Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
INGVAR Jakobsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson á
bensínstöðinni.
SÖLVEY Jósefsdóttir og Högni Sturluson.
ÓLAFUR Baldursson (t.v.) og Rögnvaldur Ólafsson.
Fólk á förnum vegi á Vestfjörðum hefur misjafnar skoðanir á verkfallinu
Fólki veitir ekki af kaupinu
- ástandið grafalvarlegt
Félagar í verkalýðs-
félögunum sjö á Vest-
fjörðum, sem verið hafa
í verkfalli, og vinnuveit-
endur greiddu í gær at-
kvæði um miðlunartil-
lögu sáttasemjara.
Jóhannes Tómasson
ræddi við fólk á fömum
vegi vestra og spurði
það álits á þessu
langa verkfalli.
Ekki var laust við að nokkurrar eftir-
væntingar gætti á Vestfjörðum í gær
þegar kjörfundur vegna atkvæða-
greiðslu um miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara stóð þar. Fólk á förnum
vegi sem blaðamaður ræddi við og
var ýmist í verkfallsbaráttunni eða
áhorfendur hafði skiptar skoðanir á
miðlunartillögunni og verkfallsað-
gerðunum og mátti skynja leiða og
þreytu á sumum en ódeigan baráttu-
vilja hjá öðrum.
„Þetta er náttúrlega ekki björgu-
legt útlit,“ sagði Björn Finnbogason
vörubílstjóri þar sem hann var að
þvo vörubíl sinn á bensínstöð Olíufé-
lagsins. Hann er úr Djúpinu en hef-
ur lengi búið á ísafirði og stundað
akstur. „Ég hef verið í alls konar
almennri keyrslu en hef ekki orðið
alvarlega fyrir barðinu á verkfallinu
þar sem fískflutningar fara nú mest
fram í gámum eða á lokuðum bílum.
Verkefni mín eru meira vegna bygg-
ingaframkvæmda eða hafnargerðar.
Þau eru svo sem ekki mikil í bili en
það gæti lagast. Mér finnst hljóðið
í verkafólkinu hér þannig að hæpið
sé að tillagan verði samþykkt. En
mér finnst fólk vera orðið þreytt,
bæði þeir sem eru í verkfalli og aðr-
ir. Nei, mönnum veitir ekkert af
þessu kaupi en það er varla hægt
að búast við að hér náist eitthvað
miklu meira en annars staðar."
Ekkert vit í þessu lengur
Smári Ólafsson var að þvo bíl
björgunarsveitarinnar sem hann er
félagi í en hann starfar hjá íshúsfé-
lagi ísfírðinga. „Það er ekkert vit í
þessu lengur, þetta er orðið alltof
langt og mér heyrist yngra fólkið
vera orðið nokkuð óþolinmótt," sagði
Smári og var nýkominn frá því að
kjósa. Hann kvaðst í upphafi hafa
verið feginn að komast í verkfall,
„fínt að slaka á í viku, hálfan mán-
uð,“ en 12 þúsund króna verkfalls-
bætur á viku væru dálítið annað en
vepjulegt kaup. „Vitanlega væri fínt
að fá þessar kröfur inn í samninginn
PÉTUR Guðjónsson og Rúna
Esradóttir í Súðavík.
ÁSGEIR Guðbjartsson.
ekki hvað það væri að lifa á lág-
markslaunum og verða að láta enda
ná saman eins og verkafólk byggi
við. „Ætli þessum mönnum þætti
ekki nokkuð snúið að lifa af 100
þúsund krónum.“
Skílningur á kröfunum
Finnur verslunarstjóri Magnússon
í Björnsbúð sagði viðskiptin hafa
minnkað, borið hefði á því fijótlega
eftir að til verkfallsins kom og þó
talsvert meira nú síðustu dagana.
„Mér líst engan veginn á þetta
ástand og þó að ég viti að menn eru
bæði með og á móti þegar svona
deila stendur þá finnst mér tekið að
gæta þreytu hjá mörgum, bæði verk-
fallsmönnum og öðrum. Menn hafa
skilning á kröfunum en sjá líka að
það er erfítt að semja á öðrum nótum
hér en annars staðar á landinu. Ef
tillagan verður felld eru menn á
sama stað og þegar verkfall byrjaði
og þá verða fleiri svartsýnir og þá
sé ég ekki annað en að bráðabirgða-
lög sé eina lausnin."
Síðdegis hafði um helmingur
þeirra sem atkvæðisrétt eiga í Baldri
á ísafírði greitt atkvæði og svipaða
sögu var að segja víðar, nálega helm-
ingur hafði skilað sér með atkvæði
þegar líða tók á daginn. Nálega
helmingur af þeim sem greiða at-
kvæði í verkalýðsfélögunum eða um
FINNUR Magnússon
í Björnsbúð.
ÓSKAR Eliasson,
kaupfélagsstjóri í
Súðavík.
en menn sjá að það verður allt bijál-
að annars staðar á landinu ef geng-
ið yrði að þeim hér. Ég vil bara fara
að vinna og fá venjuleg laun,“ sagði
Smári og kvaðst hafa rúmlega 200
þúsund á mánuði fyrir þokkalegan
vinnudag.
Mikið var um að vera á bensín-
stöðinni og þar voru Ingvar Jakobs-
son og Aðalsteinn Sigurgeirsson á
vaktinni, á kassa og dælu. Þeir eru
félagar í Baldri en starfa á undan-
þágu, og sögðu viðskiptin nokkru
minni en venjulegt gæti talist. „Fólk
virðist eitthvað vera farið að spara
við sig en við verðum hins vegar
ekki mikið varir við áhrif verkfalls-
ins. Þetta virðist komið út í hálf-
gerða vitleysu," sögðu þeir og töldu
ekki sennilegt að miðlunartillagan
yrði samþykkt hjá verkalýðsfélög-
unum.
Dregur dilk á eftir sér
„Það eru allir orðnir leiðir á þessu
og ég þakka Guði fyrir að ég stend
ekki í fyrirtækjarekstri núna því að
ástandið er orðið grafalvarlegt,"
sagði Ásgeir Guðbjartsson, fyrrum
skipstjóri á Guðbjörginni, sem nú
er kominn í land - „eftir að konan
hefur beðið í 50 ár,“ sagði hann.
Hann sagði menn hafa áhyggjur af
ástandinu og þeim langtímaáhrifum
sem verkfallið augljóslega hefði.
„Það tekur langan tíma að vinna þau
áhrif upp og erfítt að koma öllu í
gang á ný eftir svona langt stopp.
Mér fannst nógu erfitt að þola mán-
aðarstopp þegar Guðbjörgin fór í
slipp, lausafjárstaðan versnaði strax.
Svona langt verkfall stöðvar alla
uppbyggingu og þróun sem hér hef-
ur átt sér stað. Þessi áhrif koma
kannski ekki fram strax en þetta á
eftir að draga dilk á eftir sér og
svæðið allt á eftir að fá á sig stimp-
il,“ sagði Ásgeir ennfremur.
„Ég sé ekki lausn á þessu, vinnu-
veitendur geta ekki tekið á sig mik-
ið meira en aðrir svo mér sýnist
nokkuð ljóst að verkalýðsfélögin
verða að draga eitthvað í land.
Hundrað þúsund krónur eru ekki
mikil laun en það verða bara allir
að fylgjast að í þessum efnum.
„Eg vona að þetta verði aldrei
samþykkt," sagði Sölvey Jósefsdótt-
ir sem var að versla í Björnsbúð
ásamt Högna Sturlusyni en hún
starfaði í 34 ár í Norðurtanganum
og Högni hefur starfað til sjós og
lands en þau eru úr Fljótavlk og
Hornvík. Þau töldu verkafólk fylli-
lega eiga skilið þær launahækkanir
sem kröfur ASV hljóðuðu upp á
„því verkafólk og sjómenn hafa lagt
mikið á sig og hvar værum við stödd
ef svo hefði ekki verið gegnum ár-
in,“ og sögðu að forstjórar skildu
SMÁRI Ólafsson hjá
íshúsfélaginu.
BJÖRN Finnbogason
vörubílsyóri.
300 eru í Baldri en 40 til 60 í hinum
félögunum sex. |
Olafur Baldursson og Rögnvaldur
Ólafsson voru á útleið eftir að hafa '
greitt atkvæði. „Við vonum að þetta I
sé að leysast en það er þó erfítt að
segja nokkuð um það. Það sem kem-
ur á óvart er að ekki skuli hafa ver-
ið hægt að ræða almennilega um
málin. Vinnuveitendur eru hér með
nýtt fólk sem ekki virðast vera heima
í samningatækni og tilfinning okkar
er sú að Reykjavíkurvaldið hafi bara
alltof sterkt tök á þessu. Hingað til |
hefur varla verið rætt um annað en
krónur og tíkalla og engin raunveru- 1
leg skref stigin í umræðunum,“
sögðu þeir félagar sem starfa við
höfnina og olíudreifingu. Og þeir
voru ómyrkir í máli um eina helstu
ástæðuna fyrir þessum hörðu átök-
um: „Kvótakerfið hefur farið þannig
með landsbyggðina að þar er um
að ræða eina mestu eignaupptöku
sem hér hefur orðið frá landnámi,"
og sögðu bæði kvóta og skip sífellt fc
vera að hverfa úr fjórðungnum.
„Sex vikna verkfall er orðið mjög t
alvarlegt og það verður að fara að
höggva á þetta. Við sjáum hins veg-
ar að reiknimeistararnir í Reykjavík
hafa stjórn á málinu og jafnvel þótt
vinnuveitendur hér vildu nálgast
okkur meira er augljóst að þeir
méga það ekki fyrir þeim fyrir sunn-
an. Hin verkalýðsfélögin voru of fljót
á sér að semja og fulltrúar þeirra
hafa bara verið of hræddir við að r
standa harðar á kröfunum."
Verður að fara að ljúka
Pétur Guðjónsson vatt sér inn í
félagsheimilið í Súðavík þar sem
kjör um miðlunartillöguna fór fram
en hann starfar á lyftara hjá Frosta.
„Þessu verður að fara að ljúka því
annars fer maður bara á hausinn,"
sagði hann og taldi útlokað að ná
kröfunum í þessu verkfalli. „Það
hefði átt að fara milliveginn, reyna r
við kannski 80 þúsund því nú er
verkfallið er orðið alltof langt og
menn eru farnir að gefast upp. ^
Nokkrir vinir mínir eru farnir annað
og það er ekki beint þægilegt," seg-
ir Pétur en með honum var Rúna
Esradóttir, kærasta hans sem lauk
í vor stúdentsprófí á ísafirði og
hugðist fara beint í vinnu hjá Frosta.
„Ég hef unnið þar á sumrin í mörg
ár en ekki verið í verkalýðsfélaginu
meðan ég er í skóla og fæ því ekki ^
bætur," sagði hún.
Pétur segist fá 12.410 kr. á viku |
í verkfallsbætur en kaupið hafí verið ^
um 34 þúsund á viku og því sé aug-
(jóst að eitthvað verði að skera nið-
ur. „Ætli utanlandsferðin 20. júní
verði ekki annaðhvort endurskoðuð
eða afturkölluð því svo koma áfram
afborganir af skuldabréfum og
greiðslukortareikningum þannig að
allir sem eru í verkfalli verða að spara
við sig,“ segja þau að lokum. g
Þegar litið var inn hjá Kaupfélagi
Súðavíkur var Óskar Elíasson að taka (;
upp vörur og sagði hann fólk orðið á
nokkuð þreytt: „Þetta er orðin svo
illvíg deila að mér sýnist hún vera á
byrjunarreit ef tillagan verður felld
núna og þá er ekkert annað að gera
en að fá ríkisstjómina til að grípa inn
í,“ segir hann og telur að verulega
hærri samningur á Vestfjörðum
myndi sprengja alla aðra samninga
sem gerðir hafa verið víðs vegar um .
landið. „Ég sé ekki að menn nálgist
nema með utanaðkomandi áhrifum |
og þótt kaupkröfurnar séu kannski j
ekki nema réttlátar er ljóst að þetta
verður að vera í samhengi."