Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tvö af stærstu knattspyrnumótum landsins á Akureyri Um 1.300 keppend- ur á félagssvæð- um Þórs og KA TVÖ af stærstu knattspyrnumót- um landsins fara fram á Akureyri þessa dagana. Ungu strákarnir í 5. flokki etja kappi á ESSO-mótinu á félagssvæði KA og á félags- svæði Þórs reyna knattspyrnu- menn 30 ára og eldri fyrir sér á Pollamóti Þórs. Reikna má með að um 2.000 manns tengist þess- um tveimur mótum á einn eða annan hátt. ESSO-mótið var sett við hátíða- lega athöfn í fyrrakvöldi en sjálf keppnin hófst af fullum krafti í gærmorgun. Til leiks mættu lið frá 25 félögum víðs vegar af landinu og eru langflest þeirra með í keppni a-, b-, c- og d-liða. Þátttak- endur eru um 740 talsins og alls um 820 ef fararstjórar, liðstjórar og þjálfarar eru taldir með. Þá fylgir strákunum stór hópur for- eldra og systkina og því er óhætt að fullyrða að um 1.000 manns tengist mótinu á KA-svæðinu. Keppni á ESSO-mótinu verður fram haldið í dag en úrslitaleikirn- ir fara fram á morgun, laugardag. Keppni lýkur um kl. 19 á morgun og skömmu síðar hefst lokahóf mótsins sem fram fer í íþróttahúsi KA. Á sjötta hundrað „gamlir" spilarar Pollamót Þórs hefst í dag en þar eru 56 lið frá um 40 félögum úr öllum landshlutum skráð til leiks. Keppt er í tveimur flokkum, 30-40 ára og 40 ára og eldri. Keppendur eru á sjötta hundrað og verða spilaðir alls um 150 leik- ir í dag og á morgun. Mótinu tengj- ast um 1.000 manns því mjög margir þátttakenda eru með fjöl- skyldu sína með í för. í kvöld fer fram grillveisla við Hamar og mótinu lýkur annað kvöld með lokahófi í Sjallanum. Á Pollamótinu verður í gangi leikmannamarkaður og geta þeir sem vilja skráð sig á markaðinn hjá mótsstjórn. Komi til þess að leikmann vanti í lið getur móts- stjórn gefið leikmanni á markaðn- um sérstakt keppnisleyfi. Morgunblaðið/Björn Gíslason KEPPNI á ESSO-móti 5. flokks í knattspyrnu var í fullum gangi í gær og er þessi mynd úr leik KA og Þróttar frá Reykjavík. Móts- dagana verða spilaðir á þriðja hundrað leikir á félagssvæði KA. Sumar- sýning lista- safnsins SUMARSÝNING Listasafns- ins á Akureyri verður opnuð kl. 16 laugardaginn 5. júlí. í austur- og miðsal er sýning á málverkum eftir Finn Jónsson og í vestursal eru sýnd mál- verk eftir Kötu saumakonu, (Katrínu Jónsdóttur) sem safnið hefur fengið að gjöf. Á sýningunni í listasafninu eru verk frá ýmsum skeiðum á ferii Finns Jónssonar og ýmsum myndflokkum í list hans. Sýningin kemur frá Listasafni íslands og eru mál- verkin öil úr eigu þess. Málverk Kötu á þessari sýn- ingu eru úrval úr höfðinglegri gjöf sem Listasafninu á Akur- eyri var færð af syni hennar, Sverri Ragnarssyni árið 1994. Markmiðið með sýningunni er að gefa almenningi tæki- færi á að sjá úrval úr gjöfinni og safna jafnframt upplýsing- um um þau og höfundinn. Verkin eru lítið merkt, nafn listakonunnar kemur þó stund- um fyrir en aðrar upplýsingar ekki. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Fyrsta loðnan til Ólafsfjarðar ÓlafsQörður. Morgunblaðið. FYRSTA loðnan á nýhafinni vertíð barst til Ólafsfjarðar á miðvikudag þegar Guðmundur Ólafur ÓF landaði fullfermi eða um 800 tonnum til loðnuverk- smiðju Krossaness. Loðnuna fengu skipveijar djúpt norð- austur af Langanesi og tók sigl- ingin til heimahafnar um 19 klukkustundir. Guðmundur Ól- afur hélt slrax til veiða eftir löndum. Gunnar Jónas- son sýnir í Hrísey GUNNAR Kr. Jónasson opnar myndlistarsýningu í félagsheimil- inu í Hrísey laugardaginn 5. júlí kl. 14. Gunnar sýnir um 20 vatnslita- myndir og stendur sýningin til sunnudagins 13. júlí. Sólveig sýnir í Mývatnssveit SÓLVEIG Illugadóttir, hjúkrunar- fræðingur opnaði myndlistarsýn- ingu í nýju íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð í Mývatnssveit sl. fimmtudag. Þetta er sjöunda einkasýning Sólveigar og stendur hún til 10. ágúst. Húnsýnir 15 olíuverk og eru þau flest til sölu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-22. Vinnslu í frystihúsi UA hætt í 4 vikur Umfangsmiklar breyt- ingar á landvinnslunni VINNSLU í frystihúsi Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. var hætt í gær og mun landvinnslan liggja niðri næstu fjórar vikur. Á meðan tekur starfsfólkið sitt sumarfrí. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA segir að á þeim tíma verði unnið við umfangsmiklar breyting- ar á allri landvinnslu félagsins. „Við stefnum að því að hefja vinnslu á ný fyrstu vikuna í ágúst.“ ÚA og Verkalýðsfélagið Eining hafa gert tveggja mánaða reynslu- samning um vinnufyrirkomulag eftir að vinnslan fer í gang á ný. Guðbrandur segir að um verði að ræða tvær vinnulotur, um 100 manns verði í vinnu frá kl. 7-15.10 og um 40-45 manns frá kl. 15.10-19. Hann sagði þetta jafn- framt þýða að starfsfólki mundi fækka um 17. Heildarkostnaður rúmar 200 milljónir Skipt verður um allar gömlu vinnslulínumar, sem einnig kallar á töluverðar breytingar á hús- næðinu en heildarkostnaður við framkvæmdina er upp á rúmlega 200 milljónir króna en einnig verð- ur farið í breytingar á starfs- mannaaðstöðu. Óskað var eftir altilboði í breyt- ingar á vinnslunni og var samið við Marel um verkið. Samningur- NYTT DAGBLAÐ A ITERNETINU * www.: inn hljóðar upp á um 85 milljónir króna og segir Guðbrandur þetta stærsta einstaka samning Marels við sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi. Það sem að ÚA snýr er að hafa húsnæðið klárt og að koma öllum nauðsynlegum tengingum á ákveðna staði í húsinu. Afkastamiklar vélar „Við breytum mötun inn á hefð- bundnar bolfiskvélar, þ.e. fyrir þorsk, ýsu og ufsa, verðum með vigtarflokkun inn á flökunarvélar og stærðarflokkun á karfa inn á karfavélar. í flökunarsal endurröð- um við flökunarvélum og tökum út allar gömul karfavélamar og bætum við nýrri mjög fullkominni karfaflökunarvél. Sú vél er mun afkastameiri og kallar á færra starfsfólk en þurfti við gömlu vél- amar. Vélin sparar 5 manns í vinnu og skilar samt sem áður betri nýt- ingu.“ Kvótastaðan góð Guðbrandur sagði ráðgert að taka allan þann karfa sem hægt væri í hraðsnyrtingu og í stað þess að nota hefðbundin færibönd við að færa karfann um húsið, yrði notuð vacuumdæling. í tengslum við bolfiskvinnsluna verða settar upp tvær snyrtilínur, annars vegar sérhæfð bitavinnslu- lína og hins vegar lína fyrir hefð- bundnar pakkningar. Guðbrandur segir að búnaðinum fylgi mikil sjálfvirkni og um leið fáist mun betri upplýsingar um gang vinnsl- unnar hverju sinni. ísfisktogarar félagsins munu halda áfram á veiðum þrátt fyrir lokun frystihússins og reyna við grálúðu og eitthvað við karfa. Og Guðbrandur segir að kvótastaðan sé mjög góð núna miðað við sama tíma i fyrra. Islenskur fjárhundur bestur ÁRLEG hundasýning Hunda- ræktarfélags Islands og svæð- afélags HRFÍ á Norðurlandi var haldin í íþróttahöllinni á Akur- eyri um helgina. Keppt var í 9 tegundahópum og tóku um 190 hundar af 32 tegundum þátt í sýningunni. Líkt og á sýningunni á Akureyri í fyrra varð íslenskur fjárhund- ur valinn besti hundur sýningar- innar. Sá heitir Tanga-Sómi en eig- andi hans er Snorri Dal Sveins- son úr Reykjavík. Morgunblaðið/Kristján BESTI hundur sýningarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.