Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UNGT fólk á hjólabrett-
um er algeng sjón í
miðbæ Reykjavíkur.
Ingólfstorg er vinsæll
verustaður hjólabretta-
kappa sem bókstaflega
fljúga um torgið og
vekja athygli vegfar-
enda. Ekki eru allir á
eitt sáttir og fólk hefur
ýmist lýst ánægju sinni
eða vanþóknun á veru
hjólabrettafólks á torg-
inu. Til að kanna málið
nánar fór Rakel Þor-
bergsdóttir niður á Ing-
ólfstorg og kynnti sér
hinar ólíku hliðar máls-
ins.
Sumarið er tími úti-
veru og algengt er að
fólk safnist saman á
torgum miðbæja. Ing-
ólfstorg, í hjarta
Reykjavíkur, hefur
undanfarin ár verið
samkomustaður ungs
fólks á hjólabrettum
sem rennir sér á handr-
iðum og stekkur niður
tröppur torgsins.
Hrafn Gunnarsson, 14 ára,
var á Ingólfstorgi með vinum
sínum en þeir komu til að fylgj-
ast með eldri hjólabrettastrák-
um og til að leika sér á eigin
brettum. Hrafn sagði að sér-
staklega gott væri að renna sér
á marmaranum á torginu og
þess vegna væru þeir komnir
þangað. Hann sagðist eiga vin
sem fyrir skömmu hafi slitið
liðband og handleggsbrotið sig
á hjólabretti á Seltjarnarnesi.
Þeir vinirnir noti hvorki hlífar
né hjálma en séu þrátt fyrir
það óhræddir.
Thorvaldsensbasar stendur
við Ingólfstorgið og starfs-
menn verslunarinnar segja það
mjög slæmt þegar unglingar á
hjólabrettum fari sjálfum sér
að voða og meiði jafnvel aðra.
„Auðvitað verða unglingarnir
að vera einhvers staðar en það
er eins og allir standi ráðalaus-
ir,“ sagði starfsmaður verslun-
arinnar. Unglingarnir séu
hjálma- og hlífðarlausir og
gjarnan sjáist til þeirra þegar
þeir detti og meiði sig.
Starfsmenn Hlöllabáta við
Ingólfstorg segja að eldra fólk-
VIKTOR Gunnlaugsson og Anton Gunnarsson
hafa verið á hjólabrettum í sex ár og segja
Ingólfstorg vera besta staðinn fyrir þau.
HRAFN Gunnarsson, 14 ára, kom með
hjólabrettið ásamt vinum sínum af
Seltjarnamesi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HJÓLABRETTASTÖKK niður tröppurnar á Ing-
ólfstorgi er algeng sjón.
FEÐGININ Dagbjört Hauksdóttir og Haukur
Andrésson nutu sólarinnar við torgið.
ANNA María Atania með börnum sínum á Ingólfstorgi.
ið í borginni leggi ekki leið sína
á torgið. Þeir segja að fólk taki
fremur sveig en að ganga út á
torgið. Viðskipti séu minni því
mikið af fólki komi ekki á svæð-
ið. Að þeirra sögn væri allt
öðruvísi umhorfs á torginu ef
hjólabrettafólk væri þar ekki
öllum stundum.
Viktor Gunnlaugsson og An-
ton Gunnarsson eru tæplega
tvítugir og hafa verið á hjóla-
brettum í um sex ár. Þeir segja
að fólk sem búi eða starfi í
kringum torgið sé helst að
kvarta undan þeim en lögregl-
an sé lítið að skipta sér af.
Að þeirra sögn er bæði hall-
ærislegt og heftandi að vera
með hlífar í miðbænum. Þeir
hafa tognað, marist og bólgnað
en ekki lent í alvarlegri óhöpp-
um. Viktor segist einu sinni
hafa rekist á mann á torginu
en sá var líka á hjólabretti og
því teljist það ekki með. „Við
erum ekki viljandi að ógna
fólki, fólk heldur að við keyrum
beint á það en við vitum hvert
við erum að fara,“ sögðu Anton
og Viktor. Þeir segja að fólk
gæti barnanna sinna og láti þau
ekki hlaupa um og í veg fyrir
hjólabrettafólk. „Okkur hefur
verið kennt um ótrúlegustu
hluti. Við erum ekki að skemma
eða krota á marmarann," sögðu
þeir vinir. „Eldra fólkið gerir
allt of mikið úr þessu. Við erum
ekkert slæmir.“
Aðstaða fyrir hjólabretti hef-
ur verið sett upp á ýmsum stöð-
um í borginni en Anton og Vikt-
or segja að skemmtilegast sé
að renna sér á bretti í miðbæn-
um. Þar sé allt sem þurfi til
að gera hjólabrettaiðkun
skemmtilega.
Dagbjört Hauksdóttir sat
með pabba sínum, Hauki Apdr-
ésssyni, á Ingólfstorgi og sagð-
ist stundum verða hrædd við
hjólabrettafólkið. „Þeir eru
stundum næstum því búnir að
slasa einhveija,“ sagði Dag-
björt sem er tíu ára. Henni
finnst gaman að vera á torginu
en langar ekki til að leika sér
á hjólabretti. „Það er gaman
að sjá flinka stráka sýna listir
sínar,“ sagði Haukur, pabbi
Dagbjartar, og sagðist óhrædd-
ur við að vera á torginu.
Anna María Atania var með
börnin sín tvö á Ingólfstorgi
og sagðist koma þangað stund-
um. Hún sagðist ekki verða
fyrir óþægindum af hálfu hjóla-
brettafólksins og hefði ekkert
út á það að selja.
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavík kvarta verslunareig-
endur við Ingólfstorg af og til
vegna unglinga á hjólabrettum.
Þá hefur lögreglan venjulega
farið á torgið og talað við ungl-
ingana og reynt að fá þá til að
hafa hægar um sig. í raun sé
ekki hægt að banna unglingun-
um að vera á torginu og ekki
er vitað um að slys á fólki hafi
orðið vegna þeirra.
Hjólabretti á Ingólfstorgi
Ekki allir á
eitt sáttir
.augavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Slmi 510 2500
4>
FORLAGIÐ
Nauðsynleg
áhugafólki
um garðrækt
• Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndir og
skýringarteikningar.
GSM-símtöl í útlöndum
Reynt verður að fá erlend-
an vsk. endurgreiddan
VIRÐISAUKASKATTUR verður
innheimtur af GSM-símtölum, sem
íslenskir símnotendur hringja er-
lendis, skv. breyttum lögum um
virðisaukaskatt sem tóku gildi 1.
júlí sl., eins og sagt var frá í blað-
inu í gær.
Að sögn Guðjóns Jónssonar,
markaðsstjóra samkeppnissviðs
Pósts & síma, hefur fyrirkomulag-
ið verið þannig hingað til að erlend
símafyrirtæki hafa sent Pósti &
síma reikninga vegna símtala ís-
lenskra GSM-símanotenda erlend-
is. Póstur & sími hefur innheimt
þessa reikninga að viðbættu 15%
umsýsluálagi og af því hefur verið
innheimtur virðisaukaskattur.
Með breytingunni verður inn-
heimtur virðisaukaskattur af er-
lendu upphæðinni einnig.
í einhverjum tilfellum eru er-
lendir reikningar með virðisauka-
skatti og yrði því um tvöfalda
álagningu að ræða. Að sögn Guð-
jóns er misjafnt eftir löndum hvort
virðisaukaskattur er innheimtur
eða ekki og nefndi hann Finnland
sem dæmi um land sem aldrei
hefði innheimt virðisaukaskatt af
þessum símtölum.
Hann sagði að reynt yrði að fá
erlendan virðisaukaskatt endur-
greiddan en það kostaði viðræður
við skattyfírvöld í hveiju landi fyr-
ir sig. Það ætti eftir að koma í
ljós hversu Pósts- & símamönnum
yrði ágengt í þeim efnum en fyrstu
reikningar þar sem innheimt verð-
ur eftir nýjum reglum, verða send-
ir út í september. Þótt lögin hefðu
þegar tekið gildi væri enn nokkur
tími til stefnu og reynt yrði að
minnka áhrif þessarar álagningar
eins og hægt væri.
Guðjón sagðist telja að þessi
breyting væri í samræmi við fyrir-
komulag í öðrum Evrópulöndum.