Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 19 Afkoma Vinnslustöðvarínnar versnar til muna fyrstu átta mánuði rekstrarársins Hagnaður nam 6 millj- ónum króna UM 6 milljóna króna hagnaður varð hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna- eyjum fyrstu átta mánuði rekstrar- árins sem hófst þann 1. september sl. Þetta eru mikil umskipti til hins verra í afkomunni, því á sama tíma- bili á fyrra rekstrarári nam hagnað- urinn um 330 milljónum króna. Hins vegar hefur orðið góður viðsnúning- ur frá sex mánaða uppgjöri sem sýndi um 122 milljóna tap. Heildartekjur félagsins á tímabil- inu námu 3.049 milljónum borið saman við 2.610 milljónir á sama tímabili á fyrra ári. Rekstrartekjur að frádregnum afla til eigin vinnslu námu nú 2.526 milljónum, en voru 2.313 milljónir á fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam alls 322 milljónum en var 386 milljónir á fyrra ári, en nánari upp- lýsingar um afkomuna er að finna á meðfylgjandi yfirliti. í frétt frá Vinnslustöðinni segir m.a. að lakari afkoma skýrist eink- um af lakari afkomu af loðnufryst- ingu, en einnig tapi í bolfiskvinnslu og veiðum. Einnig aukist afskriftir um 105 milljónir frá fyrra ári sem vegi þungi í afkomu tímabilsins. Kostnaður við sameiningu við Meit- ilinn hafi einnig orðið umtalsvert meiri en búist hafi verið við og sé þess að vænta að samlegðaráhrif af sameiningu fari að skila sér undir lok ársins. Gott útlit í rekstri Um horfur í rekstri segir m.a. að útlitið sé gott. „Samlegðaráhrif eru smátt og smátt að skila sér í bættum rekstri. Síldveiðarnar hafa gengið þokkalega í sumar og er ljóst að skip félagsins munu afla um 5 þús- und tonna meira af síld en á fyrra ári, auk þess sem fiskimjölsverk- smiðjan mun fá meira af síld til bræðslu en á sama tíma í fyrra. Úthafskarfavertíðin hefur byijað * Aréttmg HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hef- ur óskað eftir að fréttatilkynning félagsins vegna aðalfundar þess á fímmtudag verði birt í heild sinn í blaðinu. „Hagnaður Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. fyrir skatta fyrstu fjóra mánuði ársins var um 151 milljón króna. Reiknaðir skattar tímabilsins eru um 48 milljónir króna og hagn- aður tímabilsins samkvæmt rekstr- arreikningi því 103 milljónir króna. Velta félagsins þessa fyrstu fjóra mánuði ársins var 1.555 milljónir, en var 1.507 milljónir á sama tíma- bili árið 1996. Heildarvelta ársins 1996 var 3.847 milljónir og hagnað- ur félagsins fyrir skatta árið 1996 var 438 milljónir. Bókfært eigið fé í lok tímabilsins er 969 milljónir og hefur aukist um 14,7% frá áramót- um. Á aðalfundi Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., sem haidinn var 29. maí, var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa og gefa út jöfnunar- hlutabréf, 10% af heildarhlutafé í félaginu. Hlutafé félagsins fyrir út- gáfu jöfnunarhlutabréfa er 348,1 milljón króna. Hluthafar í félaginu eru nú um 440. Á aðalfundinum voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins: Magnús Bjarnason, stjórnarformaður, Þor- steinn Kristjánsson, Kristinn Aðal- steinsson, Haukur Björnsson og Emil Thorarensen." ágætlega og hafa samningar náðst við önnur skip um að landa talsverðu magni til vinnslu hjá fyrirtækinu. Humarvertíðin hefur farið betur af stað en menn þorðu að vona og er fyrirtækið með um 20% af heildar- kvótanum í humri til ráðstöfunar. Tillögur Hafrannsóknastofnunar- innar um kvóta fyrir komandi fisk- veiðiár lofa góðu, hlutdeild Vinnslu- stöðvarinnar hf. í þorski fer út tæp- um 3.300 tonnum í tæp 3.800 tonn á komandi fiskveiðiári. Heimildir fyrirtækisins í loðnu og síld munu minnka nokkuð frá fyrra ári ef farið verður að tillögum Hafró, en skip félagsins náðu ekki að veiða allan loðnukvóta félagsins á síðasta ári.“ Vinnslustöðin hf. ÉriÉfci Milliuppgjör 30. apríl 1997 (Átta mánuðir) ^ 1/9 '96- 30/4 '97 1/9 '95- 30/4 '96 Rekstrarreikningur Miiijónir króna Breyting Rekstrartekjur 2.526,0 2.313,2 +9,2% Rekstrargjöld 2.204,2 1.926,8 +14,4% Rekstrarhagn. f. afskriftir og fjárm.liði 321,8 386,4 -16,7% Afskrlftir (287,0) (182,8) +57,0% Fjármunatekjur og (jármagnsgjöld) (148,9) (117,8) +26,4% Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (114,2) 85,8 - Hagnaður af sölu eigna og aðrar tekjur 120,2 243,8 -50,7% Hagnaður tímabilsins 6.0 329,5 -98,2% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/4 '97 30/4 '96 Breyting | Bignir: 1 Veltufjármunir 1.280,9 1.015,5 +26,1% Fastafjármunir 6.138,6 3.254,2 +88,6% Eignir samtals 7.419,5 4.269,7 +73,8% 1 Skuidir oti eipiö fé: \ Skammtímaskuldir 1.362,8 1.081,7 +26,0% Langtímaskuldir 3.616,9 2.483,2 +45,6% Eigið fé 2.439,9 704,8 +246,2% Þar af hlutafé 1.324.9 594,2 +123.0% Skuldir og eigið fé samtals 7.419,5 4.269,7 +73,8% Sióðstrevmi Milljónir króna 1/9 '96- 30/4 '97 1/9 '95- 30/4'96 Veltufé frá rekstri Milljónír króna 121,8 206,3 -41,0% Marel tekur200 milljóna króna lán hjá NIB MAREL hf. hefur tekið lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum að fjárhæð 18,4 milljónir danskra króna eða sem jafngildir um 200 milljónum íslenskra króna. Lánstími er allt að 9 ár og eru fyrstu þijú árin afborgunarlaus. Vextir eru breytilegir og tengdir 6 mánaða millibankavöxtum í dönskum krónum. Lánssamningurinn var undirrit- aður í gær af þeim Geir A. Gunnlaugssyni, forstjóra Marels hf., Jóni Sigurðssyni, aðalbankastjóra NIB, og Guðmundi Kr. Tómassyni. Lán- ið er veitt í samvinnu við viðskiptabanka félagsins, Búnaðarbanka íslands, og er tryggt með veði í hlutabréfaeign Marels í öðrum félög- um, auk tryggingar í vörumerki félagsins. Morgunblaðið/Halldór F.V. ERU þeir Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf., Jón Sig- urðsson, aðaibankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, og Guð- mundur Kr. Tómasson við undirritun samninga um lán Marels. Lánsfénu verður varið til að fjár- magna að hluta kaup Marels á danska fyrirtækinu Camitech A/S, en Marel hefur einnig aflað íjármagns til kaup- anna með útboði á nýju hlutafé að söluvirði um 550 milljónir. í frétt frá Marel segir að með kaupum á Cam- itech sé stofnað til eins stærsta fyrir- tækis í heiminum í framleiðslu á tækjabúnaði og vinnslukerfum í fisk- vinnslu og verður fyrirtækið þar með leiðandi á mörgum lykilmörkuðum, þar sem veiðar og vinnsla er stund- uð. Einnig er gert ráð fyrir að fyrir- tækjunum gangi betur að markaðs- setja framleiðsluvörur sínar sameigin- lega í kjötiðnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir lán til ís- lensks fyrirtækis vegna kaupa á öðra fyrirtæki yfír landamæri á Norður- löndum. NIB hefur langa reynslu í fjármögnun íjárfestinga þar sem nor- rænt fyrirtæki kaupir fyrirtæki í öðra norrænu landi að hluta til eða í heild til að stuðla að endurskipulagningu og efla samkeppnisstöðu á alþjóða- vettvangi. Frá árinu 1986 fram til þessa nema lánveitingar banka til þessa málaflokks alls ECU 2.045 milljónum eða jafnvirði 166 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð er um 28% af nýjum útlánum bankans til Norðurlanda á sama tímabili. Fv. forstjóri Nomura handtekinn í svikamáli Tókýó. Reuter. FYRRVERANDl forstjóri Nomura verðbréfafyrirtækisins, Hideo Sak- amaki, hefur verið handtekinn vegna fjárkúgunarhneykslis, sem þar með hefur færzt á nýtt stig. Um leið hafa japanskir leiðtogar heitið því að hreinsa til í fjármála- geiranum og endurvekja tiltrú heima og erlendis. Japanskt viðskiptalíf hefur beðið álitshnekki og hagnaður Nomura hefur rýrnað. Málið er einnig próf- steinn á vilja yfírvalda til að refsa fyrir misgerðir og herða eftirlit með því að reglur séu virtar. „Stjórnin vill hlutlausa og víð- tæka rannsókn á hneykslinu til að endurvekja traust almennings á öll- um verðbréfageiranum," sagði Sei- roku Kajiyama ríkisráðsritari. „Við viljum að handtakan leiði til traustr- ar stjórnar í verðbréfagreininni." Ryutaro Hashimoto forsætisráð- herra sagði að handtaka Sakamaki mundi hafa alvarleg áhrif á verð- bréfageira Japana. „Það sem máli skiptir er að yfirmaður fyrirtækis í fremstu röð hefur valdið vanda á við þennan,“ sagði hann. Annað hneykslið á sex árum Hneykslið er hið annað í röðinni, sem Nomura hefur verið viðriðið. Nomura er stærsta verðbréfafyrir- tæki Japana og einn stærsti banki landsins, Dai-Ichi Kangyo Bank Ltd, hefur flækzt í málið og sætir rann- sókn. Sakamaki varð forstjóri þegar hneykslismál 1991 neyddu fyrir- rennara hans til að segja af sér. Málið er sérstaklega mikið áfall fyr- ir Nomura vegna þess að fyrirtækið hafði sagt að einu yfirmenn þess, sem hefðu verið viðriðnir málið, hefðu verið tveir framkvæmdastjór- ar, sem voru handteknir fyrr í þess- um mánuði. Junichi Ujiie, sem tók við forstjó- rastarfi Nomura 1. maí, hefur viður- kennt að handtaka Sakamaki veki grunsemdir um fyrirtækið sjálft hafi gegnt hlutverki í hneykslinu, þótt hann bætti því við að ekki væru all- ir framkvæmdastjórar Nomura við- riðnir málið. LVMH ámóti Guiness- samruna London. Reuter. FRANSKA drykkjar- og lúx- usvörafyrirtækið LVMH kann að tefja fyrirhugaðan 23 millj- arða punda samruna Grand Metropolitan í Bretlandi og drykkjarvörafyrirtækisins Gu- inness og spilla fyrir samran- anum að sögn sérfræðinga. Hlutabréf í Guinness og GrandMet lækkuðu í verði þeg- ar LVMH, sem á um 14,2% í Guinness, sagði að fyrirtækið mundi notfæra sér rétt til að kaupa allan eignarhluta Guin- ness í sameignarfyrirtækjum þeirra, ef Guiness gerði alvöru úr því að sameinast GrandMet. Guiness dregur í efa þennan rétt LVMH, sem framleiðir Moet & Chandon-kampavín og Hennessy-koníak. Sérfræðingar telja að afleið- ingin verði sú að samruninn muni dragast vegna langvinnra réttarhalda. Minni olía úr Norðursjó London. Reuter. TEKJUR Breta af olíu og gasi í apríl vora minni en þær höfðu verið í níu mánuði og dró úr hráolíuframleiðslu fimmta mánuðinn í röð að sögn Royal Bank of Scotland. GM nær ekki marki Detroit. GENERAL MOTORS miðar nokkuð áfram í baráttu sinni fyrir því að fá nýja kaupendur vörubifreiða og fólksbíla, en verkföll munu sennilega koma í veg fyrir að fyrirtækið nái því takmarki tryggja sér 33% af bandaríska markaðnum að sögn Jacks Smiths stjórnar- formanns. Fylgi við EMUjókst Brtissel. ALMENNINGUR tekur já- kvæðari afstöðu til myntbanda- lags í öllum löndum Evrópu- sambandsins nema Frakklandi, Finnlandi og Bretlandi sam- kvæmt skoðanakönnun. „Síðan nafn nýs, evrópsks gjaldmiðils var gert opinbert í desember 1995 hefur opinber umræða um að hann verði tek- inn upp aukist," sagði í grein- argerð með könnuninni, sem var gerð í október og nóvember síðastliðinn. 7 Asíuríki jafnrík G7 Singapore. Reuter. SJO auðugustu lönd Asíu eiga eins mikinn varagjaldeyris- forða og sjö helztu iðnríki heims — G7 — að því er fjár- málaráðherra Singapore, Ric- hard Hu, skýrði frá á ráðstefnu. • • Orgjörvi á hálfvirði New York. Reuter. CYRIX, hinn kunni tölvukubbaframleiðandi, hyggst kynna síðustu ógnun sína við Intel Cor - örgjörva, sem mun keppa við Pentium II á hálfvirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.