Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 39

Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 39 ÓLAFUR HALLDÓRSSON + Ólafur Hall- dórsson fæddist í Vestmannaeyj um 4. desember 1906. Hann lést á sjúkra- húsi í Flórída hinn 20. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ak- ureyrarkirkju 3. mars. Fallinn er frá í hárri elli mætur Eyjamður, sem ég vil nefna svo, Ólafur Halldórsson læknir. Ólafur nam læknisfræði við há- skólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi 1935 og starfaði á sjúkrahús- um í Danmörku til ársins 1938. Flutti þá til Eyja. Var „praktiser- andi“ læknir þar 1938-1957 og aðstoðarlæknir við Sjúkrahúsið. Stundaði jafnframt tímakennslu við gagnfræðaskólann og fleiri skóla eftir atvikum. Var héraðs- læknir í Súðavík 1957-1960 og héraðslæknir í Bolungarvík 1961- 1972. Ólafur flutti til Akureyrar 1972 og var heimilislæknir þar til 1979 er hann lét af störfum. Enda þótt Ólafur væri læknir af gamla skólanum tamdi hann sér ekki fas virðulegra embættis- manna af þeim skóla. Hann var hlynntur samtökum vinnandi fólks og dró öngva dul á það. Ólafur var maður sem fann til í „stormum sinnar tíðar“, var fátt óviðkomandi, lifði hina miklu um- byitingu nær heillar aldar. Hann vildi fylgjast með tíman- um, læra meira og meira, eins og segir á einum stað. Árið 1946 fór Ólaf- ur til Kaupmanna- hafnar til þess að sækja námskeið í svæfíngum. Áður fyrr stóðu læknar í tannúrdrætti án deyfíngar. Þetta þekkti Ólafur af eigin raun. Hann taldi brýna þörf á að auka þekk- ingu sína á þessum punkti læknisstarfsins og hélt til náms í tann- læknaskólann í Kaup- mannahöfn árið 1949. Ólafur lét ekki þar við sitja. Á efri árum fór hann til Noregs til að læra svæðanudd. Ég hygg að þessar námsferðir hafí Ólafur farið án nokkurs styrks af opinberu fé. Ólafur hafði alltaf tíma til að leggja lið góðum málum. í Eyjum var hann tíu ár formaður barna- verndarnefndar, formaður Esper- antofélagsins La Verda Insulo í níu ár og álíka lengi starfandi í Leikfélagi Vestmannaeyja. Sr. Halldór Kolbeins og Ólafur stofnuðu Esperantistafélagið með öðrum. Þeir fengu útlenda kennara til að halda námskeið fyrir nýliða. Tveir þeirra, dr. A. Mildwurf og próf. R. Scott höfðu „kost og logi“ hjá okkur hjónum í húsi sem hét því virðulega nafni Þingvellir. Sá þriðji og síðasti var dr. Wajsblum, pólskur. Dr. Mildwurf kom með strand- ferðaskipi frá Reykjavík. Okkur sr. Halldóri var falið að fara um borð og sækja doktorinn, en skipið kom ekki inn í höfnina. Þetta fór svo, að okkur klerki dvaldist nokkuð HALLDORA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR + Halldóra Rannveig Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1909. Hún lést á Elli- og þjúkrunarheimil- inu Grund 5. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. apríl. Gengin er sómakona, vinkona mín Halldóra Rannveig Guð- mundsdóttir. Dóra var um margt stórbrotin manneskja; dugleg, kraftmikil, ákveðin, föst fyrir, sjálfstæð og trygg. Kostir sem vafalaust hafa komið henni vel í lífinu og voru raunar nauðsyn kon- um sem oft þurftu að reka heimili sín einar í fjarveru eiginmanna. Ég var nítján ára krakki þegar ég hitti Dóru fyrst á heimili sonar hennar og tengdadóttur og naut frásagna hennar um atburði horf- inna tíma, hérlendis og erlendis. Tíu árum síðar fór að myndast með okkur sérstakt samband. Hún útvegaði mér lopapeysur unnar með bezta handbragði handa sænskum vinum mínum og ég fór að spyijast fyrir um hvort ekki mætti gera henni greiða í staðinn. Jú, Dóra safnaði nefnilega mynd- um af kóngafólki. Upp frá því gerðist ég tíður gestur í ferða- mannabúðum ýmissa landa og vakti það gjarnan mikla kátínu félaga minna þegar ég var að elt- ast við kort með kóngamyndum, því ég var ekki þekkt fyrir aðdáun á slíku. Stundum var uppskeran svo góð að ég gat sent mörg í einu og á gömlu korti frá Dóru stendur „Beztu þakkir fyrir I, II og III, vonandi verðurðu ekki gjaldþrota á sendingarkostnaði. Láttu mig vita ef ég þarf að leysa þig út þegar þú kemur til landsins." 4 Dóra var dugleg við að halda sambandi við fólk og naut ég þess í ríkum mæli, á m.a. í fórum mín- um listilega útsaumuð kort frá henni. Sérstaklega þótti mér vænt um síðasta jólakortið þar sem hún þakkaði mér öll skemmtilegheitin á liðnum árum. Það er ekki ama- legt að fá slíka kveðju frá konu kominni hátt á níræðisaldur. Á afmælisdaginn hennar sl. sumar hafði hún dregið sig í hlé og lá fyrir og horfði á fímleika í sjónvarpinu. Ég lagðist við hlið hennar og hún rifjaði upp minning- ar frá því þegar hún fór á Ólympíu- leikana í Berlín og við ræddum allar þær breytingar sem orðið hefðu í umgjörð og fjarskiptum. Það var notaleg stund. Sterkust er þó minningin um síðasta gamlárs- kvöld þar sem þessi aldna heiðurs- kona stóð teinrétt og uppáklædd og fylgdist af áhuga með söng- og sprengigleði unga fólksins. Það var hvergi slegið af þegar góður félags- skapur var annars vegar. Afkomendum Dóru og Sigurðar, því vandaða sómafólki, votta ég samúð mína og kveð kæra vinkonu með virðingu. Sigríður Stefánsdóttir. Nokkur kveðjuorð Þegar nú þessi góða og trygga vinkona mín kveður, hrannast upp margar og góðar minningar. Frá okkar fyrstu kynnum hefír alltaf hið góða samband haldist milli, og ekki er langt síðan ég heyrði til hennar. Því kom mér þessi fregn í opna skjöldu. Við kynntumst fyrst á Eskifírði, þegar hún kom þar í stutta heim- MINNINGAR við tedrykkju og spjall á Þingvöll- um. Þá er við komum á hafnar- bakkann var vélbáturinn sem sótti farþega farinn frá bryggju. Við biðum því bátsins alllanga stund. Þá er hann kom mátti sjá að okk- ar manni var allmjög brugðið. Hann sagði sínar farir ekki slétt- ar. Þá er Esja nam staðar spurði einhver hvort hann ætlaði ekki í land í Eyjum. Jú, en þetta gæti ekki verið staðurinn, skipið hlyti að leggjast að bryggju. Og nú biðu hans lífshættur: Fyrst að feta sig niður óstöðugan kaðalstiga niður í bátinn, svo á leiðinni í land þegar báturinn valt lítillega í kvikunni. Sem betur fór jafnaði karl sig fljótt eftir þessa „svaðilför". Ólafur gekk í leikfélagið á fundi haustið 1948 ásamt undirrituðum og Grétu á Flötum. Við Ólafur vorum viðloða félagið næstu ár og vorum stundum á fjölunum sem kallað er. Gréta varð fræg leikkona betur þekkt sem Margrét Ólafs- dóttir. Um Halldór Gunnlaugsson lækni, föður Ólafs, sagði Sigurður Guðmundsson skólameistari: „Er eigi ósennilegt að hann hefði orðið stórfrægur leikari, ef hann hefði alist upp við góð efni með auðugri menningar- og menntaþjóð.“ Halldór var ekki einungis dáður læknir, hann var landskunnur húmoristi og ljóðskáld. Ólafur var líka mikill húmoristi en líklega ekki skáld. Hann safnaði til að mynda læknabröndurum um langt skeið og gaf út í bók (Læknabrand- arar, Ak. 1984). Eiga þeir lækna- feðgar þar dijúgan þátt. Ólafur var skemmtilegur í við- kynningu og ljúfmenni. Þó gat hann orðið nokkuð snöggur upp á lagið, en þá var það á yfírborðinu. Hans er gott að minnast. Samúðar- kveðjur eru sendar Guðbjörgu og öðrum aðstandendum. Haraldur Guðnason. sókn og þau kynni urðu upphaf þeirrar vináttu sem hélst æ síðan. Halldóra sótti sína hamingju til Eskifjarðar og mat það alltaf mik- ils, Sigurður Magnússon skipstjóri setti verulegan svip á mannlífíð fyrir austan og þau áttu þar sín bestu og fyrstu ár. Hann var lengi þar með útgerð og skipstjóri sjálf- ur, orðlagður fyrir hversu fiskisæll hann var og hversu báturinn sem hann stýrði var alltaf eins og ný- kominn úr hreinsun, enda fann hann það strax sem formaður í æsku að ef útgerð ætti að blessast þá yrði allt að vera í lagi. Ég held að fáir hafi hugsað eins vel um sitt skip og hann. Ég man svo vel þegar ég kom í heimsókn austur hversu alúðlega var alltaf tekið á móti mér og þótti vænt um að geta endurgoldið þeg- ar þau komu í Hólminn. Halldóra og Sigurður eignuðust tvö böm sem voru móður sinni stoð og stytta eftir lát Sigurðar, sem kvaddi alltof fljótt, í miðri starfsönn. Ég held ég hafí aldrei átt svo leið um Reykjavík eftir að Halldóra fluttist þangað, að ég kæmi ekki við og þæði að geta rabbað við þau og svo hana eftir lát Sigurðar. Þetta voru mér dýrmætar stundir. Og í febrúar sl. heimsótti ég hana I íbúðina sem hún var svo heppin að komast í á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Hún var þá svo hress að mig hefði síst grunað að við ættum ekki eftir að hittast aft- ur, í bili, segi ég því það er trú mín, að lífínu sé ekki lokið hér á jörð og við fáum að hittast aftur á vegum ljóssins og lífsins. Þessi fáu orð eiga að minnast þessarar góðu og elskulegu konu og þakka henni allt sem hún var mér gegnum árin. Góður guð blessi og annist hana og blessi. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. BRYNJÓLFUR KETILSSON Brynjólfur Ket- ilsson var fædd- ur á Álfsstöðum, Skeiðahreppi í Ár- nessýslu, 26. sept- ember 1901. Hann lést 31. mars siðast- liðinn á Hrafnistu í Reylqavík og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 8. apríl. Æskuheimili okkar var í Njörvasundi 33 í Reykjavík. Þangað fluttust foreldrar okk- ar með eldri bræðurna, fljótlega eftir að fjölskyldan kom heim frá Hollandi. Húsið sem við fluttum inn í var þá nýlega byggt, seint á sjötta áratugnum. Þetta hús byggðu Brynjólfur Ketilsson og Elínbjörg Sigurðardóttir, afí og amma. Þótt Brynjólfur væri ekki afi okkar, þá litum við alltaf á hann sem slíkan og kölluðum hann aldrei annað en afa. Heimili þeirra var okkar annað heimili. Nú, 40 árum síðar, setur okkur hljóð þegar fréttin kemur um að Brynjólfur sé látinn. Ekki svo að skilja að hún kæmi svo á óvart, heldur hitt að við þessi tíðindi stöldrum við ósjálfrátt við og minn- ingarnar leita á hugann. Okkur verður enn ljósara en fyrr að Brynj- ólfur hefur gegnt stóru hlutverki í lífí okkar allra. Hann og amma eru tákn tryggðar og trausts, hjálpsemi og skilnings. Þótt hvorugt þeirra væri lang- skólagengið, þá voru þau vel lesin og skarpgreind. Skilningur þeirra á gildi menntunar kom fram í verk- um þeirra. Þau höfðu ekki haft tækifæri til að ganga menntaveg- inn, nema að takmörkuðu leyti. Ómældur stuðningur við okkur öll meðan á skólagöngu stóð er nokk- uð sem verður ekki frá okkur tek- ið og mun endast ævilangt. Ekki stóð heldur á hjálparhöndinni þeg- ar við, sem ungir foreldrar, vorum að basla við að stofna okkar eigið heimili. Brynjólfur var alla tíð ímynd heilbrigði og hreysti. Það var því sárt að sjá þennan hrausta mann og fyrrum afreksmann í íþróttum, falla fyrir erfíðum sjúkdómi sem hijáði hann allra síðustu misserin. Hann hafði mikla lífsorku fram á síðustu ár. Það var ótrúleg sjón að sjá hann klifra uppi á þaki á húsinu sínu, orðinn meira en ní- ræður og vera að mála. Hann stundaði sund og ræktaði garðinn sinn þar til fyrir fáeinum mánuðum. Við geym- um þá mynd af honum í huganum. Brynjólfur var hæglátur og rólegur maður í fasi. Hann lét verkin tala. Vinnan var honum afar mikils virði. Hann vann fram til áttræðs á gröfu hjá Reykjavíkurborg. Þegar heim kom voru pijónarnir teknir upp og pijónaðar lopa- peysur fyrir Handpijónasamband- ið. Þetta var ekki gert til að eign- ast hluti eða geta borist á. Þetta var lífsviðhorf. Ekkert var verra en að sitja iðjulaus með hendur í skauti. Aðrir njóta ávaxtanna af þessari vinnu. Brynjólfur naut þess að gefa. Hann vildi aldrei þiggja. Svo rammt kvað að þessu að hann gat neitað að taka við gjöfum sem honum voru færðar. Það átti þó ekki við um börnin. Hann tók við smágjöfum frá litlum bömum með gleði. Sælla er að gefa en þiggja. Það varð Brynjólfi mikið áfall þegar amma dó. Þau höfðu verið saman öllum stundum, ferðuðust og stunduðu útivist. Á árum áður fengum við bamabörnin oft að fara með þeim í ferðalög, beijamó, útilegur eða heimsóknir til ætt- ingja og vina í sveitinni. Þau héldu þessu áfram meðan amma var á lífi. Þegar amma var ekki lengur til staðar, þá óttuðumst við að líf- slöngunin mundi hverfa hjá Brynj- ólfí. Vissulega syrgði hann ömmu sárt fram á síðasta dag en honum auðnaðist þó að finna sér félags- skap í starfí eldri borgara, fyrst og fremst við spilamennsku. Hann las mikið og fylgdist vel með því sem var að gerast í landsmálum. Það var oft stutt í kímnina þegar rætt var um pólitík. Brynjólfur bar ekki tilfinningar sínar á torg. Þær urðu þó sjáan- legri eftir því sem árin færðust yfír. Umhyggjan sem hann bar fyrir okkur hefur orðið okkur æ (jósari. Við minnumst hans með virðingu og þakklæti og gleði yfír því að nú eru þau saman aftur, amma og afí. Blessuð sé minning ykkar beggja. Leo Ingason, Ingi Karl Ingason, Ellert Ingason og Anna María Ingadóttir. RAGNHEIÐUR RÓSA JÓNSDÓTTIR + Ragnheiður Rósa Jónsdótt- ir fæddist á Bergstöðum í Svartárdal 10. nóvember 1908. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 31. mars síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Bergstaðakirkju í Svartár- dal 5. apríl. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um hana ömmu mína sem andaðist 31. mars og var jarð- sungin frá Bergstaðakirkju 5 Svart- árdal 5. apríl. Ég átti við þá gæfu að búa sem barn að amma mín og afi bjuggu aðeins steinsnar frá mínu æsku- heimili. Amma mín var blíðlynd kona sem lifði sínu lífi af æðru- leysi og tók hveijum deginum eins og hann var. Hún var alltaf skap- góð og með bros á vör og virtist aldrei þreytast þótt hún væri sí- fellt að. Ollum sínum samferða- mönnum var hún tilbúin að rétta hjálparhönd án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Við krakkamir á bæjunum nut- um umhyggju hennar og þolin- mæði og þau voru ófá skiptin sem við rákum aðeins inn hausinn hjá ömmu, þegar út um gluggann hennar angaði pönnuköku- eða kleinulykt, og fengum við þá jafn- an eitthvað gott í munninn. Mína sérstöku minningu á ég frá því að ég sem barn hljóp „upp- eftir“ til ömmu ef einhver ólund var í mér og alltaf gat amma á einhvem hátt eytt leiðanum og komið mér til að líta lífið bjartari augum. Síðasta minning er frá liðinni helgi, þegar ég keyrði í leiðinlegu veðri og blindu til að vera við kistu- lagninguna hennar ömmu, en eftir athöfnina var komið sólskin og fagurt veður og í þvi veðri fluttum við ömmu til baka í litla dalinn sem hún var fædd í og hafði búið allt fram á síðustu ár. Ástarkveðja til þín, amma mín, og til þín, afi minn, sem eftir lifir. Ykkar Ragnheiður Rósa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.