Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 27

Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 27 KAUPMANNAHOFN Vistrænt í kjörbúðunum ZURICH 570 verslanir og 80 vörubílar ! ÞAÐ eru varla nokkrar hverfisbúðir eftir í Kaupmannahöfn nema þá grænmetisbúðir og sérbúðir. Allar stærri matarbúðir eru í eigu verslan- akeðja. Hér á Austurbrú er úr einum fjórum stórum að velja og að þessu sinni voru innkaupin gerð í ISO, sem er nýleg búð í þessum bæjarhluta. Eins og fleiri keðjur býður ISO annars vegar fjölbreytt úrval vöru og þá líka munaðarvöru eins og reykta gæsabringu og gott úrval osta, en einnig einstakar tegundir í flestum vöruflokkum á svokölluðu- „„föstu afsláttarverði" til að keppa við ódýrustu búðirnar, að ógleymd- um viku- og dagtilboðum. Með því að hafa annars vegar munaðarvörur og hins vegar ódýrar vörur ætlar ISO sér væntanlega að höfða til sem flestra. Austurbrú er fremur blandað hverfi. Hér býr mik- ið af þokkalega stæðu íjölskyldu- fólki, sem kýs fremur að búa í góðri íbúð í borginni, þó það sé hlutfalls- lega dýrara heldur en að búa í ein- býlis- eða raðhúsi í úthverfunum, VERSLUNIN sem farið var í rétt utan við Róm heitir Conad, ein af fjölmörgum allstórum hverfisbúð- um í þessari keðju. Hægt er að fara í risabúðir og borga minna eða til kaupmannsins á horninu og punga út meira fyrir svipaðan varning. Litlu búðirnar hafa reyndar miklu minna úrval, þar gengur allt upp á gamla móðinn, maður biður um vöruna yfir búðarborðið og oft er verðið reiknað á umbúðapappírnum, dagblöðum eða verksmiðjupappír. Þetta hefur sinn sjarma og svona er Róm, gamaldags og skrítin í samanburði við nútímaborgir eins og Reykjavík eða þá París, þar sem blaðamaður býr. Barir selja mjólk Þó hefur sitthvað látið undan með árunum, mjólkurbúðir til að mynda, rétt eins og á íslandi. Þær eru enn nokkrar norðan til á Italíu, en yfirleitt eru það núna barir sem þar sem skattar eru yfirleitt lægri. Þetta fólk kaupir sér vísast eitthvað gott í matinn um helgar og vín með, enda er ISO með ljómandi vín- deild. í hverfinu býr líka töluvert af ellilífeyrisþegum og þeir leita að ódýrum vörum og tilboðum og það gerir vísast unga fólkið líka. Hakkað á meðan beðið er Þjónustan í ISO er mitt á milli kjörbúðar og venjulegrar búðar, því vörurnar eru aðgengilegar og svo er líka kjöt-, fisk, osta- og áleggs- borð með afgreiðslu og bakarí í anddyrinu. Lambahakk lá til dæmis ekki í kjötborðinu frammi, en það var sjálfsagt mál að hakka lamba- kjöt, þegar um það var beðið. Til að allir geti nú frétt af kosta- boðum ISO dreifir keðjan vikulega auglýsingablöðum í öll hús, auk þess sem hún auglýsir í hverfisblað- inu. Á skiltum fyrir utan búðina og inni er svo vakin athygii á einstökum tilboðum sem yfírleitt standa í viku. Þótt það sé kannski takmarkað hvað selja mjólk. Sömuleiðis hefur sá háttur, að selja nýtt pasta í kílóa- vís, að mestu lagst af. Að minnsta kosti eru ekki lengur spaghettí- hraukar á borði hvers kaupmanns. Smákaupmenn með sjálfsvirðingu bjóða þó vandaðra pasta nýtt. Verðið lækkar er sunnar dregur Almennt gildir að því sunnar sem farið er á Ítalíu því lægra er verð- ið. Ferðalag í suðurátt er líka eins konar tímaferðalag, því gamli tíminn hefur fengið að halda sér betur sunnan til í landinu. Mest af því að þar eru héruð og borgir fá- tækari og lífið allt hægara undir sólinni. Mílanó, viðskiptaborgin harðgerða í norðri, er til dæmis ólík Róm og allt öðruvísi en Napólí. Þar suður frá, sérstaklega í fá- tækum hverfum borgarinnar, kaup- ir maður sveitavín í lítravís fyrir lítinn pening og því er þá tappað fólk nennir að flakka milli búða eft- ir ódýrasta tilboðinu þá virðast að minnsta kosti búðareigendur vissir um að tilboðin lokki. Grænmetisdeildin er stór og vel búin og mesti munurinn á ISO og sambærilegri danskri búð er að grænmeti og ávextir virðist ferskara, kannski líka af því að hitastigið í búðum hér er almennt nokkrum gráðum lægra en í íslenskum búðum! Kartöflur eru allar fyrsta flokks og yfirleitt mörgum flokkum ofar þeim kartöflum, sem fást á íslandi, líka þótt þær komi annars staðar frá. Mælieiningaverð á öllu í búðinni er einfalt mál að bera saman verð einstakra vörutegunda, því vörumar eru ekki aðeins merktar með verði, heldur stendur hjá hvað kíló, lítri eða einstök stykki kosta og það er óspart nýtt. ISO ieggur sig sérstaklega eftir að hafa gott úrval vistvænna mjólkurvara. Þær eru yfirleitt heldur dýrari en aðrar mjólkurvörur, en verðið í ISO er með því besta og gæðin líka. Eins og aðrar keðjur gera forráðamenn ISO sér væntanlega ljóst að þeir, sem hafa þokkaleg fjárráð, þokkalega menntun og búa í borgum sækjast einkum eftir vistvænum vörum. af ámum á tómar flöskur undan vatni eða gosdrykkjum. Brauðið er selt af stórum hleifum eftir vikt hjá bakaranum, pylsur og kjöt skorið af slátraranum, fiskur keyptur nýr hjá veðurbörnum körlum sem koma með fenginn í plastfötum á verslun- argötur. Ávextir og grænmeti er valið úr stórum bréfpokum, sem hrúgað er á gólfið í „frútteríum" — sérstökum ferskmetisbúðum. Hreinlætisvörur og dósamatur fæst þar stundum líka, en margir kaupa salernispappír og tannkrem í búðum sem selja jafnframt hár- spennur, kveikjara, handáburð, pönnur, potta og plastblóm. Búðirnar litlar og troðfullar Búðirnar eru litlar og troðfullar af líklegum og ólíklegum varningi svo flæðir út á stétt, þar sem honum er staflað. Allt þetta líkar blaða- manni vel og þykir verðlag hag- stætt. Þótt vel geti verið að flakk milli smábúða endi í meiri fjár- austri en ella; ef farið væri með innkaupalista í loftkældan stór- markað, bornar saman tegundir, valið og hafnað við vel merktar hill- ur og frystiskápa. Þórunn Þórsdóttir. ÞAÐ eru tvær matvöruverslanir í næstu götu við þá sem ég bý við. Önnur er rekin af kaupmanninum á horninu og hin af Migros-verslum arkeðjunni (borið fram Mígró). í báðum fæst allt það nauðsynlegasta en takmarkað úrval svo að ég geri yfirleitt helgarinnkaupin í stærri Migros-verslun ekki langt frá. Ég fer þangað á bílnum og kaupi í leið- inni inn í Pick&Pay sem er við hlið- ina og hendi tómum flöskum í stór- ar tunnur við verslanirnar. Ég þarf að borga 24 kr. fyrir að leggja bíln- um í klukkutíma við stöðumæli, það er svo til vonlaust að ætla að leggja bíl ókeypis í Zúrich. Migros-verslanirnar eru merki- legt fyrirbæri. Gottlieb Duttweiler, stofnandi þeirra, var lærður kaup- maður og hafði reynt fyrir sér við kaffiræktun í Brasilíu þegar hann hóf eigin verslun árið 1925. Hann keypti 5 vörubíla, ók um með mat- væli og seldi. Hann vildi halda verði í lágmarki og keypti því beint af framleiðendum og sniðgekk milli- göngumenn. Verðið hjá honum var allt að 40% lægra en hjá öðrum. Framtakið var í fyrstu gagnrýnt harðlega. Þótti ekki fínt að kaupa inn í Migros Eldri Svisslendingar muna enn að það þótti ekki fínt að versla í Migros og sumir settu aldrei fót þar inn fyrir dyr. Migros var breytt í hlutafélag 1941 og viðskiptavinum gefín hiutabréfin. Ágóðinn fer allur aftur í rekstur fyrirtækisins. Fyrir- tækið rekur nú 570 verslanir og 80 vörubíla sem selja vörur í dreifbýli. Það þykir ekki lengur neitt at- hugavert við það að versla í Migros. Helsti gallinn er að verslanimar selja svo til bara vörur undir eigin vöru- merki. Þó er hægt að kaupa Pepsi Cola, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtæk- ið fylgist vel með þróuninni á mark- aðnum og er ótrúlega fljótt að bjóða upp á nýjar vömr undir eigin merki. Og gæðin eru ágæt. Okkur á þessu heimili fmnst brauðin þar til dæmis betri en úr næsta bakaríi. Hvorki vín né tóbak Duttweiler var bindindismaður og þess vegna fæst hvorki tóbak né áfengi í Migros. Ég kaupi þess vegna oft einnig inn í Pick&Pay þegar ég fer í Migros, þar get ég keypt vín með matnum og hreinlæt- isvörur, ég er ekki hrifin af hrein- lætisvörunum hjá Migros. Pick&Pay er ekki með neinar ferskar vörur. Það er hreinsun við hliðina á Ipck&Pay, banki á næsta horni, apótek í næstu götu, pósthús ekki langt frá. Sporvagn stoppar þarna og tveir strætisvagnar. Það er mest fólk úr nágrenninu sem verslar í þessu litla verslunarhverfí og það getur verið ansi mikið að gera, sér- staklega í Migros. Taka ekki kort og stimpla enn inn við kassana í Migros eru 10 peningakassar og langar raðir við þá alla á laugar- dögum. Ég vona að verslunin verði gerð upp á næstunni, hún er orðin heldur gömul, kassafólkið þarf enn að stimpla inn verðið og það er ekki hægt að borga með korti. Það eru veitingastaðir í stærri Migros-verslunum og hægt að setja filmur í framköllun. Verðið sem ég gef er því allt úr Migros nema hreinsunin á jakkafötunum. Ég ákvað að taka verðið á nýjum kart- öflum, það eru 8 tegundir af kartöfl- um á boðstólum. Anna Bjarnadóttir. FJOLBRAUTASKOLINN BREIÐHOLTI OPIÐ HÚS laugardaginn 12. apríl 1997 kl. 14 .00 - 17.00 Sigrún Davíðsdóttir. I ROM Rómverskur sjarmi MINNEAPOLIS Teppi á allri búðinni VERÐKÖNNUNIN var gerð hér í Minnesota á gráum og blautum laugardagseftirmiðdegi. Vorið er vonandi komið eftir nýstingskaldan hörkuvetur, af þeirri gerð sem venj- an kallar á hér um slóðir. Þótt snjór og vetur séu mér kærkomið fyrir- bæri og ég skíðakennari á vetrum, þá eru vorlaukarnir í garðum alltaf notalegt merki um vorkomuna og skærir litir lokaðra krókusanna eru afar falleg sjón í gráma dagsins. Græni liturinn sunnan undir vegg þýðir líka að golfvertíðin er innan seilingar. Könnunina gerði ég í verslun sem heitir Byerly’s. Þetta er ein af 5 verslunum í þessari keðju sem er hér í tvíborgunum. Góðar matvöru- búðir með góða vöru (m.a. íslenskan fisk) og verðið í hærri kantinum. Allar þessar búðir eru afar glæsileg- ar með teppum á gólfum og krist- alsljósakrónum í lofti. Allt starfs- fólkið er klætt eins, raðir við kass- ana eru í lágmarki og þegar inn- kaupum er lokið er vörunni rennt út á færibandi og innkaupapokarnir settir í bílinn án þess að viðskipta- vinurinn þurfi að koma þar nærri. Gæðunum er hægt að treysta og því kaupi ég þarna brauð (með litl- um rotvarnarefnum) kjöt og aðra ferskvöru. Pakkavöru og annað því um líkt sæki ég í aðrar ódýrari verslanir. Rotvarnarbrauð og hormónakjöt Enda þótt eftirlit með matvöru- verslunum sé mjög gott hér í fylk- inu þá stendur valið oft á milli rot- varnarbrauðs, hormónakjöts og þar með lágs verðs, og næringarríks brauðs, góðs kjöts og fisks og hærra verðs. Að velja milli tilbúins matar sem kostar minna en að búa hann tii sjálfur, en þar sem innihaldið er ekki alltaf það besta, og þess að kaupa gott hráefni og elda mat fjöl- skyidunnar frá grunni er fyrir mér einfalt, enda er ég heimavinnandi stóran hluta ársins. Við höfum val- ið þann kostinn að greiða meira fyrir matinn og fá í staðinn betri gæði og næringarríkari mat. Þetta hljómar einfalt en er það hreint ekki alltaf þar sem verðmunurinn getur verið all nokkur og fyrirhöfn- in ólíkt minni við tilbúna matinn. Það segir sig þó sjálft, að þegar verð tilbúinnar matvöru er orðið svo lágt að undrun sætir þá hlýtur eitt- hvað að hafa orðið undan að láta í framleiðsluferlinu og oftast eru það gæðin sem fara fyrst. Amerísku kökurnar sem mygla aldrei Dæmi um þetta eru amerísku pakkakökurnar. Það er einfalt og fljótlegt að hræra efnin saman og kakan bregst ekki, kemur jafn mjúk og fín út úr ofninum í hvert sinn. Oftast hverfa þessar tertur fljótt af kökufatinu enda bragðgóðar með afbrigðum, en þegar svo hefur ekki verið og þær fá að standa í nokkra daga þá kemur í ljós að þær eru jafn mjúkar dögum seinna og ekki hefur mér ennþá tekist að fá þær til að mygla. Það þarf mikið af aukefnum af ýmsu tagi til að svona takist til. Það sem ég sakna mest að heim- an eru hrávörugæðin. Fiskur, kjöt af öllu tagi, brauð og íslenskt græn- meti er ekki neinu líkt. Matvaran heima er dýr en hún er betri en nokkuð annað sem ég hef fengið annars staðar og í hvert sinn sem við förum heim þá er tilhlökkunin að fá íslenskan mat hátt á lista allra íjölskyldumeðlimanna. Katrín Frímannsdóttir. Á myndlistabraut leiðbeina kennarar í módelteikningu. ••••• Á snyrtibraut verður húðgreining og ráðgjöf um snyrtivörur. íþróttabraut kynnir starfsemi sína og býður gestum í sund. Á handíðabraut sýna nemendur fatnað sem unnið hefur til verðlauna. Húsasmíðanemar verða við smíðar. Rafvirkjanemar vinna í stýringum og nýlögnum. Nemar í líffræði kryfja ??? ••••• Nemendur kynna frábært félagslíf. ••••• Kaffi og kökur. Kór FB syngur. Aristofanes verður með uppákomu, • •••• og fleira, og fleira, og fleira. ••••• Komið og kynnist skóla sem hefur eitthvað fyrir alla. Fjölbrautaskólinn Breiðholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.