örmum. Lífsbyrði að bera mína bauðstu fram krafta þína. Hreinan ég sannleik segi: Sérhlífni þekktirðu eigi. Þú hefur lífið látið. Látið þitt hef ég grátið, grátið þig tregatárum, tárum, er valda sárum, sárum, er blæða og svíða. Sár hlýt ég þreyja og bíða. Syrgjandi ég sit í leynum. Segir oft fátt af einum. Veri því drottins vilji. Vegir um hríð þótt skilji, sameinar alla aftur ástvini lífsins kraftur. Kraftur guðs ástaranda einn leysir dauðans vanda. Gjörvallt er hans í hendi hér, þó að líf vort endi. (Jón Sigurðsson.) Ingimundur og Viðar. Mig langar í fáum orðum að minnast móðurbróður míns og vin- ar, Ingimundar Sæmundssonar. Hann andaðist á Landakotsspítal- anum í Reykjavík 5. þ.m. Hann fæddist í Árnabotnum í Helgafells- sveit 21. september 1909 og hefði því orðið áttatíu og átta ára 21. september nk. hefði hann lifað. Hann hefur blessunarlega eftir þriggja ára veikindi fengið að fara á vit feðra sinna. Hann var sonur hjónanna Sæmundar K. Guð- mundssonar bónda í Árnabotni í Helgafellssveit, síðar að Hraunhálsi í sömu sveit, og konu hans, Jó- hönnu Elínar Bjarnadóttur. Ingi- mundur fluttist að Hraunhálsi níu ára gamall. Faðir hans lést, er Ingi- mundar var 36 ára og tók hann þá við búinu að Hraunhálsi og bjó þar með móður sinni og systur, Elínu, til ársins 1948, er hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Þ. Jónsdóttur, frá Sauð- árkróki; brá hann þá búi og fluttist til Reykjavíkur. Þau giftust sama ár og hófu búskap að Sóleyjargötu 15, í Reykjavík. Þau eignuðust eina dóttur, Elínu Sæunni. Ingimundur var einstakt góð- menni og öðlingur f alla staði. Hans geðprýði var með eindæmum og væri mikið gefandi fyrir hans góðu lund, er ég stoltur yfir að hafa átt hann sem frænda og vin. Ég var ungur drengur í sveit á Sólbakka í Helgafellssveit í sex sumur. Þá var Ingimundur bóndi að Hraunhálsi, sem er um þijár bæjarleiðir í burtu. Talað var um Ingimund sem sveitarhöfðingja. Var hann gangnakóngur í Helga- fellssveit og fékk ég að fara í göng- ur með honum og um Kerlingar- fjöll, í stað Halldórs Jóhannssonar, bóndans, sem ég var í sveit hjá, en einn til tveir menn voru frá hveijum bæ í sveitinni í göngunni. Tók þetta tvo daga og var mikið ævintýri fyrir 14 ára gamlan dreng og ekki spillti fyrir að fá að ganga með gangnakónginum sjálfum. Þessi gangnaferð er með skemmti- legustu ferðum sem ég hef farið og eru þá meðtaldar þær ferðir, sem ég hef farið vítt og breitt um heiminn. Ingimundur var hluti af hamingjusömu æviskeiði minnar æsku. Á sunnudögum fékk ég að söðla hest og fara í heimsókn til Ingimundar og ömmu, Magnúsar, tvíburabróður míns, og Gunnars Emils, eldri bróður míns, en þeir voru á bænum í sveit á þessum árum. Þær ferðir lifa í minningunni í sól og sumri, töðulykt og frábær- um móttökum. Hann á þakkir mín- ar fyrir barngæsku, hjálpsemi og góðvild og virðingu, sem hann bar fyrir öðrum. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Briem) Ég votta Guðlaugu, Elínu Sæunni, Ingimundi og Viðari og öðrum aðstandendum innilega samúð. Sæmundur Pálsson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Ingimundur Sæmundsson, eftir nær þriggja ára erfið veikindi. Ingimundur fæddist í Árnabotn- um í Helgafellssveit og fluttist að Hraunhálsi í sömu sveit á 10. ald- ursári og ólst upp í stórum systk- inahópi þar sem hann bjó ásamt móður sinni til ársins 1948. Þá flytur hann til Reykjavíkur og kvænist Guðlaugu Þ. Jónsdótt- ur. Sjálfsagt hefur það ekki verið auðvelt fyrir hann, sem var svo mjög hneigður fyrir búskap, að flytjast af æskustöðvum sínum hingað á mölina, þótt jörðin væri kannski ekki mjög kostarík. Hér í Reykjavík starfaði hann í mörg ár hjá Eimskip við góðan orðstír. Ingimundur og Guðlaug eignuð- ust eina dóttur, Elínu Sæunni, sem var pabba sínum mikið uppáhald. Elín er gift Kára Jakobssyni, bif- vélavirkja. Þau eiga tvo drengi, Ingimund og Viðar, sem voru sann- kallaðir augasteinar afa síns. Þeir eru við nám í Háskóla íslands. Við- ar er heitbundinn Valgerði Sævars- dóttur. Það má segja að ekki verði hér- aðsbrestur þótt gamall maður falli frá, en vegna manngildis var Ingi- mundur virtur vel af fjölskyldu sinni og öllum sem honum kynnt- ust. Guðlaug sér nú á bak ástríkum eiginmanni í hárri elli og við slæma heilsu. Að leiðarlokum skal þeim þakkað sem hjúkruðu honum í hans erfiðu veikindum, starfsfólki á Grensás- deild og Heilsuverndarstöð Reykja- víkur og nú síðast á Landakotsspít- ala, fyrir hjartahlýju og kærleika, séra Frank M. Halldórssyni, Þór- dísi systur hans og fleirum sem heimsóttu hann reglulega. Guð blessi Ingimund Sæmunds- son. Erlendur Guðlaugsson. Ungur kynntist ég Ingimundi Sæmundssyni - hann bjó þá með öldruðum foreldrum sínum og yngri systrum að Hraunhálsi í Helgafells- sveit. Þar er náttúrufegurð mikil. Ég var í þann tíð sumarstrákur á Staðarbakka í sömu sveit. Ég var hjá móðurbróður mínum, Halldóri Jóhannssyni, og konu hans, en Halldór og Ingimundur voru rniklir vinir. Ingimundur var maður í með- allagi hár, þrekvaxinn og þykkur undir hönd, hann var annálaður þrekmaður og einn af hraustustu mönnum þar í sveit og þó víðar væri leitað. Hann var maður stilltur vel og aldrei sá ég hann í geðshrær- ingu, en allir sem kynntust honum fundu að þar fór drengur góður. Ég kom í örfá skipti að Hraun- hálsi, móðir hans Elín var með ein- dæmum ljúf og elskuleg kona. Fað- ir hans var nokkuð stórskorinn og forn og mér fannst hann í mörgu hafa öfgafullar skoðanir. En hann bar með sér að hann hafði verið mikill þrekmaður. Ég má til með að minnast á dag einn er ég kynnt- ist Ingimundi best og mér er æ í minni. Helgfellingar skiptu afréttar- löndum sínum í ijögur göngusvæði þegar þeir fóru í göngur. Hrepps- nefnd skipti svo þessum svæðum og tilnefndi bæi sem yrðu að leggja til menn til leitar á hveijum stað. Staðarbakki var á sama leitarsvæði og Hraunháls. Þegar ég var 13 ára sótti ég fast að fá að fara í göngur fyrir Staðarbakka. Fjallkóngur var Ingimundur Sæmundsson. Við lögðum upp frá Árnabotni sem þá var kominn í eyði, hinum gamla fæðingarstað Ingimundar. Þegar var orðið morgunljóst þurft- um við að klífa upp fjallið fyrir botni Hraunsfjarðar. Mér virtust þetta vera snarbrattir hamravegg- ir, ca. 200 m háir, þó reyndist þetta viðráðanlegra en mér sýndist í fyrstu - en erfitt var það. Tvisvar á leiðinni kom Ingimundur tiþ mín til að hyggja að mér og þegar kom- ið var upp á brún þá skipaði Ingi- mundur liði sínu á leitarsvæðið. Hann var efstur sunnan megin en ég næstefstur. Þá sögðu vanir leit- armenn: „Ætlar þú að hafa strák- inn næst efstan 13 ára?“ „Ég ákveð það,“ sagði fyallkóngurinn. Þarna uppi eru Baulárvallavatn og Hraunsfjarðarvatn. Þetta var dagsverk - nokkrum sinnum kom Ingimundur hlaupandi til mín niður hlíðina til þess eins að hyggja að mér og leiðbeina. Síðar hljóp hann aftur upp hlíðina eins og fjallageit og var hann þó ekkert lipur í hreyf- ingum. Þetta var ógleymanlegur dagur. Mörgum árum seinna frétti ég að Ingimundur væri fluttur til Reykjavíkur og væri giftur góðri konu. Ég hugsaði með mér hvernig skyldi þessum hæga og gróna sveitamanni ganga í Reykjavík - þetta var eins og fara í annan heim. Og Ingimundur byijaði að vinna við höfnina. Þá var þar einn harðsv- íraðasti og stéttvísasti hópur verka- manna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skýra í stuttu máli hvers konar gjörbylting þetta er á lifnað- arháttum öllum. En Ingimundur féll ótrúlega fljótt inn í þetta um- hverfi. Hann var vinmargur og vin- sæll á sínum vinnustað. Þó að ég haldi að hann hafi haft ýmsar aðr- ar lífsskoðanir en vinnufélagar hans þá stóð hann aldrei í illdeilum við menn. Þessi milda hlýja sem einkenndi þennan mann var svo sterk og svo jákvæð. Það vakti fljótt athygli mína að Ingimundur mætti á öllum fundum hjá Dags- brún og hann tók ákveðna tryggð við félagið. En ég sá hins vegar að hann skemmti sér konunglega ef fundir voru harðir og fjörugir. Og þessi gamli og góði fjallkóngur átti eftir að mæta á verkfallsvakt með mér. Ég held að það hafi verið mikið gæfuspor þegar þau giftust Ingi- mundur og Guðlaug, fyrir þau bæði. Ég man vel eftir þegar ég hitti Ingimund stundum um helgar og hann leiddi unga einkadóttur sína í styrkri hönd. Þau dáðu hvort annað. Þau Guðlaug leigðu fyrst íbúð á Sóleyjargötu og festu síðar kaup á íbúð við Sörlaskjól þar sem þau bjuggu síðan. Nokkrum árum síðar en Ingi- mundur flutti Halldór móðurbróðir minn einnig til Reykjavíkur og bjuggu þeir við sömu götu. Ég var nokkrum sinnum staddur hjá Hall- dóri er Ingimundur kom í heim- sókn. Þá hvíldi allt annar blær yfir heimsóknum en nú tíðkast, ekkert sjónvarp, hlustað á fréttir, þó aðal- lega veðurfréttir. Þeir rifjuðu upp gamla atburði úr sveitinni og sögðu frá samferðamönnum í Reykjavík. Þeir drukku kaffi með meðlæti og það var einhver heimilisleg hlýja bæði hjá húsráðanda og gesti. Þetta notalega kvöldspjall var þeim yndisstundir. Ég kom einu sinni inn í slíkt kvöldspjall og sagði: „And- skoti kunnið þið vel við ykkur á hitaveitusvæðinu!" Þeir sögðu fátt en þetta var þeim greinilega um- hugsunarefni. Það skal enginn halda að vinna við höfnina hafi verið einhvetjar léttar sælustundir. Það var yfirleitt unnið úti í erfiðri vinnu og norðan- áttin náði sér vel upp og næddi um höfnina, Jiá kom þrek Ingimundar sér vel. Ég minnist þess einu sinni að það var tilkynnt um slys við höfnina, ég skaust þegar í stað niður á höfn. Þá hafði kassi með frystum fiski fallið úr neti sem var verið að hífa um borð og féll á höfuð eins verkamannsins. Þeir bjuggust eins við samverkamenn- irnir að þetta væri banaslys því maðurinn var fluttur meðvitundar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.