Morgunblaðið - 31.05.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 29
lega út í, alls ekki með buslugangi,
til að ná lengra út. Sjáist lax stökkva
er næsta víst að legustaður hans er
3-5 metrum neðan við stökkstað-
inn, nema um sé að ræða lax í
göngu. Ég hef fylgst með laxatorfu í
vatnssjónauka í nokkra stund og séð
hvernig það voru sömu laxarnir sem
stukku alltaf með vissu millibili. Þá
taka þeir sig upp af árbotninum eins
og tundm-skeyti upp úr vatninu og
beygja um leið og þeir snerta það
aftur og sekúndu seinna eru þeir
komnir að sínum gamla stað. Það er
líka alveg ótrálegt hve laxinn er ró-
legur, ef menn fara varlega að hon-
um. Sérstaklega á þetta við er farið
er að líða á sumarið og laxinn búinn
að velja sér bólstað og para sig.
Sl. sumar lenti ég í ævintýri
neðst á Hvararhylsbroti með
Bjarna I. Árnasyni. Við vor-
um að vaða yfir ána öxl í öxl, sem er
öruggasta leiðin til að vaða hvort
sem er í miklu eða litlu vatni, vegna
þess að þegar menn halda um axl-
irnar yfir herðarnar hvor á öðrum
eru þeir eins og fjórfættir og alltaf
tveir fætur á árbotninum í einu. Ef
annar hrasar virkar hinn eins og
stytta. Við voium sem sé á leið yfir
frá vesturbakkanum og ætluðum í
Hræsvelg. Allt í einu stansar Bjarni
í miðri ánni og bendir. Hann er einn
af þessum örfáu mönnum sem sjá
jafnvel í vatni og lofti. Við höfðum
hreinlega labbað inn í laxatorfu á
göngu,sem var að kasta mæðinni á
stalli fyrir neðan breiðan stein. Ég
kom mér fyrir á steininum úti í
miðri á og Bjarni landaði fjórum eða
fimm löxum í fangið á sér, sem við
þræddum upp á snærisspotta, sem
ómissandi er í öllum veiðiferðum.
Svo var eins og hendi væri veifað og
torfan var horfin. Svona tilviljanir
sitja eftir í minningunni. Við höfðum
heppnina með okkur, fengum 22
laxa á stöngina á þremur dögum og
vorum hæstir og talsvert ánægðir
með okkur. En við minntum hvor
annan á að það eru ekki nema örfá
ár frá því að við urðum ekki varir í
túrnum fyrir síðasta klukkutímann
síðasta morguninn.
Þannig eru sveiflurnar í veiði-
skapnum og sannur veiði-
maður er sá sem skilur þær
og lætur ekki koma sér úr jafnvægi.
Ekkert er jafn dapurlegt í góðum
veiðitúr og maður sem er fúll og
ergilegur yfir litlum afla og lætur
bitna á öllu og öllum í kringum sig.
Laxveiðar sem og annar veiðiskapur
eru fyrst og fremst þolinmæðisvinna
sem auðvitað verður léttari eftir því
sem safnast í reynslusjóð. En mest-
um árangri nær sá, sem umgengst
náttúruna af umhyggju og umburð-
arlyndi og ekki síður veiðifélaga
sína. Og þegar áin er þér gjöful og
leggur að fótum þínum spegilfagran
og nýgenginn lax, mundu eftir að
blóðg | ann, þvo | ann og kæl | ann sem
fyrst. Þannig meðhöndlaður verður
hann sannkallaður náttúrudemantur
þegar þú berð hann á veisluborð og
minningin um veiðiferðina góðu lifn-
ar í huganum.
eru óþekktar, hann getur byrjað
skyndilega og morgunstirðleiki er
oftast áberandi. Þessum sjúkdómi
fylgir venjulega hækkað sökk,
lystarleysi, sótthiti, almennur
slappleiki og stundum slagæða-
bólgur í höfði. Þessar slagæða-
bólgur eru til staðar í allt að 20%
þeirra sem hafa fjölvöðvagigt og
þær lýsa sér með höfuðverk, sjón-
truflunum og verkjum í kjálka. I
sjaldgæfum tilfellum getur slag-
æðabólgan valdið heilablóðfalli.
Meðferð við fjölvöðvagigt af þess-
ári tegund, með eða án æðabólgu,
felst í gjöf stera á töfluformi og
þarf sú meðferð oftast að standa í
a.m.k. 1 -2 ár. Arangur slíkrar
meðferðai- er oftast góður en sjúk-
dómurinn tekur sig stundum upp
aftur og þarf þá að endurtaka
meðferðina.
•Lesendlir Mor/runblaúsiils geta spurt
ækninn um það sem þeini ligfpir á lijarta.
Tekið er á nwti spumingum á virkum
dögum milli klukkan 10 og 17 ( sfma 569
1100 og brefum eða s/mbrefum merkt:
Vikulok, Fax 5691222.
tr
íífinu
L T
HARPA Lind á
Það er mjög gott að vera
úti á bekju, sérstaklega í
blaðamennsku, sagði gam-
algróinn blaðamaður eitt
sinn við fvar Pál Jónsson.
Þess vegna taldi hann
frammistöðu sína ágæta
begar hann sp.jallaði við
Hörpu Lind Harðardóttur
nýkjörna fegurðardrottn-
ingu Islands.
KLIÐUR fer um salinn þegar Harpa
gengur tígulegum skrefum í átt að
borði blaðamannsins. Það er ekki
laust við að hann sé svolítið upp með sér, enda
ekki á hverjum degi sem sessunauturinn er
fegursta kona landsins.
„Ég gleymdi beiðninni,“ er með þvi fyrsta
sem hann segir. „Ég trái því ekki,“ svarar hún
í samúðar- og vorkunnartón. Hann þarf að yf-
irgefa borðið, hringja upp á Morgunblað og fá
senda beiðni upp á mat fyrir tvo. Hún situr við
borðið á meðan, ein. Þvílík frammistaða.
Nokkrum mínútum seinna kemur hann aft-
ur og uppgötvar að hann er pennalaus. Þjónn-
inn bjargar því fljótlega. „Kemstu í mynda-
töku í fyrramálið?" spyr hann, enda hafði
hann (í einfeldni sinni) gert ráð fyrir að það
yrði auðsótt mál. „Nei, því miður, það er bara
ekki nokkur möguleiki á því. Ég er að byrja
að vinna hjá Flugleiðum í Keflavík í fyrramál-
ið, tólf tíma vakt.“
Þar fór það. Hann þarf því að hringja aftur
upp á Mogga til að bjarga málunum. En hann
nær ekki í ljósmyndara. Hann afræður að
hætta öllum taugatitringi, taka viðtalið og
hugsa um myndskreytingar seinna.
IMú er það
Renault
Hann spyr hvort hún sé á sama bíl og Sól-
veig Lilja fyrrum ungfrú Island hlaut afnot af
í fyrra. „Nei, það var Peugeot, ég fékk
Renault. Hann er reyndar núna hjá þeim í
B&L, þeir eru að setja númeraplötu og geisla-
spilara í hann.“
Sú hugsun læðist að honum að henni þyki
miður skemmtilegt að fara allra sinna ferða í
merktum bfl. „Jú, það er svolítið óþægilegt að
bfllinn skuli vera merktur fegurðardrottningu
Islands. Að minnsta kosti breyttist rúnturinn í
Njarðvík töluvert á laugai-daginn. Skyndilega
lá hann framhjá húsinu mínu.“
Harpa segist aðspurð sennilega hafa verið
kölluð „tvítug Njarðvíkurmær" í keppninni.
Hún segist, eins og von er, hafa haft hreint
brjálað að gera síðustu mánuðina. „Undirbún-
ingurinn hófst í lok janúar og þetta er búið að
vera rosalegt puð.“ Því er ekki að undra að
hún vaknaði ekki til að horfa á leik Islendinga
og Norðmanna sem fór fram kl. 4 um morgun-
inn. „Nei, ég er búin að fá nóg af svefnleysi í
bili.“
Framtíáin er
/ myndlistinni
Dagskráin er þétt skipuð hjá ungfrú Island
næsta árið. „Nú er ég að fara að búa mig und-
ir keppnina um ungfrú Evrópu, sem fer fram í
Ungverjalandi 5. september. Síðan tek ég
væntanlega þátt í keppninni um ungfrú al-
heim eftir eitt ár eða svo.“
Harpa var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
vetur og hyggur á myndlistarnám við Fjöl-
braut í Breiðholti næsta vetur. Þegar því lýk-
ur ætlar hún í nám til Bandaríkjanna.
Ætlar hún ekki að fást við fyrirsætu- og
sýningarstörf?
„Jú jú, líka.“ Það verður greinilega nóg hjá
henni að gera næstu árin. Er það henni eðlis-
lægt, finnst henni gott að hafa nóg fyrir
stafni? „Já, ég er bara þannig. Ég hef alltaf
unnið með skólanum og ég byrjaði tólf ára á
kerrunum hjá Flugleiðum.“
Hún á brjálaúan
hött
Harpa hefur mikinn áhuga á myndlist, enda
hyggur hún á nám í henni, sem fyrr segir.
Hún segist líka vera áhugamanneskja um dýr.
„Ég á brjálaðan kött,“ segir hún og hlær. Hún
er alæta á tónlist og hefur gaman af mat-
reiðslu. „Það er samt mest gaman að borða
það sem maður matbýr."
Dagm* er að kveldi kominn og blaðamanni
hefur ekki enn tekist að ná í ljósmyndara. Þau
ákveða því að hún aki honum upp á Morgun-
blað, þar sem ljósmyndari hljóti að vera á
vappi. Svo reynist ekki vera, en eftir hringing-
ar fram og til baka nær hann í einn slíkan,
sem kemur og myndar drottninguna. Hún
missir af níu bíó, en það er allt í lagi. Hún fer
bara klukkan ellefu.
Tengi elif mun ásamt Ifö SanitarAB og Mora Armatur AB Svíþjóð
kynna nýjungar í Perlunni, laugardaginn 31- maí og sunnudaginn
1. júní '97 frá kl. 13-17 báða dagana. Á sýningunni verður ún al
blöndunartækja, hreinlætistækja, stumiklefa og stálvaska.
mora
n mwii wrFiwi
Hreinlætis- og
blöndunartækjasýning
í Perlunni!