Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 36
 36 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurður Sig- urðsson var fæddur í Hafnar- firði 27. janúar 1920. Hann lést á heimili sínu 3. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Sigurðsson, f. 17. ! júní 1891, d. 12. júní 1951, og Elísabet Böðvarsdóttir, f. 20. apríl 1896, d. 3. mars 1993. Fóstur- foreldrar hans voru hjónin Þórður Gunnlaugsson, kaupmaður, f. 30. október 1889, d. 21. febrúar 1943, og Ólafía Ingibjörg Þor- láksdóttir, f. 13. desember 1895, d. 18. mars 1975. Uppeld- issystir Sigurðar var Arndís Margrét Þórðardóttir, f. 1. júní 1923, d. 12. september 1996. Alsystkini Sigurðar voru Böð- var og Hrefna, sem bæði eru látin, og Sigfús Bergmann, Guðný Sigríður og Bryndís Elsa. Sigurður gekk að eiga • Sigríði Sigurðardóttur frá Vestmannaeyjum hinn 28. apríl 1944. Börn þeirra eru: 1) Ingi- björg, f. 7. september 1945. Dóttir hennar er Sigríður Hall- dórsdóttir, f. 10. ágúst 1971. 2) Hrafnhildur, f. 17. júní 1948. Eiginmaður hennar er Baldur Már Arngrímsson, f. 30. nóv. 1943. Dætur þeirra eru Silja Björk, f. 2. mars 1975, og Snæ- dís, f. 25. október 1979. 3) Sig- urður Örn, f. 27. september í 1957. Eiginkona hans er Linda Metúsalemsdóttir, f. 31. ágúst 1963. Synir þeirra eru Sigurður Fyrst kom forleiksstef úr Silki- stiganum eða Rakaranum eftir Rossini og svo á feidinu: Komiði- sæl. Þannig hófust íþróttaþættir Sigurðar Sigurðssonar í Útvarpi Reykjavík um miðja öldína og þeir urðu fastir liðir eins og venjulega næstu áratugi. Þessi dagskrárgerð fór í gang á Ólympíuleikunum í Lundúnum sumarið 1948 þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins sendi pkkur þangað báða með landsliði íslendinga í fijálsum íþróttum, og > tryggði þar með að háttvirtir hlust- endur fengju nákvæmar fréttir og frásagnir af sigrum kappanna og nýjum heimsmetum þeirra á hveij- um vettvangi jafnóðum og afrek voru unnin. I úrslitum 800 metranna á Wembleyleikvangi tók okkar mað- ur forustuna og var langfyrstur og ég orðinn næstum eins móður og hann í sigurvissu lýsingar og más- andi. En þegar 400 metra bjallan glumdi ruku allir hinir hlaupararnir fram úr piltinum og ég missti mál- ið. í lamandi örvæntingu minni greip Siggi míkrófóninn og lýsti seinni 400 metrunum sallarólegur og dá- samaði fótaburð sigurvegaranna á lokasprettinum. Gat þess svona auk- í reitis að okkar maður hefði orðið síðastur eins og það skipti engu máli. Ekki vannst Sigga tími til að ávarpa hlustendur í þetta sinn - kannski var hann ekki búinn að móta komiðisælið - en þegar ávarp- ið kom var það upp á 10 og alla tíð síðan aðalsmerki íþróttafrétta- manns sem hafði allt í hendi sér, - rólega hlýju raddarinnar með per- sónulegum blæ og jafnvægi hugar- ins, en einhversstaðar á bak við leynileg spenna eftirvæntingar sem . hlýtur að fylgja kappleikjum. Svo- leiðis á að gera það. Andríkir út- varpsfræðingar sem hugðust bæta dagskrána með látlausu spiii undir talað orð voru á einu máli þegar kom að fótboltalýsingum Sigga, - þar kæmi ekki til greina neitt annað en Egmontforleikur Beethovens. En Siggi átti fleiri uppáhaldstónskáld, _ eitt þeirra Paganini og tók vinurinn því gjarnan smellin stef fiðlusnill- Atli, f. 31. mars 1988 og Arnar, f. 3. októ- ber 1991. Sigurður lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1938 og var við nám í fiðluleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavik 1940-44. Hann var við skrifstofustörf hjá I. Brynjólfsson & Kvaran frá 1938. Árið 1943 réðst hann til ríkisút- varpsins og vann þar í 37 ár. Fyrst var hann fulltrúi í innheimtu- deild og innheimtusljóri en síð- an fréttamaður frá árinu 1964 og aðstoðarfréttastjóri frá 1974. Hann var jafnframt íþrótta- fréttamaður á árunum 1948 til 1971, þar af að aðalstarfi hjá útvarpi og sjónvarpi árin 1966 til 1971. Sigurður lét af störfum 1980. Hann var um skeið for- maður Samtaka íþróttafrétta- manna og formaður Starfs- mannafélags Ríkisútvarpsins og sat í varastjóm BSRB. Sigurður var sæmdur riddarakrossi Hinn- ar íslensku fálkaorðu fyrir brautryðjendastörf á sviði íþróttafréttamennsku og hlaut fjölda annarra viðurkenninga fyrir störf sín. Þar má nefna gullmerki Alþjóðasambands íþróttafréttamanna og Sam- bands íþróttafréttamanna í Finnlandi og á íslandi. Einnig gullmerki Vals og heiðursmerki FRÍ og KSÍ. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ingsins mikla á fíólínið sitt þegar svo bar undir. En ævinlega Vorsó- nötu Beethovens á sumardaginn fyrsta. Vera má að einhveijum hér við Faxaflóa hafí tekist að spila betur á fíðlu, það er ekki gott að segja því aldrei var keppt í þeirri íþrótt á héraðsmótum. En hitt er víst að enginn fiðlari hafði á valdi sínu aðra eins tækni í fasi og list- rænum tilburðum á konsertpalli, og mátti hveijum áhorfanda vera ljóst að hér brá sá boga er hafði allt til að bera í þeirri kúnst. Og skemmti- legri fiðlari fyrirfannst hvergi. Þegar Sigurður gekk í þjónustu Ríkisútvarpsins á fimmta tug aldar- innar kom hann beint úr Verslunar- skólanum með ágætiseinkunn upp á vasann, og þar að auki verðlauna- skjal og premíu fyrir vélritun. Vita menn ekki til að met hans á þeirri braut hafi enn verið slegið. Hann hafði og með viðskiptanáminu geng- ið á Fiðluskóla Björns Ólafssonar og spilað í Æskulýðs- og nemenda- hljómsveit hans, en var nú settur í rukkunarbréfaskriftir afnotagjalda, og dygði það ekki þá hótanir um innsigli og eignarnám, - þar með orðinn ógnvaldur blankra vanskila- manna. Þótti Sigurði þau skrif næstu ómúsíkölsk og leiddist starf- ið, en þraukaði þó af samvisku- semi, var brátt skipaður innheimtu- stjóri. En vegna afburðaleikni í vél- ritun höfðu hlaðist á hann aðrar skriftir á viðamiklum plássum stofn- unarinnar, þar á meðal allur jóla- kveðjubisnisinn. Þar kallaði hann til fluglæsa prófarkalesara á loka- sprettinum og voru vandvirkir þulir efstir á blaði. Æðstu unnendum talaðs máls þótti lítið tii koma og kölluðu það að fara á Eyrina. Okkur hinum fannst gaman á eyrinni og djobbið þar að auki gefandi, ekki bara eins og segir í nýmóðins list- vinaspjalli, heldur líka hinsegin - í aðra hönd. Og þá var ekki síður gaman að vinna með Sigga þegar hann var að lokum kominn á sinn stað á fréttastofunni. Þar var líka stundum stillt upp í pásunum, en Siggi var fínn skákmaður og tefldi oft á fyrsta borði Riddaraliðs Ríkis- útvarpsins á skákmótum opinberra stofnana. Allmargir útvarpsgaurar urðu um árabil sambýlismenn þegar stofnun- in fékk inni í viðskiptahöll Silla og Valda á Klapparstíg 26 upp úr 1950. Fréttastofa Jóns Magnússonar og Leiklistardeild Þorsteins Ö. Steph- ensen áttu heima á fjórðu hæð, en allt um kring og uppi á hinni fímmtu húsnæðislausir fjölskyldumenn, - þeirra á meðal fréttamenn, þulir, tónlistarfulltrúar, magnaraverðir og fleiri sem lent höfðu á götunni fyrir óheppni og klaufaskap, - eða voru að byggja stórt. Sigurður hafnaði á fimmtuhæð með Sigríði konu sinni og dætrum þeirra hjóna. Og nýja útvarpsgrammófóninum með hljóm- burðarvídd sem áður var óþekkt innan bylgjulengdarmarka Útvarps Reykjavík. Fengum við nábúamir þá að kynnast fiðlukonsertum Pag- aninis, Beethovens og Mendelsohns beint í æð úr höndunum á ísak Stern og Adolf Busch ásamt óperum Ver- dis, og ekki laust við að viðkvæmum listamannseyrum hússins þætti meira en nóg um hljómgæðin og tæknin ónærgætin. En þess ber og að geta að ekki var ónýtt að skutla sjöinu beint í hornið á snókerborðum Bjössa og Kela á billjarðinum í kjall- aranum í takt við Sigurmarsinn úr Aidu á Scalaóperunni í Mílanó. A hljóðlátari stundum var músíkin al- þýðlegri og frú Sissa söng Mambó Italíano við undirleik Malandóhljóm- sveitarinnar, en litlu dæturnar Imma og Habídú dönsuðu rondóið úr Sólskinsrapsódíu Húgós Alvéns. Þegar fram liðu stundir sundrað- ist sambýlisfólkið á Klapparstíg út og suður um alla borg. Sigurður Sigurðsson lét ekki þar við sitja, heldur kvaddi gamla Gufuradíóið og sigldi inn í Sjónvarp. Það þótti sumum ekki mjög gott og jöfnuðu brotthlaupinu við lausung og heitrof og nefndu stundum drottinssvik í hita umræðunnar. En skapanornir höfðu ekki sagt sitt síðasta og einn góðan veðurdag hvarf Sigurður Sig- urðsson íþróttafréttamaður heim úr útlegðinni og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna á höfuðbóli Ríkisút- varpsins á Skúlagötu 4 þegar glat- aði sonurinn settist þar við skrif- borðið á ný. Svo fór maður að heyra ekki alls fyrir löngu að heilsan væri farin að bila, en pensjónistinn var þá samur við sig: - Blessaður góði, læknirinn sem skoðaði mig um daginn sagði að ég væri með tandurhrein barnsi- ungu, og. gerðu ekki aðrir betur eftir allar reykingamar í sextíu ár, - og hló að öllu saman. En nú er Siggi Sig. farinn og búinn að kveðja upp á gamla móðinn í rólegri hlýju útvarpsraddarinnar: Veriðisæl - og sjálfur kann maður ekki aðra siði betri og svarar í sama dúr: Vertu sæll og þakka þér fyrir komuna, gamli vinur. Jón Múli Árnason. Ætli séu ekki liðnir hátt í ljórir áratugir. Rúta, þéttsetin kátum skátum, var stöðvuð skammt frá Skarði á Landi. Hekla blasti við og hafði varpað af sér hvíta herðaskjól- inu því að sólin skein og hlýtt í veðri þótt komið væri fram á haust. Skátahópnum lá á. Ætlunin var að komast inn í Eldgjá, tjalda og njóta blíðviðrisins. Samt var ákveðið að tefja förina í meira en klukkustund og hlusta á útvarpið. Viðtæki voru nýjung í rútubílum Kjartans og Ingi- mars en erfitt að hlusta þegar bíll- inn hossaðist á þvottabretti og út- sendingin frá gömlu gufunni í dauf- ara lagi þegar komið var langleiðina inn í óbyggðir. En það sem í vænd- um var á öldum ljósvakans þótti svo spennandi að unglingarnir ætluðu ekki að missa af einu orði. Þess vegna var rútan stöðvuð, drepið á vélinni og svo var kveikt á viðtæk- inu. Allir héldu niðri í sér andanum, líka Ingimar bílstjóri, og biðu eftir að rödd heyrðist og kastaði kveðju á hlustendur, stuttri látlausri og þjóðlegri kveðju en með sérstökum blæ og hljómfalli sem aðeins einn maður átti. Sigurður Sigurðsson. „Komiði sæl! Við erum stödd hér á . . .“ Ætli það hafi ekki verið gamli Melavöllurinn. Landsleikur var það en hvaða þjóð mörlandinn atti kappi við er löngu gleymt, hvað þá marka- fjöldinn. En eftirvæntingin í rútunni er ógleymanleg. Jafnvel fólk sem var bólusett fyrir íþróttum hlustaði á fótboltalýsingar Sigurðar sér til ág- nægju en hefur aldrei fylgst með neinni keppni frá því að hann sagði í síðasta sinn: „Leiknum er lokið.“ Hlustandinn sá allt fyrir sér, leik- mennina, mörkin, framhjáspörkin, honum var ýmist hlýtt í sólinni eða hann skalf í strekkingnum, hann skynjaði hraðann og vissi upp á hár hvemig stemmingin var. Munurinn á því að vera á vellinum og við tæk- ið var sá að það gat verið hundleiðin- legt að horfa á daufan leik en alltaf skemmtilegt að hlusta á Sigurð. Um daginn var ég spurð að því hvort Sigurður hefði í raun verið eins alúðlegur og hann kom fyrir á skjánum og í útvarpinu og því var fljótsvarað. Hann var einstaklega hlý manneskja og lét lítið yfir sér. Trúlega áttaði hann sig aldrei til fulls á þvý hvað hann var vinsæll og dáður. í rauninni var hann hlé- drægur, jafnvel feiminn. Hann var óskaplega samviskusamur, undirbjó sig af nákvæmi fyrir lýsingar og ef útlent lið átti að keppa lagði hann nöfn allra leikmanna rækilega á minnið og setti framburð vel á sig. Það var enginn hversdagsvið- burður að byija að vinna á frétta- stofunni sumarið 1962, kynnast „röddunum" sem hvert mannsbarn í landinu þekkti. Svona leit þá Jón Magnússon fréttastjóri út. Hann þekktu allir úr viðtölum og erlendum fréttapistlum. Og Thorolf Smith sem hafði sagt frá tunglskinsbjörtum nóttum þegar hann sigldi um Suður- höf á Stellu Polaris. Og þarna var Hendrik Ottósson, biblíufróðari en nokkur prestur og samt bolsi. Og Margrét Indriðadóttir, hún var alveg jafnfalleg og röddin. Ekki má gleyma séra Emil Björnssyni sem forframaðist í fréttamennsku í sjálfri Lundúnaborg og hafði sent heim pistla um landhelgisdeiluna - eða þá Stefáni Jónssyni, þessum sem var alltaf að tala við karla og kerlingar úti á landi. Hann mælti í bundnu máli á fréttastofunni. Fræg- astur í hópnum og sá sem kom mest á óvart var þó Sigurður Sig- urðsson. Aldrei hefði mann órað fyrir að sá sem legði það fyrir sig að lýsa íþróttaleikjum hefði lært að spila á fiðlu og vissi heilmikið um tónlist! Svo var hann líka prýðilegur skákmaður og ótrúlega fljótur að vélrita. Sigurður var ekki titlaður frétta- maður á þessum tíma heldur inn- heimtustjóri því að íþróttafréttum sinnti hann í aukavinnu. Þær þóttu ekki nógu merkilegar fyrir fullt starf. Allir fréttamenn urðu því að geta hlaupið í skarðið. Þegar minnst varði hringdi bjallan á gamla AP- prentaranum því að Valerí Brúmmel hafði sett nýtt heimsmet í hástökki eða þá að Stefán Jasonarson var á línunni, staddur á móti hjá Héraðs- sambandinu Skarphéðni. Sigurður tók að sér að segja nýgræðingum til svo að þeir rugluðust ekki í sek- úndubrotum og millimetrum og kappar færu ekki að skríða 100 metrana og klofa yfir stöngina á alþjóðamótum. Hann gerði þetta með glöðu geði og af stakri um- hyggju, bæði fyrir nýliðanum og fréttastofunni. Upphafíð að ferli Sigurðar í al- mennum fréttum má rekja til Surts- eyjargossins. Allir á stofunni voru á kafi og enginn mátti vera að því að skreppa upp á Landsbókasafn til að útvega fróðleik um eldsumbrot. Fréttastjórinn leitaði á náðir inn- heimtustjórans og íþróttafrétta- mannsins. Fyrst komu vöflur á Sig- urð og hann brá fingrunum upp í óstýrilátt hárið en fyrr en varði var hann farinn og kominn aftur með allt sem beðið var um og meira til. Starfsaldur Sigurðar hjá útvarp- inu var óheyrilega langur þegar allt var lagt saman, árin á auglýsinga- deildinni, innheimtunni og á frétta- stofunni. Hann kaus að hætta föstu starfi strax og tækifæri gafst. Mikl- ar breytingar voru þá að ganga í garð. Honum fannst ekki taka því að læra ný vinnubrögð og hann hefði SIGURÐUR SIGURÐSSON aldrei getað hugsað sér annað en vera fullgildur og fær í flestan sjó. í mörg ár eftir að hann iét af starfi varafréttastjóra skrifaði hann út- drátt úr forystugreinum landsmála- blaða. Stundum voru handritin fima- löng, einkum ef kosningar vom framundan en aldrei var svo mikið sem ein villa í þeim, sögðu þulirnir. Þannig var Sigurður í öllu sem þann lét frá sér fara og gamla gufan hef- ur aldrei orðið söm eftir að rödd hans hætti að hljóma í henni. Margrét E. Jónsdóttir. Sigurður Sigurðsson var braut- ryðjandi. Hann ruddi braut nýrra tíma í íslenskri fjölmiðlun. Á þeim grunni sem hann reisti hafa eftir- menn hans byggt. Þess vegna verð- ur hans minnst meðan menn tala í útvarp og sjónvarp á íslandi. Einhver mesta gæfa lífs míns var að fá að starfa í áratug undir hand- aijaðri Margrétar Indriðadóttur fréttastjóra og varafréttastjóra hennar, Sigurðar Sigurðssonar, á fréttastofu útvarpsins. Þar þurfti ungur og uppreisnargjarn maður að beygja sig undir aga, heiðarleika og nákvæmni og temja sér hið meitl- aða málfar sem einkenndi þá kyn- slóð fjölmiðlamanna sem þetta ein- staka fólk tilheyrði. Það er óttalegt til að hugsa hversu arfur þessa fólks er lítils metinn í fjölmiðlum nú á dögum, þar sem oft gætir óná- kvæmni í meðferð staðreynda og móðurmálsins. Fjölmiðlavinna er þess eðlis að menn þurfa að geta haldið ró sinni á hveiju sem gengur. Þetta á ekki hvað síst við um útvarp og sjón- varp. Útvarps- og sjónvarpsmenn þurfa að geta tjáð sig við hlustend- ur á yfirvegaðan hátt, hvort sem um er að ræða gleðiboðskap eða þungbær tíðindi. Þetta fólk hjúpar sig gjarnan hörðum skráp, slær um sig með gálgahúmor og virðist til- fínningalaust á yfirborðinu. Þannig var Sigurður Sigurðsson. Við sem þekktum hann vissum hins vegar betur. Þar fór afar tilfinninganæm manneskja. Tilfinningum sínum fann hann útrás í einstökum lýsing- um sínum á íþróttum og ekki síður í samskiptum við konu sína og börn. Sigurði var afar umhugað um fágaða framkomu í útvarpi og sjón- varpi og lýtalausa meðferð íslenskr- ar tungu. Þau eru ófá nýyrðin sem hann bryddaði upp á í íþróttalýsing- um sínum og hafa reynst góð og gild fram á þennan dag. Eftir að Sigurður sagði skilið við íþróttirnar og sneri sér að almennum frétta- störfum, var köllun hans hin sama. Enn skyldu áherslumar vera á höf- uðdyggðimar. Þannig var það ómet- anlegt ungum cg óreyndum manni að fá tilsögn í fræðunum, þó að oft væri fmmkvæði hins reynda manns tekið með óþolinmæði og skilnings- leysi nýliðans, sem óð fram af meira kagpi en forsjá. Ég kveð nú einn af örfáum mönn- um sem ég með sanni hef viljað nefna vin minn. Hinstu spor hans í þessu lífi voru erfið og sársauka- full. Þegar hann steig þau naut hann, eins og ávallt, stuðnings kon- unnar sem hann elskaði; konunnar sem elskaði hann. Mér er minnis- stæð hin djúpa ást og virðing sem einkenndi sambúð Sigga og Sissu. Þess vegna er hugur minn hjá henni í dag. Vilhelm G. Kristinsson. Vinur minn Siggi er dáinn. Hann var einn örfárra manna sem voru goðsögn á íslandi í lifanda lífi og sú goðsögn mun lifa. Ég stóð vart út úr hnefa, þegar seiðmögnuð rödd hans dró mig að útvarpstækjum, hvar og hvenær sem því varð við komið. Já, hann varð mitt fyrsta átrúnaðargoð og síðar fyrirmynd, enda algjör brautryðjandi á sviði íþróttafréttamennsku og það starf hans verður vart metið að verðleik- um. Lýsingar hans voru svo lifandi, hreinar og tærar, fullar af spennu og skemmtilegum augnablikum, að hlustendum fannst þeir hreinlega vera á leikvanginum hveiju sinni. Iþróttaáhugi hans var ekki eðlislæg- ur í upphafi og því var árangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.