Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 50

Morgunblaðið - 31.05.1997, Side 50
■„ 50 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR t Morgunblaðið Jón Svavarsson Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land Fjölbreytt dagskrá til heiðurs sjómönnum SJÓMANNADAGURINN verður haldinn hátíðlegur á morgun um land allt og er dagskráin víðast hvar afar vegleg. Dagskrá 60. sjómannadagsins í Reykjavík hefst formlega með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn, á Höfn í Horna- fírði með hópsiglingu báta, í Vest- mannaeyjum með sjómannamessu í Landakirkju og einnig með sjó- mannamessu í Grindavík klukkan 13 að viðstöddum forseta íslands, Ólafí Ragnari Grímssyni og eigin- konu hans, Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. Víða heflast hátíðarhöldin í dag með ýmsum hætti og dansleikir í tilefni sjómannadagsins eru haldnir á mörgum stöðum í kvöld. Dagskrá hátíðarhalda á Akureyri, í Grindavík, Höfn, Neskaupstað, Reykjavík og Vestmannaeyjum verður með eftirfarandi hætti: Reykjavík Kl. 8.00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 10.00 Sjóminja- og smiðju- munasafnið í Súðarvogi 4 opnað almenningi. Aðgangur ókeypis. Kl. 11.00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Jakob Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Órganisti Marteinn H. Friðriksson. Sjómenn að- stoða við messuna. Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. Útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn Kl. 13.00 Skemmtisigling frá Faxa- garði með skólaskipi Slysavama- skóla sjómanna „Sæbjörgu" og skemmtiferðaskipinu „Amesi“ inn um sund og eyjar. Merki dagsins gildir sem aðgöngumiði. Ókeypis fyrir böm yngri en 12 ára, en verða að vera í fylgd fuli- orðinna. Klæðist vel. Á Miðbakka hafnarinnar Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðar- og sjómannalög. Kl. 14.00 Samkoma sett. Þulur og kynnir Hannes Þ. Hafstein, fyrrv. forstjóri Slysavarnafélags íslands. Afhjúpun styttunnar Horft til hafs. Ávarp, Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs. Gylfi Þ. Gísla- son, fv. menntamálaráðherra, afhjúpar styttuna. Borgarstjór- inn í Reykjavík, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flytur ávarp. Ávörp: Fulltrúi ríkisstjómar, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. Fulltrúi útvegsmanna, Hjörleifur Jakobsson, form. Sambands ísl. kaupskipaútg. Fulltrúi sjómanna, Jónas Garð- arsson, formaður Sjómannafél. Reykjavíkur. Guðmundur Hall- varðsson, form. Sjómannadags- ráðs veitir afreksbjörgunarverð- laun og sæmir sjómenn heiðurs- merkjum Sjómannadagsins. Aðrar heiðranir. Kl. 15.30 Ýmis skemmtiatriði og uppákomur: Þyrla Landhelgis- gæslunnar sýnir björgun og Björgunarsveitir SVFI sýna ýmis atriði varðandi björgun og björgunarbúnað. Kappróður skipshafna ásamt landsveitum karla og kvenna. Koddaslagur og flekahlaup. Farand-hermir- inn og farþegar ávallt slysa- tryggðir. Margar tegundir af botndýrum og sjávargróðri til sýnis í sælífskerum á Marbakka. Athygli skal vakin á því að Heimir Amar Sveinbjömsson mun þreyta Viðeyjarsund ef veður leyfir á milli kl. 13 og 15 og taka land við Grófarbryggju. Hrafnista í Reykjavík 40 ára Kl. 13.30-17.00Opið hús. Handa- vinnu-, sögu- og sölusýning, harmoníkuleikur, söngur. Kaffí- hlaðborð. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilisfólks. Hrafnista Hafnarfirði 20 ára Kl. 13.30 Handavinnu-, sögu- og sölusýning. Kl. 13.30-17.00 Kaffísala. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilisfólks. Höfn í Homafirði Kl. 10.30 Sjómannamessa í Hafnarkirkju. Að lokinni messu verður lagður blóm- sveigur að minnisvarða sjó- manna í Óslandi. Karlakórinn Jökull syngur. Kl. 13.30 Hátíðadagskrá á Hótelt- úni. Lúðrasveit. Ávarp í tilefni dagsins. Kvennakórinn. Heið- ursmerki afhent. Verðlaunaaf- hending. Magnús Ver. Kara- melluregn. Neskaupstaður Kl. 8.30 Skip og bátar setja upp flögg og fána. Kl. 9.00 Hópsigling. Eigendur smábáta eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í hópsiglingunni á bátum sínum. Böm verða að vera í fylgd með fullorðnum. Talstöðvarsamband verður á rás 12. Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Norð- fjarðarkirkju. Sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mess- ar. Ræðu flytur Freysteinn Bjamason útgerðarstjóri. Kór Norðfjarðarkirkju syngur, ein- söngvari Ingveldur Hjaltested, undirleikari Ágúst Á. Þorláks- son. Sjómenn aðstoða við mes- sugerð. Eftir messu fara fulltrú- ar Sjómannadagsráð út í kirkju- garð og leggja blómsveig við minnisvarðann um óþekkta sjó- manninn. Kl. 15.00-19.00 Kaffísala í húsi Björgunarsveitarinnar Gerpis (allur ágóði rennur til björgun- arstarfa sveitarinnar). Kl. 15.30 Hátíðarhöld við sund- laugina: Hátíðarræðu flytur Magni Kristjánsson skipstjóri. Aldraðir sjómenn heiðraðir. Verðlaunaafhending fyrir kapp- róður, dorgveiðikeppni og handflökun. Stakkasund, blöðmslagur, reiptog o.fl. Lúð- rasveit Tónskóla Neskaupstaðar leikur milli atriða. Kl. 23.00 Sjómannadansleikur í Egilsbúð, hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark. V estmannaeyjar Kl. 13.30 Sjómannamessa í Landakirkju, ritningalestur Hilmar Rósmundsson og Haukur Hauksson. Við missisvarðann að messu lokinni. Snorri Óskarsson. Kl. 15.30 Stakkagerðistún. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Ræðumaður dags- ins, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Heiðranir og verðlauna- afhendingar. Snorri Óskar- sson. Litlu lærisveinamir syngja. Hljómsveitin Skíta- mórall leikur létt lög. Eyja- stemmning. Kl. 18.00 Sjómannamessu er útvarpað á FM 104. Akureyri Kl. 08.00. Fánar dregnir að húni. Kl. 11.00 Hátíðarguðþjónusta í Akureyrar- og Glerárkirkju. Heiðranir og athöfn við minnis- varða sjómanna við Glerárkirkju að guðsþjónustum loknum. Kl. 13.30 Fjölskylduhátíð á hafnarsvæðinu við Oddeyrar- bryggju. Ávarp Steingríms J. Sigfúss- sonar, alþingismanns og for- manns sjávarútvegsnefndar Al- þingis. Magnús Scheving bregð- ur á leik með ungum og öldnum. Keppt verður um Smugubikar- inn og í fleiri þrautum. Fjöldi leiktækja verður á svæðinu. Pizza ’67 og slysavarnafélags- konur sjá um veitingar. Götu- leikhús Akureyrar skemmtir. Kynnir á hátíðinni verður Skúli Gautason, leikari og tónlistar- maður. Eftir klukkan 15 verður haldin poppmessa í flugskýli FN á Ak- ureyrarflugvelli á vegum æsku- lýðsstarfs kirkjunnar. Dansleikur hefst í íþróttahöll- inni á Akureyri að kvöldi sjó- mannadags, kl. 19. Húsið opnar klukkan 18.30. Veislustjóri verð- ur Gísli Rúnar Jónsson. Töfra- brögð og þijár hljómsveitir spila. Kjaradeila leikskólakennara Tilríkis- sátta- semjara LAUNANEFND sveitarfélaga á enn ósamið við nokkra viðsemjendur sína og samkvæmt upplýsingum frá nefndinni ber sérstaklega mikið á milli í samningaviðræðum við Félag íslenskra leikskólakennara. Þann 21. maí sl. lagði launanefndin fram til- boð sem félagið hafnaði og hefur launanefnd því ákveðið að vísa þeirri deilu til ríkissáttasemjara. Launanefndin hefur gert kjara- samninga við 24 bæjarstarfs- mannafélög, Félag tónlistarskóla- kennara og fjölmörg verkalýðsfélög og skammtímasamning við stéttar- félög grunnskólakennara á síðustu tveimur mánuðum án atbeina ríkis- sáttasemjara. Þeir samningar sem launanefnd sveitarfélaga hefur gert hafa verið samþykktir af félögunum að undan- skildum samningum við Starfs- mannafélag Kópavogs og Starfs- mannafélag Vestmannaeyjabæjar, sem felldu samningana. Búið er að semja aftur við Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar og sá samn- ingur samþykktur, en viðræður standa yfír við Starfsmannafélag Kópavogs. Allir kjarasamningarnir eru á svipuðum nótum og þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið í þjóðfélaginu að undanfömu. ----» ■♦"4-- Alþýðubandalagið í Reykjavík __ Gestur Ásólfsson endurkjörinn formaður Á AÐALFUNDI Alþýðubandalags- ins í Reykjavík sem haldinn var á fímmtudagskvöldið 29. maí var Gestur Ásólfsson einróma endur- kjörinn formaður félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun við kjarabaráttu verkafólks á ísafírði: „Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar á verkalýðshreyfínguna að veita verkalýðsfélaginu Baldri á ísafírði allan hugsanlegan stuðning í þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfír. Jafnframt lýsir fundurinn yfír fullum stuðningi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík við baráttu verka- lýðsfélagsins á ísafirði. Barátta fé- laganna vestra snýst ekki einasta um kjör þeirra sjálfra heldur um sjálfsvirðingu verkalýðshreyfíngar- innar í heild. Þess vegna skiptir miklu að verkalýðshreyfíngin í heild láti ekki líðast að barátta Isfírðinga verði brotin niður.“ Þá samþykkti fundurinn eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 1997 telur að stefna beri að sameiningu þing- flokka Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins eftir næstu kosning- ar til Alþingis með sameiningu flokkanna í lok kjörtímabilsins enda skapist til þess málefnalegar for- sendur.“ Þá samþykkti aðalfundurinn ýmsar ályktanir um innra starf fé- lagsins. Ennfremur var félaginu kjörin ný stjórn sem er að meiri- hluta skipuð ungum félögum. Stjórnin er þannig skipuð: Guðný Magnúsdóttir, Kolbeinn Óttarsson, Steingrímur Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sjöfn Kristjáns- dóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir. í varastjórn eru: Nanna Rögnvalds- dóttir, Árni Þór Sigurðsson og Sjöfn Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.