Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 15
Fjarhönnun hf. skráð á hlutabréfamarkaði vestanhafs
Samningar við stórfyr-
irtæki í burðarliðnum
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
Fjarhönnun stefnir að skráningu á
hlutabréfamarkaði í New York eða
Toronto á næsta eða þarnæsta ári.
Þrjár gerðir af hugbúnaði fyrirtækis-
ins, flugumferðarbúnaðurinn Flug-
vakinn, viðhaldshugbúnaðurinn
Verkvakinn og ASK-gagnabankinn,
hafa hlotið góðar viðtökur banda-
rískra stórfyrirtækja að sögn for-
ráðamanna fyrirtækisins. Nokkrir
samningar hafa verið gerðir og fleiri
eru í burðarliðnum.
Fjarhönnun hf. sér um þróun hug-
búnaðarins og er að auki móðurfyrir-
tæki nokkurra markaðsfyrirtækja í
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Kanada. Fyrirtæki Fjarhönnunar í
New York heitir High Speed Inform-
ation (HSI) og hefur það borið hit-
ann og þungann af markaðssetning-
unni fram til þessa.
Joe Agoglia, forstjóri HSI, telur
að hugbúnaður Fjarhönnunar eigi
afar mikla möguleika á bandarískum
markaði enda hafi hann nú þegar
sannað sig á fjölmörgum sölusýning-
um og prófunum á vegum fyrir-
tækja og opinberra aðila. Nú þegar
hafi náðst samningar við mörg af
stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna
um sölu og uppsetningu á búnaðin-
um.
Flugvakinn, sem er hugbúnaður
fyrir flugumferðarstjóra, var þróað-
ur í samvinnu við Flugmálastjórn
íslands. Um er að ræða rafrænan
gagnabanka sem inniheldur m.a.
texta, kort og gröf. Nú þegar hefur
búnaðurinn verið seldur til banda-
ríska hátæknifyrirtækisins Lock-
heed Martin og er nú unnið að upp-
setningu hans á nokkrum flugum-
ferðarstjórnarstöðvum og flugturn-
um þar vestra. Að sögn Agoglia
hafa bandarísk og kanadísk flug-
málayfirvöld sýnt búnaðinum mikinn
áhuga og eru með hann til skoðunar.
ASK-hugbúnaðurinn (Automatic
Service Kiosk) er hugbúnaður sem
veitir almenningi aðgang að gagna-
bönkum á einfaldan hátt. Hérlendis
hefur búnaðurinn t.d. verið settur
upp í flughöfnum og umferðarmið-
stöðvum og eru upplýsingar sýndar
á skjá með valmyndum. Agoglia
segir að samið hafi verið við AVIS
bílaleiguna um að hún taki að sér
markaðssetningu á ASK-búnaðinum
til 22 þúsund hótela. Þijú hótel hafa
ákveðið að taka búnaðinn í notkun.
Viðhaldshugbúnaðurinn Verkvak-
inn gerir framleiðslufyrirtækjum
kleift að fylgjast á myndrænan hátt
með framleiðsluferli og viðhaldsþöt'f
tækja. Búnaðurinn hefur verið seldur
víða hérlendis og er m.a. notaður
hjá Vífilfelli, KEA og Samhetja. í
Bandaríkjunum hefur hann verið
seldur til nokkurra stórra fyrirtækja.
Stóðst ströngustu kröfur
Gupnlaugur Jósefsson og Magnús
Ingi Óskarsson, framkvæmdastjórar
Fjarhönnunar, segjast ánægðir með
hvað hugbúnaður fyrirtækisins hafi
vakið mikla athygli vestan hafs og
að hann hafi staðist ströngustu kröf-
ur stórfyrirtækjanna. Þegar hafi
verið samið við fimm fyrirtæki og
viðræður standi yfir við fleiri.
Þeir segja að í kjölfar mikils áhuga
hafi verið leitað eftir kaupum á HSI
í Bandaríkjunum en Fjarhönnun á
80% í fyrirtækinu. Fyrirtækin sem
um ræðir eru Science Applications
International Corp. (SAIC) UNISYS
Corp. og Thermo Information Soluti-
ons. „Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort HSI verður selt
en þess má geta að í könnunarvið-
ræðum við fulltrúa SAIC kom fram
að þeir teldu fyrirtækið vera 5,5
Morgunblaðið/Þorkell
JOSEPH R. Agoglia, forstjóri High Speed Information Inc., dótturfyr-
irtækis Fjarhönnunar hf. í Bandaríkjunum, og Ronald J. Terpak,
ráðgjafi hjá fyrirtækinu á fundi þar sem áform fyrirtækjanna voru
kynnt fyrir íslenskum fagfjárfestum.
milljóna dollara [385 milljónir króna]
virði. Nú standa yfir viðræður við
Thermo Information Solutions um
hugsanlega sölu. í söluviðræðum
leggjum við áherslu á að við séum
í þeirri stöðu að velja okkur sem
sterkastan kaupanda eða samstarfs-
aðila. Slíkt er afar mikilvægt með
framtíðarútbreiðslu í huga.“
Gunnlaugur og Magnús segja að
ákveðið hafi verið að Fjarhönnun
muni fara á almennan hlutabréfa-
markað í Bandaríkjunum eða
Kanada á næsta ári eða þarnæsta.
Helst komi til greina að skrá fyrir-
tækið á NASDAQ hlutabréfamark-
aðnum í Toronto í Kanada eða á
hlutabréfamarkaðnum í New York
(NYSE). Fulltrúar fyrirtækisins
hafi nú þegar átt fundi með hugsan-
legum samstarfsaðilum í hópi verð-
bréfafyrirtækja í þessum borgum.
Fjarhönnun hefur enn fremur
ákveðið að ráðast í hlutafjárútboð
vegna þessara fyrirhuguðu aðgerða.
„Markmiðið er að styrkja eiginfjár-
og lausafjárstöðu fyrirtækisins,
standa straum af kostnaði við undir-
búning hlutafjárútboðs erlendis og
að styrkja hluthafasamsetningu fé-
lagsins með innkomu fagfjárfesta.
Við höfum nú þegar kvatt slíka fjár-
festa til viðræðna og hafa viðtökur
þeirra verið mjög góðar. Um er að
ræða 60 milljóna króna hlutafjárút-
boð og nemur sú upphæð um
20-25% af markaðsvirði Fjarhönn-
unar.“
Tangihf.úrá^nin9ii Tölur frá 1995 eiga aðeins við um rekstur móðurfélagsins Samstæða Móðurfélag
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995
Rekstrartekjur 1.155,1 642,2
iRekstrargjöld í1.002.8) (585.1)
Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 152,3 57,1
Afskriftir (108,3) (63,5)
Hreinn fjármagnskostnaður án verðbr.tekna (66,2) (45,0)
iReiknaðar tekjur vegna verðl.breytlnga 18.1 13.3
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (4,0) (38,1)
Aðrír iiðír (0,2) 40.3
Hagnaður (tap) (4,2) 2,2
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 77,0 11,6
Heildareignir skv. efnahagsreikningi 1.632,4 1.242,0
Eigið fé skv. efnahagsreikningi 557,2 335,4
Þar af hiutafé 498,3 302,0
Afkoma Tanga hf.
íjárnum á sl. ári
TAP af reglulegri starfsemi Tanga
hf. og dótturfélaga á Vopnafirði nam
4 milljónum króna á árinu 1996 sem
er um 0,34% af veltu. Til samanburð-
ar varð um 38 milljóna tap af reglu-
legri starfsemi móðurféiagsins á ár-
inu 1995. Að teknu tilliti til óreglu-
legra liða varð tap félagsins 4,2
milljónir, en 2,2 milljóna hagnaður
varð á móðurfélaginu 1995.
Töluverð uppstokkun var gerð á
rekstri Tanga á árinu 1996. Fyrir-
tækið keypti 60% hlut í sérstöku
hlutafélagi um loðnuskipið Sunnu-
berg eftir loðnuvertíðina á síðasta
ári, og um haustið eignaðist Tangi
skipið alfarið. Þá jók Tangi hlut sinn
í fiskimjölsverksmiðjunni Lóni úr
25% í 83% síðastliðið vor.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu alls 1.155 milljónum á sl. ári,
en rekstrartekjur móðurfélagsins
voru 642 milljónir árið 1995.
Fram kemur í frétt frá Tanga að
afkoman á síðasta ári sé í samræmi
við rekstraráætlanir að því undan-
skyldu að reiknaðar tekjur vegna
verðlagsbreytinga miðist nú við
neysluverðsvísitölu í stað byggingar-
vísitölu áður. Ef tekjufærsla vegna
verðbreytinga hefði verið miðuð við
byggingarvísitölu hefði niðurstaðan
orðið 25 milljóna hagnaður.
Tangi fór ekki varhluta af miklum
erfiðieikum í hefðbundinni botnfisk-
vinnslu á síðasta ári og var verulegt
tap af þeim hluta rekstrarins. Hins
vegar var verulegur uppgangur í
veiðum og vinnslu á loðnu og síld
og afkoman af þeim hluta mjög góð.
Tangi gerir út togarana Bretting og
Eyvind Vopna auk nótaskipsins
Sunnubergs. Þá rekur fyrirtækið
fiystihús og dótturfélagið Lón rekur
fiskimjölsverksmiðju, eins og fyrr
segir.
Mikil áherslubreyting hefur orðið
í rekstri Tanga hf., þar sem vægi
veiða og vinnslu á loðnu og síld hef-
ur aukist verulega. Fyrirtækið hefur
tekið í notkun sjálfvirkan frystibúnað
sem stóreykur frystigetu á loðnu og
síld og afkastageta loðnuverksmiðj-
unnat' hefur verið aukin úr 350 tonn-
um á sólarhring í 500 tonn. Gert er
ráð fyrir að þessar breyttu áherslur
skili sér verulega í bættum rekstri á
árinu 1997.
Á nýafstaðinni loðnuveitíð tók fyr-
irtækið á móti ríflega 30 þúsund
tonnum af loðnu. Þar af fóru rúm 3
þúsund tonn í frystingu fyrir Rúss-
landsmarkað, en til samanburðar
kornu 17.700 tonn af loðnu á land á
vertíðinni 1996.
Aðalfundur Tanga verður haldinn
föstudaginn 18. apríl nk. á Vopna-
firði og hefst kl. 17.
Domino’s Pizza í Reykja-
vík með mesta sölu
VEITINGASTAÐUR Domino’s
Pizza í Reykjavík var söluhæsti
pítsastaðurinn innan keðjunnar á
síðasta ári. Seldi staðurinn alls
165.000 pítsur í fyrra fyrir
138.717.206 krónur eða tvær millj-
ónit' dollara, samkvæmt fréttatil-
kynningu Domino’s Pizza.
Á sérstakri hátið Domino’s
Pizza í Nashville, Tennessee, fyrir
skömmu voru verðlaun veitt, meðal
annars söluhæsta pítsastaðnum,
verzlunarstjóra ársins og bezta
pítsusendlinum.
í tilkynningu Domino’s segir
að pítsustaður Domino’s Pizza í
Reykjavík hafi verið meðal þeirra
staða fyrirtækisins sem haft staðið
sig bezt síðan hann var opnaður í
október 1993 og sett met fyrstu
vikuna eftir að hann var opnaður.
Fjórir pítsustaðir Domino’s Pizza
á íslandi eru í eigu Futura Inc.
Söluhæsti staðurinn í Bandaríkj-
unum et' í Camp LeJune í Jackson-
ville, Norður-Karólínu, og voru
pítsur að andvirði tæplega tvær
milljónir dollara sendar landgöngu-
liðum þar. Fyrirtækið rekur rúm-
lega 5,600 staði í Bandaríkjunum
og á 54 alþjóðlegum mörkuðum
og seldi fyrirtækið fyrir andvirði
2,8 milljarða dollara í fyrra.
SÍÐUSTU ÐAGAR
ÚTSÖLUNKAR
Húsgögn í öll herbergi hússins á stórlækkuðu verði
Verðdæmi:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Hillusamstæða Falkan, hvít Verð áður 96.500 Verð nú 49.000.
Höfðagafl og náttborð Rattan, hvítt og brúnt Verð áður 45.000 Verð nú 24.500.
Sófasett, tau 3-2-1 Verð áður 190.000 Verð nú 80.000.
Barnarúm, 90x200 hvítt, án dýnu, m/rúmfatageymslu og hillum Verð áður 17.200 Verð nú 7.000.
Sófaborð (3 í setti) með glerpl. og gylltum/krómuðum fótum, Verð áður 41.000 Verð nú 19.000.
Rúm, hvítt úr málmi, 140x200 sm, án dýnu Verð áður 33.200 Verð nú 15.000.
Eldhússtólar beyki CS/211 Verð áður 7.100 Verð nú 5.500.
Borðstofustólar CS/278 Sófaborð frá kr. 2.500. Verð áður 9.900 Verð nú 5.900.
Komðu og gerðu
góðkaup.
TM - HÚSGÖGN
SíSumúla 30 - Sími 568 6822
Opið laugardaga
frá kl 10-16 og
sunnudaga
frá kl. 14-16.