Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 27 er öðruvísi en þegar maður borð- ar Sabo. Þá fær maður hráefnið á diskum og sér sjálfur um að setja það á steikarapönnuna. Það sem ger- ir Sukiyaki - réttinn góðan er að það er mikið af grænmeti með honum. Japanir borða mikið heilsusamlegt fæði, eins og fisk og grænmeti. Þeir borða mikið af hráum fiski. Þið sjáið sjaldan feita Japani, ekki nema þá súmoglímukappana. Matarmenning- in hefur þó verið að breytast á und- anförnum árum, eins og sést á öllum skyndibitastöðunum hér.“ Þjónustustúlkan bauð okkur annað egg, sem við þáðum. Við hvíldum okkur á kjöt- og grænmetisátinu og brögðuðum á eggjasúpunni. „Þetta er ljómandi gott, það eru sveppir í réttinum," sagði Guðmundur. Prjónamir voru gagnlausir, við notuðum skeið. Þar sem Guðmundur er mikill „deilumaður" spurðum við hann hvort að hann hafi ekki snúið sér að golfíþróttinni? „Við hjónin höfum aðeins snert á kylfum og einnig hafa bömin áhuga, dóttirin þó meiri en strákarnir. Golf- íþróttin er tímafrek, ég fór aðeins fimm hringi í fyrra. Eg er ekki mjög högglangur, en aftur á móti fer kúlan ekki alltaf þangað sem ég óska mér. Það fer oft góður tími í að leita að kúlunni. Þó að ég hafi mikið að gera, í handknattleiknum með minni vinnu, þá hef ég alltaf fundið mér stund fyr- ir áhugamál mín. Menn verða að finna sér tíma því mér finnst að of fá- ir gefí sér tíma til þess að gera það sem þá langar.“ Þegar hér var komið vomm við búnir að klára góðgætið af pönnunni, en nægt hráefni var ósteikt við hana. „Ég hef trú á því að við sjálfir eigum að bæta meiru á pönnuna,“ sagði Guðmundur. Hann var varla búinn að sleppa orðinu, þegar ein af fjölmörg- um þjónustustúlkum mætti á svæðið og bætti á pönnuna. „Sumt af þessu grænmeti er alls ekki nógu gott. Eitthvað sem við þekkjum ekki heima á íslandi.“ - Hvernig fínnst þér Sapporo-ölið? „Mér finnst japanskur bjór yfir- leitt mjög góður. Ég frétti af þvi að Nissan ætti Sapporo-verksmiðjurn- ar. Ég drekk alltaf Sapporo," sagði Guðmundur og brosti. „Oft þegar ég ferðast um í Evrópu þá leita ég uppi japönsk steikhús. Það er afar skemmtilegt að sitja fyrir framan metreiðslumennina þegar þeir em að saxa grænmeti, fisk eða kjöt og steikja jafn óðum fyrir gestina. Ég hef ekki rekist á þannig stað, hvorki hér í Kumamoto eða Tokýó. Kumamoto, þó að hér búi yfir 560 þúsund manns, er eins og sveitaþorp miðað við Tokýó, þar sem mannfjöld- inn er gríðarlegur." Guðmundur sagði að það væri ákveðin ánægja að borða mat með prjónum. „Menn taka ekki eins stóra bita eins og með gaffii og hníf, þannig að máltíðin stendur lengur yfir og menn njóta kræsinganna sem bornar em fram. Japanir, sem em fæddir og uppaldir með prjóna í höndunum, geta mokað upp í sig á miklum hraða.“ Samræðurnar stöðvast þegar þjón- ustustúlka ber fram hrísgrjónavín, Sake. Hellt er í þrjú lítil staup og við bemm drykkinn að vömm okkar. „Þetta er dæmigert kælt hrísgrjóna- vín. Það er ekki sterkt, þetta tólf til sextán prósent að styrkleika. Menn hér drekka vínið kalt á sumrin, en heitt á veturna. Ég er ekki mikið fyr- ir sterk vín. Sake er eins og landi heima á íslandi." Var á kafi í hestamennsku___________________ - Þú ert mikill útivistarmaður. Hef- urþú ekki veriðíhestamennsku? „Jú, ég var mikill hestamaður á sínum tíma. Þá komst ekkert að ann- að en hestar. Ég gifti mig seint, þrí- tugur. Þá hófum við Guðríður búskap og vomm komin með þrjú börn á tveimur ámm, þannig að maður hafði nóg annað með tímann og peningana að gera, en vera í hestamennskunni. Ég kynntist hestum ungur, eða þegai- ég var í sveit á sumrin - í Hrauni í Unadal, sem var mjög gam- an - afskekktur staður og frumstæð- ur. Það var til dæmis enginn traktor til á þeim bæ. Það var eitt hús, í því húsi var íbúðarhús, þar innaf var fjósið. Þegar maður fór undir fjósið kom maður inn í fjárhúsið. A bænum vom tvær beljur, talsvert af rollum, einn klár, sem var notaður til að reiða heim bagga og annað. Reyndar var kominn einn Willisjeppi, sem var hægt að nota fyrir kerru þar sem hægt var að komast að. Það var hægt að nota hann þegar heimatúnið var slegið. Það var mjög skemmtileg upplifun að vera í Hrauni. Bærinn er nú kominn í eyði. Ég var einnig í sveit í Austurkoti í Flóanum. Þar var allt öðravísi bú- skapur. Að mínu viti er það búfröm- uður sem bjó þar - Pétur Sigurðsson, einn af forsprökkum tankvæðingar í flósi, fróður og skemmtilegur karl. Þá var ég kominn á fullu í hesta- mennskuna og fékk að hafa hestinn með mér í sveitina." Enn einu sinni kom þjónustustúlka að borði okkar með kræsingar. „Nú kemur grænn ís, mikið fallegur á lit- inn,“ sagði Guðmundur, er hann handfjatlaði skálina með ískúlu á - skálin var köld, greinilega verið geymd 1 frysti. „Þetta er ís úr grænu tei. Ég hef aldrei verið te-maður og þaðan af síður grænn te-maður. Þetta er besti te-ísinn sem ég hef bragðað," sagði Guðmundur. Þess má geta að þegar Guðmundur þáði matarboð okkar var það í fyrsta skipti sem hann fór útaf hóteli lands- hðsins til að snæða kvöldverð. „Mat- urinn á hóteli okkar er mjög góður og hann hefur verið matreiddur eftir okkar óskum,“ sagði Guðmundur um leið og hann þakkaði fyrir gott boð. leið til móður minnar sem bjó efst í brekkunni (ekki í raun). Þegar þangað kom sá ég að inn í stofu var langt, mjótt og fallegt fiskabúr (um 1,5 m á hæð) sem stóð á gólfinu og í því stór og pattaralegur gullfiskur. Mér fannst að það væri þröngt um hann en hann undi sér vel. Þá veitti ég athygli öðm fiskabúri álíka hinu en styttra og komið var fyrir á stalli svo brúnir búranna mættust. I því var jafnvænn gullfiskur. Þessi fisk- ur virtist geta hoppað úr sínu búri og beygt sig yfir stærra búrið til samskipta við hinn fískinn, en ekki fón hann ofan í búrið.“ Ráðning Praumar þínir spegla virkt inn- sæi á aðra og umhverfið sem gerir þig að næmum móttakara á „það sem liggur í loftinu" eða það óorðna, breytingar á háttum manna ogumhverfi. I fyrsta drauminum, þar sem þú virðist tengd „ákveðnum" manni tilfinningaböndum færðu sendingu um óorðna framtíð (bílarnir tákna ferð) hans sem þú munt eiga þátt í. Þéssi framtíð er lyginni líkust fyrir hánn þar sem hann mun framan af eiga í mestu brösum með sköpunar- kraft sinn og .hugmyndir (veiklu- lega barnið í bakpokanum) en skyndilega smellur allt saman (nið- urgangurinn), hlutirnir ganga upp og hann fær notið sín til fulls. Þessi breyting tekur þó nokkurn tíma (dóttirin var tvítug). Annar draum- urinn er um skil á sambandi við manninn í fyrsta draumi. Þau ger- ast snöggt og fljótlega (þér var sagt að hann væri látinn sem unglingur), sambandsleysið teygist all nokkurn tíma en endurnýjast þegar tími hans nálgast og þinn sem leiðbein- anda. Þriðji draumurinn er persónuleg- ur: Það virðist sem þér finnst þú ekki fá þann stuðning (þreytt í fót- um) sem þú þarfnast frá aðstand- endum á lífsgöngu þinni (brekkan). Þess vegna leitar þú til félaga um andleg málefni (fiskabúrin) til styrktar. Eitt þein-a (stóra búrið á gólfinu) er þér kærara en annað (gæti verið kfrkjan) en þú ert með eitthvað hálfkák og rög að demba þér í vatnið (fiskurinn sem beygir sig yfir brúnina án þess að fara of- an í) eða með öðmm orðum, að taka afgerandi ákvörðun. • Þeir lesendur sem vifía fá drauma sína birta ográða sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtíngar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík. VERZLUNARSKOLI ISLANDS INNRITUN NÝNEMAVORIÐ 1997 Nýútskrifaðir grunnskólanemar Umsóknarfrestur um skólavist í Verzlunarskóla íslands rennur út 6. júní kl. 16.00. Verzlunarskóli íslands getur nú innritað 280 nemendur til náms í 3. bekk. Berist fleiri umsóknir verour valið úr þeim á grundvelli einkunna i samræmdum greinum á grunnskólaprófi. Reiknað er meðaltal samræmdra einkunna og skólaeinkunna. Eldri umsækjendur og þeir sem hafa stundað nám í erlendum grunnskólum eru þó metnir sérstaklega. Námsbrautir Verzlunarskóla Islands hafa verið endurskipulagðar og geta nemendur, sem nú innritast, valið eftirtaldar námsbrautir til stúdentsprófs: Alþjóðabraut: Tjáning og samskipti á erlendum tungumálum. Alþjóðastofnanir, samningar og viðskipti. Góður grunnur að háskólanámi í ýmsum greinum, t.d. þjóðfélagsgreinum. Hagfræðibraut: Viðskiptagreinar, stærðfræði og tungumál. Góður grunnur að háskólanámi í hagfræði og öðrum þjóðfélagsgreinum. Málabraut: Fimm erlend tungumál í kjarna. Góður grunnur að háskólanámi í erlendum tungumálum og málvísindum. Stærðfræðibraut: Stærðfræði, raungreinar og viðskiptagreinar. Góður grunnur að háskólanámi í verkfræði og raunvísindum. Viðskiptabraut: Rekstur og stjórnun fyrirtækja. Stofnun og rekstur eigin fyrirtækis. Góður grunnur að háskólanámi í viðskiptagreinum • Á fyrsta ári er val milli þýsku og frönsku en að öðru leyti stunda allir sama nám. • Að loknu fyrsta námsári er valið milli brauta. • Allar brautir búa nemendur vel undir þátttöku í atvinnulífinu. • Sérkenni hverrar brautar mótast af því framhaldsnámi sem stefht er að og þeirri þjálfrm sem nemendur fá til starfa í atvinnulífinu. • Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja ára námi á öllum brautum. Umsóknareyðublaðjylgirgrunnskólaskírteinum en það md einnigfá á skrifstoju skólans ogþar sem sameiginleg innritun íframhaldsskóla ferfram. Nemendur með verslunarpróf Innritað verður á fjórar tveggja ára námsbrautir til stúdentsprófs. Brautir eru: 1. Málabraut 2. Hagfræðibraut - málalína 3. Hagfræðibraut -stærðfræðilína 4. Stærðfræðibraut Umsóknum þarfað skila á strstöku eyðublaði sem fiest á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur rennur út 6. júní kl. 16.00. Upplýsingar á heimasíðu skólans Upplýsingar um nám er að finna á heimasíðu skólans http://www.tvi.is Þar er einnig hægt að leggja inn fyrirspurnir og umsókn um skólavist. verður í Verzlvmarskóla Islands mánudaginn 2. júní kl. 16-19. Þar munu kennarar og námsráðgjafar veita upplýsingar um námið í skólanum og taka á móti umsóknum. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.