Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarritari Reykjavíkur svarar fyrirspurn sjálfstæðismanna í borgarráði Kostnaður við stjórnun hækk- aði um 46 milljónir frá 1994 KOSTNAÐUR við stjórn borgarinn- ar hækkaði á meðalverðlagi 1996 um 46 millj. milli áranna 1994 og 1996 eða úr 345 millj. árið 1994 í 391 millj. árið 1996. Þetta kemur fram í svari borgar- ritara við fyrirspurn borgarráðsfull- trúa sjálfstæðismanna í borgarráði. Borgarritari segir jafnframt að skoða verði þrjá meginþætti í stjórnun borgarinnar, það er með- ferð borgarmála eða kostnað af störfum borgarstjórnar og borgar- ráðs o.fl., laun og almennan rekstur og aðra liði. Kostnaður þessara liða á meðalverðlagi ársins 1996 var 37 millj. árið 1994 undir liðnum, með- ferð borgarmála, 37,7 millj. árið 1995 og 37,7 millj. árið 1996 en það er 2,01% hækkun milli áranna 1994/96. Laun og launatengd gjöld voru 222,6 millj. árið 1994, 231,9 millj. árið 1995 og 257,6 millj. árið 1996 en það er 15,71% hækkun milli áranna 1994/96. Annar kostn- aður var 87 millj. árið 1994, 93,6 millj. árið 1995 og 96,3 millj. árið 1996 og er það 10,81% hækkun milli áranna 1994/96. Laun og rekstur í svari borgarritara segir að lið- urinn annar kostnaður hækki um 9,3 millj. aðallega vegna hærra inn- heimtugjalds af staðgreiðslu og hærri hluts borgarsjóðs í rekstrar- kostnaði Gjaldheimtunnar. Fram kemur að liðurinn laun og almennur rekstur hækki mest eða um 35 millj. Sé launakostnaður ársins 1994 framreiknaður með launavísi- tölu, sem hækkaði um 11,21% milli áranna er framreiknaður kostnaður 1994 182 millj. á móti 208 millj. árið 1996. Raunaukning nemi því 26 millj. Jafnframt segir að kostnaðar- aukinn sé einkum vegna skipulags- breytinga, meðal annars vegna nýrrar stöðu framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félags- mála, stöðu fjárreiðustjóra og stöðu deildarstjóra fjárreiðudeildar. í báð- um tilvikum hafi háskólamenntaðir starfsmenn verið ráðnir í stað ann- arra sem ekki höfðu háskólamennt- un. Borgarritari segir einnig í svari sínu að stöðuheimildir á borgar- skrifstofum hafi verið betur nýttar árið 1996 en 1994. Skrifstofustjóri borgarstjórnar hafi verið í launuðu námsleyfi árið 1996 og hafi annar starfað í fjarveru hans. Þá kunni einnig að skipta máli að árið 1996 hafí um margt verið óvanalegt hvað vinnuálag snerti. Lokið var við fjár- hagsáætlun fyrir árslok en því fylgi jafnan kostnaður vegna yfirvinnu og féll því kostnaður vegna fjár- hagsáætlana fyrir árin 1996 og 1997 að verulegu leyti á árið 1996. Lífeyris- sjóðanefnd skipuð FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað nefnd til að yfirf- ara drög að frumvarpi til laga um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyris- sjóða. Henni er ætlað skila niðurstöðum sínum fyrir miðj- an september nk. Stefnt er að því að frumvarp verði af- greitt fyrir næstu áramót. Nefndin er þannig skipuð: Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar, Baldur Guðlaugsson hrl., Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, Stein- grímur A. Arason, aðstoðar- maður ráðherra, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ og Örn Gústafsson, viðskiptafræðingur. Morgunblaðið/Egill Egilsson GESTIR risu úr sætum og sungu afmælissönginn fyrir Maríu Jóhannsdóttur. Flateyri. Morgunblaðið. Veglegt afmælishóf var haldið sunnudaginn 25. maí sl. í mötu- neyti Kambs til heiðurs Mariu Jóhannsdóttur, fyrrv. stöðvar- stjóra Pósts og síma á Flateyri, en hún varð níræð þennan dag. María er móðir Einars Odds Kristjánssonar, alþingismanns. Dagskráin hófst með því að Hrafn Tulinius, skipaður veislu- stjóri, bað menn að rísa úr sætum sínum og syngja afmælissönginn. Margt góðra gesta var í veisl- unni. María tók á árum áður virkan þátt í félagsstörfum. Hún er heið- ursfélagi Kvenfélagsins Brynju, en hún var formaður þess 117 ár. Auk þess starfaði María í 200 manna níræðis- afmæli slysavarnadeildinni Sæljósi, Rauða kross-deildinni á Flateyri og var þar að auki einn af stofn- endum Leikfélags Flateyrar. Einnig hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífi á Flateyri. Hún starfaði með kirkjukór Flateyrar um árabil og var orgelleikari við Flateyrarkirkju. Það var einmitt Kvenfélagið Brynja sem stóð að afmælishóf- inu til heiðurs Maríu. Leikfélag Flateyrar færði henni afmælis- gjöf í söngvum og tali. Meðal söngatriða var söngur tveggja kóra, Sunnukórsins frá ísafirði og Karlakórsins Ernis. Með karlakórnum Erni syngur sköru- legur einsöngvari, Guðrún Jóns- dóttir að nafni, sem hljóp reynd- ar í skarðið fyrir stjórnandann, Hannes Baldursson. Hún vakti mikla athygli þegar hún flutti lag úr Meyjarskemmunni með til- þrifum og svo kraftmiklum söng að húsið lék á reiðiskjálfi. Að lokum fluttu barnabörn Maríu ræðu og tónlist henni til heiðurs. „Gaui litli“ með líkamsræktarnámskeið Tekið á offitu „í skugga Guðjóns“ GUÐJÓN Sigmundsson, Gaui litli, Sölvi Fannar og Sigurbjörg Jónsdóttir, á „Spinning" reiðhjóli. GUÐJÓN Sigmundsson, Gaui litli, sem er landsmönnum kunnur af opinberri baráttu sinni við aukakíló í sjónvarpinu í vetur, stendur fyrir líkamsræktarná- mskeiði í sumar. Æfingarnar samanstanda af svokölluðum „spinning“ hjólreið- um, hugleiðslu og jógaæfingum. Segir Guðjón að hann hafi sett æfingamar saman með það fólk í huga sem að öllu jöfnu stundar ekki líkamsrækt, á við offitu- vanda að stríða en treystir sér ekki til að sækja tíma líkams- ræktarstöðvanna, bæði vegna feimni og vegna þess að þær æfíngar sem í boði em höfði ekki til þess. Opið eftir lokun Að sögn Guðjóns hreifst hann af „spinning" hjólreiðum um leið og hann kynntist æfingunni og sá í henni möguleika á að blanda sam- an æfingu fyrir líkama og hug. Hann varð sér úti um tónlist sem er mun rólegri en sú sem að öllu jöfnu er leikin á líkamsræktarstöðv- um og hóf að setja saman æfinga- prógramm. Námskeiðið stendur í 8 vikur og hefst 2. júní í World Class. Ásamt Guðjóni standa að námskeið- inu þau Sölvi Fannar, einkaþjálfari Guðjóns frá sl. vetri, og Sigurbjörg Jónsdóttir. Boðið er upp á tíma kl. 6 á morgnana og kl. 10 á kvöldin, eftir lokun. „Við byijum á þessari nýjung að opna eftir lokun fyrir þá sem aldrei þora inn á líkamsræktar- stöðvar því að þar era allir svo fiott- ir og fínir. Nú geta þeir mætt á staðinn „í skugga Guðjóns," ef svo má segja,“ segir Guðjón. Guðjón segir að stór hluti þess að takast á við offitu sé það að fá andlegt aðhald, hitta aðra sem standa í sömu sporam og ræða sam- an um þennan vanda sem vissulega sé mikill. „Ég er að ýta mér út í það að halda mér í formi en mér hefur líka alltaf þótt gott að hjálpa öðram og þarna sé ég að ég get beitt mér í mjög stóra vandamáli sem offítan er.“ Sex fulltrúar á Búnaðarþing kjörnir í almennum bændakosningum á Suðurlandi Tveir listar í boði TT TVEIR listar era boðnir fram í kjöri búnaðarþingsfulltrúa fyrir sunn- lendinga, F-listi sjálfstæðismanna og S-Sunnlenski bændalistinn. Kos- ið er 3. júní og er kosningabaráttan að ná hámarki þessa dagana. Báðir listarnir hafa gefið út kynningarbæklinga og sameigin- legir framboðsfundir era haldnir á öllu búnaðarsambandssvæðinu fyrir og um helgina. Sex fulltrúar verða kosnir til setu á Búnaðarþingi. Sunnlenski bændalistinn á nú þijá fulltrúa, sjálfstæðismenn tvo og búgreinalistinn sem ekki býður fram að þessu sinni hefur einn full- trúa. Efstu sæti S-listans skipa: Hrafnkell Karlsson á Hrauni, Krist- ján Ágústsson á Hólmum, Sigrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri II, Eggert Pálsson á Kirkjulæk, María I. Hauksdóttir í Geirakoti og Einar Jónsson á Reyni. Efstu menn á F-listanum eru: Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni, Hall- dór Gunnarsson í Holti, Guðni Ein- arsson í Þórisholti, Elvar Eyvinds- son á Skíðbakka II, Sigurður Stein- þórsson á Hæli og Gísli Kjartansson á Geirlandi. Aukin samkeppni Kjartan Ólafsson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna og annarra framsýnna bænda eins og segir i kynningu listans, leggur áherslu á að landbúnaðurinn verði að viður- kenna þær breytingar sem séu að verða í rekstrarumhverfi greinar- innar og þjóðfélaginu í heild og horfa fram á veginn. „Tími ríkisfor- sjár, stjórnunar og styrkja er að hverfa. í staðinn munum við fá aukna samkeppni, bæði innanlands og erlendis frá vegna þeirra alþjóð- légu'feamninga sem við eigum áðild að.“ „Við verðum að líta á landbúnað- inn eins og hveija aðra atvinnu- grein en ekki tæki stjómvalda til að viðhalda óbreyttu byggða- mynstri. Búin era fyrirtæki og þau verða að stækka til þess að menn geti aukið tekjur sínar. Jafnframt verðum við að gera þá kröfu að atvinnugreinin og búin njóti sam- bærilegra rekstrarskilyrða og land- búnaðar i samkeppnislöndum okk- ar. Þá þurfum við ekkert að ótt- ast,“ segir Kjartan. Bætt lqör kúabænda „Við leggjum mesta áherslu á að rífa upp höfuðgreinar landbún- aðarins, mjólkurframleiðslu og sauðfiárrækt," segir Hrafnkell Karlsson, efsti maður Sunnlenska bændalistans. „Gerður hefur verið samningur um sauðfjárræktina sem gefur vonir um betri tíð. Hins vegar hefur afkoman versnað í mjólkur- framleiðslunni síðustu fimm árin og sér enn ekki fyrir endann á þeirri þróun. Við leggjum því höfuð- áherslu á að bæta kjör kúabænda." Hrafnkell segir að taka verði á þessu vandamáli við gerð nýs samn- ings við ríkisvaldið um mjólkur- framleiðsluna sem er í undirbún- ingi. Leggur hann áherslu á að ekki verði dregið meira úr stuðningi ríkisins við framleiðsluna en orðið er. „Við viljum einnig vekja mark- visst athygli á gæðum og hreinleika íslenskra búvara og styrkja á þann hátt samkeppnisstöðu framleiðsl- unnar og varðveita og þróa sjálf- bæran landbúnað og skapa skilyrði fyrir eðlilega þróun vistrænnar og lífrænnar framleiðslu,“ segir Hrafn- kell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.