Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIVININGAR FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 37 hans í starfi enn glæsilegri. Hann gjörbreytti viðhorfum fólks til íþrótta og jók áhuga allra og okkur félaganna á barns- og unglingsárum deymdi um að komast einhvern tím- ann inn í iíflegar lýsingar hjá Sigga Sig. og heyra hann jafnvel nefna okkur á nafn. Það væri toppurinn á tilverunni. Leiðir okkar Sigga iágu síðar saman í gegnum íþróttir og margar utanferðir fórum við saman, en þó kynntumst við raunverulega í gamla útvarpshúsinu við Skúlagötu, þar sem ég sá um óskalagaþátt fyrir unglinga og þá var alltaf gaman að hitta goðið á göngunum. Hver skyldi svo hafa trúað því, að síðar yrðum við nánir samstarfsmenn og góðir vinir á fréttastofu útvarps? Þegar ég hóf þar störf 1977 og átti að reyna að feta í fótspor foringj- ans, þá hefði ég fljótlega lagt upp iaupana og forðað mér, ef ég hefði ekki frá upphafi notið hvatningar, trausts og vináttu Sigga sjálfs og Margrétar fréttastjóra. Þau leið- beindu og stýrðu stráknum af heil- indum með hollráðum og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Við Siggi náðum vel saman, margt var brallað og margs er að minnast, þar til við byq'um aftur að lýsa og þá vonandi hressir og kátir. Siggi var einlægur, heiðarlegur og ekki síst skemmtilegur persónu- leiki og vinur. Hann var ætíð vel studdur af dásamlegri eiginkonu, Sissu, sem hann virti og elskaði, sem og börn sín, tengdabörn og barna- börn, já hann var stoltur af sinni fjölskyldu, sem reyndist honum svo vel og var honum dýrmæt til hinstu stundar. Þetta eru fátækleg orð um góðan vin, en ég er ríkari að hafa kynnst honum, lært af honum og fengið tækifæri tii að ganga oft með honum á lífsleiðinni. Elsku Sissa, missir þinn er mikill og allrar ijölskyldunnar og ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur, en minningin um góðan mann mun gera ykkur sorgina létt- bærari. Hermann Gunnarsson. Það er engum vafa undirorpið að Sigurður Sigurðsson er einn eft- irminnilegasti útvarpsmaður sem við áttum á blómaskeiði Útvarpsins. íþróttalýsingar hans í Útvarpinu eru enn í minnum hafðar og munu verða um ókomna tíð. Sigurður sýndi mér einu sinni gömul handrit, þar sem hann hafði skrifað inngang að lýs- ingu og þar stóð efst á blaðinu k.þ.s. Hvað er þetta? spurði ég án þess að velta þessum stöfum fyrir mér. Jú, þetta sagðist Sigurður alltaf hafa skrifað efst á blaðið fyrir lýs- ingar, og þetta var auðvitað skamm- stöfun á hans frægu ávarpsorðum, „Komiði sæl“, eins og bókin heitir, sem Vilhelm G. Kristinsson skrifaði um Sigurð. Það voru víst fáar íþróttagreinar, sem keppt var í, þeg- ar Sigurður stóð á hátindi sínum sem íþróttafréttamaður, sem hann lýsti ekki. Sem almennur útvarpshlu- standi man ég glöggt hvernig Sig- urður færði knattleiki, frjálsar íþróttir, sundkeppni og skíðaíþrótt- ina heim í stofu í gegnum útvarpið. Hann var brautryðjandi í íþróttalýs- ingum og ótrúlegt hveiju hann fékk áorkað við oft erfiðar aðstæður. Útvarps- og símatæknin var í þá daga ekki eins fullkomin og nú og símasamband milli landa ótryggt. Sigurður sagði okkur Útvarpsmönn- um oft ýmsar sögur af aðstæðum við lýsingar og hvernig hann kom þeim áleiðis til hlustenda. Einhveiju sinni var hann t.d. í Bandaríkjunum og átti að lýsa landsleik íslendinga og þarlendra. Símalínur voru ekki til taks, en þá buðu bandarísk stjórn- völd að „Útvarp Reykjavík" fengi til afnota stuttbylgjukerfi Voice of America, sem annars var notað til að að koma áleiðis til Evrópu skoð- unum Bandaríkjastjórnar á málefn- um líðandi stundar á dögum kalda stríðsins. Þannig var öllum ráðum beitt til að koma íþróttalýsingum til hlustenda hér á landi. Sigurður varð fyrsti íþróttafrétta- maður Sjónvarpsins, en eftir nokk- urra ára starf þar snéri hann aftur til Útvarpsins og hóf þar störf sem fréttamaður og það var á Frétta- stofu Útvarpsins á Skúlagötunni sem við hófum samstarf. Skáklistin átti þá hug hans allan, og það var ekki aðeins að Sigurður gerði skák- fréttum góð skil, heldur hafði hann mjög gaman af þvi að tefla og var vel liðtækur skákmaður. Ég held að hann hafi haft mun meiri áhuga á skákinni en öilum íþróttagreinunum sem hann var að iýsa, ef frá er tal- inn kannski fótbolti á heimsmæli- kvarða. Þar var hann með á nótun- um, og kunni vel að meta góðan fótbolta. Sigurður var skemmtilegur frá- sagnamaður yfir kaffibolla og kunni margar sögur af mönnum og málefn- um. Það hafa líka verið sagðar marg- ar sögur af Sigurði eins og títt er um þá sem standa í fremstu vígiínu fjölmiðlanna og eru stöðugt í sviðs- ljósinu. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum, og lét þær óspart í ljósi, og ekki síður ef þeir áttu ekki upp á pallborðið hjá honum. Eftir að hann lét af störfum sem fréttamaður og varafréttastjóri 1980 kom hann oft til okkar á Fréttastof- una, því hann hafði þar með höndum ákveðin verk, og fylgdist sem fyrr með skákinni, innanlands og utan. Nú nokkur síðustu árin átti Sigurður við heilsuleysi að stríða, og þá sér- staklega frá áramótum, en dvaldi þó lítið á sjúkrahúsum, því kona hans Sigríður, betur þekkt sem Sissa í ísafold, og börn og tengdabörn gerðu honum kleift að dvelja á fallegu og hlýlegu heimili þeirra í Espigerði, þar sem hann gat jöfnum höndum notið stórkostlegs útsýnis yfir borg og voga og fylgst með heimskunnum knatt- spyrnumönnum leika listir sínar víðs- vegar um heiminn. Við á Fréttastofu Útvarpsins söknum góðs félaga og biðjum ijöl- skyldu hans blessunar. Kári Jónasson. Ógleymanleg bernskuminning: Mitt í önn sveitalífsins, þar sem Ijós- verkin í kjallaranum hafa forgang, fangar seiðandi rödd úr gamla lamp- aútvarpinu alla athygli í stofunni uppi yfir íjósinu. Sigurður Sigurðs- son er að lýsa knattspyrnulandsleik íslendinga og Svía 29. júní 1951 og öll þjóðin hrífst með: „.. .Ríkharður skorar glæsilega fjórða mark sitt!...“ „.. .Svíar í dauðafæri en Bergur ver meistaralega!. .. “ „.. .Skot!, en hárfínt framhjá!. ..“ „.. .Bergur kemur út úr markinu á hárréttu augnabliki og gómar knött- inn...“ Sigurður var ekki fyrstur íslend- inga til að lýsa íþróttaviðburðum, því Helgi Hjörvar og fleiri höfðu lýst einstaka keppni. En Sigurður telst engu að síður óumdeilanlegur brautryðjandi á þessu sviði í stóru og smáu. Já, ekki síst í hinu smáa, því að í hinu einfalda fólst snilld hans ekki síður en í hinu stóra og vandasama. Nú á tímum þegar hinir ungu heilsast og kveðjast með orð- unum „hæ!“ og „ókey-bæ,“ hljóma setningarnar: „Komið þið sæl“ og „verið þið sæl“ eins og yndisleg tón- list. Þessar tvær setningar urðu ekki aðeins vörumerki Sigurðar heldur geislaði frá persónu hans þessum frómu óskum hans til hvers og eins. Þessar setningar lýstu honum sjálf- um kannski betur en flest annað. Honum var eðlislæg umhyggja fyrir því að hverjum og einum, sem hann átti samskipti við, liði vel. Þannig kynntist ég að minnsta kosti þessum öðlingi og elskulegri konu hans. Sigurður varð snemma þjóðsagna- persóna og hvetjum manni hugstæð- ur, undirrituðum svo mjög að það átti þátt í því að til hans var gripið þegar finna þurfti í skyndi afleysing- armann fyrir Sigurð í sjónvarpinu. Ég hafði nefnilega hermt ótæpilega eftir honum á skemmtunum og það þótti benda til þess að grínarinn gæti orðið nothæfur íþróttafrétta- maður fyrst hann gat spunnið upp úr sér lýsingar á kappleikjum sem voru bara hugarfóstur. Þannig varð Sigurður óbeint örlagavaldur minn og kann ég honum ævinlega þökk fyrir það. En vitanlega hafa allar íþróttalýsingar sporgöngumanna Sigurðar orðið eftirlíkingar af því sem hann hafði áður gert og því eins konar eftirhermur í sjálfu sér. Og er ekki sagt að eftirlíkingar séu mesta lof sem nokkur getur fengið? Fyrstu ár sjónvarpsins var Sigurður íþróttafréttamaður bæði hjá útvarpi og sjónvarpi og fór létt með það. Eftir að hann hætti hjá sjónvarpinu Iiðu ekki mörg ár þar til íþróttaf- réttamennirnir þar voru orðnir tveir. Það er því með djúpri virðingu og þökk sem við Bjarni Felixson send- um hinum afkastamikla brautryðj- anda hinstu kveðju. Það er óhætt að segja að það sé ekki aðeins sjónar- sviptir, heldur ekki síður heyrnar- sviptir að Sigurði, manninum sem fékk alla þjóðina til að leggja við hlustirnar með því einu að segja: „Komið þið sæl.“ í minningu góðs drengs og í hlýj- um anda kveðjanna fallegu, sem urðu óijúfanlegur hluti af persónu hans, votta ég ástvinum Sigurðar samúð og bið þeim blessunar. Ómar Þ. Ragnarsson. • Fleiri minningargreinar um Sigurð Sigurðsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargroina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@eentrum.is en nánari uppiýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LÁRUSDÓTTIR, Skallagrímsgötu 1, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar- daginn 12. apríl næstkomandi kl. 14.00 Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn og barnabörn í fimm ættiiði. Eiginmaður minn og faðir okkar, BENEDIKT MARTEINSSON fyrrv. framreiðslumaður, lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins 4. apríl. Útförin hefur farið fram. Jerry Marteinsson, Edit Vivian Hansen og Vilmundur Hansen. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON bóndi, Hvammi Landsveit, sem lést 30. mars sl., verður jarðsunginn frá Skarðskirkju, Landsveit, iaugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Kirkjugarðssjóð Skarðskirkju. Ferð frá BSÍ, Umferðamiðstöðinni, kl. 12.00. Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Már Jónsson, Ævar Pálmi Eyjólfsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Knútur Eyjólfsson, Edda Halldórsdóttir, Selma Huld Eyjólfsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Anna Magnúsdóttir, systkini, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. A. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR, lést sunnudaginn 6. apríi. Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkirkju laugar- daginn 12. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Þorgrimur Guðnason, Pálína Kristín Þórarinsdóttir, Eirfkur Þórðarson, Sigurgeir Bjarni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÞÓRIR ÁRNASON, Kópavogsbraut 1a, áður Þinghólsbraut 2, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. apríl. Elín J. Þórðardóttir, Elín J. Jónsdóttir Richter, Reynhold Richter, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Arngunnur R. Jónsdóttir, Helgi R. Rafnson, Jón Þórir Ingimundarson, Elín Ingimundardóttir. Systir okkar, + SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Snartarstöðum, Oddagötu 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum 10. apríl. Pétur Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir. Ástkær frænka okkar, ÞÓRUNN ÓLAFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR, Háleitisbraut 43, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. apríl. Ásgeir Þorvaldsson, Erla Alfreðsdóttir, Pétur Þorvaldsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Stefán Þorvaldsson, Guðríður A. Waage, Kristín Þorvaldsdóttir, Tryggvi V. Traustason. Móðir mín og amma, BJARNFRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 9. apríl. Rannveig Unnur Sigþórsdóttir, Bjarnfrfður Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.