Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
120. TBL. 85. ÁRG.
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Portúgal
Yfírvöldum í
Bosníu settir
úrslitakostir
Sintra, Portúgal. Reuter.
Reuter
FRA fyrsta fundi Evrópu-Atlantshafssamvinnuráðsins sem haldin n
var í Sintra í Portúgal í gær. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins
og 27 Evr-ópuríki til viðbótar eiga aðild að ráðinu.
Svíum í
nöp við
áfengt gos
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSK stjórnvöld eru afar
áhyggjufull vegna aukinna
vinsælda áfengra gosdrykkja og
lýstu því yfir í gær að þau
myndu hvetja önnur aðildarríki
Evrópusambandsins (ESB) til
að tvöfalda álögur á drykkina til
að draga úr sölunni.
Það sem Svíar eru fyrst og
íremst ósáttir við eru
söluaðferðirnar, sem þeir segja
fyrst og fremst beinast að
börnum og unglingum. Margo
Wallström félagsmálaráðherra
sagði Svía myndu leggja það til
að álögur á áfengu gosdrykkina
yrðu hinar sömu og á sterk vín.
Nú eru drykkirnir í sama
gjaldflokki og bjór og léttvín.
Nái þessi breyting fram að
ganga, tvöfaldast verð þeirra í
Svíþjóð.
Þá kvaðst Wallström myndu
leggja það til að bann yrði sett
við auglýsingum á drykkjunum
sem höfðuðu til barna og
unglinga. Helst vildi hún fá
algert auglýsingabann og að
drykkimir hyrfu með öllu úr
hillum áfengisverslana.
BANDARIKJAMENN og fleiri
vestræn ríki skipuðu ráðamönnum í
Bosníu í gær að framfylgja ákvæð-
um Dayton-samkomulagsins að
fullu og sögðu þá ella eiga yfir höfði
sér refsiaðgerðir.
Þetta er hvassasta gagnrýni ríkj-
anna á framkvæmd friðarsáttmál-
ans frá þvi hann var undirritaður í
Dayton í Bandaríkjunum fyrir einu
og hálfu ári. Refsiaðgerðimar, sem
hótað er, voru taldar upp í lokayfir-
lýsingu fundar friðarráðsins, sem
stofnað var samkvæmt ákvæðum
Dayton-samkomulagisins, í Sintra í
Portúgal. Þar sagði meðal annars
að þeim, sem umgengjust menn,
sem hefðu verið ákærðir fyrir
stríðsglæpi, yrði synjað um vega-
bréfsáritanir og sveitarfélög, sem
veittu þeim vinnu, svipt fjárhagsað-
stoð verði friðarsamkomulagið ekki
virt.
Yfirvöldum í Bosníu er skipað að
grípa til áðgerða til gera umbætur í
lögum um eignarrétt, samþykkja
lög um ríkisborgararétt, endur-
skipuleggja lögregluna og afhenda
þá, sem hafa verið kærðir fyrir að
fremja stríðsglæpi.
Deilt um stækkun
Utanríkisráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) hittust á
fundinum í Portúgal í gær og fyrra-
dag, en þar voru einnig saman-
komnir ráðherrar frá 27 Evrópu-
ríkjum til viðbótar i tilefni af stofn-
un Evrópu-Atlantshafssamvinnu-
ráðsins. Þau ríki, sem gera sér vonir
um að verða boðin innganga í
NATO, beittu miklum þrýstingi á
fundinum i Portúgal. Rúmenar og
Slóvenar gengu hvað harðast fram,
enda er nú komin upp deila innan
NATO, aðeins fjórum dögum eftir
að samstarfssamningur Rússa og
bandalagsins var undirritaður í
París, um hvort hleypa eigi inn
þremur eða fimm ríkjum frá Aust-
ur- eða Mið-Evrópu.
Níu riki lýstu yfir því á hádegis-
verðarfundi utanrikisráðherranna á
fimmtudag að þeir vildu að fimm
ríkjum yrði boðin innganga. Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra ís-
lands, og Madeleine Albright, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, voru
hins vegar ein um að færa rök að
því að aðeins ætti að hleypa inn
þremur nýjum ríkjum.
„Eg lýsti mjög eindregnum skoð-
unum á fundinum um það að stækk-
unin yrði sem minnst þannig að
þremur ríkjum yrði boðin aðild,
hugsanlega fjórum,“ sagði Halldór í
samtali við Morgunblaðið í gær.
■ Níu aðildarríki/24
Jeltsín friðmæl-
ist við Ukraínu
Kíev. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
fór til Kíev í gær til að undirrita
vináttusamning Rússa og Ukraínu-
manna og binda enda á „kalt stríð“
slavnesku þjóðanna, eins og margir
fréttaskýrendur hafa lýst stirðum
samskiptum þeirra á síðustu árum.
Aður en Jeltsín hélt í ferðina lof-
aði hann þvi að Rússar myndu
verja Úkraínu ef hættuástand
skapaðist án þess að útskýra það
nánar. Volodymyr Horbulin, æðsti
embættismaður öryggismála í
Úkraínu, sagði hins vegar að Úkra-
ínumenn hefðu aldrei óskað eftir
slíkri vernd af hálfu Rússa.
Margir stjórnmálamenn í Kíev
líta á Rússa sem ógnun við sjálf-
stæði Úkraínu frekar en slavneska
bræðraþjóð. Úkraínumenn hafa
reynt að losna undan aldagömlum
yfirráðum Rússa og leitað eftir ör-
yggistryggingum frá Atlantshafs-
bandalaginu. Rússar óttast að
Úkraína sæki jafnvel um aðild að
bandalaginu en Horbulin sagði að
af því yrði ekki á næstu árum.
Erfiðasta heimsókn Jeltsíns
Jeltsín kvaðst viss um að vin-
áttusamningurinn yrði undirritað-
ur í dag á fundi hans með Leoníd
Kútsjma, forseta Úkraínu. Gengið
var frá samningnum fyrir tveimur
árum en Jeltsín hefur a.m.k. sex
sinnum frestað því að fara til Úkra-
ínu til að undirrita hann vegna
heilsubrests og deilna ríkjanna um
skiptingu Svartahafsflotans.
TalsmaðurJeltsíns lýsti ferðinni
til Úkraínu sem erfiðustu heim-
sókn Jeltsíns og mikilvægasta
framtaki hans í utanríkismálum á
árinu.
Reuter
ÚKRAÍNSKAR stúlkur færa Borís Jeltsín, forseta Rússlands, brauð
og salt að gjöf við komu hans til flugvallarins í Kíev í gær. Hefð er
fyrir því að færa gestum slíka gjöf í Úkraínu.
Reuter
BANDARISKIR hermenn fylgja erlendum borgurum að þyrlu, sem flutti þá frá Freetown
í Sierra Leone um borð í bandarískt herskip við strönd landsins í gær.
'■ M
Nígeríumenn senda hermenn og vopn til Sierra Leone
Ihlutun undirbúin
Freetown. Reuter.
BANDARÍSKIR hermenn fluttu í
gær 900 erienda borgara frá Sierra
Leone með þyrlum þótt forsprakkar
valdai-ánsins þar á sunnudag hefðu
bannað allt flug innan lofthelgi
landsins. Stjómvöld í Nígeríu sendu
fleiri hermenn og hergögn til Sierra
Leone og búist er við að hersveitir
frá Vestur-Afríkuríkjunum grípi til
hemaðaraðgerða um helgina til að
yrði beitt og hvatti til þess að málið
yrði leyst með friðsamlegum hætti.
Stjórnarerindrekar sögðu að
leiðtogar uppreisnarmanna, er
börðust við stjórnarherinn í borg-
arastyrjöldinni í Sierra Leone,
hefðu gengið til liðs við valdaræn-
ingjana. Þeir hefðu hafnað hvers
konar viðræðum um að Kabbah
tæki aftur við völdunum.
koma Ahmad Tejan Kabbah, forseta
landsins, aftur til valda.
Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja
hafa samþykkt að styðja hernaðar
íhlutun undir forystu Nígeríu-
manna í Sierra Leone. Ákveðið var
að láta ekki til skarar skríða fyrr en
brottflutningi erlendra borgara
lyki. Bandaríkjastjórn kvaðst í
gærkvöldi vera andvíg því að valdi