Morgunblaðið - 26.06.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 37
stærðir 39 - 46
itærðir 36-41
stærðir 36 - 46
AÐSENDAR GREINAR
því að koma ferskum sjávarafurð-
um daglega beint til neytenda í
Bandaríkjunum, ef umrætt fiutn-
ingakerfi ferðaþjónustunnar væri
ekki til staðar?
Hvernig gætum við tekið þátt í
alþjóðlegum viðskiptum, samið um
sölu á afurðum, raforku og öðru,
ef við hefðum einungis þá tíðni í
flugi sem heimamarkaður þarfn-
ast? Frekari uppbygging Flugleiða
á þessu ieiðakerfi og markaðssetn-
ing þeirra og annarra samhliða því
skiptir því ekki einungis ferðaþjón-
ustuna í landinu miklu, heldur í
reynd er það grundvöllur þess að
við getum haldið áfram að auka
hlut okkar í alþjóðlegum viðskipt-
um og eflt enn frekar samkeppnis-
hæfni okkar í útflutningi.
Þetta er gert að umtalsefni hér
á 50 ára afmælisári millilanda-
flugsins, þar sem mér finnst oft á
tíðum að mikilvægi þessarar fram-
sækni frumheijanna og frekari
þróun og vinnsla þeirrar hugmynd-
ar í höndum Flugleiða gleymist og
við Islendingar lítum á það sem
sjálfsagðan hlut að við höfum
þessa frábæru samgöngumögu-
leika til allra átta allt árið. En það
er auðvitað ekkert sjálfgefið að
rekstri alþjóðaflugfélags sé haldið
út frá okkar litla samfélagi.
Samhliða því að þessari hug-
mynd var komið í framkvæmd á
sjötta áratugnum hófst sölu- og
markaðsstarf í tveimur heimsálf-
um. í áratugi hafa íslensk fyrir-
tæki í ferðaþjónustu því starfað
erlendis og byggt upp markaði.
Sú vinna var frá upphafi í höndum
íslenskra fyrirtækja enda áttum
við íslendingar mest undir því að
vel tækist til. Ég hef áður látið í
ljós þá skoðun mína að við íslend-
ingar eigum í vaxandi mæli að
koma okkur enn betur fyrir á
helstu markaðssvæðum okkar.“
í framhaidi af umræðunni um
mikilvægi Keflavíkurflugvallar
hlýtur það að vekja athygli að enn
skuli stundum um það rætt að
Leifsstöð sé fjárhagslegur baggi á
þjóðinni. Fjárfesting sem var 4-5
milljarðar. Gjaldeyristekjur af er-
lendum ferðamönnum frá því
Leifsstöð var tekin í notkun nálg-
ast nú 100 milljarða. Hvaða mögu-
leika hefðum við haft til slíkra
gjaldeyristekna án byggingar
Leifsstöðvar? Þetta eigum við að
hafa í huga nú þegar komið er að
nauðsynlegri stækkun flugstöðvar-
innar til næstu áratuga.
Áætlanir innan ferðaþjón-
ustunnar gera ráð fyrir verulega
auknum umsvifum áfram. Gangi
þessar áætlanir eftir munu hér á
Islandi verða til a.m.k. 100 millj-
arða viðbótargjaldeyristekjur á
næstu 10 árum. Ég er að tala um
viðbót miðað við að umsvif í ferða-
þjónustu hér á landi hefðu skilað
20 milljörðum árlega næstu 10
árin, eða því sama og á síðasta
ári. Þannig að gjaldeyristekjurnar
verði ekki 200 milljarðar heldur
a.m.k. 300 milljarðar á næsta ára-
tug. Og segja má að hin stórfelldu
fjárfestingaráform Flugleiða hafi
gert þessa spá enn raunhæfari.
Það hlýtur að vekja athygli að ein
atvinnugrein kynni áform um yfir
100 milljaraða viðbótargjaldeyris-
tekjur á næsta áratug sem skapi
þúsundir nýrra starfa. Nú þarf að
tryggja að stjórnvöld fyrir sitt
leyrti tryggi þessa gjaldeyrisaukn-
ingu og atvinnusköpun enda eru
þeirra hagsmunir mestir þar sem
gera má ráð fyrir að gangi þetta
eftir muni a.m.k. 20-30 viðbótar-
milljarðar af þessari aukningu
renna beint í ríkissjóð á næsta
áratug.
Ákvörðun Flugleiða er enn
frekri staðfesting á vaxtarmögu-
leikum íslenskrar ferðaþjónustu.
Mikilla annarra fjárfestinga er
þörf í uppbyggingu í landinu til
að tryggja að við náum settum
markmiðum. Það þarf að tryggja
að aðrar ákvarðanir um nauðsyn-
legar fjárfestingar í atvinnugrein-
inni verði teknar með því sama
hugarfari að tryggja aukna arð-
semi og samkeppnishæfni.
Hér þarf m.a. fjárfestingar á
áfangastöðunum, hvort sem að-
dráttarafl þeirra er vegna ein-
stakrar náttúru, menningar eða
tengt sögu okkar. Þá er ekki síður
þörf á stórauknum fjárfestingum
í öllu okkar markaðsstarfi. Þar
þarf að mínu mati að koma til enn
frekari samvinnu allra aðila en
nú er og enn meiri sókn okkar
íslendinga sjálfra í sölu- og mark-
aðsmálum. Ef rétt er að unnið er
ekkert sem bendir til annars en
við séum að tala um ferðaþjónustu
sem eina af undirstöðum íslensks
efnahagslífs á næstu öld.
Höfundur er ferdamálíistjóri.
toppgrindur og burðarbogar
Eigum mikið úrval af farangurskössum, toppgrindum
og burðarbogum á flestar gerðir bifreiða.
Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum
okkar í sima 588 2550.
BílavörubúSin
FJÖDRIN
I famrbroddi
SKEIFUNNI 2,108 REYKJAVIK SÍMI 588 2550
verð áður 2.490 kr.
á Kringlukasti
1.490 kr.
á Kringlukasti
2.490 kr.
'V.
a Kringlukasti
1.490 kr.
a Kringlukasti
790 kr.
á Kringlukasti
990 kr.
verð áður 1.490 kr.
á Kringíukasti í
790 kr.
a Kringlukasti
1.290 kr.
verð áður 1.690 kr.
á Kringlukasti
990 kr.
; ' -P/ / .•
/ J
^ 7
verð áður 11.790 kr.
a Kringlukasti
790 kr.
a Kringlukasti
4.990 kr.
a Kringlukasti **■ J'm
5.990 kr.
<-r a Kringlukasti
*ss» 1.290 kr.
-
á Kringlukasti
2.990 kr.
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
r verð áður 10.990 kr.
ART skór 4 litir
á Kringlukasti
4.990 kr.
LAUGAVEGI 67. SIMI 551 2880