Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 40

Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 40
40 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Goð auðræðis og æðsti prestur UTVARPIÐ segir klukkan rúmlega sjö þriðjudagskvöldið 27. maí frétt um það að Pétur Sigurðsson, for- ystumaður verkafólks- samtaka á VestQörð- um, beri Davíð Odds- son, forsætisráðherra, þeirri sök að hafa dreg- ið í fjölmiðlum taum annars beggja deiluað- iljanna í vinnudeilun- um hörðu á Vestfjörð- um. Getur það verið, að forsætisráðherra hafi farið þannig að ráði sínu?, forsætisráðherra okkar allra? I sömu frétt eða að minnsta kosti sama fréttatíma útvarpsins heyrum við siðan Davíð Oddsson koma fram og bregðast við þessari ásökun í samtali við Ingimar Ingimarsson í París. Hann segist skilja, að Pétur Sigurðsson muni eiga við það að hann (D.O.) hefði sagt, að ef vest- 'f firzkir atvinnurekendur stæðu bet- ur fjárhagslega en aðrir atvinnurek- endur í landinu, þá kynni ekki að vera úr vegi að semja við þá um Það er nú ætíð svo, segir Davíð Erlingsson, að ekki er hægt að reiða sig á forsendur né framtíð. ■ ---------------------------------- að greiða hærri laun en aðrir at- vinnurekendur. En yfirleitt væru vestfirzkir atvinnurekendur alls ekki svo vel stæðir, heldur margir mjög illa, þótt vissar undantekning- ar væru frá þeim bágindum. Davíð Oddsson vildi ekki kannast við að það væri hægt, fyrir þetta, að saka sig um að draga taum eða draga fram hlut annars aðiljans í vinnu- deilunum, því að þetta væri rétt, sem hann hefði sagt. Forsætisráðherrann okkar stóð sem sé - og stendur líklega fram- vegis eins og líka oft áður - á því jafn fast eða fastar en fótum sínum > að þetta mat á stöðu og greiðslu- getu fyrirtækja sýni okkur bein- harða staðreynd, efnislegan raun- veruleika öllu óháðan og óumdeil- anlegan, sem sé því í eðli sínu hlut- laus og ófrávíkjanlegur grundvöllur málsins, sá grundvöllur sem ekki væri annar grundvöllur til. Davíð Oddsson leyfir sér hér að ganga hiklaust fram í trausti af almennri og mikilli sigurgöngu tækniveldisins í öldinni okkar; öld- inni sem hefur gert hagfræðinga að æðstuprestum og það sem þeir boða í kenningarbotninn að æðstu- sannindum - og heimsmyndarmót- andi goðsögnum. Þessi öld lætur engan mann í þjóðfélagi skipta neitt ámóta miklu máli og tækniráðand- ann (teknókratann, hagfræðinginn) þennan. Þessi visindamaður sem Davíð Erlingsson gengur sjálfur fram í þeirri goðsögn að hag- fræði og hagstjórnar- fræði geti verið og séu raunvísindi (þegar bezt lætur, og áreiðanleg), hann hefur látið okkur vita að það sem allt velti á í mannheimi sé auðræðið, sem hann sjálfur kunni einn allra að reikna út eðlisfræði þess og hreyfingar, og að farsælast sé að auð- ræðið fái sjálft að stjórna heiminum sam- kvæmt þessu eðli sínu, sem tæknivaldinn skil- ur. í þessum hugs- Óskalisíi brúðhjónanna Gjafaþjónusta Jyrir brúðkaupiö SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina - unarhætti sem víst hefur gripið feiknarlega um sig víða um mann- heiminn á undanförnum áratugum (- og er svo öflugur að jafnvel félagshyggjuleiðtogar ýmsir og -flokkar, líkt og nýaðkomni ríkis- stjórnarflokkurinn í Bretlandi, hneigja sig fyrir verulegum þáttum í þessari grunnvizku auðræðisguð- dómsins -) er það eðlilegt að hag- rekstrarvísindi eins og útreikning- ar á launagreiðslugetu fyrirtækja - við einhverjar gefnar aðstæður - hafa verið gerð að eins konar náttúruvísindalegri undirstöðu alls og haldin óyggjandi. En vitanlega er þessi hugmynd eins og aðrar hugmyndir, að því leyti að hún er hugmynd: hugmynd hafín í goðsagnarveldi til þess að stjórna okkur. Jafnvel þótt engin ástæða sé í rauninni til að rengja útreikninga, reista á gefnum forsendum og varð- andi nokkurn part framtíðarinnar, þá er það nú ætíð svo, að ekki er hægt að reiða sig á forsendur né framtíð. Það eru þættir í reikningn- um sem ekki er hægt að reiða sig á, t. d. ákvarðanir manna um það, hvernig þeir neyti eða beiti fémun- um sínum. Og þó að fyrirtæki ráði ekki við launagreiðslur við gefnar áætlaðar aðstæður, og líka vegna þess að það er fleira sem kallar á féð, hver (nema tæknipaurinn) gæti verið að gefa sér að fyrirkomu- lag lífsins í þjóðfélaginu eigi að vera nokkurneginn óbreyti í sam- ræmi við (ágizkaðar) forsendur út- reikninganna? Hér er ekki um að tala neinn hlutlausan, óháðan, hreinvísindalegan grunn - og verð- ur víst aldrei. Mikið af þeirri auð- ræðisguðfræði sem tekizt hefur að gera að sjálfsögðum hlutum og lífs- ins grundvelli í hugum manna um víða veröld er alls ekki sá fráleysti, alls óháði botnsannleikur sem tæknikratinn stóri vill hafa það - ekki frekar en sagt verður að sið- ferði og (svonefnd og títtnefnd) mannréttindi séu slíkir annaðhvort- eða “hornsteinar" tilverunnar. Eða minnast menn nú ekki í þessu sam- bandi deilunnar um það í miðlum okkar þegar Vigdís forseti var í Kína - og kvennaráðstefna mikil - og Vigdís átti orðaskipti við ráða- menn þar. Hún var þá (ranglega) borin sök að hafa ekki haldið fram mannréttindum sem kröfu sem eðli máls samkvæmt væri ekki hægt á að slaka, ef ég man rétt. En hún benti þá (réttilega) á afstætt eðli þeirra. Jafn afstætt er það og mannrétt- indi í Kína, hvað fyrirtæki eiga að hafa efni á að greiða í laun. Enda á verkafólkið ekki við fyrirtækin ein að semja, heldur við þjóðfélagið allt, hvað sem tilviljanlegt form samninganna segir. - Enda fannst mér í útvarpsviðræðu Davíðs Odds- sonar við Ingimar Ingimarsson líkt og forsætisráðherrann færi í miðju talinu að heyra holhljóminn í eigin mæli, og var sem hann brysti festu sannfæringarinnar í milli orðanna. Höfundur• kcnnir íslcnzku við Háskóla íslands SKOÐUN INNFLUTNIN GUR BUVARA; HEILBRIGÐISÁSTÆÐUR EÐA HINDRANIR? NOKKRUM dögum fyrir þinglok svaraði ég fyrirspurn frá þremur þingmönnum þingflokks jafnað- armanna, þeim Sig- hvati Björgvinssyni, Ágústi Einarssyni og Jóni Baldvin Hannib- alssyni. Fyrirspurnin fjallaði um bann við innflutningi á til- teknum landbúnaðar- afurðum frá Dan- mörku og skuldbind- ingar okkar gagnvart GATT-samningnum svokallaða. Hér er vissulega fjallað um mikilvægt mál, sem ís- lensk stjórnvöld hafa átt viðræður um við fulltrúa danskra stjórn- valda hér á landi. Það var því ekki óeðlilegt að þessi fyrirspurn kæmi fram á Alþingi og gaf mér tækifæri til að skýra frá stöðu þessa máls og ástæðum þess að íslensk stjórnvöld vilji fara með fyllstu gát gagnvart innflutningi á vissum landbúnaðarafurðum, einkum hráum eða lítt unnum kjöt- vörum. Vegur þar þyngst að veija einangraða og viðkvæma búfjár- stofna okkar fyrir hættulegum og alvarlegum sjúkdómum, sem heij- að hafa í sumum nágrannalöndum okkar, þar á meðal í Danmörku og Bretlandi, og valdið gríðarlega þungum búsifjum og fjárhagsleg- um áföllum svo sem alþjóð er kunnugt af fréttum. Við þessa mikilvægu spurningu sem að framan er greind bættu þingmennirnir við spurningu, sem sennilega hefur átt að vera fyndin en missti marks, um aðferðir ráð- herra við að vernda íslenska ferða- menn eða íslenska ríkisborgara búsetta í Danmörku fyrir þessum „hættulegu" vörum. Nú brá svo við að þeir fjölmiðl- ar sem gerðu grein fyrir þessum umræðum í þinginu komu lítt á framfæri því sem ég taldi mikil- vægast í þessari umræðu og ég hef hér drepið á. Mig langar því að biðja Morgunblaðið að birta fyrirspurnirnar og svör mín við þeim í heild, svo fleiri en þeir sem fylgjast með sjónvarpi frá Alþingi fái heildarmynd af umræðunni og þeim sjónarmiðum sem þar komu fram. Fyrirspurnin hijóðar svo: Sp. 1. Telur ráðherra að bann við innflutningi á tilteknum land- búnaðarafurðum frá Danmörku, sem þó er heimill frá ýmsum öðr- um löndum, standist GATT-samn- inginn, sem bannar viðskipta- hindranir og mismunun milli aðila að honum, en samkvæmt ummæl- um háttsettra starfsmanna í stjórnsýslunni er þessi innflutning- ur bannaður af heilbrigðisástæð- um. Svar: Við undirbúning og frá- gang samningsins um stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar var lögð á það rík áhersla af þáver- andi ríkisstjórn, sem háttvirtur fyrirspyrjandi átti sæti í, að strangar reglur um hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna er varða innflutning á lifandi dýrum og tilteknum landbúnaðarvörum til jslands, séu nauðsynlegar. í samræmi við þessa afstöðu voru síðan lögfest ákvæði vorið 1995, vegna aðildar íslands að Alþjóða- viðskiptastofnuninni, er vörðuðu heilbrigði dýra og hollustu land- búnaðarafurða. Það var gert með þeim hætti að landbún- aðarráðherra er heimilað að leyfa inn- flutning þessara vara að fengnum meðmæl- um yfirdýralæknis, orðrétt úr lögum: „enda þyki sannað að ekki berist með þeim smitefni er valda dý- rasjúkdómum." „Landbúnaðarráð- herra er einnig heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni á framleiðslu- skeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra aðskota- efna umfram það sem leyft er við landbúnaðarframleiðslu hér á landi og geta verið hættuleg heilsu manna.“ Við framkvæmd samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina hefur landbúnaðarráðuneytið sett almennar reglur með reglugerðum og auglýsingum. Þær eru hafðar sem skýrastar um hvað sé heimilt að flytja inn af landbúnaðarvörum, hvaða reglur gildi um innflutning- inn s.s. er varðar heilbrigðiskröfur og vottorð með innflutningnum svo og frá hvaða löndum innflutn- ingur er tvímælalaust heimill. Þær ákvarðanir hafa verið teknar að undangenginni ítarlegri athugun yfírdýralæknis á dýrasjúkdómum og notkun vaxtaraukandi lyfja í viðkomandi landi. ísland er í hópi þeirra landa, sem hafa haft strangt aðhald við notkun vaxtaraukandi efna til bú- vöruframleiðslu. Þar af leiðandi hefur verið leyfður innflutningur frá ríkjum sem framfylgja sömu reglum og við. Það er stefna stjórnvalda að nýta heimildir Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar til hins ýtrasta en þau munu hér eft- ir sem hingað til haga framkvæmd þessara mála skv. samningsskuld- bindingum stofnunarinnar. Viðræður standa yfir við Dani eða danska sendiherrann hér á landi og nauðsynlegar kannanir verða gerðar til að skilgreina hvort danskar sláturafurðir uppfylli is- lenskar heilbrigðiskröfur. Ef sýnt verður fram á að danskar kjötaf- urðir séu framleiddar án vaxtar- aukandi efna og séu lausar við smitsjúkdóma þá munu íslensk stjórnvöld ekki standa gegn þeim innflutningi. (Stefna stjórnvalda er að leyfa innflutning landbúnað- arafurða sem eru framleiddar samkvæmt þeim skilyrðum og reglum sem gilda hér á landi og ekki er talin hætta á að valdi sjúk- dómum í mönnum eða dýrum. Rétt er að minna á vegna fyrir- spurnarinnar að innflutningur til annarra ríkja, þ.á m. til ESB-ríkj- anna, er takmarkaður. Ekki er leyfilegt að flytja inn til ESB land- búnaðarafurðir, unnar sem óunn- ar, nema frá þeim afurða- og vinnslustöðvum sem ESB hefur viðurkennt. Nærtækasta dæmið er bann ESB-ríkja við að flytja inn þorramat og jólahangikjöt til íslendinga búsettra á svæðinu til eigin neyslu. I löndum ESB er Notkun fúkalyfja í fóður getur verið hættuleg heilsu manna og dýra, segir Guðmundur Bjarnason, hafi mynd- ast ónæmi gegn fúkalyfi þegar nota skal það gegn sjúkdómum hjá mönnum og dýrum. öllum gert skylt að lúta stöngustu reglum ESB um útbúnað og að- stöðu við vinnslu afurðanna jafn- vel þó að um vöru til eigin neyslu sé að ræða. Þar er gengið skref- inu lengra en við gerum því hér á landi er innflutningur til eigin nota ekki háður sömu skilmálum um notkun vaxtaraukandi efna og vara sem er ætluð til markaðs- setningar. Sp. 2. Ef svo er ekki, hvaða tilvik benda til þess að danskar landbúnaðarafurðir séu hættuleg- ar íslenskum landbúnaði, íslend- ingum eða neytendum af öðru þjóðerni? Svar: Lagst hefur verið gegn innflutningi á ákveðnum landbún- aðarafurðum vegna hættu á að með þeim geti borist hingað til landsins smitefni sem ekki hefur fundist í íslenskum afurðum eða hafi ónæmi gegn fúkalyfjum. Innflutningur er bannaður frá Danmörku á hráu svínakjöti þar sem talið er að smitefni sjúkdóms- ins bláeyra (PRRS, Porcine Resp- iration and Reproductive Synd- rome) gæti borist á þann hátt til landsins. Þessi sjúkdómur kom upp fyrir nokkrum árum í Evrópu og barst þá til Danmerkur og hef- ur breiðst þar út og valdið miklum búsifjum í svínabúskap þar í landi. Ekki hefur enn tekist að stöðva útbreiðslu hans í Danmörku. Þessi sjúkdómur finnst ekki hér á landi og heldur ekki í Noregi, Svíþjóð eða Finnlandi þaðan sem innflutn- ingur á hráu svínakjöti hefur verið leyfður. (Á hinn bóginn er ekki talið að smitefnið berist með af- urðum sem fengið hafa hitameð- ferð. Því er leyfður innflutningur frá Danmörku á svínakjöti sem hefur verið hitameðhöndlað.) Notkun fúkalyfja í fóður getur verið hættuleg heilsu manna og dýra, hafi myndast ónæmi gegn fúkalyfi þegar nota skal það gegn sjúkdómum hjá mönnum og dýr- um. Hér á landi hefur stefnan verið að halda niðri notkun fúkalyfja eftir mætti til að forðast margar aukaverkanir sem sífellt eru að koma í ljós erlendis þar sem reglur eru rýmri um notkun vaxtarauk- andi lyfja í fóður. Sp. 3. Bendi svar ráðherra við framangreindum spurningum til þess að sérstakrar varúðar þurfi að gæta við neyslu á dönskum landbúnaðarafurðum, til hvaða ráðstafana hyggst hann þá grípa til að vernda íslenska ferðamenn í Danmörku og þær þúsundir ís- lenskra ríkisborgara sem þar eru búsettir? Svar: Með því að takmarka inn- flutning er bæði verið að gæta varúðar gagnvart dýrasjúkdóm- Guðmundur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.