Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 16

Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 16
16 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarritari Reykjavíkur svarar fyrirspurn sjálfstæðismanna í borgarráði Kostnaður við stjórnun hækk- aði um 46 milljónir frá 1994 KOSTNAÐUR við stjórn borgarinn- ar hækkaði á meðalverðlagi 1996 um 46 millj. milli áranna 1994 og 1996 eða úr 345 millj. árið 1994 í 391 millj. árið 1996. Þetta kemur fram í svari borgar- ritara við fyrirspurn borgarráðsfull- trúa sjálfstæðismanna í borgarráði. Borgarritari segir jafnframt að skoða verði þrjá meginþætti í stjórnun borgarinnar, það er með- ferð borgarmála eða kostnað af störfum borgarstjórnar og borgar- ráðs o.fl., laun og almennan rekstur og aðra liði. Kostnaður þessara liða á meðalverðlagi ársins 1996 var 37 millj. árið 1994 undir liðnum, með- ferð borgarmála, 37,7 millj. árið 1995 og 37,7 millj. árið 1996 en það er 2,01% hækkun milli áranna 1994/96. Laun og launatengd gjöld voru 222,6 millj. árið 1994, 231,9 millj. árið 1995 og 257,6 millj. árið 1996 en það er 15,71% hækkun milli áranna 1994/96. Annar kostn- aður var 87 millj. árið 1994, 93,6 millj. árið 1995 og 96,3 millj. árið 1996 og er það 10,81% hækkun milli áranna 1994/96. Laun og rekstur í svari borgarritara segir að lið- urinn annar kostnaður hækki um 9,3 millj. aðallega vegna hærra inn- heimtugjalds af staðgreiðslu og hærri hluts borgarsjóðs í rekstrar- kostnaði Gjaldheimtunnar. Fram kemur að liðurinn laun og almennur rekstur hækki mest eða um 35 millj. Sé launakostnaður ársins 1994 framreiknaður með launavísi- tölu, sem hækkaði um 11,21% milli áranna er framreiknaður kostnaður 1994 182 millj. á móti 208 millj. árið 1996. Raunaukning nemi því 26 millj. Jafnframt segir að kostnaðar- aukinn sé einkum vegna skipulags- breytinga, meðal annars vegna nýrrar stöðu framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félags- mála, stöðu fjárreiðustjóra og stöðu deildarstjóra fjárreiðudeildar. í báð- um tilvikum hafi háskólamenntaðir starfsmenn verið ráðnir í stað ann- arra sem ekki höfðu háskólamennt- un. Borgarritari segir einnig í svari sínu að stöðuheimildir á borgar- skrifstofum hafi verið betur nýttar árið 1996 en 1994. Skrifstofustjóri borgarstjórnar hafi verið í launuðu námsleyfi árið 1996 og hafi annar starfað í fjarveru hans. Þá kunni einnig að skipta máli að árið 1996 hafí um margt verið óvanalegt hvað vinnuálag snerti. Lokið var við fjár- hagsáætlun fyrir árslok en því fylgi jafnan kostnaður vegna yfirvinnu og féll því kostnaður vegna fjár- hagsáætlana fyrir árin 1996 og 1997 að verulegu leyti á árið 1996. Lífeyris- sjóðanefnd skipuð FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að yfirf- ara drög að frumvarpi til laga um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyris- sjóða. Henni er ætlað skila niðurstöðum sínum fyrir miðj- an september nk. Stefnt er að því að frumvarp verði af- greitt fyrir næstu áramót. Nefndin er þannig skipuð: Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar, Baldur Guðlaugsson hrl., Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, Stein- grímur A. Arason, aðstoðar- maður ráðherra, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ og Örn Gústafsson, viðskiptafræðingur. Morgunblaðið/Egill Egilsson GESTIR risu úr sætum og sungu afmælissönginn fyrir Maríu Jóhannsdóttur. Flateyri. Morgunblaðið. Veglegt afmælishóf var haldið sunnudaginn 25. maí sl. í mötu- neyti Kambs til heiðurs Mariu Jóhannsdóttur, fyrrv. stöðvar- stjóra Pósts og síma á Flateyri, en hún varð níræð þennan dag. María er móðir Einars Odds Kristjánssonar, alþingismanns. Dagskráin hófst með því að Hrafn Tulinius, skipaður veislu- stjóri, bað menn að rísa úr sætum sínum og syngja afmælissönginn. Margt góðra gesta var í veisl- unni. María tók á árum áður virkan þátt í félagsstörfum. Hún er heið- ursfélagi Kvenfélagsins Brynju, en hún var formaður þess 117 ár. Auk þess starfaði María í 200 manna níræðis- afmæli slysavarnadeildinni Sæljósi, Rauða kross-deildinni á Flateyri og var þar að auki einn af stofn- endum Leikfélags Flateyrar. Einnig hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífi á Flateyri. Hún starfaði með kirkjukór Flateyrar um árabil og var orgelleikari við Flateyrarkirkju. Það var einmitt Kvenfélagið Brynja sem stóð að afmælishóf- inu til heiðurs Maríu. Leikfélag Flateyrar færði henni afmælis- gjöf í söngvum og tali. Meðal söngatriða var söngur tveggja kóra, Sunnukórsins frá ísafirði og Karlakórsins Ernis. Með karlakórnum Erni syngur sköru- legur einsöngvari, Guðrún Jóns- dóttir að nafni, sem hljóp reynd- ar í skarðið fyrir stjórnandann, Hannes Baldursson. Hún vakti mikla athygli þegar hún flutti lag úr Meyjarskemmunni með til- þrifum og svo kraftmiklum söng að húsið lék á reiðiskjálfi. Að lokum fluttu barnabörn Maríu ræðu og tónlist henni til heiðurs. „Gaui litli“ með líkamsræktarnámskeið Tekið á offitu „í skugga Guðjóns“ GUÐJÓN Sigmundsson, Gaui litli, Sölvi Fannar og Sigurbjörg Jónsdóttir, á „Spinning" reiðhjóli. GUÐJÓN Sigmundsson, Gaui litli, sem er landsmönnum kunnur af opinberri baráttu sinni við aukakíló í sjónvarpinu í vetur, stendur fyrir líkamsræktarná- mskeiði í sumar. Æfingarnar samanstanda af svokölluðum „spinning“ hjólreið- um, hugleiðslu og jógaæfingum. Segir Guðjón að hann hafi sett æfingamar saman með það fólk í huga sem að öllu jöfnu stundar ekki líkamsrækt, á við offitu- vanda að stríða en treystir sér ekki til að sækja tíma líkams- ræktarstöðvanna, bæði vegna feimni og vegna þess að þær æfíngar sem í boði em höfði ekki til þess. Opið eftir lokun Að sögn Guðjóns hreifst hann af „spinning" hjólreiðum um leið og hann kynntist æfingunni og sá í henni möguleika á að blanda sam- an æfingu fyrir líkama og hug. Hann varð sér úti um tónlist sem er mun rólegri en sú sem að öllu jöfnu er leikin á líkamsræktarstöðv- um og hóf að setja saman æfinga- prógramm. Námskeiðið stendur í 8 vikur og hefst 2. júní í World Class. Ásamt Guðjóni standa að námskeið- inu þau Sölvi Fannar, einkaþjálfari Guðjóns frá sl. vetri, og Sigurbjörg Jónsdóttir. Boðið er upp á tíma kl. 6 á morgnana og kl. 10 á kvöldin, eftir lokun. „Við byijum á þessari nýjung að opna eftir lokun fyrir þá sem aldrei þora inn á líkamsræktar- stöðvar því að þar era allir svo fiott- ir og fínir. Nú geta þeir mætt á staðinn „í skugga Guðjóns," ef svo má segja,“ segir Guðjón. Guðjón segir að stór hluti þess að takast á við offitu sé það að fá andlegt aðhald, hitta aðra sem standa í sömu sporam og ræða sam- an um þennan vanda sem vissulega sé mikill. „Ég er að ýta mér út í það að halda mér í formi en mér hefur líka alltaf þótt gott að hjálpa öðram og þarna sé ég að ég get beitt mér í mjög stóra vandamáli sem offítan er.“ Sex fulltrúar á Búnaðarþing kjörnir í almennum bændakosningum á Suðurlandi Tveir listar í boði TT TVEIR listar era boðnir fram í kjöri búnaðarþingsfulltrúa fyrir sunn- lendinga, F-listi sjálfstæðismanna og S-Sunnlenski bændalistinn. Kos- ið er 3. júní og er kosningabaráttan að ná hámarki þessa dagana. Báðir listarnir hafa gefið út kynningarbæklinga og sameigin- legir framboðsfundir era haldnir á öllu búnaðarsambandssvæðinu fyrir og um helgina. Sex fulltrúar verða kosnir til setu á Búnaðarþingi. Sunnlenski bændalistinn á nú þijá fulltrúa, sjálfstæðismenn tvo og búgreinalistinn sem ekki býður fram að þessu sinni hefur einn full- trúa. Efstu sæti S-listans skipa: Hrafnkell Karlsson á Hrauni, Krist- ján Ágústsson á Hólmum, Sigrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri II, Eggert Pálsson á Kirkjulæk, María I. Hauksdóttir í Geirakoti og Einar Jónsson á Reyni. Efstu menn á F-listanum eru: Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni, Hall- dór Gunnarsson í Holti, Guðni Ein- arsson í Þórisholti, Elvar Eyvinds- son á Skíðbakka II, Sigurður Stein- þórsson á Hæli og Gísli Kjartansson á Geirlandi. Aukin samkeppni Kjartan Ólafsson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna og annarra framsýnna bænda eins og segir i kynningu listans, leggur áherslu á að landbúnaðurinn verði að viður- kenna þær breytingar sem séu að verða í rekstrarumhverfi greinar- innar og þjóðfélaginu í heild og horfa fram á veginn. „Tími ríkisfor- sjár, stjórnunar og styrkja er að hverfa. í staðinn munum við fá aukna samkeppni, bæði innanlands og erlendis frá vegna þeirra alþjóð- légu'feamninga sem við eigum áðild að.“ „Við verðum að líta á landbúnað- inn eins og hveija aðra atvinnu- grein en ekki tæki stjómvalda til að viðhalda óbreyttu byggða- mynstri. Búin era fyrirtæki og þau verða að stækka til þess að menn geti aukið tekjur sínar. Jafnframt verðum við að gera þá kröfu að atvinnugreinin og búin njóti sam- bærilegra rekstrarskilyrða og land- búnaðar i samkeppnislöndum okk- ar. Þá þurfum við ekkert að ótt- ast,“ segir Kjartan. Bætt lqör kúabænda „Við leggjum mesta áherslu á að rífa upp höfuðgreinar landbún- aðarins, mjólkurframleiðslu og sauðfiárrækt," segir Hrafnkell Karlsson, efsti maður Sunnlenska bændalistans. „Gerður hefur verið samningur um sauðfjárræktina sem gefur vonir um betri tíð. Hins vegar hefur afkoman versnað í mjólkur- framleiðslunni síðustu fimm árin og sér enn ekki fyrir endann á þeirri þróun. Við leggjum því höfuð- áherslu á að bæta kjör kúabænda." Hrafnkell segir að taka verði á þessu vandamáli við gerð nýs samn- ings við ríkisvaldið um mjólkur- framleiðsluna sem er í undirbún- ingi. Leggur hann áherslu á að ekki verði dregið meira úr stuðningi ríkisins við framleiðsluna en orðið er. „Við viljum einnig vekja mark- visst athygli á gæðum og hreinleika íslenskra búvara og styrkja á þann hátt samkeppnisstöðu framleiðsl- unnar og varðveita og þróa sjálf- bæran landbúnað og skapa skilyrði fyrir eðlilega þróun vistrænnar og lífrænnar framleiðslu,“ segir Hrafn- kell.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.