Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 31.05.1997, Qupperneq 50
■„ 50 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR t Morgunblaðið Jón Svavarsson Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land Fjölbreytt dagskrá til heiðurs sjómönnum SJÓMANNADAGURINN verður haldinn hátíðlegur á morgun um land allt og er dagskráin víðast hvar afar vegleg. Dagskrá 60. sjómannadagsins í Reykjavík hefst formlega með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn, á Höfn í Horna- fírði með hópsiglingu báta, í Vest- mannaeyjum með sjómannamessu í Landakirkju og einnig með sjó- mannamessu í Grindavík klukkan 13 að viðstöddum forseta íslands, Ólafí Ragnari Grímssyni og eigin- konu hans, Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. Víða heflast hátíðarhöldin í dag með ýmsum hætti og dansleikir í tilefni sjómannadagsins eru haldnir á mörgum stöðum í kvöld. Dagskrá hátíðarhalda á Akureyri, í Grindavík, Höfn, Neskaupstað, Reykjavík og Vestmannaeyjum verður með eftirfarandi hætti: Reykjavík Kl. 8.00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 10.00 Sjóminja- og smiðju- munasafnið í Súðarvogi 4 opnað almenningi. Aðgangur ókeypis. Kl. 11.00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Jakob Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Órganisti Marteinn H. Friðriksson. Sjómenn að- stoða við messuna. Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. Útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn Kl. 13.00 Skemmtisigling frá Faxa- garði með skólaskipi Slysavama- skóla sjómanna „Sæbjörgu" og skemmtiferðaskipinu „Amesi“ inn um sund og eyjar. Merki dagsins gildir sem aðgöngumiði. Ókeypis fyrir böm yngri en 12 ára, en verða að vera í fylgd fuli- orðinna. Klæðist vel. Á Miðbakka hafnarinnar Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðar- og sjómannalög. Kl. 14.00 Samkoma sett. Þulur og kynnir Hannes Þ. Hafstein, fyrrv. forstjóri Slysavarnafélags íslands. Afhjúpun styttunnar Horft til hafs. Ávarp, Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs. Gylfi Þ. Gísla- son, fv. menntamálaráðherra, afhjúpar styttuna. Borgarstjór- inn í Reykjavík, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, flytur ávarp. Ávörp: Fulltrúi ríkisstjómar, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra. Fulltrúi útvegsmanna, Hjörleifur Jakobsson, form. Sambands ísl. kaupskipaútg. Fulltrúi sjómanna, Jónas Garð- arsson, formaður Sjómannafél. Reykjavíkur. Guðmundur Hall- varðsson, form. Sjómannadags- ráðs veitir afreksbjörgunarverð- laun og sæmir sjómenn heiðurs- merkjum Sjómannadagsins. Aðrar heiðranir. Kl. 15.30 Ýmis skemmtiatriði og uppákomur: Þyrla Landhelgis- gæslunnar sýnir björgun og Björgunarsveitir SVFI sýna ýmis atriði varðandi björgun og björgunarbúnað. Kappróður skipshafna ásamt landsveitum karla og kvenna. Koddaslagur og flekahlaup. Farand-hermir- inn og farþegar ávallt slysa- tryggðir. Margar tegundir af botndýrum og sjávargróðri til sýnis í sælífskerum á Marbakka. Athygli skal vakin á því að Heimir Amar Sveinbjömsson mun þreyta Viðeyjarsund ef veður leyfir á milli kl. 13 og 15 og taka land við Grófarbryggju. Hrafnista í Reykjavík 40 ára Kl. 13.30-17.00Opið hús. Handa- vinnu-, sögu- og sölusýning, harmoníkuleikur, söngur. Kaffí- hlaðborð. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilisfólks. Hrafnista Hafnarfirði 20 ára Kl. 13.30 Handavinnu-, sögu- og sölusýning. Kl. 13.30-17.00 Kaffísala. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilisfólks. Höfn í Homafirði Kl. 10.30 Sjómannamessa í Hafnarkirkju. Að lokinni messu verður lagður blóm- sveigur að minnisvarða sjó- manna í Óslandi. Karlakórinn Jökull syngur. Kl. 13.30 Hátíðadagskrá á Hótelt- úni. Lúðrasveit. Ávarp í tilefni dagsins. Kvennakórinn. Heið- ursmerki afhent. Verðlaunaaf- hending. Magnús Ver. Kara- melluregn. Neskaupstaður Kl. 8.30 Skip og bátar setja upp flögg og fána. Kl. 9.00 Hópsigling. Eigendur smábáta eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í hópsiglingunni á bátum sínum. Böm verða að vera í fylgd með fullorðnum. Talstöðvarsamband verður á rás 12. Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Norð- fjarðarkirkju. Sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mess- ar. Ræðu flytur Freysteinn Bjamason útgerðarstjóri. Kór Norðfjarðarkirkju syngur, ein- söngvari Ingveldur Hjaltested, undirleikari Ágúst Á. Þorláks- son. Sjómenn aðstoða við mes- sugerð. Eftir messu fara fulltrú- ar Sjómannadagsráð út í kirkju- garð og leggja blómsveig við minnisvarðann um óþekkta sjó- manninn. Kl. 15.00-19.00 Kaffísala í húsi Björgunarsveitarinnar Gerpis (allur ágóði rennur til björgun- arstarfa sveitarinnar). Kl. 15.30 Hátíðarhöld við sund- laugina: Hátíðarræðu flytur Magni Kristjánsson skipstjóri. Aldraðir sjómenn heiðraðir. Verðlaunaafhending fyrir kapp- róður, dorgveiðikeppni og handflökun. Stakkasund, blöðmslagur, reiptog o.fl. Lúð- rasveit Tónskóla Neskaupstaðar leikur milli atriða. Kl. 23.00 Sjómannadansleikur í Egilsbúð, hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark. V estmannaeyjar Kl. 13.30 Sjómannamessa í Landakirkju, ritningalestur Hilmar Rósmundsson og Haukur Hauksson. Við missisvarðann að messu lokinni. Snorri Óskarsson. Kl. 15.30 Stakkagerðistún. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Ræðumaður dags- ins, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Heiðranir og verðlauna- afhendingar. Snorri Óskar- sson. Litlu lærisveinamir syngja. Hljómsveitin Skíta- mórall leikur létt lög. Eyja- stemmning. Kl. 18.00 Sjómannamessu er útvarpað á FM 104. Akureyri Kl. 08.00. Fánar dregnir að húni. Kl. 11.00 Hátíðarguðþjónusta í Akureyrar- og Glerárkirkju. Heiðranir og athöfn við minnis- varða sjómanna við Glerárkirkju að guðsþjónustum loknum. Kl. 13.30 Fjölskylduhátíð á hafnarsvæðinu við Oddeyrar- bryggju. Ávarp Steingríms J. Sigfúss- sonar, alþingismanns og for- manns sjávarútvegsnefndar Al- þingis. Magnús Scheving bregð- ur á leik með ungum og öldnum. Keppt verður um Smugubikar- inn og í fleiri þrautum. Fjöldi leiktækja verður á svæðinu. Pizza ’67 og slysavarnafélags- konur sjá um veitingar. Götu- leikhús Akureyrar skemmtir. Kynnir á hátíðinni verður Skúli Gautason, leikari og tónlistar- maður. Eftir klukkan 15 verður haldin poppmessa í flugskýli FN á Ak- ureyrarflugvelli á vegum æsku- lýðsstarfs kirkjunnar. Dansleikur hefst í íþróttahöll- inni á Akureyri að kvöldi sjó- mannadags, kl. 19. Húsið opnar klukkan 18.30. Veislustjóri verð- ur Gísli Rúnar Jónsson. Töfra- brögð og þijár hljómsveitir spila. Kjaradeila leikskólakennara Tilríkis- sátta- semjara LAUNANEFND sveitarfélaga á enn ósamið við nokkra viðsemjendur sína og samkvæmt upplýsingum frá nefndinni ber sérstaklega mikið á milli í samningaviðræðum við Félag íslenskra leikskólakennara. Þann 21. maí sl. lagði launanefndin fram til- boð sem félagið hafnaði og hefur launanefnd því ákveðið að vísa þeirri deilu til ríkissáttasemjara. Launanefndin hefur gert kjara- samninga við 24 bæjarstarfs- mannafélög, Félag tónlistarskóla- kennara og fjölmörg verkalýðsfélög og skammtímasamning við stéttar- félög grunnskólakennara á síðustu tveimur mánuðum án atbeina ríkis- sáttasemjara. Þeir samningar sem launanefnd sveitarfélaga hefur gert hafa verið samþykktir af félögunum að undan- skildum samningum við Starfs- mannafélag Kópavogs og Starfs- mannafélag Vestmannaeyjabæjar, sem felldu samningana. Búið er að semja aftur við Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar og sá samn- ingur samþykktur, en viðræður standa yfír við Starfsmannafélag Kópavogs. Allir kjarasamningarnir eru á svipuðum nótum og þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið í þjóðfélaginu að undanfömu. ----» ■♦"4-- Alþýðubandalagið í Reykjavík __ Gestur Ásólfsson endurkjörinn formaður Á AÐALFUNDI Alþýðubandalags- ins í Reykjavík sem haldinn var á fímmtudagskvöldið 29. maí var Gestur Ásólfsson einróma endur- kjörinn formaður félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun við kjarabaráttu verkafólks á ísafírði: „Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar á verkalýðshreyfínguna að veita verkalýðsfélaginu Baldri á ísafírði allan hugsanlegan stuðning í þeirri kjarabaráttu sem nú stendur yfír. Jafnframt lýsir fundurinn yfír fullum stuðningi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík við baráttu verka- lýðsfélagsins á ísafirði. Barátta fé- laganna vestra snýst ekki einasta um kjör þeirra sjálfra heldur um sjálfsvirðingu verkalýðshreyfíngar- innar í heild. Þess vegna skiptir miklu að verkalýðshreyfíngin í heild láti ekki líðast að barátta Isfírðinga verði brotin niður.“ Þá samþykkti fundurinn eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 1997 telur að stefna beri að sameiningu þing- flokka Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins eftir næstu kosning- ar til Alþingis með sameiningu flokkanna í lok kjörtímabilsins enda skapist til þess málefnalegar for- sendur.“ Þá samþykkti aðalfundurinn ýmsar ályktanir um innra starf fé- lagsins. Ennfremur var félaginu kjörin ný stjórn sem er að meiri- hluta skipuð ungum félögum. Stjórnin er þannig skipuð: Guðný Magnúsdóttir, Kolbeinn Óttarsson, Steingrímur Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sjöfn Kristjáns- dóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir. í varastjórn eru: Nanna Rögnvalds- dóttir, Árni Þór Sigurðsson og Sjöfn Ingólfsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.