Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 31.05.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Um 360 unglingar úr Reykjavík með breið- þotu til Akureyrar Halli á rekstri FSA í fyrra tæpar 14 milljónir króna Mikil aukning í starf- semi sjúkrahússins Poppmessa haldin í flugskýli POPPMESSA verður haldin í flugskýli Flugfélags Norður- iands á Akureyrarflugvelli næst- komandi sunnudag, 1. júní og hefst hún kl. 15. Lockheed-Tristar breiðþota flugfélagsins Atlanta lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 15 með um 360 unglinga úr æsku- lýðsfélögum kirkjunnar á Reykjavíkursvæðinu, en Atlanta lánar Æskulýðssambandi kirkj- unnar í Reykjavíkurprófasts- dæmum vélina endurgjaldslaust. Félagar úr æskulýðsfélögum kirknanna á Akureyri og ná- grenni taka á móti unglingum. Jöklaskoðunarferð á leiðinni suður í poppmessunni þjóna prestar úr Eyjafjarðarprófastsdæmi fyr- ir altari og sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir fræðslufulltrúi kirlg- unnar í Hólastifti prédikar. Fjöl- breytt tónlist verður í messunni og þar koma m.a. við sögu Nýir menn, hornaflokkur úr Tónlist- arskólanum á Akureyri og Björn Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju. Unglingar að- stoða við messugjörðina. Aður en Sunnlendingar hefja sig til flugs á nýjan leik eftir messu verður boðið upp á flat- bökur frá Pizza 67 og hinn anná- laða svaladrykk Frissa fríska. A leiðinni suður aftur verður farið í jöklaskoðunarferð ef veður leyfir en þar verður efnið „Nátt- úran sem kennslustofa Guðs“ til íhugunar. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri var rekið með 13,8 milljóna króna halla á síðasta ári, sem jafn- gildir 0,95%_ af heildarrekstrargjöld- um ársins. I skýrslu Halldórs Jóns- sonar, framkvæmdastjóra á ársfundi FSA kom fram að í áætlunum ársins hafi verið gert ráð fyrir að umfang starfseminnar yrði svipað og árið á undan og var gert ráð fyrir um tveggja milljóna króna halla á rekstrinum. Mikil aukning varð hins vegar í starfsemi sjúkrahússins á mörgum sviðum. Innlögðum sjúklingum fjölg- aði um 7,9% milli ára en legudögum fækkaði um 1,8%. Kostnaður á hvern sjúkling lækkaði um 4,8% en kostn- aður á hvern legudag hækkaði um 4,6%. Skurðaðgerðum fjölgaði á FSA um 13,8% í fyrra miðað við árið á undan, þar af fjölgaði gervil- iðaaðgerðum úr 87 í 103 eða um 18,4% Komum á slysadeild fjölgaði um 8,8% og almennum rannsóknum um 13,2%. Stöndum frammi fyrir fjárvöntun í skýrslu Halldórs kom einnig fram að hallarekstur fyrstu þijá mánuði þessa árs var um 18 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var sam- bærileg tala 4,4 milljónir króna. Ekki var gert ráð fyrir að starfsemin myndi áfram aukast eins og á síðasta ári og frekar minnka og að þannig næðist ásættanlegt jafnvægi í rekstr- inum. Miðað við starfsemistölur fyrstu fjóra mánuði ársins kemur hins í ljós að flestar deildir sjúkra- hússins veita meiri þjónustu en áður. Halldór segir ljóst að sjúkrahúsið standi frammi fyrir ijárvöntun. Sú starfsemi sem nú þegar er rekin og áframhaldandi þiýstingur á enn aukna starfsemi kalli á aukið fé. „Ef slíkt er ekki mögulegt verður að tak- marka enn frekar eða hætta ákveð- inni starfsemi á sjúkrahúsinu. Það væri mikil afturför og yrði ekki gert án uppsagnar á starfsfólki. Ég tel mikilvægast að tryggja stöðu þessa sjúkrahúss í heilbrigðisþjónustunni, efla samstarf og samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir á Norður- og Austur- iandi og einnig við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og styrkja á þann hátt heilbrigðisþjónustuna á þessu svæði,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Gunnlaugur Búi Ólafsson ÞÆR Katrín, Elísa og Dagný skemmtu sér hið besta. Stíll yfir kveðjupartíi sjöundu- bekkinga NU í haust verða skólarnir tveir á syðri Brekkunni, Barnaskóli Akureyrar og Gagnfræðaskóli Akureyrar sameinaðir í einn 10 bekkja hverfisskóla. Nemendur í 7. bekk Barnaskólans kvöddu skólann sinn með eftirminnileg- um hætti en þau fengu að gista í skólanum eina nótt i vikunni og eins og vera ber var glatt á hjalla, þau horfðu m.a. á bíó- myndir og gerðu flatbökum góð skil. Falleg sumarblóm, matjurtir, skrautrunnar og rósir, jjölœr blóm og skógarplöntur, pottablóm í sólstojur og sóbkála. Munið vinsœlu gjafakortin okkar. Opiðfrá kl. 09-20 virka daga, kL 10-18 laugard. og sunnud. Verið velkomin. Gsröyrkjusfcööin GRÍSARÁ Eyjafjarðarsveit Sími 463 1129 Fax 463 1322 Heimasiða: http:www.nett.is/grisar póstfang: grisara@nett.is Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 á morg- un. Víðir Benediktsson stýri- maður prédikar og sjómenn aðastoða. Kór Akureyrar- kirkju syngur og Kór Hafnar- fjarðarkirkju tekur þátt í messunni. Fermingarguðs- þjónusta verður kl. 13.30. á sunnudag. Fermd verður Ey- dís Ólafsdóttir, Dalsgerði 5d. Poppmessa í flugskýli FN á Akureyrarflugvelli. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sr. Helgi Hróbjartsson prédikar. HJALPRÆÐISHERINN: Skemmtiferð sunnudagaskól- ans á sunnudag kl. 11. Al- menn samkoma kl. 20 á morg- un. Unglingaklúbbur eftir samkomu. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Opið hús í dag, laugardag frá kl. 14 til 16, vöfflukaffi og lifandi tónlist. Safnaðarsam- koma kl. 11 á sunnudag, ræðumaður Jóhann Pálsson. Almenn samkoma kl. 20, ræðumaður G. Theodór Birg- isson. Dagskránni útvarpað á FM 89,7. Bænastund á morgnana. KFUM og K: Kristniboðssam- komur í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Helgi Hróbjartsson, kristniboði. Bænastundir kl. 20. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Mæting við Hafnarvog kl.10, gengið fylktu liði til kirkju kl. 10.15. Sjómannamessa verður í Ólafsfjarðarkirkju þegar gangan kemur að, u. þ.b. kl. 10.30. Héraðsdómur Norðurlands eystra Fangelsisvist fyr- ir kynferðisbrot RÚMLEGA fertugur karlmaður búsettur á Dalvík hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlku- börnum. Þá ber honum að greiða foreldrum vegna ófjárráða dóttur sinnar 200 þúsund krónur og 20 þúsund króna lögmannsþóknum. Þá er honum gert að greiða allan sakarkostnað. Manninum var gefið að sök að hafa tvívegis með stuttu millibili sumarið 1992 eða 1993 sýnt systr- um fæddum 1982 og 1984 sem og dóttur sinni sem þá var 10 ára kynferðislega áreitni á heimili sínu. Maðurinn var handtekinn í nóv- ember síðastliðnum og játaði hann við skýrslutökur og fyrir dómi ský- laust háttsemi' sína. Stórnauti slátrað hjá sláturhúsi KEA Morgunblaðið/Stefán Vilhjálmsson Skrokkurinn um hálft tonn HJÁ Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga var í vikunni slátr- að rúmlega 30 mánaða gömlu nauti og var skrokkur skepn- unnar 486 kg að þyngd. Þetta er stærsta naut sem komið hefur til slátrunar í Sláturhúsi KE A og þar á bæ er talað um óopinbert Islandsmet. Nautið kom frá bænum Djúpárbakka í Glæsibæjarhreppi. Á mynd- inni er Páll Hjálmarsson, kjöt- matsmaður hjá KEA, við skrokkinn stóra. Stærsta naut sem áður hafði komið til slátrunar hjá KEA var einnig frá Djúpárbakka. Milljón í verk- fallssjóð AÐALFUNDUR Verka- lýðsfélagsins Einingar, sem haldinn var á Akureyri í fyrra- kvöld, samþykkti að senda einnar milljóna króna framlag í verkfallssjóð verkalýðsfélag- anna á Vestfjörðum. Jafn- framt lýsti fundurinn yfir stuðningi við aðgerðir verka- lýðsfélaganna á Vestfjörðum og skorar á allt verkafólk í landinu að ganga ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli. Aðeins einn framboðslisti barst til stjórnarkjörs og var hann sjálfkjörinn. í skýrslu Bjöms Snæbjömssonar, for- manns Einingar, kom fram að heildarniðurstaða af rekstri allra sjóða félagsins á síðasta ári var jákvæð um 25,6 milljónir króna. Þar kem- ur til hagstæð sala á hluta- bréfum félagsins í Útgerðar- félagi Akureyringa hf. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Fram af bakka o g út í Kálfsá Ólafsfirði. Morgunblaðið. MESTA mildi var að enginn slasaðist þegar bíll lenti út af veginum við bæinn Kálfsá í Ólafsfirði og ofan í sam- nefnda á. Fjórir voru í bílnum, tveir fullorðnir og tvö börn, og sluppu allir ómeiddir. Fólkið var á leið frá Siglu- firði og ætlaði á knattspyrnu- leik Leifturs og Fram sem leikinn var á Dalvík. Lét það óhappið ekki á sig fá og hélt áfram för sinni. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni og lenti hann neð- an við veginn, var honum ekið þar á um 60 metra kafia meðfram veginum, þar sem hann fór meðal annars yfir stóran stein. Því næst fór bíll- inn fram af háum bakka og út í ána. Svalbarðs- kirkja fjöru- tíu ára FJÖRUTÍU ár voru í gær lið- in frá því Svalbarðskirkja á Svalbarðsströnd var vígð, en það var herra Ásmundur Guð- mundsson þávarandi biskup sem vígði kirkjuna 30. maí 1957. Á Svalbarði, þar sem kirkj- an er, hefur staðið kirkja frá fyrstu öldum kristni á ís- landi, en kirkjan sem þar var áður en núverandi kirkja var reist stendur nú í Fjörunni á Akureyri og kallast gjarnan Minjasafnskirkjan. Vígsluafmælisins verður minnst með hátíðarguðsþjón- ustu í kirkjunni á morgun kl. 14. Sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum prédik- ar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.