Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarnefnd sjóslysa óskar frekari sjóprófa vegna Dísarfells Mörgiim spurningum talið ósvarað SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að fara fram á framhaldssjó- próf vegna skips Samskipa, Dísar- fells, sem fórst í byijun mars. Rann- sóknarnefnd sjóslysa hefur þegar ritað Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þar sem óskað er eftir að rannsókn verði haldið áfram. Halldór Blöndal samgöngnráð- herra segir ráðuneytið sammála fé- laginu um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið betur. Frekari athugun nauðsynleg „Rannsóknanefnd sjóslysa hefur fylgst með málinu og óskar nú frek- ari upplýsinga. Við teljum frekari rannsókn nauðsynlega, bæði til að athuga forsögu málsins, hvert ástand skipsins hafi verið og hvort fullnægjandi viðgerð hafi farið fram á því, auk þess sem við viljum að reynt verði að skýra tildrög slyssins betur,“ segir Halldór. Ragnhildur Hjaltadóttir formaður Rannsóknamefndar sjóslysa segir að f erindi nefndarinnar til héraðs- dóms segi m.a. að mjög mörgum spurningum sé ósvarað eftir fyrra sjópróf. Hún leggur þó áherslu á að _ Fjöl- skyldan á batavegi HJÓN úr Hafnarfirði og sex ára gamall sonur þeirra sem slösuðust alvarlega í hörðum árekstri á Reykjanesbraut 31. mars síðastliðinn, eru á bata- vegi samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ekki þykir lengur ástæða til að hafa drenginn á gjörgæslu- deild og hefur hann verið færð- ur á barnadeild sjúkrahússins, en foreldrar hans liggja enn á gjörgæsludeild. Þau eru þar til eftirlits og munu gangast undir skurðað- gerðir vegna áverka sinna á næstunni. Þau eru ekki úr hættu, en bjartsýni ríkir um framhaldið, samkvæmt upplýs- ingum frá sjúkrahúsinu. með þessu sé nefndin á engan hátt að gefa í skyn að eitthvað sé málum blandið við sjóslysið. „Starfsmaður nefndarinnar gerði fyrirvara við lok fyrri sjóprófa, um að nefndin myndi kannski halda málinu áfram, og í ákvörðun okkar felst ósk um að sjóprófum verði haldið áfram og þeir verði kallaðir fyrir sem þurfa þykir og þeir yfir- heyrðir," segir hún. Ragnhildur kveðst ekki reiðubúin til að greina frá hvaða spurningar hafi vaknað, sem ekki hafi fengist svör við. „Oft eru teknar lögreglu- skýrslur áður en sjópróf eru haldin, þannig að rannsóknarnefndin og aðrir sem mæta í sjópróf geti undir- búið sig fyrir þau, en í þessu tilviki voru ekki gerðar skýrslur heldur farið beint í sjópróf. Þetta er fremur óvenjulegt, en fyrir vikið eru sjópróf- in því frumyfirheyrsla og því er eðli- legt að spyija þurfi aðila málsins betur,“ segir hún. Sjaldgæf málsmeðferð Ragnhildur segir það ekki eins- dæmi að nefndin óski eftir endurupp- töku sjóprófs en það sé þó mjög sjald- gæft. Nefndin fer fram á að sjópróf- um verði haldið áfram 16. eða 18. apríl. „Framhaldið ræðst vitaskuld tals- vert mikið af þeim upplýsingum sem koma munu fram, þ.e. hversu mikilla gagna þarf að afla til viðbótar og hve miklu er ósvarað, því þetta er náttúrulega afar stórt mál.“ Samskip hf. sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtæk- ið muni eftir sem áður gera það sem í valdi þess stendur til að verða að liði við að varpa ljósi á orsakir slyss- ins. Ekkert hafi komið fram sem hafi getað varpað ljósi á orsakir umrædds slyss. „í sjóprófum voru lögð fram gögn sem staðfesta að Dísarfell var í góðu ásigkomulagi við upphaf ferðar sem endaði með slysi,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig er sagt að fullyrðingar sem fram hafi komið hjá fulltrúum Sjómannafélags Reykjavíkur og Alþjóða flutninga- verkamannasambandsins, um að skipið hafi verið orðið gamalt og úr- elt, standist ekki. Samskip segja ennfremur hafa leg- ið fyrir að sjóprófum væri ekki form- lega lokið og rannsókn enn í gangi. DACSKRA 12.04. Tajknival Skcifunni kl. 10.30-11.30: HeimasiÖugerð upprifjun Tðiiknlval Hafnarflrði kl 12.3013 30: Heimasiðugerð upprifjun Binnlg, adains i Hafnnrf., kynning n Heíniabdnkn Spttrisjóda Hnfnnt ijn rda r. YeriO velkomin! Halló! Líttu inn á laugardaginn, við rifjum upp heimasíðugerðina Lj í Tæknival Skerfunnl 17 Reykjavfkurvegi 64 108 Reykjavik 220 Hafnarf if fti Sfml 550 4000 Slmi 550 4020 Netfang: Netfang: mottaka®taeknival.is fjordurtttaeknival.b Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÓRTÁN ára skíðamaður var fluttur með þyrlu á slysadeild þar sem áverkar hans eftir óhapp á skíðasvæðinu í Skálafelli voru taldir alvarlegir. Tveir slösuðust á skíðum TVEIR unglingar voru sóttir á skíðasvæðið í Skálafelli eftir að hafa meiðst á skíðum í gær, og var þyrla Landhelgisgæslunnar send eftir öðrum sökum þess að meiðsl hans voru talin alvarleg Lögreglan í Reykjavík var kölluð til skömmu eftir hádegi í gær upp á skíðasvæðið þar sem unglingur hafði dottið á skíðum og fótbrotn- að, og var hann fluttur með lög- reglubíl á slysadeild. Fluttur með þyrlu Nokkru síðar, eða laust eftir klukkan 14, var óskað eftir aðstoð þyrlu vegna annars slyss sem varð í skíðabrekkunum. Þyrlan fór í loft- ið skömmu síðar og sótti 14 ára dreng sem hlotið hafði áverka á baki og hálsi í skíðabrekkunum. Sjúkrabifreið var þá á staðnum, en varasamt þótti að fara landleið- ina með piltinn. Hann var einnig fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og lenti þyrlan þar um fimmtán mínútum fyrir klukkan þijú. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu reyndust meiðsl hans vera minniháttar. Réttarhöldum í einu af málum Sophiu Hansen enn frestað Halim A1 vantaði lögfræðing Hassip Kaplan, lögmaður Sophiu Hansen, er að búa sig undir að fara með forræðis- mál vegna dætra hennar og Halims Als frá hæstarétti í Tyrklandi til mannréttindadóm- stólsins í Strasborg á sunnudag. Elín Pálma- dóttir er í Istanbúl og fylgist með réttarhöld- um í málum vegna brota Halims Als, en einum slíkum var frestað öðru sinni í gær. EINU af málum Sophiu Hansen vegna brots Halims Als á umgengn- isrétti hennar sem kom fyrir dóm hér í Istanbúl í annað sinn var í gær frestað til 13. júní nk. Nú af því að dómurinn vildi fá öll máls- skjölin úr fyrsta dómnum um for- ræðið og að beiðni Halims A1 til að fá tíma til að útvega sér lögfræð- ing sem hann mætti ekki með. Þetta er eitt af mörgum brotum sem kærð hafa verið vegna vikulegra brota á umgengnisrétti hennar um helgar. Það er með ólíkinum hvernig málið gekk fyrir sig og býsna fróð- legt að verða vitni að því. Þetta er í annað skiptið sem þetta brot er tekið fyrir. í fyrra skiptið mætti Halim A1 ekki og var málinu frest- að formlega til 10. apríl kl. 11 f.h. Úrskurðaði dómarinn að þá yrði hann sóttur til að koma fyrir sem var gert. Þegar blaðamaður mætti kl. 11 í fylgd íslenska konsúlsins hafði málið verið fært til kl. 10 án þess að tilkynnt væri um það og lög- manni Sophiu ekki gert viðvart. Hún mætti með lögmanni sínum kl. 10.30 og þá var verið að slíta réttarhaldinu því hún var ekki mætt. Halím sem var að fara var kallaður inn aftur, réttur settur og málinu frestað sem fyrr sagði. Ha- lim kvaðst ekki hafa vitað af þessu réttarhaldi og því ekki haft með sér lögmann og bað um frest til að útvega sér iögfræðing. Þó virtist hann vera sá eini sem vissi af breyttum fundartíma. Ekki var um annað að ræða en ryðja sér aftur braut niður stigana gegnum þvögu af fólki sem á öllum hæðum beið eftir einum eða öðrum réttarhöldum. Í dómshúsinu virðist vera mikið um að vera. í gangi eru mörg kærumál frá Sophiu vegna umgengnisréttar- brota og fleiri ókærð. Hefur Halim fengið sektardóm og fangelsisdóm og ætti hvert dæmt brot að safna glóðum elds að höfði hans. En hann sagði við blm. Morgunblaðsins dag- inn áður að hann væri reiðubúinn til að fara ! fangelsi en það væri hægt að áfrýja og fresta og eftir tvö ár væru dætumar sjálfráða. Næsta réttarhald í slíku máli er 25. apríl. Til mannréttindadómstólsins Hassip Kaplan, lögmaður Sophiu, er að búa sig undir að fara með forræðismálið frá hæstarétti til mannréttindadómstólsins í Stras- borg á sunnudag og sýndi blaða- manni dómskjölin á tyrknesku, en hann hefur látið þýða þau yfir á ensku til vonar og vara. Þau Sop- hia eru líka að safna saman öllum gögnum. Kaplan er öllum hnútum kunnugur í Strasborg því hann hef- ur verið með 302 mannréttinda- brotamál þar og unnið 21 þeirra þegar, þó eru tvö óstaðfest. Mál Sophiu er þó það fyrsta af þessu tagi gegn tyrknesku réttar- kerfi og því er áformað að efna til blaðamannafundar á mánudag í Strasborg til að vekja athygli á því. En hann sagði að slík forræðis- mál væru fyrir dómstólum frá öðr- um löndum. Væri fylgst með henn- ar máli af áhuga í Tyrklandi, þar sem mörg hundruð konur bíða úr- slita þess til að geta reynt að koma sínum málum áfram og einnig til að fá skipaða nefnd fyrir svona mál til lagabreytinga. Það sem máli skiptir er að fá því hraðað því annars gæti það tekið 2-3 ár. En hann sagði þetta svo alvarlegt mál að hann kvaðst von- góður um að því verði flýtt og vitn- aði í grein í lögum dómstólsins þar sem það á við. Nú væri bara að drífa það í gang. Aðspurður kvaðst hann lengi hafa stefnt að þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.