Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 32
32 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SÖGUÞING
Nútíminn ekki að öllu
leyti kominn til Islands
28.-SI.HW/ !!I»T
I FYRIR-
LESTRI Sigríðar
Dúnu Krist-
mundsdóttur dós-
ents, sem vegna
forfalla hennar
var fluttur af doktor Ingu Dóru
Bjömsdóttur, kom fram að þrátt fyr-
ir aukna menntun kvenna og sókn
þeirra út á vinnumarkaðinn væri
langt í frá að kvennabaráttan hefði
náð markmiðum sínum. Konur hefðu
ekki riðið feitum hesti frá þeirri orr-
ustu sem rauðsokkur hefðu blásið til
um 1970. Markaðurinn hefði brugðist
við auknu framboði vinnuafls með
því að lækka laun, heimilisstörfin
hefðu hvflt eftir sem áður á herðum
þeirra, og launamunur karla og
kvenna væri enn, árið 1997, mjög
mikill. „Það má halda því fram að
nútíminn hafi hreinlega ekki enn
haldið innreið sína í menningar-
bundnar hugmyndir Islendinga um
hefbundin kynhlutverk karla og
kvenna, að á því sviði séum við enn
stödd í eða nálægt tíma bændasamfé-
lagsins."
Hófst nútíminn með
knattspyrnuleik?
Heimir Þorleifsson sagnfræðingur
rakti upphaf nútímans til togara-
útgerðar og upphafs stéttabaráttu.
Hann benti þó á að margt annað
mætti tengja við upphaf nútíma, til
dæmis komu fyrsta gufuknúna póst-
skipsins til íslands um miðja 19. öld,
sem vakti að vísu litla athygli í eina
blaði Reykjavíkur, nema fyrir það að
með skipinu barst farmur af kláða-
lyfjum. Heimir sagði að einhveijum
gæti jafnvel dottið í hug að tengja
innreið nútímans við fyrstu beinu
sjónvarpsútsendinguna á íslandi, 13.
mars 1983, sem var frá knattspymu-
leik.
Guðrún Ólafsdóttir, dósent í landa-
fræði, benti á að aðrir þættir hefðu
borið nútímann inn í sveitirnar heldur
en í sjávarþorpin og annað þéttbýli.
Mesta byltingin í sveitunum hefði
verið þegar þrenningin bíll, traktor
og skurðgrafa kom fram á sjónarsvið-
ið.
Borgvæðing sveitanna
Guðrún gerði einnig að umtalsefni
kenningar sænskra fræðimanna um
svonefnda borgvæðingu sveitanna,
að munurinn milli sveita og borga
sé að hverfa því að dæmigerð borgar-
störf verði æ algengari í sveitunum,
vinnutilhögun, lífsstfll og viðhorf séu
Innreið nútímans hefur
farið fram í mörgum
áföngum á íslandi, og
sumum þáttum nútíma-
þróunar hefur enn ekki
verið náð. Stjórnkerfíð
og kynjahlutverkin sitja
að hluta föst í fortíðinni
en löggjöfin hefur náð
mikilvægum áföngum á
síðustu árum. Helgi
Þorsteinsson fylgdist
með umræðum fræði-
manna á þriðja degi
söguþings en Auðunn
Arnórsson ræddi við
Gunnar Harðarson
heimspeking.
orðin líkari og samskiptin milli sveita
og borga aukist.
Stefán Ólafsson, prófessor í félags-
fræði, rakti hvenær slysa-, sjúkra-
og lífeyristryggingar hefðu komið til
sögunnar á Islandi og bar það saman
við sömu þætti í riágrannalöndum.
Hann sagði að þó íslendingar hefðu
verið seinir að tileinka sér ýmsa aðra
þætti nútímaþróunar, hefðu þeir að
þessu leyti verið samstíga flestum
nágrönnum sínum.
Sigurður Líndal, prófessor í lög-
fræði, sagði að innreið nútímans í
íslenskri lagagerð hefði farið fram í
mörgum áföngum. „Einn stærsti
áfanginn í átt til nútímans var þó
afnám Alþingis og stofnun Landsyfír-
réttarins. Með þeirri ráðstöfun fékk
æðsta dómsvaldið innanlands sjálf-
stæði,“ sagði Sigurður.
Það tímabil sem helst mætti kenna
við innreið nútímans í íslenska laga-
gerð taldi Sigurður síðari helming
síðustu aldar og fyrri helming hinnar
tuttugustu og nefndi hann fjölmg-
arga mikilvæga lagabálka sem þá
voru samþykktir. Lagasetningunni
fylgdi efling ríkisvalds sem var nauð-
synleg til að framfylgja lögunum, en
hafði í för með sér átök við bændur.
„Hitt er svo annað mál hvort ríkis-
valdinu hafí nokkru sinni tekist til
fulis að ná tökum á þjóðfélaginu.
Hafa ekki þrýstihópar þess tekið við
þar sem uppreisnargjamir bændur
létu undan síga?“
Söguleg tímamót
í löggjöf með EES
Sigurður telur einnig að tímamót
hafi orðjð í þessari sögu á síðustu
árum. „Árið 1992 markar ef til vill
nokkur tímamót í innreið nútímans
í íslenska lagagerð. Með formlegum
aðskilnaði dómsvalds og fram-
kvæmdavalds má segja að einveldi
væri formlega afnumið á íslandi.
Öllu meiri tímamót markar þó aðild
íslendinga að Evrópska efnahags-
svæðinu. Ef til vill lifum við þessa
dagana hröðustu innreið nútímans í
íslenska lagagerð frá upphafi lands-
byggðar."
Nútími umhverfismála
hófst 1970
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor
í vísindasögu, sagði að til nútímaþró-
unar gæti talist aukning þekkingar
og menntunar, aukið vald manna
yfir náttúrunni, friður í samfélaginu
og áhersla á einstaklinginn og auk-
inn rétt hans. Annað einkenni væri
að vísindi og tækniþekking umlykja
allt, en hinn almenni borgari skilur
lítið í þeim. Hann ræddi einnig um
það hvernig samtími okkar og síð-
ustu áratugir yrðu skilgreindir í
framtíðinni. Hann sagði líklegt að
nútími umhverfismála yrði látin hefj-
ast um 1970 með Laxárdeilunni, en
um 1985-1990 hæfist upplýsinga-
byltingin.
Jón Torfi Jónasson prófessor rakti
fjölgun stúdenta sem hlutfall af
hveijum árgangi pilta frá miðri 19.
öld til nútímans til að gefa mynd
af þróun menntastefnunnar, enda
sagði hann stúdentsprófíð hafa verið
„drottnara" annars náms. Veldis-
vöxtur verður í fjöldanum frá fyrri
hluta þessarar aldar, en Jón Torfí
taldi að hann hefði getað verið stöð-
ugur frá miðri 19. öld ef ekki hefði
komið til mikil aukning í framboði
á starfsgreinanámi í lok þeirrar ald-
ar.
Rætur menntakerfisins nútímans
sagði Jón liggja í upphafi þessarar
aldar þegar þessi þróun hefst en
lagasetning og aðrar breytingar eft-
Morgunblaðið/Geir
BRESKI prófessorinn Arthur Marwick, heiðursgestur sögu-
þings, heilsar Olafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands, á Bessa-
stöðum í gær.
ir það hefðu engin áhrif haft á hana.
Varðandi upphaf nútímans í mennta-
kerfinu mætti þó einnig líta aftur
til miðrar síðustu aldar þegar Bessa-
staðaskóli var fluttur til Reykjavík-
ur. Um það leyti hefði Prestaskólinn
verið stofnaður, sem væri fyrst dæmi
um flutning starfsmenntunar á há-
skólastigið.
Listina skorti hefð
til að andæfa
Auður Ólafsdóttir listfræðingur
fjallaði um nútímann og íslenska list-
sköpun og sagði að finna mætti
mismunandi nútíma eftir því hvaða
aðferðafræði væri beitt. Hún sagði
upphaf allra róttækra listastefna
liggja í andófi gegn ríkjandi hefð,
en hér á landi hefði framan af öld-
inni ekki verið nein hefð til að gera
uppreisn gegn. Útlitsleg einkenni
stíítegunda hefðu borist til landsins
en hugmyndafræðin sem þeim fylgdi
síður og mun seinna. Fyrstu átök
milli þess sem kalla mætti nútíma-
sjónarmið og hefðar hefðu orðið á
fímmta áratugnum þegar abstrakt-
listin barst hingað til lands.
Svanur Kristjánsson, prófessor í
stjórnmálafærði, sagði nútímalega
stjórnarhætti aðeins að hluta hafa
verið innleiddir á íslandi. Almennur
kosningaréttur hefði verið innleiddur
tiltölulega snemma en raunveruleg
þrískipting ríkisvalds væri enn ekki
komin til sögunnar.
Svanur sagði að Jónas frá Hriflu
hefði haft mótandi áhrif á stjórn-
málakerfið á íslandi og að hugmynd-
ir hans samræmdust á margan hátt
núverandi stjórnarháttum á Islandi.
Hann hefði haft góðan skilning á
fulltrúalýðræði og flokkakerfi, en
þrískipting ríkisvalds hefði ekki ver-
ið honum ofarlega í huga. Svipað
væri farið með núverandi ríkisstjórn,
sem liti á meirihluta sinn á Alþingi
sem framlengingu af sjálfri sér. Jón-
as hefði einnig stundað þá fyrirgre-
iðslupólitík sem enn væri ríkjandi í
íslenskum stjórnmálum.
Svanur sagði að á margan hátt
væri stjórnkerfið hér á landi líkari
því sem gerðist í Suður-Evrópu held-
ur en á Norðurlöndum. Að einu leyti
væru þó íslendingar mun skemmra
á veg komnir enn Suður-Evrópuríkin
en það væri varðandi fjármögnun
stjórnmálaflokka. Þeir byggðu á neð-
anjarðarhagkerfi þannig að kjósend-
ur vissu ekkert um hvaðan pening-
arnir kæmu. Svanur sagði þetta
hvergi annars staðar tíðkast, og jafn-
framt væri íslensk kosningabarátta
hlutfallslega dýrari en nokkurs stað-
ar annars staðar.
Magnús S. Magnússon hagsögu-
fræðingur sagði nútímann hafa haf-
ist á íslandi þegar félagsgerð bænda-
samfélagsins leið undir lok og mark-
aðsþjóðfélagið tók við, byggt á kapít-
alískum framleiðsluháttum og at-
hafnafrelsi einstaklinganna. Þessi
breyting varð í nokkrum áföngum.
Tímabilið 1880-1905 kallar hann
forstig iðnvæðingar en 1905-1930
varð íslenska iðnbyltingin eða „salt-
físköldin. Nútíminn, tímabilið eftir
1930, einkennist af styrkingu inn-
viða hagkerfisins.
Á söguþinginu í gær voru einnig
haldnir fyrirlestrar um auð, vald og
menningu 1550-1800 og ungir
fræðimenn kynntu rannsóknir sínar.
Síðdegis voru Bessastaðir heimsóttir
og um kvöldið var móttaka í Ráðhús-
inu á vegum Reykjavíkurborgar og
fyrsta ísleriska leikritið, Sperðill, var
leiklesið. í dag verður aðalefnið ís-
land og umheimurinn, en einnig
verða fyrirlestrar um kyn og sögu
og byggðasögu og nokkrir stakir
fyrirlestrar verða haldnir. Fyrirlestur
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra sem fyrirhugaður var
fellur niður en i staðinn kemur fyrir-
lestur Bandaríkjamannsins Jesse L.
Byock sem nefnist „Egils saga and
social memory" og verður hann á
dagskrá klukkan níu. Fyrirlestur
Ingu Huldar Hákonardóttur, sem
vera átti klukkan níu, færist til
klukkan 14.30.
SJÁLFSMYND íslensku þjóðarinnar
er að breytast, segir Ámar Guð-
mundsson menningarfræðingur, en
málsvarar gamla veiðimannasam-
félagsins og unga fólkið takast á.
Fjölmennir í hópi hinna fyrrnefndu
virðast vera miðaldra karlmenn sem
unnu hetjulega erfiðisvinnu í æsku,
og sem telja sig ekki hafa þörf fyrir
reglugerðarverk til hjálpar í barátt-
unni við óblíða náttúru.
„Mýtan um þjóðina byggist á
ákveðnum hugmyndum sem fólk
gerir sér um sjálft sig, sameiginleg-
an uppruna og tengslin við söguna,“
segir Arnar. „Það er alltaf eitthvað
að bætast við íslensku mýtuna, til
dæmis þorskastríðin, baráttan fyrir
menningarlegu sjálfstæði gegn
Kanasjónvarpinu og alþjóðlegum
fjölmiðlum og EES-samningurinn og
þannig breytist hún.“
Arnar stundaði nám í menningar-
fræðum, eða cultural studies, við
Háskólann í Birmingham. Lokaverk-
efni hans fjallaði um áhrif þjóðernis-
hyggju á íslenska stjórnmálaum-
ræðu, sérstaklega í ljósi EES-
umræðunnar. „Ég skoðaði meðal þá
fyrirvara sem Islendingar gerðu við
samninginn og hvernig sérstaða
þeirra var skýrð. Upp á síðkastið
hef ég fylgst með því hvernig Islend-
ingar hafa tekist á við að fullgilda
og löggilda ýmsar alþjóðasamþykkt-
ir varðandi réttindi launafólks."
Islendingingsímynd-
in er að breytast
Arnar segir að að baki umræð-
unni bæði um fyrirvara við EES-
samninginn og vinnuvernd búi hug-
myndin um veiðimannasamfélagið.
„Meginrökin gegn því að við getum
hér á Iandi fullgilt réttindi fyrir
launafólk sem eru sambærileg því
sem gerist erlendis eru þau að við
séum veiðimenn, háð náttúrunni og
eigum erfítt með að skipuleggja
okkur. Það þýði ekki að búa til ein-
hver réttindi, ef svo gefur á morgun
og allir þurfa að fara að vinna og
helst börnin með.“
Gjá milli ungs fólks og
stjórnmálamanna
Arnar telur að síbreikkandi gjá
hafi myndast milli ungs fólks og
stjórnmálamanna vegna mismun-
andi þjóðarímyndar. „Unga fólkið
upplifir sig ekki lengur sem veiði-
menn eða að það sé ofurselt náttúr-
unni. Þegar ég vann að rannsókn-
inni á EES-umræðunnni talaði ég
við nokkra stjórnmálamenn og þeir
höfðu allir orð á því að þeim fyndist
sem unga fólkið í dag
stæði í öðruvísi tengsl-
um við sögu þjóðarinnar
og frumatvinnugrein-
arnar en þeir sjálfir."
Fiokkslínurnar eru
að mati Arnars ekki
ráðandi varðandi hug-
myndir stjórnmála-
manna um einkenni ís-
lensku þjóðarinnar
„Hugmyndin um veiði-
mannasamfélagið er
karlmannleg að ýmsu
leyti og ég held að það
séu einkum eldri karl-
arnir á Alþingi sem
halda henni á lofti og
beita. Þingmaður sem
tekið hafði þátt í um-
ræðum í félagsmála-
nefnd um vinnuvernd
barna og unglinga
sagði frá því á Alþingi
að þær hefðu einkennst
af því að karlarnir
hefðu sagt hetjusögur
ÍSLENSKI veiðimaðurinn í
nútímasamfélaginu.
af sjálfum sér við erfiðisvinnu í
æsku. Vinnuverndin ógnar karl-
mennskuhugmynd veiðimannsins,
sem berst sjálfur í óblíðri náttúru,
og þarf ekkert reglugerðarverk sér
til verndar."
Sagnfræðingar breyta
þjóðarímyndinni
Arnar segir að sagnfræðingar eigi
hlut í því að breyta þjóðarímyndinni,
með því að endurmeta söguna, og
nefnir í því sambandi til dæmis Guð-
mund Hálfdanarson og Gísla Gunn-
arsson. „Nýja söguskoðunin var mik-
ilvæg í umræðunni um EES og var
þar notuð bæði með beinum og óbein-
um tilvísunum til nýrra sagnfræði-
rannsókna. Aukin alþjóðleg sam-
vinna hefur líka kallað á endurskoð-
un á sögunni. Nú er verið að draga
fram að í sjálfstæðisbaráttunni hafí
ekki eingöngu verið barist fyrir frelsi
og framförum öllum til handa.
Ákveðinn hluti þjóðarinnar vildi jafn-
vel halda samfélaginu óbreyttu af
því að það tryggði valdastöðu hans.
Kannski var það ekki svo einhlítt að
Islendingar hafi verið að beijast fyr-
ir frelsi og framförum og útlending-
ar hafi reynt að kúga þá. Við vorum
ekki bara íslendingar af því að við
vorum einangraðir, heldur vorum við
líka íslendingar vegna þess að við
stóðum í alls kyns samskiptum, bæði
hugmyndatengslum og viðskiptum."