Morgunblaðið - 31.05.1997, Page 22

Morgunblaðið - 31.05.1997, Page 22
22 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lokasprettur kosningabaráttunnar í Frakklandi Kjörsókn og atkvæði Þjóð- fylkingar sögð ráða mestu París. Reuter. Reuter LIONEL Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, umkringdur fréttamönnum á lokaspretti kosningabaráttunnar í París. KJÖRSÓKN og atkvæði stuðningsmanna Þjóð- fylkingar Jean Marie Le Pen, munu ráða mestu um úrslit seinni umferðar frönsku kosninganna, sem fram fara á sunnudag, að mati stjómmála- skýrenda. Vinstri menn unnu óvæntan sigur í fyrri umferð kosninganna um síðustu helgi og samkvæmt nýjustu skoðanakönnun virðast þeir einnig ætla að sigra í þeirri síðari. Stjórnmálaskýrendur segja að bragðið geti til beggja vona, en flestir spá vinstrimönnum sigri. Þó geti hinir nýju leiðtogar mið- og hægriflokk- anna, Philippe Seguin og Alain Madelin, breytt nokkra þar um, svo og góð kjörsókn, sem stjórn- málaskýrendur telja að muni fyrst og fremst koma stjómarflokkunum til góða. Kjörsókn var dræm í fyrri umferð kosninganna, um 68%. Erfiðara er að átta sig á hvar atkvæði stuðn- ingsmanna Le Pens falla, í þeim kjördæmum þar sem flokkurinn náði ekki að komast í aðra umferð. Tæp 15% Frakka greiddu honum at- kvæði í fyrri umferðinni svo ljóst er að stuðning- ur þeirra getur skipt sköpum. Þrátt fyrir að Þjóðfylkingin sé langt til hægri, kann svo að fara að fjöldi kjósenda flokksins greiði vinstri- mönnum atkvæði að ráði Le Pens, sem vill allt fremur en að stjóm hægrimanna haldi velli. Til að komast í seinni umferð kosninganna, þarf flokkur að ná 12,5% fylgi og tókst Þjóðfylk- ingunni það í 132 kjördæmum af 577. Á loka- spretti kosningabaráttunnar í gær var eggjum kastað í formanninn, Le Pen, í úthverfi Parísar, auk þess sem hann var sakaður um að hafa lent í handalögmálum við einn frambjóðenda sósíal- ista. Frambjóðandinn var fluttur á sjúkrahús, svo og einn stuðningsmanna Le Pens, en tals- menn hans neita því að hann hafí lúskrað á sósíalistanum. Brjóta lög um bann við skoðanakönnunum Samkvæmt frönskum lögum er bannað að birta skoðanakannanir viku fyrir kosningar en þau vora brotin enn einu sinni í gær er dagblað- ið Le Parísien birti niðurstöður könnunar sem svissneskt dagblað lét gera. Á það yfir höfði sér 500.000 franka sekt, rúmlega 6,1 milljón ísl. kr. vegna þessa, en ritstjórinn kvaðst brjóta lög- in í nafni rit- og upplýsingafrelsis. Skoðanakann- anir hafa hins vegar ekki reynst sannspáar hing- að til, en þær spáðu stjórnarflokkunum sigri í fýrri umferðinni. Verði sigurinn í kosningunum, hvort heldur er vinstri- eða hægrimanna, mjög naumur, getur það valdið miklum töfum á þingstörfum og við myndum ríkisstjórnar, þar sem hver sá sem tek- ur sæti í ríkisstjórn, missir atkvæðisrétt sem þingmaður. Delors „ofurráðherra“? Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, hef- ur í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Frakklandi um helgina lagt áherslu á atvinnu- leysi og gagnrýnt stjórnina fyrir sinnuleysi og virðist með því hafa tekist að ná til kjósenda. Afleiðingin er sú að nú er talið sennilegast að Jospin verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Þegar er farið að tala um ráðherra í stjórn vinstrimanna. Jacques Delors, fyrrverandi for- seti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafði verið orðaður við ráðherraembætti, en sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum mun hann verða sérlegur ráðgjafí Jospins sigri sósíalistar. í dag- blaðinu Liberation sagði að ýmsir vildu að Del- ors, sem var fjármálaráðherra í stjórn sósíalista á síðasta áratug, yrði nokkurs konar „ofurráð- herra“ með utanríkis- og Evrópumál á sinni könnu. Delors, sem er orðinn 71 árs gamall, sagði að hér væru aðeins „vangaveltur blaða- manns“ á ferð. Fjall- göngu- menn vilja fleiri tinda Kathmandu. Reuter. FJALLGÖNGUMENN hvöttu í gær stjómvöld í Nepal til að leyfa göngur á fleiri fjöll og tinda en nú er, til að létta álag- inu af hlíðum Everest og freista fleiri fjallgöngumanna til að leggja leið sína til Nepal. „Fólk vill komast til óþekktra svæða. Það hefur ekki áhuga á þekktum tindum við þekktar leiðir,“ segir Ian McNaugt-Davies, formaður Alþjóðasambands Alpaklúbba, sem hefur aðsetur í Bern en hann er einn ræðumanna á alþjóðlegri ráðstefnu fjall- göngumanna í Kathmandu. Á ráðstefnunni hafa margir göngumenn lýst yfir áhyggj- um sínum vegna þess mikla fjölda sem leggur leið sína á Everest og mengunar og sóða- skapar sem fylgi. Telja þeir að með því að leyfa íjallgöngu- mönnum að leggja á fleiri tinda jafnist álagið. Nepölsk stjórnvöld hafa veitt leyfí til þess að 142 tind- ar í Himalayafjöllum séu klifn- ir og era fimm klifurtímabil á hverjq ári. Alls eru um T.300 tindar yfir 6.000 metra háir í Himalaya. Árið 1995 greiddu fjallgöngumenn og aðstoðar- fólk um 117 milljónir dala, um 8,3 milljarða ísl. króna, í leyfi og gjöld og nemur sú upphæð um 18% af erlendum tekjum. Málaferli í Danmörku vegna Maastricht-samningsins Dregst staðfesting ESB-sáttmála? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MÁLAFERLI ellefu danskra borg- ara gegn forsætisráðherranum til að fá úr því skorið hvort Maas- tricht- sáttmálinn stangist á við stjórnarskrána era nú á loka- spretti og búist er við dómi í sum- ar. Ósennilegt er borgararnir vinni málið, enda tíðkast það ekki að dómstólar felli dóm er gangi gegn vilja þingsins. Með málaferlin í huga er hins vegar vafasamt að Danir geti staðfest nýjan ESB- sáttmála fyrr en í árslok 1998. Málaferlunum lýkur að öllum líkindum um miðjan júní og síðan gæti það tekið dómarana 1-2 vikur að komast að niðurstöðu. Hvernig sem dómurinn verður er enginn efi á honum verður áfrýjað til Hæstaréttar, sem varla kveður upp dóm fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta næsta árs. Fyrr getur danska stjómin heldur varla staðfest þann ESB-sáttmála, sem verður niður- staða ríkjaráðstefnunnar. Þj óðaratkvæðagreiðsla vorið 1998 En málaferlin eru ekki eina deiluefnið um hvort ESB- sam- starfið brjóti í bág við stjómar- skrána. í gær varð uppi fótur og fit í þinginu, þegar Hjalte Ras- mussen lagaprófessor lýsti því yfír að ný lög um samstarf innan EVROPA^ Europol brytu í bága við stjómar- skrána. Þingmenn hlynntir ESB hugleiddu hvort rétt væri að at- huga málið betur og fresta af- greiðslu laganna, en Frank Jensen dómsmálaráðherra stóð á því fastar en fótunum að lögin væra í samræmi við stjórnarskrána og á endanum vora þau afgreidd. í útvarpsviðtali í gærmorgun sagði Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra að hann sæi fyrir sér að ríkjaráðstefnunni lyki á leiðtoga- fundinum í Amsterdam, eins og áætlað hefði verið. Næsta haust myndi danska þingið svo taka nýja sáttmálann til umræðu og huga að. frágangi laga um hann. Fyrri þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB sýndu að ekki væri hægt að troða nýjum sáttmála upp á fólki í skyndi, heldur þyrfti að ætla góðan tíma í umræðu. Ef koma þyrfti til þjóðaratkvæðagreiðslu væri vorið 1998 líklegur tími. „Ofboðsleg áróðursher- ferð“ Noregs SAMKOMULAG Norðmanna við Sir Leon Brittan um útflutnings- toll á norskan lax var árangur „umfangsmestu áróðursaðgerð, sem sézt hefur í Brussel" að sögn skozka blaðsins The Herald. Blaðið greinir frá því að skozk- ir stjórnmálamenn hafi sakað Sir Leon um að láta undan „ofboðs- legri áróðursherferð Noregs“ þegar hann hætti við að leggja refsitoll á norskan lax. Skozkir laxeldismenn eru æfir vegna sinnaskipta framkvæmdastjórn- armannsins. Forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra Noregs hafa allir farið til Brussel nýlega. Þeir báðu um fundi með öllum tuttugu meðlimum fram- kvæmdasljórnar Evrópusam- bandsins, auk þess sem norskir sendimenn ráku áróður fyrir mál- stað Noregs i höfuðborg hvers einasta aðildarrikis ESB. -----♦ ♦ 4----- Ungir læknar undir vinnutíma- reglur PADRAIG Flynn, félagsmálastjóri Evrópusambandsins, mun að öllum likindum leggja fram „hvítbók" á næstunni, með tillögum um nýja við- auka við vinnutímatilskipun ESB, sem einnig gildir hér á landi. Ætlunin er að útvíkka gildissvið tilskipunarinnar til starfshópa, sem nú eru undanþegnir ákvæðum henn- ar, en þar á meðal eru flutninga- menn og ungir læknar. Friðar- gæsluliðar skotnir í Gólan TVEIR austurrískir friðar- gæsluliðar vora skotnir í Gól- anhæðum í gær. Ekki er vitað hveijir myrtu mennina, sem voru fótgangandi í eftirlits- ferð. Um 400 austurrískir frið- argæsluliðar eru í Gólanhæð- um. ísraelski herinn fullyrti í gær að Austurríkismennirnir hefðu verið Sýrlandsmegin landamæranna. Westendorp arftaki Bildts SPÁNVERJINN Carlos West- endorp var í gær skipaður eft- irmaður Carls Bildts, sem stýrt hefur uppbyggingarstarfi í Bosníu frá því að Dayton-sam- komulagið var undirritað í des- ember 1995. Westendorp er fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar og tekur við starfinu 20. júní. Bandaríkjamenn og Frakkar höfðu náð samkomu- lagi um skipun hans og hún var endanlega samþykkt er ítalir féllust á hana í gær. Nálgast sam- komulag í Hong Kong BRETAR og Kínveijar komust í gær að samkomulagi um að ekki yrðu gerðar breytingar á um 200 sáttmálum Hong Kong við útlönd, auk þess sem þjóð- imar lögðu blessun sína yfír lokaundirbúning athafnarinn- ar sem fram fer er Bretar af- henda Kínveijum yfírráð yfir Hong Kong. Hins vegar era ýmis mál óleyst varðandi valdaskiptin, sem fram fara um mánaðamótin júní-júlí. Rússar og Frakkar semja RÚSSAR og Frakkar hafa sett niður ýmis gömul deilumál og kröfur á hendur hvorir öðr- um, sem sum hver stafa frá tímum keisaraveldsins. Um er ræða m.a. skuldabréf o.fl. en í samningnum falla ríkin frá kröfum sem era frá því fýrir lok heimsstyijaldarinnar síð- ari. Samningurinn gerir Rúss- um ennfremur mögulegt að ganga í Parísarklúbbinn, sem þeir vona að geri þeim auð- Veldara að innheimta útistand- andi skuldir. Blökkumanna- leiðtogi fær endurupptöku ELMER „Geronimo" Pratt, fyrrverandi leiðtogi Svörtu pardusanna, baráttuhreyfing- ar blökkumanna, hefur fengið endurupptöku máls síns fyrir dómstól í Kalifomíu en hann var dæmdur fyrir morð fýrir 25 árum, morð sem hann seg- ist saklaus af. Amnesty Inter- national hafa lýst hann sam- viskufanga og nú hefur dóm- stóll í Orange-sýslu fallist á að sakfellingin hafi verið byggð á veikum rökum; orðum uppljóstrara alríkislögreglunn- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.