Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDORA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR + Halldóra Rann- veig Guð- mundsdóttir var fædd í Reykjavík 21. júlí 1909. Hún lést 5. apríl síðast- liðinn á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. For- eldrar hennar voru Guðmundur Gests- son, f. 8. maí 1869 á Geitabergi í Svínadal í Borg- arfjarðarsýslu og Vilborg Bjarna- dóttir, f. 13. sept- ember 1876, ættuð frá Þykkvabæ í Landbroti í Skafta- fellssýslu. Systir Halldóru var Guðrún, f. 12.4. 1906, d. 2.10. 1971, hún var gift Einari Ást- ráðssyni, f. 6.2. 1902, d. 6.8. 1967, héraðslækni á Eskifirði. Halldóra giftist 4. október 1941 Sigurði Magn- ússyni, f. 16. júní 1905, d. 29. septem- ber 1982, skipsljóra og útgerðarmanni frá Eskifirði. Þau eignuðust tvö börn, Vilmund Víði, f. 5.5. 1944, sem kvæntur er Jóhönnu Ásdídi Þorvaldsdóttur, f. 30.8. 1944, eiga þau þijú börn og þijú barnabörn, og Björgu, f. 18.4. 1946, sem gift er Theódóri Blöndal, f. 22.11. 1946, eiga þau þrjú börn og eru búsett á Seyðisfirði. Halldóra og Sigurður bjuggu á Eskifirði frá 1941 til 1961, er þau fluttu til Reykjavíkur. Útför Halldóru fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Tengdamóður mína, Halldóru Rannveigu, Dóru, eins og hún var alltaf kölluð af flölskyldunni, hitti ég fyrst árið 1963. Þau hjónin höfðu flutt tveim árum áður frá Eskifirði til Reykjavíkur og voru búin að koma sér fyrir á Tómasarhaga 17, þar sem þau á.ttu heimili meðan Sigurður lifði. Árin 1964-1967 bjuggum við hjónin á Tómasarhaga hjá Dóru og Sigurði og Dóra gætti Sigurðar son- ar okkar fyrstu tvö árin hans meðan við foreldrarnir vorum að ljúka námi. Á þessum árum mynduðust náin tengsl sem aldrei hafa rofnað og alltaf var haft nánast daglegt sam- band. Vinkona sagði einu sinni við mig, að það væri eins og ég ætti tíu tengdamömmur, sú heyrði í sinni tengdamömmu kannski aðra hvora viku, en ég hefði ekki viljað skipta við hana. Dóra var mikil nákvæmnis- kona og fylgin sér. Ef eitthvað var ákveðið var það framkvæmt strax og ekki geymt til morguns það sem hægt var að gera í dag. Meðan heils- an leyfði var ekkert sem hét að sofa fram eftir eða leggja sig á daginn. Hún dreif sig á fætur og yfirleitt út að ganga eða keyra. Ef snjóaði mundaði hún skófluna og hreinsaði tröppurnar og gangstéttina í kring- um húsið. Hún hafði gaman af því að vera innan um fólk, spilaði t.d. brids nokkrum sinnum í viku, átti fasta miða í leikhús og einnig á tónleika hér áður fyrr. Dóra var á sínum yngri árum mikil íþróttakona og var m.a. í fim- leikaflokki Björns Jakobssonar, sem lagði land undir fót oftar en einu sinni og sýndi erlendis. Hún var mikill IR-ingur og var heiðursfélagi þess félags. Einu sinni sagði kona við mig að hún hefði verið að hugsa um hvað væri sameiginlegt með Dóru og tveim öðrum hressum fullorðnum konum sem hún þekkti sem fannst svo gaman að lifa og máttu helst ekki missa af neinu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sem ungar höfðu BIÚMABÚÐ MICHELSEN HÓLAGARÐi. Sírni 557 3460. AÐEINS ÞAÐ BESTA í GLEÐJ OG SORG. 36 ÁRA S'iARl-SEV'NSLA í ÚTFARAR- SKREYTÍNCÚM. MICHELSEN þær stundað íþróttir og haldið því við að hreyfa sig alla ævi og allar spiluðu þær brids nokkrum sinnum í viku og héldu þar með rökhugsun- inni við. Áhugaljósmyndari var hún og tók ógrynni af myndum og kom þeim jafnóðum smekklega fyrir í albúm- um og skráði strax upplýsingar við hveija mynd. Það hefur oft í gegnum tíðina verið leitað til hennar til að fá upplýsingar um ýmsa atburði sem hún hafði skráð við myndir sínar. Iþróttaferðalögin frá fyrri tíð voru t.d. nákvæmlega skráð. Hún starfaði í Thorvaldsensfélag- inu í tugi ára og hafði mikla ánægju af því. Hún var gerð að heiðursfé- laga þess félags. Dóra var mikil hannyrðakona og liggur eftir hana mikil handavinna sem afkomendur eiga eftir að njóta í framtíðinni. Dóra áttaði sig vel á þegar komið var að kaflaskilum í lífinu. Strax eftir að Sigurður dó hófst hún handa við að finna minni íbúð. Þegar hún fann fyrir óöryggi við að aka bíl hætti hún umsvifalaust að aka og þegar henni fannst hún ekki lengur ráða við að halda heimili vildi hún fara á Elliheimilið Grund, þar sem hún naut sín síðustu árin. Fjölskylda Dóru vili þakka frú Helgu og starfsfólkinu á Elliheimil- inu Grund alla huguisemina og umönnunina við hana þann tíma sem hún átti I þeirra umsjá. Hjartans þakkir fyrir góða samfylgd, tengda- mamma. Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir. Látin er á 87. aldursári heiðurs- konan Halldóra Rannveig Guð- mundsdóttir. Dóra var fædd í Reykjavík og leit alla tíð á sig sem barn Reykjavíkur, þótt hún byggi um skeið fjarri höfuð- borginni. Dóra, eins og hún jafnan var köll- uð, gekk í Kvennaskólann í Reykja- vík og að því námi loknu, hóf hún verslunarstörf hjá Jóni Björnssyni & co, sem þá var ein af glæsiverslunum bæjarins. Sú verslun var þar sem Solon Islandus er í dag. Þarna vann hún í mörg ár og var því miðbærinn hennar staður, þar sem bæði stóð heimili hennar og vinnustaður. Snemma beindist áhugi hennar að íþróttum og æfði hún fimleika og stundaði jafnframt útiíþróttir. Hún var í sýningarflokki íþróttafé- lags Reykjavíkur í fimleikum, en sá flokkur gerði garðinn frægan á þriðja áratugnum, fór í sýningar- ferðir bæði innanlands og utan. En hún var einmitt seinna gerð að heið- ursfélaga ÍR. Á þessum árum bundust þrjár stúlkur vináttuböndum, sem hafa varað óslitið í 70 ár og haldið áfram með næstu kynslóðum. Þessar stúlk- ur voru auk Dóru, Hrefna Ásgeirs- dóttir og Laufey Einarsdóttir. Þótt höf og lönd skildu þær að um ára- bil ræktu þær alla tíð þessa vináttu. Svo mikill var íþróttaáhugi þeirra, að árið 1936 lögðu þær land undir fót og fóru á Ólympíuleikana í Berl- ín sem áhorfendur. Hefur það verið mikið framtak og kjarkur þriggja ungra kvenna að drífa sig í þá ferð. Auk íþróttanna átti Dóra mörg áhugamál. Hafði hún yndi af ferða- lögum og Ijósmyndun og lætur eftir sig afar mikið ljósmyndasafn, vel skráð og aðgengilegt. Er það hið mesta heimildasafn. Þá spilaði hún mikið bridge fram á síðasta ár, bæði í vinahópnum og oft fór hún í félags- miðstöðvarnar að spila við „gamla fólkið". Þá var hún annáluð hann- yrðakona. Dóra bjó með foreldrum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík, en þar var faðir hennar húsvörður í 20 ár, en 1941 giftist hún Sigurði Magnús- syni skipstjóra og útgerðarmanni frá Eskifirði. Hefur það verið mikil breyting fyrir hana að flytja úr bænum austur á land í sjávarþorp, en systir hennar hafði flutt þangað tíu árum áður og nutu þær samvista hvor annarrar. Dóra undi sér þarna vel og ávann sér fljótt vinsældir og virðingu þorpsbúa, enda sérlega trygglynd, hjálpsöm og raungóð. Hún tók mikinn þátt í starfi manns síns, þar sem hún sá um bókhald útgerðarinnar og fylgdist því gjörla með lífi starfsmanna Sigurðar. Þau áttu þarna rómað glæsiheimili og eru þeir ófáir, sem þar nutu gistivin- áttu og rausnarskapar þeirra hjóna, þeim sjálfum til mikillar ánægju. Naut Dóra þess jafnan að fá austur andblæ bæjarins síns með aufúsu- gestum. Árið 1961 flytja þau til Reykjavíkur og eignast þar heimili og búa þar þangað til Sigurður lést 1982, en síðustu árin vann hann hjá Hafrannsóknastofnun. Þegar Dóra varð ekkja flutti hún á Flyðru- granda, var þar oft gestkvæmt sem fyrr og öllum fagnað. Höfðu börn okkar og annarra ekki síst gaman af að heimsækja hana. Það var allt- af séð fyrir þörfum þeirra, spilað, leikið bob að ógleymdu kúluspilinu góða. Fyrir um fimm árum tók Dóra þá ákvörðun að flytjast á Litlu- Grund við Elliheimilið Grund og átti hún þar góð ár, undi hag sínum hið besta og naut þar mikillar elsku og umhyggju. Var hún mjög ánægð þar og þakklát og fannst henni allir þar góðir við sig. Yfirleitt var hún einstaklega já- kvæð manneskja, trölltrygg vinum sínum, ættrækin mjög og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hag bæjarins síns, nú borgarinnar, vildi hún sem mestan og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Dáðist ég oft að áhuga hennar, er hún fékk sér far með strætisvögnunum til þess eins að skoða nýju hverfin og fylgjast með framvindu í borginni. Einnig var hún dugleg við að stunda leikhús og aðra menningarviðburði sem á boðstólum voru. Allt fram á þetta ár var hún hraust og naut óskertra krafta til líkama og sálar. Þegar ég lít yfir lífshlaup hennar og áðurnefndra vinkvenna hennar, sýnist mér sem hófleg íþróttaiðkun, reglusamt líferni og ekki síst já- kvætt hugarfar sé hið besta vega- nesti fyrir lífshlaupið. Eru þær vin- konur skýrasta dæmi þess. En nú er æviskeiðið á enda og sendi ég og Ijölskyldan Björgu og Víði og ijölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Segi ég eins og oft áður: Það er gaman að eiga Ianga ævi, ef maður eldist á sama hátt og Dóra frænka. Blessuð sé minning hennar. Inga V. Einarsdóttir. Heiðurskonan Hallaóra Rannveig Guðmundsdóttir var dóttir Vilborgar Bjarnadóttur og Guðmundar Gests- sonar, sem Iengi gegndu störfum húsvarða í Menntaskólanum í Reykjavík. Dóra ólst upp í Þingholt- unum til 12 ára aldurs, en þá flutt- ist fjölskyldan í Menntaskólahúsið við Lækjargötu en þar bjuggu þau í 20 ár. Æskuárin voru skemmtileg og spennandi. Heimilið í virtasta skóla landsins, með öllu því félags- og menningarlífi sem því fylgdi, en foreldrar Dóru voru ekki aðeins hús- verðir, heldur rak Vilborg oftast mötuneyti fyrir skólafólk utan af landi sem ekki átti í önnur hús að venda. Vilborg og Guðmundur voru virt og vinsæl meðal nemenda, kenn- ara og bæjarbúa í Reykjavík og vina- og kunningjahópurinn því stór. Art- arsemi, greiðvikni og frændrækni ólst Dóra upp við frá blautu barns- beini og þetta einkenndi hana öðru fremur allt hennar lífshlaup. Strax í barnaskóla fékk Dóra mikinn áhuga á íþróttum. Á þessum árum gekk _ hún í íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR. Stúlkur lögðu helst stund á fimleika. Fimleikaflokkur ÍR gat sér gott orð langt út fyrir land- steinana, og undir stjórn Björns Jak- obssonar íþróttakennara fóru ÍR- stúlkurnar í sýningarferð árið 1927 til Noregs og Svíþjóðar, sýndu á Eskifirði, í Bergen, Ósló og Gauta- borg og á Seyðisfirði í bakaleiðinni. Árið eftir fer fimleikaflokkurinn til Englands og Frakklands. Svo góðar voru stúlkurnar að til stóð að þær færu á Ólympíleika en til þess fékkst ekki opinbert fé. Þijár af þessum fimleikastúlkum bundust vináttu öðrum fremur, vináttu sem enst hef- ur í yfir 70 ár, þótt búseta í ijarlæg- um löndum og heimsstyijöld gerði dagleg samskipti erfið á stundum. Þær Dóra, Laufey Einarsdóttir og Hrefna Lang-Jensen létu ekki skort á opinberu fé aftra sér frá Ólympíu- leikum, heldur fóru á eigin vegum á leikana í Berlín 1936. Sú ferð var í orðsins fyllstu merkingu ævintýra- ferð sem aldrei féll þeim úr minni og oft var rifjuð upp á góðum stund- um. Eftir skólagöngu í Kvennó, stundaði Dóra verslunarstörf í Reykjavík. Dóra var mikill náttúruunnandi. Hún hafði yndi af að ferðast, og á sínum yngri árum ferðaðist húm mikið með Ferðafélagi íslands, var meðal annars með í för þegar fyrst var farið á bílum í Herðubreiðarlind- ir. Hún og Hrefna vinkona hennar hjóluðu eitt sinn yfir Uxahryggi úr Borgarfirði til Þingvalla. Á þessum ferðum sínum tók Dóra mikið af myndum, og síðar urðu merkisatburðir í þjóðlífinu og fjöl- skyldan hennar aðal myndefni. Oll- um sínum myndum, sem í dag fylla á áttunda tug albúma, hélt hún til haga, með texta og í tímaröð. í mörgu er hér um ómetanlegar heim- ildir að ræða. Hún var afburða hann- yrðakona, og útsaumsperlur eftir hana má í dag finna á heimilum vina og vandamanna. Dóra var Reykjavíkurmær eins og þær bestar geta orðið. Það hafa því efalaust verið mikil viðbrigði að flytjast til Eskifjarðar haustið 1941. Hinn 4. október sama ár giftist Dóra Sigurði Magnússyni skipstjóra og útgerðarmanni á Eskifirði. Sig- urður átti vélbátinn Víði SU 175. Þau keyptu fallegt hús í miðju kaup- túninu sem þau nefndu Víðivelli. Á Eskifirði bjó þá systir Dóru, Dadda, eiginkona Einars Ástráðssonar hér- aðslæknis. Þær systur voru alltaf miklir og nánir vinir. Dadda hafði þegar skipað sér í forystusveit í menningar- og félagslífi á Eskifirði, og ekki sló Dóra slöku við eftir að hún bættist í hópinn. Víðivellir urðu í mörgu tilliti miðpunktur menning- ar- og félagslífsins á þessum árum. Vissulega urðu hér mikil kaflaskipti í lífi Dóru. Hér var hún orðin sjó- mannskona, húsmóðir, móðir og út- gerðarmaður. Þá fóru austfirskir bátar á vertíð suður með sjó, voru að heiman frá því í janúar til loka maí og á síld á sumrin. Úthöldin voru því löng. Árið 1946 er keyptur nýr Víðir, frá Svíþjóð. Á þessum árum sá Dóra ekki aðeins um börn og bú heldur einnig um útgerðarmál þau sem vinna varð í landi og sinna frá degi til dags. Á Eskifirði fæddust börnin. Vil- mundur Víðir, f. 1944, kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Hann er kvæntur Jóhönnu Ásdísi Þorvaldsdóttur frá Fáskrúðsfirði. Börn þeirra eru Sigurður íþrótta- kennari og nemi í hagfræði við HÍ, í sambúð með Jónu Hildi Bjarnadótt- ur. Þau eiga eina dóttur, Ágústu Ýr; Vilborg, danskennari, hún á son, Viktor; og Þorvaldur nemi í guð- fræði við HÍ, í sambúð með Sólveigu Jónsdóttur. Þau eiga son, Jón Víði; Björg, f. 1946, verslunarstjóri á Seyðisfírði, gift Theodór Blöndal. Þau eiga þrjú börn, Halldóru Rann- veigu nema við kennaraháskóiann í Elverum í Noregi, Pétur, nema í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, í sambúð með Eyrúnu Einarsdóttur, og Andra Má, nema í menntaskólan- um á Egilsstöðum. Á Eskifirði áttu þau góð ár." Út- gerðin gekk vel og Víðir SU 175 var eitt af flaggskipum íslenska fiski- skipaflotans. Árið 1961 markar ný tímamót í lífi Dóru, þá flyst fjölskyldan til Reykjavíkur, og hér var Dóra á heimavelli á ný. Heimili þeirra var á Tómasarhaganum, í göngufæri frá átthögunum. En Dóra gerði sér ekki að góðu að ganga. Hennar Reykjavík var orðin stærri en svo að komast mætti á tveimur jafnfljótum um bæinn. Hún lærði á bíl og tók bílpróf, hún vildi komast sinna ferða án þess að vera upp á aðra komin. Hér tók hún til við félagsstörfin á ný þótt vett- vangurinn væri annar en áður. Hún gekk í Thorvaldsensfélagið og starf- aði þar ötullega í áraraðir. Það var Ijúft að líta inn á Thorvaldsensbas- arnum hjá Dóru og vinkonum henn- ar og þiggja kaffisopa. Dóra var kjörinn heiðursfélagi bæði í íþrótta- félagi Reykjavíkur og í Thorvalds- ensfélaginu. Árið 1966 varð Dóra tengdamóðir mín. Frá þeim degi að við kynnt- umst hef ég verið einn af hennar og aldrei fallið þar skuggi á. Þeir voru ófáir snúningar hennar fyrir fjölskylduna á Seyðisfirði og þær hópast að minningarnar um heim- sóknir okkar á Tómasarhagann. Sigurður afi dó árið 1982, eftir það bjó Dóra á Flyðrugrandanum, en frá 1993 á dvalarheimilinu Litlu- Grund. Þar naut hún sín í hárri elli. Hún naut félagsskaparins, þess sem boðið var upp á í menningu, listum og stuttum ferðum í og við Reykja- vík. Hún naut ekki síst þeirrar góðu umönnunar sem vistmenn fá. Um Dóru má með sanni segja að lengi býr að fyrstu gerð. Hún var alla tíð vel á sig komin og heilsu- hraust. Vafalítið má það þakka íþróttaiðkun á yngri árum og heilsu- samlegu líferni. Það kom því á óvart þegar hún skyndilega veiktist fyrir um mánuði. Fljótlega varð séð að hún ætti ekki afturkvæmt til fyrra lífs. Það hefði ekki verið henni að skapi að vera rúmliggjandi og upp á aðra komin. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu Halldóru Rannveigar Guð- mundsdóttur. Theodór Blöndal. Það er skrítið að hugsa til þess að þú, amma mín, sért farin frá mér fyrir fullt og allt. Þegar ég kvaddi þig fyrir tæplega ári til að fara til Noregs til náms hvarflaði aldrei að mér að ég myndi skrifa minningar- grein um þig núna. Þú sem alltaf varst svo hress og kát. En fljótt skipast veður í lofti. í febrúar veikt- ist þú skyndilega og núna ert þú dáin. Ég er ákaflega glöð yfir þvi að hafa komið heim um páskana og fengið að hitta þig og kveðja. Á stundum sem þessum rifjast minningarnar upp ein af annarri. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn á Tómasarhagann á sumr- in. Ein fyrsta minning mín þaðan er af ykkur afa að spila rommí við borðstofuborðið, enda lærði ég ung spilið. Það voru ófáar stundirnar sem við spiluðum. Eins allar búðaferðirn- ar og sunnudagsbiltúrarnir á Þing- völl, eða um nágrennið. Amma, manstu eftir fyrstu leikhúsferðinni minni þegar ég var fimm ára og við fórum að sjá „Karlinn á þakinu" (Fiðlarann) í Þjqðleikhúsinu? Það var ógleymanlegt. í kjölfarjð fylgdu fleiri leikhúsferðir og listaviðburðir. Þú kenndir mér að þekkja og meta borg- ina mína, Reykjavík. Éftir að ég flutti í bæinn héldum við áfram að kynna okkur hvað borgin þín hefði upp á bjóða. Þetta er aðeins brot af öilum þeim góðu minningum sem ég á um þig. Þú munt alitaf eiga stóran hluta í hjarta mínu. Elsku amma, núna er þín góða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.