Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Mjólkursamlag- Kaup-
félags Þingeyinga
Yiðurkenn-
ing fyrir
Gámes-
kerfi
SÉÐ yfir íþróttavöllinn á Grundarfirði.
Nýr íþróttavöllur vígður
í Grundarfirði
Grundarfirði - Mikil gleði var
í Grundarfirði sunnudaginn
29. júni þegar nýr íþróttavöll-
ur var vígður.
Það var fyrir fjórum árum
að ákveðið var að gera nýjan
og fullkominn íþróttavöll með
hlaupabrautum, kasthring,
stökkgryfju og fleiru. Sveit-
arfélagið og Ungmennafélagið
gerðu með sér samning um
verkið og er því nú lokið.
Skipuð var sérstök nefnd
sem hafði umsjón og eftirlit
með verkinu og í henni voru
Guðni Hallgrímsson formaður,
Eiður Björnssson byggingar-
fulltrúi, Geirmundur Vil-
hjálmsson, Árni Halldórsson,
Pétur Guðráður Pétursson og
Haraldur Guðmundsson.
Fjöldi fyrirtækja og ein-
staklinga hefur fært gjafir og
styrki í þessa framkvæmd
meðan á henni stóð, t.d. með
láni á vinnutækum, vinnu-
framlagi, efnisframlagi svo
sem þakefni, sandi og fleiru.
Almenn og góð samstaða er
meðal Grundfirðinga þegar
slík verk eru unnin.
Hátíð haldin í glaða sólskini
Dagskráin á sunnudaginn
hófst með því að gengið var
frá Grunnskólanum á íþrótta-
völlinn þar sem Guðni Hall-
grímsson, oddviti í Grundar-
firði og formaður byggingar-
nefndar vallarins, gerði grein
fyrir framkvæmdinni og gangi
hennar og í framhaldi af því
blessaði sóknarprestur staðar-
ins, sr. Karl V. Matthíasson,
völlinn og þá sem komu til að
vera við þessa hátíð í glaða
sólskini og góðu veðri.
Næst fóru fram ýmsir leikir
sem margir tóku þátt í, eink-
um yngri kynslóðin sem var
ófeimin við að prófa hlaupa-
brautir, stökkgryfjuna og
boltavöllinn.
Þess má geta að meðal gesta
voru tveir þingmenn Vestur-
lands, þeir Sturla Böðvarsson
og Magnús Stefánsson sem
reyndar var sveitarstjóri hér
þegar ákveðið var að ráðast í
þessar miklu framkvæmdir.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
ÞORKELL Björnsson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra, af-
hendir Kristínu Halldórsdóttur, gæðastjóra MSKÞ, viðurkenning-
arskjal fyrir Gámes-kerfi. Hjá þeim standa Hlífar Karlsson, sam-
lagsstjóri t.v. og Jón Ingi Guðmundsson, mjólkurfræðingur.
Styrkveitmgar úr Menningar-
sjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur
Ólafsvík - Nýlega var veittur
styrkur úr Menningarsjóði Spari-
sjóðs Ólafsvíkur. Sjóðnum, sem
stofnaður var fyrir ári með
500.000 kr. framlagi frá stjórn
Sparisjóðsins, er ætlað að styrkja
menningar- og framfaramál í
byggðarlaginu. Sparisjóðurinn
hefur verið með þess konar
óformlega styrki, en nú er þetta
gert formlega og auglýst var
eftir umsóknum um styrki.
Uthlutað var úr sjóðnum í
fyrsta skipti nú nýlega. Þeir sem
hlutu styrk eru: Björgunarsveit-
in Sæbjörg, Ólafsvík, kr.
140.000, til kaupa á snjóflóðabíl-
um; Golfklúbburinn Jökull, Ól-
afsvík, kr. 50.000, til endurbóta
á golfvellinum; Ungmennafélag
Staðarsveitar, kr. 50.000, til efl-
ingar leiklistar í Staðarsveit;
Sjómannablað Snæfellsbæjar,
kr. 80.000, til efnisöflunar á
komandi árum; Félag um eflingu
Snæfellsbæjar, kr. 80.000, til
útgáfuleiðarlýsinga á göngu-
leiðum o.fl.; Snær, Lúðrasveit
Snæfellsbæjar, kr. 50.000, til
kaupa á yfirhöfnum; sr. Ólafur
Jens Sigurðsson, kr. 50.000, til
ritunar sögu fyrirtækja, stofn-
ana, félaga og sögustaða í hinum
forna Neshreppi.
Morgunblaðið/Guðlaugur Wium
STYRKÞEGAR úr Menningarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur ásamt
stjórnarformanni SPÓ, Bjarna Ólafssyni.
Laxamýri - Heilbrigðisfulltrúi
Norðurlands eystra, Þorkell Björns-
son, afhenti fyrir helgina starfsfólki
Mjólkursamlags Kaupfélags Þing-
eyinga viðurkenningarskjal fyrir að
hafa tekið í notkun Gámes-kerfi sem
er innra eftirlit með vinnslu afurða
og stenst 3. og 4. grein reglugerðar
um matvælaeftirlit og hollustuhætti
við framleiðslu og dreifingu afurða.
Gámes-kerfið nær til allra fram-
leiðsluþátta, allt frá móttöku hráefn-
is til afhendingar vörunnar. Áhættu-
þættir eru greindir og mikilvægir
eftirlitsstaðir ákvarðaðir. Allir þættir
kerfisins eru skráðir og skjalfestir
og komið á fót innri úttekt. Starfs-
menn og stjórnendur hafa skýra
ábyrgð og fá þjálfun og hverri vöru
er lýst með tilliti til samsetningar.
Vörueftirlit er strangt og sýnatökur
og mælingar gerðar fljótvirkari
þannig að ekki þurfi að hafna vör-
unni á seinni stigum. Reglulega fer
fram innri úttekt og kerfið er aðlag-
að nýjungum og breyttum aðstæð-
um.
Við afhendinguna lýsti samlags-
stjóri, Hlífar Karlsson, yfir ánægju
sinni með Gámes-kerfið en Mjólkur-
samlag Kaupfélags Þingeyinga er
fimmta samlagið sem fær þessa vott-
un.
Morgunblaðið/KVM
ÞAÐ voru jafnt háir sem lág-
ir sem mættu til vígslunnar.
Að lokum var boðið upp á
grillaðar pylsur og ávaxtasafa
sem allir þáðu með þökkum.
Landssamtök
félags skógar-
eigenda stofnað
Geitagerði - Stofnfundur
Landssamtaka félags skógareig-
enda að Hallormsstað var hald-
inn laugardaginn 28. júní. For-
maður Félags skógarbænda á
Fljótsdalshéraði Þorsteinn Pét-
ursson setti fundinn.
Að setningu lokinni flutti land-
búnaðarráðherra Guðmundur
Bjarnason ávarp og kom inná
ýmislegt s.s. viðhorfsbreytingar
almennings til skógræktar.
Einnig þær breytingar sem skóg-
argróður hefði á loftslag þ.e.
gróðurhúsaáhrif og sagði að lok-
um að skógræktin væri „komin
til að vera“. Þá kynnti formaður
Félags skógarbænda á Suður-
landi, Gunnar Sverrisson, drög
að samþykktum fyrir hin nýju
samtök.
í stjórn voru kjörin: Edda
Björnsdóttir, Miðhúsum, frá Fé-
lagi skógarbænda á Fljótsdals-
héraði, formaður, Davíð Guð-
mundsson, Glæsibæ Eyjafirði og
Sigurður Jónsson, Ásgerði, Fiúð-
um.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Maríuerla
Ber nafn
Guðs-
móður
Blönduósi - Maríuerlan er al-
gengur fugl á íslandi og auð-
þekkt á blágráum, hvítum og
svörtum lit og löngu, sikviku
stéli. Þorvaldur Björnsson á
Náttúrufræðistofnun sagði í
samtali við Morgunblaðið að
hann hefði heyrt að nafn sitt
hefði fuglinn frá Maríu mey.
Maríuerlan væri nunnuleg í út-
liti, hrein og fín og svipurinn
fallegur. Fleiri útgáfur eru til
á nafni þessa fugls og má þar
nefna máríatla og márjatla.