Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 2

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Bandarískur skipstjóri um stöðugleika skelveiðibáta Skipum með skutgálga er hættara en öðrum „REYNSLA mín frá Bandaríkjun- um er sú að skelbátar með gálgann í skutnum farast miklu oftar en þeir sem eru með hliðargálga. Um 85% þeirra skelbáta sem hafa farist heima voru með gálgann í skut,“ segir Jim Florant, skipstjóri frá Bandaríkjunum. Hann kom hingað með nýja skipinu sem íslenskur skelfiskur keypti vestra og heitir Skel. Jim Florent hefur yfir 20 ára reynslu af skelfiskveiðum en hefur stundað sjóinn frá árinu 1958. Seg- ir hann skelfiskveiðiflotann við austurströnd Bandaríkjanna hafa verið um 135 skip þar til á allra síðustu árum að hann er kominn niður í 35 skip vegna kvóta sem settur hefur verið á skelveiðina. „Það hafa á hveiju ári sokkið 3-5 skelveiðiskip og það er hátt hlut- fall af 35 skipa flota,“ segir Jim Florant. „Flest skipanna voru með gálgann aftan á og flestum er það einnig sammerkt að þau voru í upphafi smíðuð í öðrum tilgangi en síðan breytt til veiða á skelfiski sem kemur ótvírætt niður á stöðugleika þeirra. Menn hafa ekki alltaf hugað almennilega að þessu atriði. Stund- um hefur áhöfnin líka verið full- áköf og hlaðið skipin ótæpilega, fyllt hvert skot á þilfarinu af skel- inni. Það hefur líka áhrif á stöðug- leikann og það kann að vera skýr- ingin á sumum skipssköðunum heima. Skipin með hliðargálganum eru yfirleitt nýrri og sérstaklega hönnuð til skelveiða enda farast þau sjaldan. Ég tel að sum þeirra kunni að hafa farist vegna lélegs við- halds.“ Hefur oft afþakkað pláss Jim Florant leggur þunga áherslu á að hann viti ekki hvað gerst hafí með þau íslensku skelveiðiskip sem farist hafa en hann telur skipin með hliðargálganum stöðugri. „Það er meðal annars vegna þess að á stíminu er plógurinn á dekkinu en á skipunum með gálgann aftan á hangir hann aftan við skipið og það dregur meðal annars úr stöðugleik- anum.“ Hann segist hafa starfað fyrir útgerð sem átti 18 skip, þar af tvö með skutgálga og hafí annað þeirra farist en ekkert hinna. „Mér hefur oft boðist pláss á Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson JIM Florant frá Bandaríkjunum hefur stundað skelveiðar frá árinu 1976 og telur skip með hliðarplógi mun öruggari en þau sem hafa plóginn í skut. Skel, nýtt skip íslensks skelfisks, er með hliðarplógi. ferli mínum á skipum með skut- gálga en hef alltaf afþakkað það og mun ekki fara á slíkt skip því ég tel af reynslunni frá Bandaríkj- unum að þau séu varasöm. Ef sjór kemur á þau að aftan er mikil hætta á að þau fari niður og oftast er það á stíminu. Þess vegna hafa líka margir farist með þessum skip- um, flestir eru undir þiljum og kannski í koju og af því að þetta gerist svo snöggt ná þeir ekki að komast upp á þessum fáu sekúnd- um. Ég hef séð á eftir nálægt 30 kunningjum mínum með þessum bátum.“ Golfá Gróttusvæði í GRÓTTU á Selljarnamesi má sjá ýmsa fugla á sumrin. Þangað koma farfuglar á vorin og gera sér hreiður og á sama tíma taka golfspilarar fram kylfur sinar eftir vetrarfrí. Samlífið virðist ganga vel, að minnsta kosti halda kylfingar ró sinni og klára hring- inn án teljandi vandræða. Leyninúmer í bensín- sjálfsala ÞEIR sem kaupa eldsneyti af sjálf- sölum bensínstöðvanna þurfa frá og með 8. júlí að slá inn persónulegt leyninúmer korthafa, svokailað PIN- númer þegar þeir greiða fyrir með greiðslukortum. Andri Hrólfsson, forstöðumaður á þjónustusviði sölu- aðila hjá VISA, segir að þetta sé ekki síst gert í Ijósi tilmæla frá VISA International. Brögð hafa verið að því að vákort hafí verið notuð í bens- ínsjálfsala hérlendis. Andri segir að olíufélögin íslensku hafí verið misvel í stakk búin til að innleiða þessa breytingu en lykla- borð þarf að tengja við sjálfsalana svo hægt sé að nota PIN-númerin. Félögin hafa nú haft 1 'h ár til aðlög- unar að þessum breytingum. Um 60 bensínsjálfsalar eru á land- inu og hefur þeim fjölgað talsvert að undanfömu. Sama er að segja um hraðbanka en þar er PIN-núm- era-innsláttar einnig krafist. Með skyldunotkun leyninúmera í þessum viðskiptum er stefnt að því að auka öryggi og draga úr misferli. ----------♦ ♦ ♦---- NM í bridsi Tveir sigrar ÍSLENSKA liðið á Norðurlandamóti ungmenna í bridsi vann Færeyinga og Norðmenn í gær og er í efsta sæti en mótinu lýkur í dag. íslendingar hafa 160 stig, Danir 141 og Svíar 120 þegar tveimur leikjum er ólokið. Næstsíðasta um- ferð mótsins hófst í gærkvöldi og þá mættust íslendingar og Danir. Fyrri hálfleikur leiksins var spilaður í gærkvöldi en sá síðari verður í dag. í lokaleiknum mæta íslending- ar Finnum. ■ íslendingar/47 Morgunblaðið/Amaldur Halldórsson Stefnt að eiturlyfjalausu íslandi árið 2002 Börn þroskist án vímuefna RÍKISSTJÓRN íslands og Reykja- víkurborg hafa hrint í framkvæmd áætlun um að ísland verði land án eiturlyfja, í samstarfí við Samtök evrópskra borga gegn eiturlyfjum, ECAD. Til að ná sem bestum ár- angri hefur verið gerð áætlun til 5 ára, eða til ársins 2002, um mark- vissar aðgerðir í vímuvömum. Þetta kom fram í erindi sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, flutti á fjórða ársfundi ECAD, sem haldinn var í París 26. til 27. júní sl. Sameinuðu þjóðimar hafa einmitt lýst 26. júní alþjóðlegan bar- áttudag gegn útbreiðslu eiturlyfja. Á fundinum vom saman komnir borgarstjórar og fulltrúar fjöl- margra borga sem eiga aðild að samtökunum. Samtökunum hefur vaxið fískur um hrygg á síðustu ámm og hafa 182 borgir undirritað Stokkhólms-yfirlýsinguna, sem fel- ur í sér skuldbindingu viðkomandi borga um að beijast með víðtækum ráðum gegn útbreiðslu og neyslu ólöglegra fíkniefna. í áætluninni um eiturlyfjalaust ísland er gert ráð fyrir að virkja þjóðfélagið sem heild í vímuvarnar- málum. ÓIl verkefni verði metin til árangurs. Er lögð áhersla á skipu- lagða fræðslu fyrir foréldra, kenn- ara, þjálfara og fleiri sem starfa að barna- og unglingamálum. Eink- um um einkenni vímuefnaneyslu meðal barna og unglinga og hvaða þjónusta og úrræði standi þeim til boða. Ábyrgð fullorðinna í málinu verður undirstrikuð og sérstök verkefni skipulögð þar sem foreldr- ar verða hvattir til aðgerða gegn vímuefnaneyslu barna og unglinga. „Við viljum geta boðið íbúum borga okkar öruggt umhverfí og aukna vissu fyrir því að börn og unglingar fái tækifæri til að vaxa til þroska og athafna án vímu- efna,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Skýr stefna evrópskra borga gegn eiturlyfjum, samtakamátturinn og markvisst forvarnar- og með- ferðarstarf eru mikilvægir þættir í þeirri baráttu." Héraðsdómur dæmir í máli sem höfðað var í kjölfar Hæstaréttardóms um dómarafulltrúa Ríkið dæmt til að greiða í einstaklingi skaðabætur DÓMS- og kirkjumálaráðherra og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkisins voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða einstaklingi í Reykjavík, sem höfðaði málið gegn íslenska rík- inu, um 270 þús. kr. skaðabætur auk dráttar- vaxta og málskostnaðar. Stefnandi stefndi ríkinu vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir í málaferlum, sem hann átti í um fasteignavið- skipti, vegna þess að Hæstiréttur hafði vísað því máli heim í hérað til nýrrar meðferðar á grund- velli þess að staða dómarafulltrúa, sem dæmt hafði í málinu, uppfyllti ekki grunnreglur stjórnar- skrár um sjálfstæði dómsvaldsins. í málinu komu til álita 6. gr. laga um aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds í héraði og réttar- áhrif stefnumarkandi dóms Hæstaréttar frá 18. maí 1995 en mál stefnanda var þá til meðferðar í dómskerfinu. í þeim dómi komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að staða dómarafulltrúa, eins og henni er nú fyrir komið, uppfylli ekki grunn- reglur stjórnarskrár um sjálfstæði dómsvaldsins, svo sem þær verða skýrðar með hliðsjón af 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæða og óvilhalla dómara. Tjón stefnanda rakið til lagasetningar í niðurstöðu héraðsdóms í gær segir m.a. að frá gildistöku laganna um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds og þar til hinn stefnumarkandi dómur Hæstaréttar í maí 1995 var kveðinn upp hafí fjölmörg mál sem dæmd höfðu verið af dóm- arafulltrúum, fengið efnislega úrlausn í Hæsta- rétti. Stefnandi hafí enga ástæðu haft til að ætla annað en að mál hans fengi einnig efnismeðferð í Hæstarétti. „í kjölfar framangreinds dóms Hæstaréttar var máli stefnanda vísað heim í hérað til nýrrar með- . ferðar og hinn áfiýjaði dómur í máli hans felldur úr gildi og öll meðferð málsins fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Hafði þetta, eins og áður greinir, í 1 fór með sér aukinn kostnað fyrir stefnanda. Telja ' verður að þetta tjón stefnanda verði rakið til þeirr- ar lagasetningar sem um ræðir og þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfarið, en fallast ber á að lög- gjafarvaldinu beri að haga löggjöf sinni þannig að eigi fari í bága við stjómarskrá lýðveldisins. Eins og fram er komið höfðu fjölmargir ein- staklingar fengið endanlega úrlausn Hæstaréttar í málum er dómarafulltrúar höfðu dæmt í héraði , eftir setningu framangreindra laga. Stefnandi varð því fyrir fjárhagstjóni sem hann mátti ekki varast, af ástæðum sem stefndi telst bera ábyrgð á,“ segir m.a. í niðurstöðu Héraðsdóms. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.