Morgunblaðið - 12.04.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 12.04.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 ERLENT MÖRGUNBLAÐIÐ Héraðsstjóri námuvinnsluhéraðsins Shaba í Zaire biðlar til fjárfesta Reuter UPPREISNARMENN á verði við landamæri Zaire að Zambíu nálægt bænum Kasumbalesa. Hvetur Mobutu til afsagnar Lubumbashi, Genf, París. Reuter. KYUNGU wa Kumwanza, héraðs- stjóri námuvinnsluhéraðsins Shaba í Zaire, hvatti í gær forseta landsins, Mobutu Sese Seko, til að segja af sér. Héraðið er á valdi uppreisnarmanna og Kyungu sagði að nú væri óhætt fyrir erlend fyrirtæki að hefja fjárfestingar þar að nýju. „Mobutu verður nú að draga sig í hlé vegna heilsubrests, frekar en að heyja stríð sem er gagnslaust," sagði héraðsstjórinn. Kyungu hefur barist fyrir sjálf- stjórn héraðsins og Mobutu vék honum frá árið 1995 en skipaði hann aftur héraðsstjóra í liðnum mánuði. Búist er við að Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnarmann- anna, fari um helgina til Lubum- bashi, næststærstu borgar landsins og höfuðstaðar Shaba, og líklegt er að hann ákveði þá hvort Kyungu haldi embættinu. Annan hvetur til vopnahlés Uppreisnarmennirnir hafa hótað að ráðast á Kinshasa, höfuðborg landsins, segi Mobutu ekki af sér um helgina eða fallist á viðræður um afsögn. Þeir segja hersveitir sínar þegar um 300 km frá höfuð- borginni. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti upp- reisnarmennina til að semja þegar í HELMINGUR ZAIRE Á VALDI UPPREISNARMANNA UPPREISNARMENN undir stjórn Laurents Kabila hafa þjarmað að Mobutu Sese Seko, sem hefur drottnað í Zaire í 32 ár, náð mikilvægustu námuvinnsluhéruðum landsins á sitt vald og hótað að ráðast á höfuðborgina, Kinshasa, segi hann ekki af sér eða fallist á viðræður. Uppreisnarmennirnir hafa lagt undir sig um helming Zaire, sem er á stærð við Vestur-Evrópu og 23 sinnum stærra en ísland, meðal annars demantahéraðið Kasai og námuvinnsluhéraðið Shaba. Efnahagur landsins byggist aðallega á námugreftri í Shaba og þar er mest unnið af kopar en einnig talsvert af mangani, kóbalti, sinki, demöntum og gulli. stað um vopnahlé og búa sig undir forsetakosningar. Frakkar létu hins vegar í ljós efasemdir um að upp- reisnarmennirnir hefðu það að markmiði að koma á lýðræði í land- inu. Frakkar og Bandaríkjamenn studdu Mobutu í kalda stríðinu þar sem þeir óttuðust uppgang komm- únista í Afríku, en Bandaríkja- stjórn hefur lýst því yfir að „tíma- bili einræðis“ í landinu sé lokið. Gengur hægt á ríkj aráðstef nunni Sljórnarformaður ABB um þróun Evrópusambandsins Stækkun mikilvæg- ari en aukinn samruni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STÆKKUN Evrópusambandsins er mikilvægari en dýpkun þess, eða aukinn samruni landanna, sem þeg- ar eru í ESB, til dæmis með mynt- bandalaginu. Þessari skoðun sinni lýsti Percy Barnevik, stjórnarfor- maður sænsk-svissneska fyrirtæk- isins ABB, á ráðstefnu, sem sænska utanríkisráðuneytið gekkst fyrir um stækkun ESB. Lena Hjelm-Wallén utanríkisráðherra tók undir skoðun Barneviks um mikilvægi stækkunar, þótt hún vildi ekki gera lítið úr mikil- vægi myntbandalagsins. Jafnframt þvertók hún ekki fyrir að Eystra- saltslöndin færu ekki öll inn í ESB samtímis. Með öruggri framkomu hins þrautreynda fyrirlesara lagði Barne- vik áherslu á að stækkun ESB væri miklu mikilvægari en aukinn sam- runi núverandi landa og mikilvægt væri fyrir Mið- og Austur-Evrópu- löndin að hafa ákveðið takmark til að stefna að. Slíkt hefði sálarleg áhrif á löndin og væri þeim aðhald í endurbótum sínum. Barnevik hélt því fram að stækkun væri verkefni, sem allir aðilar græddu á. Hann hafnaði þeirri skoðun að um leið myndu til dæmis sænsk láglauna- störf flytjast til nýju landanna, sem eru láglaunalönd, heldur þýddi stækkunin einfaldlega aukin umsvif, sem allir högnuðust á. Á að meta Eystrasaltslöndin saman eða hvert fyrir sig? Hjelm-Wallén tók undir skoðun Barneviks og sagði að það væru góð skilaboð til Austur- og Mið-Evrópu að einhver landanna kæmust inn þegar um aldamótin. í samtali við Svenska Dagbladet tók ráðherrann því ekki íjarri að ef úttekt ESB á stöðu landanna, sem væntanleg er í sumar, sýndi að Eistland væri betur á veg komið að uppfylla aðildarkröfur ESB væri athugandi að Eistland hlyti aðiid á undan hinum. Löndin væru ólík og ekkert kvæði á um að Eystra- saltslöndunum eða öðrum löndum yrði endilega haidið saman. Afstaðan í Eystrasaltslöndunum til þess hvernig eigi að fara með aðildarumsókn þeirra mótast eðli- lega af mati einstakra landa á stöðu sinni. Andris Skele, utanríkisráð- herra Lettlands, sem er í opinberri heimsókn í Svíþjóð þessa dagana, segir í viðtali við Svenska Dagbladet að löndin þtjú séu lík, svo og öll aðstaða þeirra og því eðlilegt að aðildarumsóknir þeirra, bæði að ESB og Atlantshafsbandalaginu, séu meðhöndlaðar um leið. Að mati Ske- les eru bestu vinir Letta í NATO litlu norrænu löndin: Island, Noregur og Danmörk. Um Þjóðverja, sem hafa sýnt Eystrasaltslöndunum þremur takmarkaðan áhuga, segir Skele ein- ungis að Þýskaland reki þaulhugs- aða stefnu gagnvart Rússlandi. Aukafundur leiðtoga til að höggva á hnútinn? Brussel. Reuter. HOLLENZKA ríkisstjórnin, sem sit- ur nú í forsæti ráðherraráðs Evrópu- sambandsins, veltir fyrir sér þeim möguleika að halda aukafund leið- toga aðildarríkjanna í næsta mánuði til að höggva á hnútinn, sem virðist vera kominn í samningaviðræður á ríkjaráðstefnu sambandsins. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Haag segir að utanríkisráðherrar ESB muni koma saman í Lúxemborg 29.-30. apríl. Náist ekki verulegur árangur á þeim fundi verði aukaleið- togafundur kallaður saman 23. maí, sennilega í hollenzku borginni Ma- astricht. Áformað er að ljúka ríkja- ráðstefnunni á leiðtogafundi í Amst- erdam 16.-17. júní. Tækifæri til að meta afstöðu stjórnar Blairs? Aukafundurinn yrði haldinn þremur vikum eftir þingkosningarn- ar í Bretlandi. Að því gefnu að Verkamannaflokkurinn vinni kosn- ingarnar, myndi fundurinn gefa rík- isstjórnum annarra ESB-ríkja færi á að meta hvar ný ríkisstjóm Tonys Blair stæði í Evrópumálunum. Marg- ir binda vonir við að hún verði vilj- ugri til samninga í ýmsum málum en stjórn íhaldsflokksins. Skýr víglína virðist nú hafa mynd- azt á ríkjaráðstefnunni á milli stærri og minni ríkja í tveimur málum. Annars vegar er deilt um fjölda manna í framkvæmdastjórn ESB og hins vegar um atkvæðavægi í ráð- herraráðinu. Aðildarviðræður snemma á næsta ári Ljubljaha. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ muh að öllum líkindum hefja aftildarvið- ræður við tíu ríki Austur- og Mið-Evrópu snemma á næsta ári, að sögn Jacques Santer, for- seta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Santer, sem er í opinberri heimsókn í Ljubljana í Slóveníu, sagði að mikilvægpir tími færi í hönd, „þar sem viðræður munu sennilega hefjast í byijun ársins 1998.“ Auk Slóveníu mun ESB hefja viðræður við Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvakíu, Eist- land, Lettland, Litháen, Rúmeníu og Búlgaríu. Enn er nokkur óvissa um það hvernig viðræðum við Kýpur verður háttað, enda landið klofið og lausn á deilum þjóðabrotanna ekki í sjónmáli. Ný stjórn í Angóla NÝ ríkis- stjórn var í gær svarin í embætti í Angóla en í henni eiga sæti fyrr- verandi andstæð- ingar úr borgara- styijöldinni sem stóð í 19 ár. Sagði forseti landsins myndun stjórnarinnar mikilvægt skref í átt að friði, en í henni eiga sæti fjórir ráð- herrar úr UNITA-hreyfingu Jonasar Savimbi. Fórust á Grænlandi TVEIR Finnar létust og þeim þriðja var bjargað við illan Ieik fyrir fimm dögum, er þeir reyndu að komast yfir Græn- landsjökul á skíðum. Mennirnir létust úr ofkælingu en þeir voru of örmagna til að reisa tjöld eða grafa sig í fönn er þeir lentu í miklum kulda og stormi. Lofar himna- nki a jorð BRESKI Náttúrulagaflokkur- inn kynnti stefnuskrá sína fyrir þingkosningarnar 1. maí í gær, þar sem flokkurinn lofar „himnaríki á jörð“. Um 300 frambjóðendur munu beijast undir kjörorðinu, „Myndum al- mennilega ríkisstjórn til að skapa hamingjusama, happa- sæla og vandamálalausa þjóð“ en það á m.a. að gera með því að kenna fólki íhugun og jóga. Varað við rottusýkingu ÍRAR voru í gær varaðir við því að drekka bjór beint úr flöskunni, þar sem það gæti aukið hættuna á því að þeir veiktust af svokölluðum Weil- sjúkdómi, eða Leptospirosis, en hann getur verið banvænn. Sjúkdómurinn breiðist aðallega út með rottuþvagi en hætta er talin á því að það berist á flösku- stæðurnar á börunum. Er því mælt með því að bjórnum sé hellt í glös áður en hans er neytt. Þjófnaður ekki nauðsyn FRANSKUR áfrýjunardóm- stóll dæmdi í gær einstæða móður til að greiða sekt fyrir að stela mat handa börnum sínum. Konari hafði áður verið sýknuð af sömu ákæru á grundvelli laga frá 19. öld um að þjófnaður væri leyfilegur í neyðartilfelli. Konan stal mat fyrir sem nemur 20.000 ísl. kr. en mánaðartekjur hennar eru rúmar 22.000 ísl. kr. Þáði fé af Hanbo HÁTTSETTUR þingmaður í stjórnarandstöðuflokki Suður- Kóreu viðurkenndi í gær að hann hefði þegið fé af Hanbo- samsteypunni. Sagði þingmað- urinn, Kim Sang-hyun, að ekki hefði verið um mútur að ræða, heldur greiðslu úr pólitískum sjóði og að hann hefði ekki endurgoldið greiðsluna með neinum hætti. Hún nemur rúm- um 3 milljónum ísl. kr. h L b í I t I I t t ; I {

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.