Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 46

Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 46
46 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLGRIMUR TRYGGVASON + Hallgrímur Tryggvason fæddist á Akureyri 16. maí 1936. Hann lést 1. apríl á Land- spítalanum í Reykjavík og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 9. apríl. Með Hallgrími Tryggvasyni, eða Hadda eins og flestir þekktu hann, er genginn ljúfur drengur. Ég kynntist Hadda ekki að ráði fyrr en ég var kominn yfír tvítugt, og þá fyrst og fremst á léttu nótunum. Hann var að eðlisfari léttur í lund, með gott skopskyn og átti afar auðvelt með að blanda geði við aðra, enda vinsæll meðal starfsfé- laga sinna, hvar sem hann vann, síðar í lífinu. En það er ekki fyrr en Haddi flytur til Reykjavíkur, að ég kynn- ist honum sem fagmanni og í raun hans innra manni. í fagi hans, sem prentari, fór saman góð fagþekk- ing, verklagni og útsjónarsemi, enda maðurinn listrænn að eðlisfari með mjög næmt auga fyrir formi og útliti. Þessir eiginleikar nýttust honum vel, þegar hann síðar á ævinni fór að sinna ljósmyndun sem áhugamáli. Hann vann einnig sigra, sem hönnuður félagsmerkja og kápusíðna Það var bæði gaman og fróðlegt að fylgjast með því, hve vel hann vann úr hugmyndum, þeg- ar um uppsetningu á auglýsingum var að ræða. Hann sá oft um slíka vinnu fyrir mig, og aldrei brást það, að hann fann leiðina til að gera efnið áberandi, án þess að eyða miklu plássi í það. En þó svo hann hefði bæði þekkinguna og reynsluna, þá sagði hann ekki: Svona skulum við hafa þetta, held- ur: „Er þetta ekki betra svona?“ Þetta lýsir raunar persónu Hadda hvað best. Aldrei að troð- ast. Aldrei að upphefja sig á ann- ars kostnað. Ég minnist þess held- ur ekki, að við höfum nokkurn tíman þrefað um eitt eða neitt. Haddi var einfaldlega ekki sú manngerð sem þrefaði. Hann gat að sjálfsögðu staðið á sínu, en jafn- vel þá tókst honum að haga orðum sínum þannig, að þau egndu ekki upp viðmælendur hans. Haddi var ekki flókinn persónuleiki. Hann sinnti vinnu sinni af fagmennsku og samviskusemi, meðan heilsan leyfði, en frístundum sínum kaus hann að eyða við lestur, tónlist eða sem gleðigjafi með vinum sínum pg starfsfélögum og eiga margir íslendingar ríkulegar minningar úr þeim geiranum, því Haddi var alltaf hrókur alls fagnaðar og ör- látur veitandi. Því miður lék fölskvalaust traust hanns til manna, hann stundum grátt í lífs- ins ólgusjó. En nú, þegar ég í hug- anum fer yfir samtöl okkar um slík mál, þá situr það enn ríkt í mér, að aldrei skyldi hann bera neinum manni illa söguna. Þannig var Haddi, gjörsneyddur illgirni og öfund. En hann átti enn eftir að bergja á hinum beiska bikar, því síðustu æviárin lifði hann í skugga skertrar heilsu, af völdum heilablóðfalls. En þar kom enn í gegn hans ljúfa geð, því hann tók öllu mótlæti af æðru- leysi og beiskjulaust, sáttur við guð sinn og menn. Og Guð líknaði sér yfír hann með því að senda honum engil, sem skyldi létta honum byrði hans. Ólöf sinnti hlutverkinu af að- dáunarverðri alúð, ást og kærleika. Haddi minn, nú að leiðarlokum þökkum við Kristín þér hnökralausa vináttu, einlægni og gleðistundir, sem við munum varðveita í minn- ingunni. Elsku Ólöf, við vottum þér og fjölskyldunni innilega hluttekningu. Kolbeinn Pétursson. ATVINNU- AUGLÝSINGAR DALVl KURBKDLI Dalvíkurskóli Laus ertil umsóknar staða aðstoðarskólastjóra og kennarastöður í eftirtöldum greinum: Raungreinum á unglingastigi, hannyrðum, tónmennt og almennri bekkjarkennslu. í skólanum eru um 280 nemendur í 1 .-10. bekk. Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhuga- sömu fólki sem vill vinna með okkur að þróun- ar- og uppbyggingarstarfi. Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið innanlands og utan. í skólanum ríkir góður starfsandi, starfsaðstaða er góð og vel ertekið á móti nýju starfsfólki. Umsóknarfresturtil 21. apríl. Upplýsingar um stöðurnar, húsnæði o.fl. gefur skólastjóri í símum 466 1380 (81) og 4661162. BORGARBYGGÐ Leikskólakennarar athugið Starf leikskólastjóra við leikskólann Klettaborg, Borgarnesi, er laus til umsóknar. Um er að ræða 3ja deilda leikskóla í fallegu umhverfi. Upplýsingar um starfið gefur leikskólastjóri í síma 437 1425. Umsóknir, þar sem tilgreind er menntun og fyrri störf, sendist til undirritaðrar bæjarskrif- stofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgar- nesi, fyrir 1. maí nk. Félagsmálastjóri. BYGG6 BYGGINGAFÉLAG GYLFA & GUNNARS Múrarar óskast Vantar múrara sem vanir eru steiningu. Mikil vinna framundan. Einnig hefðbundið múrverk. Upplýsingar hjá Gylfa í símum 893 4627 og 562 2991. UPPBOQ Uppboð á bifreiðum verður haldið (dag, laugardaginn 12. april, á Eldshöfða 4, athafna- svaeði Vöku hf,, og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn I Reykjavfk. Stangaveiðimenn athugið Nýtt námskeið í fluguköstum hefst í Laugar- dalshöllinni 16. apríl kl. 20.00 síðdegis. Kennt verður 16., 17., 18., 21. og 22. apríl. Við leggjumtil stangir. K.K.R. og kastnefndirnar. TILKYNNINGAR Gagnfræðingar Ingimarsskólans 1947 Samkomu vegna 50 ára afmælisins er frestað til 4. október 1997. Níumannanefndin. Jörð til sölu Jörðin Bali{ Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu, ertil sölu. Ajörðinni hefurverið stunduð kart- öflurækt. Góðargeymslurfyrirgarðávexti eru á jörðinni. Öll tæki og áhöld geta fylgt. Upplýsingar í síma 555 1672 eða 897 3172. Handverksmarkaður verður á Garðatorgi, Garðabæ, laugardaginn 12. apríl og sunnudaginn 13. apríl frá kl. 10—18. Milli 40 og 50 listamenn sýna og selja muni sína. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Flatey 1, Hornafjarðarbæ, þingl. eig. Ólafur Þorleifur Óskarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn, 17. aprfl 1997 kl 13.30. Hagatún 7, þingl. eig. Runólfur Jónatan Hauksson og Árný Jóhanns- dóttir, gerðarbeiðendur Byggsjóður ríkisins, húsbréfadeild og sýslu- maðurinn á Höfn, 17. aprfl 1997 kl. 13.20. Hæðagarður 10, Hornafjarðarbæ, þingl. eig. Margrét Herdís Einars- dóttir, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Höfn og íslandsbanki hf., 17. apríl 1997 kl. 13.50. Hæðagarður 2, þingl. eig. Bragi Hermann Gunnarsson, gerðarbeiðand Byggingasjóður ríklsins, 17. apríl 1997 kl. 15.20. Jöklasel, veitingahús á leigulóð í landi Kálfafells, þingl. eig. Jöklaferöii hf„ gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, 17. aprfl 1997 kl. 15.30. Sauðanes, Hornafjarðarbæ, þingl. eig. Jarðasjóður rikisins og Kristinn Pótursson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og Stofnlána- deild landbúnaðarins, 17. apríl 1997 kl. 15.00. Smárabraut 19, þingl. eig. Jón Haukur Hauksson, gerðarbeiðandur Bætir hf. og sýslumaðurinn á Höfn, 17. apríl 1997, kl. 14.40. Sýslumaðurinn á Höfn, 11. april 1997. Raðhús í Fossvogi fullbúið af húsgögnum og heimilistækjum er til leigu í ca 2 ár. Tilboð óskast lögð inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 18. apríl, merkt: „Fossvogur — 563". BQDI HÚSNÆBI FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Gigtarfélags íslands 1997 Aðalfundur Gigtarfélags íslands verður haldinn í dag, laugardaginn 2. apríl 1997, kl. 14.00 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Auk venjulegra aðalfundarstarfa heldur Júlíus Valsson gigtarlæknir fræðsluerindi um beinþynningu. Gigtarfélag íslands. Aðalfundur félagsins íslenskrar grafíkur verður haldinn í húsakynnumfélagsins íTryggvagötu 15, Reykjavík, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Upplýsingar og eyðublöð vegna inntöku nýrra félaga fást á skrifstofu SÍM, Hverfisgötu 12. Stjórnin. SMÁAUGLÝSIIMGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Sunnudagur 13. aprfl kl. 13: Afmnlisganga 1. ferð Valhúsahœð — Suðurnes (um 2 klst. fjölskylduganga). Brottför frá Mörkinni 6 og BS(, austanmagin. Verð 200 kr. og frítt f. 15 ára og yngri með full- orðnum. Einnig hægt að koma i hópinn hjá Seltjarnarneskirkju við Valhúsahæð. Gönguleiðin liggur frá elstu hringsjá Ferðafé- lagsins á Vaihúsahæð, hjá Nes- stofu og út að strandlengju Suð- urnes á Seltjarnarnesi. Fyrsta afmælisganga af mörg- um í tilefni 70 ára afmælis Ferða- félags íslands. Fyrsti áfangi af 6 í raðgöngu frá Seltjarnarnesi um göngustíga upp í Heiðmörk. Verið með frá byrjun, safnið fjór- um afmælisferðamiðum, gangið i Ferðafélagið og fáið fimmtu ferðina fría. Afmælisgangan er tileinkuð fyrstu Seltjarnarnesför Ferðafélagsins 13. apríl árið 1936. Kl. 10.30 Marardalur—Lltla kaffistofan, skfðaganga. Fararstjóri: Páll Ólafsson. Verð 1.200 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð 13. aprfl kl. 10.30: Á útilegumannaslóðum. Útilegumannahellir v/Eldvörp. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist BAHÁ’Í OPIÐ HÚS Laugardagskvöld kl. 20:30 Frjálsar umræður um ungt fólk og framtíðina Kaffl og veltlngar Álfabakka 12, 2. hœð simi 567 0344 DULSPEKI Námskeið — Lffseugað Lífsaugað heldur námskeið í heilun. Farið verður í gegnum þætti eins og heilun með litum og tónlist. Hugleiðsla verður einnig tekin fyrir. Þetta er til að kynnast þér og þfnum innra manni. Einn þáttur að betra markmiði. Tímasetning 19.-20. apríl kl. 10-16 báða dagana. Verð kr. 3.500. Hægt er að fó keyptan heitan mat, verð kr. 1.300. Staðsetning á Suðurlandsbraut 46, 3. hæð, bláu húsin. Kennari verður Þórhallur Guð- mundsson, miðill. Upplýsingar í slma 553 4488 frá mánudegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.