Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 24

Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 24
24 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 m i MORGUNBLAÐIÐ - ÚTI AÐ BORÐA MEÐ H E RÐI Þ ÓRÐARSYNI VEÐURFRÆÐINGI VEÐRIÐ er eins og klippt úr kennslu- bók í veðurfræði, skýringarmynd í kafla um góðviðri, þar sem veðurfræð- ingurinn og blaðamaðurinn sitja á áttundu hæð Hótel Sögu. Heiður himinn endar við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er og kvöldsólin vai'par gylltum geislum sínum á hvítleita borgina. Þjónninn kemur, afhendir matseðlana og hellir vatni í glösin. Hann spyr hvort sólin sé nokkuð að angra Hörð og blaðamann. Hörð- ur, sem snýr baki í sunnu, kveður svo ekki vera, „enda er sólin besti vinur veðurfræðings- ins,“ útskýrir hann. Þjónninn þarf því ekki að draga gluggatjaldið fyrir í þetta skiptið. TH Mexíkó í sumarP Eftir örstutta umhugsun ákveður Hörður að gæða sér á „Heitu andaconfit og valhnet- um á gufusteiktu hvítlaufi" í forrétt. Sem að- alrétt velur hann „Villiþrennu: gæs, svartfugl og hreindýr með gráðostaböku og eplasalati". Eftirrétturinn hljómar ekki síður girnilega: „Heitt súkkulaðiflauel með jarðarberjum í súkkulaðikörfu og pistasíuís". Er Hörður mikill sælkeri? „Já, svona inni á milli. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara á góð veit- ingahús, en eins og gefur að skilja leyfir starf- ið ekki mörg slík ævintýri enda er vinnutím- inn óreglulegur. Þar að auki er auðvitað frek- ar dýrt að stunda fínustu staðina reglulega.“ Þjónninn kemur með forréttinn, heitt andaconfit, og eftir stutta stund er Hörður beðinn álits á honum. „Hann er mjög góður og ég er ekki frá því að það sé svolítið aust- urlenskt bragð af sósunni," segir hann. Starmur í vatnsglasi Hörður segist aðspurður eiga nóg af áhuga- málum utan veðurfræðinnar. „Ég hef mjög gaman af ferðalögum og reyni alltaf að kom- ast til útlanda á sumrin. Seinustu árin hef ég verið að þræða stórborgir heimsins, New York, London og París, en ég á eftir að ákveða hvert skal halda í sumar. Mig langar til Mexíkó, en það á eftir að ráðast." Blaðamaður fær sér vatnssopa og skömmu seinna sér hann að Hörður ætlar að gera hið sama. Þá gerir blaðamaður sér grein fyrir að hann hafði sopið af glasi veðurfræðingsins. Undirritaður rétt nær að stöðva Hörð áður en skaðinn er skeður og biðst innilega afsökunar. Hörður brosir í kampinn og lætur þetta furðu- lega háttemi blaðamannsins ekki á sig fá. „Sá veitingastaður sem ég held einna mest upp á er í New York og heitir Bouley. Hann er mjög fínn og það þýðir ekkert annað en panta borð þar með mánaðar fyrirvara hið Morgunblaðið/Kristinn Skúrir klukkustunit Þegar íslendingar þurfa að halda uppi samræðum og vita ekki hvað þeir eiga að segja ber veðrið oftar en ekki á góma. Það var því auðvelt verk fyrir Ivar Pál Jónsson að spjalla við Hörð Þórðarson veðurfræðing einn góðviðrisdaginn á Grillinu fyrir skömmu. minnsta. Það er töluverðum erfiðleikum háð að finna þennan stað, hann er við einhverja bakgötu í miðbæ Manhattan, alveg ómerktur. Maður gengur bara inn um dyrnar og er þá kominn inn á einn af fínustu og dýrustu veit- ingastöðum New York-borgar. Ef maður vill virkilega dekra við sjálfan sig og upplifa bestu hliðar borgarinnar á maður að prófa hann.“ Spiiar ,, Ea “_______________________ Hörður segist vera einn örfárra íslendinga sem hafi áhuga á spilinu „Go“. „Þegar ég var í París í fyrrasumar hitti ég á kaffihús þar sem menn spila þetta spil, sem er mikil hug- arleikfimi. Það er mjög vinsælt í Kína, Jap- an og Kóreu. Reglurnar eru einfaldar, en leikurinn getur orðið gríðarlega flókinnn og það tekur langan tíma að ná einhvérri færni í honum. íslenskir iðkendur þessá spils eru mjög fáir, en við hittumst einu sinni eða tvisvar í mánuði og spilum. Svo er líka hægt að reyna sig á alnetinu og ég hef gert tölu- vert að því,“ segir Hörður og fær sér bita af villibráðinni, sem hann hælir í hástert. Hann er greinilega hrifinn af matnum og þjónust- unni. Hörður segir áhuga sinn á skíðaíþróttinni hafa haft mikið að segja þegar hann ákvað að leggja veðurfræði fyrir sig. „Ég fór að fylgj- ast vel með veðurspánni, aðallega á haustin, til að vita hvenær færið leyfði skíðaiðkuri. Það var ágætis skóli að horfa á sjónvarpsveð- urfréttirnar enda má segja að þær séu stutt- ar kennslustundir í veðurfræði. Svo fór mað- ur smám saman að lesa sér til og á endanum var það orðið þannig að maður var stundum ósammála veðurfræðingunum. Áhuginn jókst sem sagt smátt og smátt, uns ég ákvað að fara í veðurfræði þegar ég var í mennta- skóla.“ Hann segist ekki sjá eftir því, þótt nú sé vinnuálagið með mesta móti á köflum. /W/s vísandli spár Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna stundum er munur á veðurspám eftir fjölmiðl- um. „Það er kannski að hluta til vegna þess að veðurspáin í Sjónvarpinu er á ábyrgð veð- urfræðingsins sjálfs, hún er ekki veðurspá Veðurstofunnar. Líka kannski vegna þess að spáin á Stöð 2 gildir oftast fyrir klukkan 12 á hádegi, en í Sjónvarpinu klukkan 18. Veðr- ið getur breyst mjög mikið á þessum sex klukkustundum." Hörður er hrifinn af eftirréttinum, „Heitu súkkulaðiflaueli með jarðarberjum í súkkulaðikörfu með pistasíuís", og gefur hon- um háa einkunn. „Ég hef nú ekki bragðað flauel áður, en þetta súkkulaðiflauel er svo sannarlega frábært." Kvöldsólin er hnigin til viðar og ekki hefur komið dropi úr lofti þann klukkutíma sem blaðamaður og Hörður hafa setið að snæðingi. Því má með sanni segja að orðasambandið „skúrir á síðustu klukkustund" eigi alls ekki við, en nú er tími til kominn að taka lyftuna niður á jarðhæð enda þarf Hörður að vera mættur í vinnuna klukkan hálfátta í fyrramál- ið. Hann kveður með virktum og þakkar fyr- ir sig. Vonandi spáir hann sæmilegu veðri næstu vikurnar. Hvað er hópefli? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Stundum heyrir mað- ur um námskeið í hópefli. Hvað er hópefli og á það eitthvað skylt við hópmeðferð? Svar: Hópefli (e. group dyna- mics) er hugtak sem notað er um þau öfl sem eru að verki í hópum, á svipaðan hátt og sálefli (e. psychodynamics) snýst fyrst og fremst um þau öfl sem finna má í sálarlífí einstaklingsins og móta atferli hans og persónu- leika. Hópefliskenningar skil- greina m.a. hvað er hópur og hvernig hópur verður til. Taka má dæmi um fólk sem bíður á strætisvagnabiðstöð í vonsku- veðri að loknum vinnudegi. í venjulegum skilningi er þetta hópur fólks. Það er þó ekki fyrr en strætisvagninn birtist og ekur framhjá yfirfullur af fólki að þetta fólk gæti orðið að eiginleg- um hópi í sálfræðilegum skiln- ingi um stund. Það hefur lent í sameiginlegum vanda og hefur sameiginlegar þarfir og mark- mið, að komast heim. Það finnur til samstöðu, fer að tala saman, hefur fundið sér sameiginlegan óvin, strætisvagnaþjónustuna eða tillitslausa ökumenn sem aka fram hjá og skeyta engu um hrakið fólk í vanda. Það fer að bera saman bækur sínar um hvað gera skuli. Þegar vandinn er leystur og hver fer til slns heima, hættir þetta að vera hóp- ur. Hópur sem ekki er varanleg- ur um nokkurt skeið hefur lítil áhrif á líf fólks. Hópar eru misstórir og mis- jafnlega varanlegir, en sterkustu hópamir sem einstaklingur er hluti af hafa mótandi áhrif á þroska hans og persónuleika. Bernskufjölskyldan er áhrifamesti hópurinn í lífi hvers einstaklings. Þar lærist honum að gefa og þiggja, að takast á um ást og umbun foreldranna eða völd inn- an systkinahópsins. Þar lendir hann í ákveðnum hlutverkum sem stundum fylgja honum út í lífið og einkenna hegðun hans í þeim hópum sem hann verður hluti af síðar á ævinni. Þannig getur einn sífellt lent í forystu- hlutverki, annar orðið sáttasemj- ari og enn einn orðið hinn leiði- tami, svo að dæmi séu tekin. Hópmyndun er hvað öflugust í bemsku og á unglingsárum. Fé- lagarnir og skólasystkinin verða gjarnan samstæður hópur sem verður oft varanlegur alla ævi, ef ekki í reynd þá í huga og minn- ingum þeirra sem þar vom með. Samsömun er það fyrirbæri sem hvað mest einkennir þátttöku ein- staklinga í hópum. Þá fmnur ein- staklingurinn sig sem hluta af hópnum, hugsar eins og hann, gerir eins og hann og reynsla hans í meðlæti og mótlæti verður eins og hópsins. Að vera KR-ing- ur eða Valsari snýst um það að tilheyra sínu félagi og halda með KR-ingur eða Valsari? því af lífi og sál, hvort sem menn em á leikvellinum eða áhorfenda- bekkjunum. Sterkur hópur er ekki aðeins summan af einstaklingunum sem skipa hann. Hópurinn er sjálf- stætt afl til góðs eða ills, sem á sér eina sál. Hópsálarfræðin og hópefli sérstaklega fæst við að skilgreina þetta fyrirbæri og hag- nýta það í þágu þeirra markmiða sem hópurinn stefnir að. Sýnileg- ast verður þetta afl hópsins í mú- gæsingum þar sem einstakingnir stjas afópnum í blindni, þótt þeir kunni að vera hið besta og skyn- samasta fólk hver í sínu lagi. Það sama á við um unglingagengi, sem t.d. fremja skyndilega til- gangslaus skemmdarverk eða leggja einhvem varnarlausan skóla- eða vinnufélaga í einelti. Foreldrarnir segja þá gjarnan að þeirra bam hafi lent í slæmum félagsskap. Það má til sanns veg- ar færa. Sennilega hafa þeir allir lent í slæmum félagsskap, sem er þá fólgið í þessu óáþreifanlega afli, hópnum. Hópsálarfræðin hefur mest fengist við rannsóknir á smærri hópum, oftast færri en 30 manns. Hin síðari ár hefur athyglin þó í auknum mæli beinst að stærri hópum, samskiptum á milli hópa og jafnvel hvemig hópaflið kemur fram í samskiptum þjóða og hef- ur áhrif á alþjóðastjómmál. í kjarasamningum takast oft á stórar og öflugar fylkingar at- vinnurekenda og launþega. Sam- staða þessara hópa sldptir þar miklu máli. A samningafundum skapast oft sérstætt andrúmsloft, þar sem þreifingar eru á báða bóga og báðir reyna að höggva skörð í fylkingu hins. Eftir langt þóf nást síðan samningar, stund- um eins og allt hrökkvi í liðinn á svipstundu. Þá velta menn því fyrir sér hvers vegna ekki tókst að komast fyrr að svo sjálfsagðri og fyrirsjáanlegri niðurstöðu. En hópferlið verður að hafa sinn gang og það getur verið mikil- vægt fyrir þá sem í slagnum standa að gera sér nokkra grein fyrir því hvaða öfl era þama að verki og hvemig má hafa áhrif á þau. Mikilvægast er það fyrir sáttasemjarann að vera meðvitað- ur um hvað er að gerast, svo að hann geti á skynsamlegan hátt gripið inní þegar við á. Forsvars- menn fyrirtækja og stofnana hafa margir gert sér grein fyrir því hvað hópandinn, samstaðan og samsömunin við vinnustaðinn skiptir miklu máli fyrir afköst og velgengni fyrirtækisins, þannig að með því að vinna fýrirtækinu vel finnist stafsmanninum að hann sé ekki síður að þjóna eigin þörfum og metnaði. Námskeið í hópefli miða að því að gera þátttakendur meðvitaða um hvaða öfl, oft dulin, era að verki í hópnum, hvernig hópurinn hefur áhrif á þá og hvernig þeir sjálfír geta haft áhrif á gang hóp- starfsins. Á slíkum námskeiðum læra menn gjaman beint af reynslunni með því að taka þátt í hópstarfi af ýmsu tagi. Markmið- in geta verið mismunandi, t.d. að fá betra innsæi í sjálfan sig í samskiptum við aðra, læra að þekkja styrkleika sína og veik- leika, eða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og áhrifum í hópi til þess að efla forystu- eða stjórn- unarhæfni sína sem best. Langt er síðan menn fóru að stunda hópmeðferð á fólki með geðræn vandamál. I fyrstu var það hagkvæmnisatriði að geta meðhöndlað sem flesta í einu, en ekki leið á löngu uns menn gerðu sér grein fyrir hinu sjálfstæða afli hópsins til að hafa áhrif á at- ferli og líðan þátttakendanna. Hópmeðferð af ýmsu tagi er nú stunduð hér á landi sem erlendis. Ekld gefst hér rúm til að fjalla nánar um hópmeðferð að þessu sinni og verður það að bíða um sinn. •Lesendiir Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á tuóti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ( síma 569 1100 og bréfum eða sfmbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.