Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Metviðskipti á Verðbréfaþingi í gær
Veltan nam um 2,9
milljörðum króna
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís-
lands námu alls tæpum 2,9 millj-
örðum í gær, sem er nýtt met á
einum degi. Næstmestu viðskipti
urðu 7. febrúar sl., en þá nam
veltan á þinginu liðlega 1,9 millj-
örðum. Um helmingur viðskipt-
anna var með ríkisvíxla, en tals-
verð viðskipti urðu einnig með
húsbréf og spariskírteini. Ávöxtun-
arkrafa húsbréfa hækkaði í gær
úr 5,40% í 5,45%, en ávöxtun ríkis-
víxla lækkaði.
„Þessi mikla velta á verðbréfa-
markaðnum í dag sýnir fyrst og
fremst hina miklu og öru framþró-
un sem hefur átt sér stað síðustu
vikur og mánuði," segir Árni Odd-
ur Þórðarson, forstöðumaður hjá
Búnaðarbankanum Verðbréfum.
„Markaðurinn hefur breikkað og
dýpkað eða með öðrum orðum það
er í dag mun auðveldara að selja
eða kaupa mikið magn verðbréfa
án þess að hreyfa verulega við
verði bréfanna.
Annað ánægjulegt sem hefur
gerst er að ijárfestar á borð við
lífeyrissjóði kaupa ekki skuldabréf
og hlutabréf endilega til að eiga
til eilífðarnóns eins og áður fyrr
heldur fylgjast með markaðnum
og taka ákvörðun um kaup eða
sölu eftir afstöðu til verðs bréfa
hverju sinni. Eftir mikla lækkun
ávöxtunarkröfu síðustu daga og
þar með hækkun á gengi skulda-
bréfa voru einhverjir ijárfestar að
selja skuldabréf og þar með að
innleysa gengishagnað. Aðrir fjár-
festar voru að festa kaup á þessum
skuldabréfum og hafa því trú á
að þau séu góð fjárfesting. Sú trú
byggist á því að vextir muni lækka
hér á landi einkum vegna minni
lánsfjáreftirspurnar opinberra að-
ila og mikils vaxtamunar við út-
lönd.“
Viðskiptavakt á
gjaldeyrismarkaði
Búist við
meiri sveifl-
um á gengi
krónunnar
TÖLUVERÐAR breytingar á fyrir-
komulagi gjaldeyrisviðskipta og
gengisskráningar krónunnar munu
taka gildi þann 8. júlí nk. Þá verður
hætt að halda daglega skráning-
arfundi hjá Seðlabankanum og kom-
ið á samfelldum markaði yfir daginn
með viðskiptavakt af hálfu markaðs-
aðila. Þar með verða íslendingar
komnir með sambærilegt kerfí í
þessum efnum og víðast hvar í ná-
grannalöndunum, að sögn Yngva
Arnar Kristinssonar, framkvæmda-
stjóra hjá Seðlabankanum.
„Aðilar að gjaldeyrismarkaðnum,
sem í upphafí verða bankarnir fjórir
auk Seðlabanka, munu gefa upp
tvíhliða gengi á dollar fyrir að lág-
marki hálfa milljón. Seðlabankinn
mun hins vegar eftir sem áður
ákveða hið opinbera viðmiðunar-
gengi krónunnar, en það verður í
meginatriðum gert á grundvelli
kaup- og sölutilboða sem bankarnir
munu setja fram í Reuter-upplýs-
ingakerfinu. Reyndar getum við haft
áhrif á gengisskráninguna með því
að grípa inn í markaðinn með við-
skiptum," sagði hann.
Trúverðugri gengisskráning
Skráningarfundirnir hafa verið
aðalvettvangur gjaldeyrisviðskipta
milli bankanna og Seðlabankans.
Eftir að fundirnir hafa verið aflagð-
ir má búast við að meira af viðskipt-
unum fari fram á milli bankanna en
verið hefur þar sem Seðlabankinn
mun eingöngu eiga viðskipti af eigin
frumkvæði. „Við eigum von á því
að það verði meiri sveiflur á genginu
á milli daga heldur en áður var.
Bankarnir geta hnikað til verði eftir
því hvort þeir vilja kaupa eða selja.
Áhrifin verða fyrst og fremst þau
að gengisskráningin ætti að verða
ennþá trúverðugri og ennþá meiri
hreyfingar á gengi frá degi til dags.
Það er reynsla nágrannalandanna
þegar þau hurfu frá því kerfí að
halda daglega skráningarfundi,"
sagði Yngvi Orn.
j r—i mest seldu fólksbíla- k l*egUn.dÍr"aQrQí, Br.frá fl^ij/|an.-jum 1997 fyrra ári Fjöldi % %
1. Toyota 786 15,2 -4,3
2. Subaru 593 11,5 +122,9
3. Volkswagen 521 10,1 +1,8
4. Mitsubishi 513 9,9 +58,3
5. Hvundai 415 8,0 +24,6
6. Nissan 408 7,9 -6,2
7. Opel 341 6,6 +31,2
8. Suzuki 293 5,7 +12,3
9. Ford 241 4,7 +15,3
1(1. Renault 227 4,4 +24,7
11 Honda 141 2,7 +51j6
19 Peuaeot 98 1,9 +113,0
13 Ssanavona 91 1,8 +911,1
14. Volvo 89 1,7 +6,0
1fi Mazda 75 1,5 -13,8
Aðrar teg. 334 6,5 -12,8
Samtals 5.166 100,0 +20,0
Bifreiða-
innflutn. í
janúar til
júní
1996 og
1997
VORU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
439
505
1996 1997 1996 1997
Bílainnflutningur eykst um 20%
Alls voru fluttar inn 5.166 fólksbifreiðar til landsins fyrstu sex
mánuði ársins sem er 20% aukning frá sama tímabili í fyrra en
þá voru fluttar inn 4.305 fólksbifreiðar.
Líkt og í fyrra þá skipar Toyota efsta sætið með 786 bifreiðar
en það er 4,3% samdráttur frá 1996. í öðru sæti er Subaru
með 593 bifreiðar sem er 122,9% aukning frá því í fyrra.
Innflutningur á Mazda bifreiðum hefur dregist saman um
13,8%, úr 87 á síðasta ári í 75 fyrstu sex mánuði ársins.
Norðvesturbanda-
lagið stefnir á
Verðbréfaþing
STOFNFUNDUR félags um slátrun
við Húnaflóa og Breiðafjörð sem
borið hefur vinnuheitið „Norðvest-
urbandalagið" var haldinn á
Hvammstanga þriðjudaginn 1. júli.
Félagið mun annast rekstur slát-
urhúsa og skylda starfsemi, kaup
og leiga fasteigna og lánastarf-
semi. Markmiðið er að tryggja arð-
semi hlutafjáreigenda félagsins, en
jafnframt að tryggja hagræðingu í
rekstri sláturhúsa á Vesturlandi,
Vestfjörðum og Norðurlandi vestra,
líkt og segir í frétt frá félaginu.
Heimili félagsins verður á Hvamms-
tanga.
Félagið stefnir að skráningu á
Verðbréfaþingi íslands og mun
kappkosta að uppfylla skilyrði þar
að lútandi sem allra fyrst. Jafn-
framt ætlar félagið að uppfylla skil-
yrði laga um tekju- og einkaskatt,
svo einstaklingar í hópi hluthafa
geti nýtt sér afslátt vegna hlutafjár-
kaupa.
Félagið mun yfírtaka sláturhúsa-
rekstur Kaupfélags V-Húnvetninga
á Hvammstanga, Kaupfélags Hrút-
firðinga Borðeyri, Kaupfélags
Steingrímsfjarðar Hólmavík og Af-
urðastöðvarinnar í Búðardal. Þessir
aðilar eru jafnframt aðaleigendur
nýja félagsins. Aðrir stofnfélagar
eru Búnaðarsamband Dalamanna,
Búnaðarsamband Strandamanna,
Búnaðarsamband Vestfjarða, Bún-
aðarsamband Vestur-Húnavatns-
sýslu, Byggðastofnun, Dalur hf.,
Kjötumboðið hf., Olíufélagið hf.,
Samvinnulífeyrissjóðurinn, Sam-
vinnusjóður Islands, Skinnaiðnaður
hf. og Vátryggingafélag íslands hf.
Hlutafé er kr. 270,5 milljónir.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga er
stærsti hluthafinn með 49% hluta-
fjár.
Slátrun á Borðeyri hætt
Félagið mun starfrækja þtjú slát-
urhús ásamt kjötvinnslu, á Hvamms-
tanga, Búðardal og Hólmavík. Slátr-
un á Borðeyri verður hætt. Áætluð
ársvelta er um 600 milljónir króna,
en starfsemin hefst í ágúst. Félagið
á að skila strax á fyrsta ári arði til
eigenda sinna og vera til hagsbóta
fýrir eigendur, framleiðendur og
neytendur. í beinu framhaldi af
stofnun félagsins verður bændum
og öðrum á svæðinu boðið að gerast
hluthafar, segir ennfremur.
Stjórn félagsins skipa: Gunnar
V. Sigurðsson, Hvammstanga, for-
maður, Jón E. Alfreðsson, Hólma-
vík, varaformaður, Georg Jón Jóns-
son, Kjöreyri 2 Bæjarhreppi ritari,
Ólafur Sveinsson, Búðardal og
Helgi Óskar Óskarsson, Kópavogi.
í varastjórn eru: Sigurbjörn Gunn-
arsson, Reykjavík, Guðmundur
Karlsson, Mýrum 3, Ytri-Torfu-
staðahreppi og Guðmundur Steinar
Björgmundsson, Kirkjubóli 2,
ísafirði.
Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands
Tæknival kaupir 30%
TÆKNIVAL hf. hefur keypt 30%
hlut í Tölvu- og rafeindaþjónustu
Suðurlands hf. Ákvörðun um kaup-
in var tekin til þess að treysta
nánar það samstarf sem fyrirtækin
hafa haft með sér.
• í frétt kemur fram að Tölvu-
og rafeindaþjónusta Suðurlands
var stofnuð í október 1995 af
Gunnari B. Þorsteinssyni, Júlíusi
M. Pálssyni og Páli Gestssyni. Allt
frá stofnun hefur fyrirtækið lagt
áherslu á sölu, uppsetningu og
þjónustu á tölvum og tölvubúnaði.
„Hlutdeild Tæknivals í fyrirtækinu
styrkir stöðu þess á markaðnum
og felst sá styrkur m.a. í því að
fyrirtækið hefur nú greiðan að-
gang að fjölmörgum sérfræðingum
Tæknivals. Það tryggir viðskipta-
vinum bestu fáanlegu þjónustu
hveiju sinni og fyrirtækið verður
betur í stakk búið að bjóða heildar-
lausnir og veita öflugri þjónustu,"
segir ennfremur í fréttinni.
Starfsmenn Tölvu- og rafeinda-
þjónustu Suðurlands eru fjórir en
fyrirtækið er á Selfossi.
Samkeppnisráð úrskurðar um innkaupareglur ÁTVR
Skraut má fylgja flösku
SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að ATVR
sé óheimilt að krefjast þess að vara sem sett er
í sölu áfengisverslana sé óbreytt að því er varðar
stærð og útlit umbúða og gerð sölueiningar nema
sannanleg, hlutlæg og málefnaleg rök leiði til
annarrar niðurstöðu.
Lögmaður Samtaka verslunarinnar, Félags ís-
lenskra stórkaupmanna, leitaði til Samkeppnis-
stofnunar í lok síðasta árs fyrir hönd umbjóðanda
síns, Júlíusar P. Guðjónssonar, vegna þess að
ÁTVR vildi ekki taka við Bailey’s flöskum af
Júlíusi P. Guðjónssyni ehf., dreifingaraðila Bai-
ley’s líkjörs hér á landi, fyrir síðustu jól því að
lítið hús fylgdi með hverri flösku. Síðan tók ÁTVR
við flöskunum en fjarlægði skrautið af þeim.
Ástæðan sem gefín var fyrir því að húsin voru
fjarlægð var sú að samkvæmt áfengislögum séu
auglýsingar á áfengi bannaðar og í innkauparegl-
um ÁTVR segir að „vara sem ÁTVR kaupir skal
vera óbreytt að gerð samningstímann nema ÁTVR
samþykki annað. Það telst breyting á vöru fái
hún nýtt efnainnihald, þ.m.t. vínandastyrkleika,
breytta gerilsneyðingu, stærð og útlit umbúða
og gerð sölueiningar."
Ekki um auglýsingu að ræða
í niðurstöðu samkeppnisráðs er þessu hafnað
þar sem ráðið fær ekki séð hvernig ÁTVR geti
sett reglur sem ganga lengra en landslög leyfa
að öðru leyti. Eins er túlkun ÁTVR að um auglýs-
ingu sé að ræða alfarið hafnað. Ennfremur segir
þar að ÁTVR sé markaðsráðandi í skilningi sam-
keppnislaga. „Um markaðsráðandi stöðu er að
ræða þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega
styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á
þeim markaði sem máli skiptir og það getur að
verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til
keppinauta sinna sbr. 4. gr. samkeppnislaga.
Sökum yfírburðastöðu sinnar hvílir, að mati sam-
keppnisráðs, sérstaklega rík skylda á ÁTVR og
fjármálaráðherra að gæta þess að athafnir fyrir-
tækisins hafí ekki skaðleg áhrif á samkeppni á
markaðnum eða feli í sér óeðlilega viðskipta-
hætti. Hafa ber í huga að ýmsir viðskiptahættir
og hegðun á markaði, sem telst eðlileg og sam-
keppnishvetjandi ef lítil fyrirtæki eiga í hlut, geta
haft skaðleg áhrif á viðkomandi markaði ef um
markaðsráðandi fyrirtæki er að ræða.“
Samkeppnisráð telur því að reglur ÁTVR hvað
varðar breytingar á stærð, útliti umbúða og gerð
sölueiningar hafi í för með sér samkeppnisham-
landi áhrif og brjóti gegn markmiði samkeppni-
slaga. Samkeppnisráð beinir því þeim fyrirmælum
til ÁTVR að leggja af beitingu þessara ákvæða.