Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 44
44 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hreinn Erlends-
son var fæddur
í Grindavík 4. des-
ember 1935. Hann
varð bráðkvaddur á
leið frá Dalsmynni
21. maí sl. Hann var
sonur Erlendar
Gíslasonar _ sjó-
manns frá Úthlíð i
Biskupstungum
Guðmundssonar
bónda þar og konu
j** hans Sigríðar Ing-
varsdóttur. Bróðir
Gísla var Bjarni
faðir Eiríks harm-
oníkuleikara, tónskálds og hót-
elhaldara í Hveragerði, og Sig-
rúnar, húsfreyju í Haukadal,
konu Sigurðar Greipssonar.
Móðir Hreins, kona Erlendar,
var Guðrún Guðmundsdóttir
Hjartarsonar frá Austurhlíð í
Biskupstungum og Sigrúnar
Eiríksdóttur frá Miðbæli á
Skeiðum. Þau bjuggu á Gljúfri
í Ölfusi, í Úthlíð og á Laug í
Biskupstungum en fluttust til
Ameríku (Steep Rock Man.
Can.) árið 1912 að Guðrúnu
nýfæddri og er ætt hennar þar.
Einar í Brattholti var hálfbróð-
ir hennar og albróðir H(jörtur
lögregluþjónn í Reykjavík, síð-
ar umsjónarmaður kirkjugarð-
anna. Hreinn var ókvæntur og
barnlaus. Systkini hans eru:
Eyvindur, listamaður og rithöf-
undur, Hátúni í Ölfusi, kona
Sjöfn Halldórsdóttir, blóma-
kaupmaður, eiga flmm böm.
Óm, trésmiður í Rvík, kona
Gígja Friðgeirsdóttir, nuddari,
^ eiga þijá syni. Sigrún, húsmóðir
í Kópavogi, maður Einar Þor-
bjömsson, bifvélavirki, eiga
þijú böra. Edda Ragnhildur,
tryggingafulltrúi, maður Agúst
Jónsson, lögfræðingur, skrif-
stofusljóri hjá Reykjavíkurborg,
eiga tvö böm. Með Elvari fyrri
manni sínum á hún tvö böm.
Fyrstu þijú árin var Hreinn
í Grindavík, á stríðsámnum í
Reykjavík, eitt ár á Syðri-Brú í
Grímsnesi en síðan í Dalsmynni
í Biskupstungum sem hann taldi
„glaður og reifur
skyli gumna hver,
** unz sinn bíður bana.“
Ofanskráð hending úr Hávamál-
um kom mér í hug þegar mér bár-
ust þau óvæntu tíðindi að Hreinn
Erlendsson væri látinn.
Hreini kynntist ég fyrst lítillega
sem nemanda við öldungadeild Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Þá var
hann, tæplega fímmtugur, að hefja
skólagöngu sem lauk með magist-
ersprófi í sagnfræði árið 1994.
Kynni okkar urðu nánari þegar ég
fyrir sjö árum varð skjalavörður við
Héraðsskjalasafn Ámesinga á Sel-
fossi. Þar var Hreinn hinn þaul-
sætni gestur sem stundaði fræðin
af óþijótandi elju og áhuga. Því var
einboðið að fá hann þar í hlutastarf
þegar fjárhagur safnsins leyfði. Þá
hafði hann einnig skotið sínum fyrri
lærimeistara ref fyrir rass bæði í
þekkingu og prófgráðum. Héraðs-
skjalasafninu reyndist hann happa-
fengur, þjónustulipurð hans við
gesti einstök svo og samviskusemi
og haldgóð þekking á sögu héraðs-
ins. Hann var góður vinnufélagi og
ávallt reiðubúinn að vera á öndverð-
um meiði við viðmælanda sinn en
sú var aðferð hans til þess að halda
uppi líflegum skoðanaskiptum.
I tómstundum stundaði Hreinn
fræði sín á safninu eftir sem áður.
Hann varð öðrum betri í að ráða
torræða skrift gamalla handrita og
þess nutu gestir safnsins og fleiri.
Fræðileg eigingimi var honum víðs
fjarri, til hans var gott að leita og
hann sparaði sig hvergi við að svara
sem best fyrirspurnum sem til hans
* var beint. Hann var stjórnarmaður
ætíð sitt heima.
Hreinn lauk lands-
prófi á Laugarvatni
1952 en hætti þá
skólagöngu. Vann á
veðurstofu á Kefla-
víkurfiugvelli nokk-
ur ár og síðan
verkamannavinnu í
Reykjavík. Þá
vinnumaður á búi
föður síns í Dals-
mynni, átti þar eigin
bústofn og búshlut
fram yfir 1970 er
hann flutti á Sel-
foss. Vann hjá Slát-
urfélagi Suðurlands og frá 1984
stundaði hann jafnframt nám
við öldungadeild FSu (Fjöl-
brautaskóla Suðurlands) og
lauk stúdentsprófi í desember
1988. BA^próf í sagnfræði við
Háskóla íslands 1992 og MA-
próf árið 1994. Frá þeim tíma
vann Hreinn á bókasafni FSu
og frá ágúst 1995 einnig í hluta-
starfi á Héraðsskjalasafni Ár-
nesinga. BA-ritgerð Hreins er
„Vinnubrögð bænda í Araes-
sýslu á árunum 1940-50“ og
MA-ritgerðin „Um landsins
rýmun og betmn. - Umhverf-
issaga Biskupstungna, - sveitin
og afréttur hennar." I Árnes-
ingi, riti Sögufélags Áraesinga,
birtust þijár ritgerðir eftir
Hrein: „Þorlákssaga helga“,
„Herra Jón Gerreksson biskup
í Skálholti" og „Náttból og alf-
araleiðir. - Um leifar mann-
vistar og mannaferða á Bisk-
upstungnaafrétti." Þá átti hann
nokkrar ritgerðir nær fullbún-
ar s.s. um Torfastaðapresta,
biskupa í Skálholti og ýmsar
um ættfræði. Hann vann mikið
að félagsmálum einkum fyrir
Alþýðuflokkinn, Verkalýðsfé-
lagið Þór, Héraðssambandið
Skarphéðin, Glímusamband ís-
lands og Sögufélag Árnesinga.
Hreinn varð bráðkvaddur á leið
frá Dalsmynni um miðnætti 21.
maí sl.
Útför Hreins verður gerð frá
Skálholtskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.00.
í Sögufélagi Árnesinga og ritaði
fræðigreinar í rit þess, Ámesing.
Þar átti félagið ódeigan liðsmann
og skarð hans er vandfyllt.
Sagnfræðin var Hreini lífsnautn
og framfarir hans á því sviði með
ólikindum þegar þess er gætt
hversu roskinn hann byijaði að
eija þann akur. Sárt er til þess að
hugsa hversu skamma stund hann
fékk til þess að nýta hæfileika sina
á þeim nýja vettvangi. Þeim sem
þetta ritar má öðrum fremur vera
ljóst hversu mikið áfall sögurann-
sóknum í Ámesþingi fráfall Hreins
er. Á Héraðsskjalasafni Ámesinga
er hans nú saknað en hans verður
einnig gott að minnast.
Að leiðarlokum þakka ég Hreini
samskiptin á liðnum árum og störf
hans í þágu Sögufélags og Héraðs-
skjalasafns Ámesinga.
Föður hans, systkinum og öðrum
aðstandendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Bjöm Pálsson.
Fennir í fótspor
feðranna,
svo í heimahaga
sem í hágöngum,
Fljótt í sum
seinna í önnur,
loks í allra eins.
Samt er samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis,
áhrif góðvildar,
inntak hamingju
þeim er njóta nær.
(G.B.)
í stuttri ferð upp í Tungur að
líta eftir landi sínu á gömlu æsku-
stöðvunum lauk lífsgöngu Hreins
frænda. Hann lést úr hjartaslagi á
leið til baka.
Ungur að árum flutti hann með
fjölskyldu sinni að Hlíðinni, þar sem
báðir foreldrar hans ólust upp og
afi og amma okkar bjuggu.
Foreldrar hans hófu búskap suð-
ur með sjó en keyptu síðan býlið
sem þau nefndu Dalsmynni, en
bærinn stendur í mynni dalsins sem
liggur upp með Bjarnarfelli.
Það var spennandi að fá þetta
nýja frændfólk í heimsókn og enn
man ég fyrstu leiki okkar frænd-
systkinanna meðan fullorðna fólkið
gladdist yfir endurfundunum. Fjöl-
skyldur okkar bjuggu síðan í ná-
býli með mikilli samvinnu í meira
en 30 ár. Þetta var eiginlega stór-
Qölskylda Úthlíðar- og Dals-
mynnisfólksins með afa og ömmu
á milli sín í Hrauntúni. Hreinn var
snemma mikill spekingur og yfír-
vegaðri í tali og leikjum en hinir
krakkarnir og átti létt með nám.
Hann lauk prófi frá Laugarvatns-
skólanum og stundaði síðan bústörf
í Dalsmynni þar til hann söðlaði
um og flutti til Selfoss þar sem
hann átti heima til æfiloka. Þar tók
hann upp þráðinn að nýju og sett-
ist á skólabekk í Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Eftir stúdentspróf hóf
hann nám í sagnfræði við Háskóla
íslands og lauk því með mastergr-
áðu. Þá fannst mér hann vera kom-
inn á rétta hillu í lífinu. Hann var
með afbrigðum fróðleiksfús og
minnugur og var jafn eðlilegt að
fletta upp í kirkjubókum og öðrum
gömlum heimildum og okkur hinum
að fletta dagblaði. Nýlega sendi
hann mér vandlega frágengna ætt-
artölu okkar sem hann hafði rakið
aftur til fornmanna. Þá áttum við
langt símtal þar sem margt bar á
góma. Þar kom m.a. fram hve annt
honum var um unga fólkið sem
hann var að aðstoða í fjölbrauta-
skólanum og hvernig hann fylgdist
með námi þess og gladdist yfir
áhugasömum og leitandi nemend-
um.
Hann undi sér vel á bökkum
Ölfusár en átti sterkar rætur í
Biskupstungum. Einhver sagnar-
andi hefur hvíslað að honum að
ekki væri seinna vænna að skreppa
þangað og fá sér göngu frá
Sölvagili og inn á dal. Líta enn
Breiðutungurnar, anda að sér ilm-
inum af birkinu sem nú er óðum
að laufgast og heyra niðinn í
Dimmufossi.
Við systkinin frá Úthlíð sendum
Linda móðurbróður okkar og öllum
ástvinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Sigrún.
Enn einn samferðamaðurinn er
nú farinn á undan mér. Hreinn
Erlendsson frá Dalsmynni í Bisk-
upstungum er liðinn langt um ald-
ur fram. Leiðir okkar lágu fyrst
saman fyrir langa löngu á héraðs-
mótum HSK á Þjórsártúni þar sem
báðir héldu sig nokkra íþrótta-
menn þótt til lítilla afreka værum.
Ekki minnist ég þess að við höfum
att kappi saman, en urðum fljótt
málkunnugir, báðir sveitamenn
sem leituðum sannleikans á ýmsan
hátt og vorum kannski ekki á ná-
kvæmlega sömu bylgjulengd og
flestir jafnaldrar okkar. Fundum
við fljótt að við áttum allvel skap
saman þótt langt væri frá því að
við værum sammála um þau mál
sem um var rætt hverju sinni og
kannski var það orsök samstöðu
okkar að við vorum sjaldan sam-
mála. Við skrifuðumst á árum
saman meðan hann var í Dals-
mynni og féllu þar mörg „gullkorn-
in“ á milli okkar. Á árinu 1957
urðum við svo ferðafélagar í fræki-
legri ferð til Moskvu og kynnt-
umst þá enn betur. Hreinn komst
þá inn í Sovétríkin án vegabréfs,
látið var nægja að hann gæti sýnt
inngangskort að Keflavíkurflug-
velli, - ótrúlegt þegar kalda stríð-
ið stóð sem hæst en kannski bar
hann með sér að hann var bara
íslendingur. Ég minnist þess að
við fórum saman í stórum hópi
fólks frá mörgum þjóðlöndum í
grafhýsi það sem hýsti lík þeirra
Leníns og Stalíns. Biðin að komast
inn í grafhýsið var löng, en veðrið
gott svo margt var spjallað í blíð-
unni þar til kom að okkur að ganga
inn í „helgidóminn". Þegar við
Hreinn komum þarna inn urðum
við að hemja nokkuð stráksskap
okkar því í flestum hornum stóðu
hermenn með brugðna byssustingi
og var ekki frítt við að okkur stæði
nokkur ógn af þeim. Þó slepptum
við ekki tækifærinu að skoða
nokkuð grannt þá kumpánana og
komumst að þeirri sameiginlegu
niðurstöðu að Stalín hefði tekið i
vinstri nösina því hún var sýnilega
nokkru stærri en sú hægri. Hreinn
var vel undir ferð þessa búinn og
hafði í fórum sínum tóbakspontu
sem við neyttum af um leið og við
gengum framhjá glerkistunum.
Hreinn var þjóðlegur í háttum
og gætti þess t.d. í sambandi við
neftóbak að fara eftir þeim reglum
sem hann taldi að við ættu. Ætíð
skyldi sá er bauð öðrum í nefið
taka fyrst sjálfur og rétta síðan
næsta manni pontuna þegjandi og
mátti sá er þáði ekki þakka fyrir.
Slíkir menn eru ómetanlegir fyrir
þjóðmenninguna.
Fyrir alllöngu snérist Hreinn til
ásatrúar og áttum við oft orðastað
um það enda ósammála. Ég tel
ásatrúna eins gagnslausa og aðra
trú, þ.á m. kristindóminn, og vart
hægt að telja það annað en að
fara úr öskunni í eldinn að skipta
þannig. Hreinn taldi að ásatrúin
ætti þann sess sem henni var bú-
inn hér á landnámsöld og að það
teldist til tryggðar við land og þjóð
að aðhyllast hana. Sannur íslend-
ingur Hreinn Erlendsson. Hreinn
sinnti búskap með foreldrum sín-
um langt fram eftir árum en flutt-
ist að Selfossi þar sem honum
gafst tækifæri til að nema við öld-
ungadeild Fjölbrautaskóla Suður-
lands þar sem hann tók stúdents-
próf og nam síðan við Háskóla
Islands. Hann var næmur og dug-
legur námsmaður sem tókst á full-
orðinsárum að ná þeirri námsgr-
áðu sem hugur hans mun snemma
hafa stefnt að en aðstæður höml-
uðu.
Nú skilja leiðir, ég þakka vináttu
og votta aðstandendum samúð. Ég
vona að við munum síðar sitja sam-
an til borðs í Valhöll og taka upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Hergeir Kristgeirsson.
Að morgni 21. maí sátum við
Hreinn á Bollastöðum, kaffistofu
starfsfólks Fjölbrautaskóla Suður-
lands, ásamt öðrum starfsmönnum,
eins og svo oft áður, og drukkum
„ofuriítinn volgan sopa“ eins og
Hreinn var vanur að segja. Við
fórum að ræða um Búkollu, um
ævintýrið, um ljóðin eftir Jóhannes
úr Kötlum og Halldór Laxness.
Ekki mundum við hvar kvæði Lax-
ness var að finna. Hreinn taldi þó
að líklega væri það í smásögu Lax-
ness frá Nýja-íslandi. Þetta er
kvæðið um Búkollu mína bububu.
Nokkru seinna um morguninn kom
Hreinn færandi hendi til mín með
ævintýrið um Búkollu og strákinn
og ævintýrið um Búkollu og stelp-
una og ljóð Jóhannesar, og síðast
en ekki síst ljóð Laxness: „Barna-
gæla frá Nýja-íslandi“
Búkolla min bububu,
Búkolla í fjósinu,
hún er með stóru homin sín,
hún er með stóra augun sín,
blessuð ver ún Búkolla og ún Búkolla mín.
Hreinn var fljótur að finna það
sem um var beðið á safninu, hann
þekkti það mjög vel. Um hádegis-
bil mætti ég Hreini með hattinn,
hann var að fara í mat. Hann tók
ofan fyrir mér og ég bukkaði mig
og beygði. Þennan leik lékum við
oft. Hreinn sagði að fyrir þjóðhöfð-
ingjum ætti að hneigja sig í 30
gráður. Síðan ekki meir. Um mið-
nætti var Hreinn allur.
HREINN
ERLENDSSON
Hreini kynntist ég fyrst er hann
hóf nám í öldungadeild Fjölbrauta-
skólans. Það var haustið 1984. Þá
var Hreinn 49 ára. Hann stundaði
námið af miklum dugnaði með fullri
vinnu hjá Sláturfélagi Suðurlands
og lauk stúdentsprófi í desember
1988. í íslensku og sögu hlaut
hann hæstu einkunn í öllum áföng-
um.
Haustið 1989 hóf hann nám í
sagnfræði við Háskóla íslands og
lauk BA-prófi í febrúar 1992 á
aðeins tveimur og hálfu ári. BA-rit-
gerð hans fjallaði um vinnubrögð
bænda í Árnessýslu 1940-50.
í október 1994 lauk hann síðan
meistaraprófi í sagnfræði og skrif-
aði þá ritgerð um Biskupstungurn-
ar, heimasveit sína. Enn hafði
hann sýnt mikinn dugnað með því
að vera í vinnu og námi á sama
tíma.
Haustið 1992 hóf Hreinn störf á
bókasafni Fjölbrautaskólans og
starfaði þar til dauðadags. Það
starf átti mjög vel við hann. Honum
leið vel innan um bækumar, allan
fróðleikinn, hann var samvisku-
samur og góður starfsmaður og
natinn við bækurnar. Hann hafði
einnig gaman af að umgangast
unga fólkið í skólanum, miðla því
af þekkingu sinni og segja sögur.
Hann var mjög alúðlegur við nem-
endur og hjálpfús og þeim þótti'
vænt um hann. Það sýna ummæli
eins nemandans, ungrar stúlku,
þegar hún var að ræða við mig um
að nú væri Hreinn dáinn. Hún
spurði: „Átti Hreinn enga konu?“
„Nei“, svaraði ég. „Hann átti okkur
öll“, sagði hún þá.
Hann kunni ótal sögur og sagði
vel frá, á kaffistofunni var rætt
um allt milli himins og jarðar.
Stundum var rætt um stjórnmál
og þá gerðum við starfsfélagar
Hreins stundum harða hríð að Al-
þýðuflokknum og krötum, töluðum
ekki vel um Jón Baldvin og reynd-
um að æsa Hrein upp. Hann tók
öllu vel og svaraði vel fyrir sig en
var þó viðkvæmur ef honum fannst
við ósanngjörn í garð síns flokks.
Stundum ræddum við á kaffístof-
unni íþóttir, einkum glímu, eða
þjóðlegan fróðleik. Alltaf var létt
yfir Hreini. Hann var góður dreng-
ur.
Við starfsfólk Fjölbrautaskóla
Suðurlands kveðjum Hrein með
söknuði og þökkum honum samver-
una. Föður hans, systkinum og
öðrum aðstandendum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Orlygur Karlsson,
skólameistari.
Kveðja frá Glímudómara-
félagi íslands.
Hreinn Erlendsson var mikill
áhugamaður um íþróttir og ætíð
boðinn og búinn til að ljá liðsinni
sitt þegar aðstoðar var þörf, hvort
sem varðaði skipulagningu íþrótta-
keppni eða dómgæslu. Það voru
ekki síst ftjálsar íþróttir sem nutu
þeirra starfskrafta hans, og þannig
man ég einna fyrst eftir honum.
En hann var einnig mikill áhuga-
maður um þjóðaríþróttina og það
kom fram á margan veg. Þannig
var hann meðal þeirra sem einna
fyrst tóku dómarapróf í glímu eftir
stofnun Glímusambands íslands.
Hann var síðan alla tíð meðal þeirra
sem ætíð voru boðnir og búnir til
starfa fyrir glímuna.
Hreinn var ekki síst viljugur til
verka þegar þörf var á að fá menn
til dómgæslu á mótum í öðrum
landshlutum, og frá slíkum ferðum
er.margs að minnast, enda maður-
inn margspakur og óljúgfróður, svo
vitnað sé í Ara fróða, léttur í skapi
og með eindæmum ánægjulegur
ferðafélagi. Við þessi tækifæri voru
oft málin tekin til fjörugrar um-
ræðu, hvort sem rabbað var um
þjóðaríþróttina eða landsmálin, eða
léttara hjalið látið duga. Honum
var flestum öðrum betur lagið að
segja hressilega frá mönnum og
málefnum.
Hreins Erlendssonar er sárt
saknað, bæði sem ötuls starfs-