Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBL/ÆIÐ MAGNÚS GUÐMUNDSSON + Magnús Guð- mundsson bóndi var fæddur á Blesa- stöðum í Skeiða- hreppi 17. sept- ember 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, f. á Votumýri 11. maí 1878, d. 20. október 1972, og Kristín Jónsdóttir frá Vorsabæ, f. 16. maí 1886, d. 2. september 1971. Magnús var næstelstur 15 systkina, en tvö þeirra dóu í æsku. Af þeim sem upp komust lifa nú öll nema þrjú. Þá átti hann eina hálfsystur. Hinn 13. júní 1941 kvæntist Magnús Önnu Stefaníu Berg- sveinsdóttur, f. 17. janúar 1919 í Ara- tungu í Steingríms- firði. Börn þeirra Magnúsar og Önnu eru fjögur: 1) Hrafnhildur, f. 11. apríl 1942, gift Sva- vari Jóni Arnasyni og eiga þau þrjá syni. 2) Guðmundur Haukur, f. 20. des- ember 1944, kvænt- ur Jónu Guðbjörgu Sigursteinsdóttur og eiga þau tvö börn. 3) Tryggvi Karl, f. 12. ágúst 1949, kvæntur Berthu Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn. 4) Ragnhildur, f. 5. nóvem- ber 1954, gift Árna Amasyni og eiga þau fjögur böm. Utför Magnúsar fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þeir falla nú hver af öðrum gömlu bændurnir, menn hins nýja tíma sem breyttu sveitum landsins til nútíma hátta, frá handverki til véiarinnar og frá þrotlausu striti til mannsæm- ^ andi starfa og lífsgæða. Einn af þessum mönnum, Magnús á Blesa- stöðum, er kvaddur í dag. Hafði hann lengi mátt þola syk- ursýki þótt annað mein yrði honum að aldurtila að lokum. Magnús var fæddur og alinn upp á Blesastöðum, en þar höfðu foreldrar hans búið alla tíð. Guðmundur faðir hans var annálaður dugnaðarmaður og Krist- ín móðir hans myndarleg húsmóðir og góður uppalandi. Þau hjónin voru samhent og komu upp stórum barna- > hópi og er mikill ættbogi frá þeim kominn á Skeiðum og víðar. Magnús fékk venjulega barnafræðslu í æsku en vann svo á búi foreldra sinna fram á fullorðinsár. Haustið 1939 settist hann í Bændaskólann á Hól- um og lauk þar tveggja ára námi vorið 1941, útskrifaður sem búfræð- ingur. Á Hólum kynntist hann ungri og glæsilegri stúlku norðan af Ströndum, henni Önnu, og giftist henni þá um vorið. Hermann, yngri bróðir hans, hafði einnig lokið bú- fræðimenntun á Hólum og stofnað heimili þá um vorið. Foreldrar þeirra voru þá farin að reskjast og sáu að framtíð jarðarinn- ar yrði vel borgið í höndum þessara sona sinna og tengdadætra. Skiptu þau jörðinni milli þeirra og sín, þann- ig að hver þeirra fékk þriðjung. Hermann stofnaði þá nýbýli á aust- urhluta jarðarinnar en Magnús sett- ist í bú föður síns. Guðmundur hafði áfram nokkurn ijárstofn, en alls var hann við búskap í 64 ár, og áður en hann var allur hafði hann skipt jarðarparti sínum milli bræðranna. Ungu hjónin fluttu nú inn í hús for- eldra sinna og bjuggu því þtjár fjöl- skyldur í húsinu allt til ársins 1947, þegar Hermann hafði byggt íbúðar- hús og flutt í það. En húsið var stór og hafði Guðmundur byggt það af mikilli framsýni sem tvíbýlishús. Gömlu hjónin voru þar, meðan þau lifðu, og síðan bjuggu Magnús og Anna þar með sína fjölskyldu en létu endurbyggja húsið. Blesastaðir eru mikil kostajörð. Landið er grasgefíð, ræktunarland var mikið og gott, þurrir valllend- ismóar og all góð engjalönd. Á þess- um tíma voru bændur á Skeiðum að breyta um búskaparhætti. Skeiðaáveitan, sem komst í gagnið árið 1923 og hafði verið undirstaða heyöflunar, var að byija að hopa fyrir nýjum tíma með ræktun og vélvæðingu í heyskap. Engjalöndin höfðu dugað vel en voru ekki örugg — og menn kepptust við að stækka túnin. Búnaðarfélag sveitarinnar átti jarðvinnslutraktor sem fór á milli bæja og fylgdu honum jarðvinnslu- tæki. Ræktunaraldan var hafin. Hin- ir ungu bændur á Blesastöðum sáu manna best að hveiju stefndi og hófust þegar handa um jarðabætur, fullir áræði og bjartsýni, og brátt breiddi úr sér víðáttumikill töðuvöll- ur, stærsta tún jarðarinnar á einni jörð. Man ég að margir undruðust þessi umsvif bræðranna og sumum þótti jafnvel nóg um. Þeir bræður ræktuðu og heyjuðu í félagi allt fram á árið 1960, en þá voru þeir báðir komnir með stórbú. Þá tóku þeir upp á ýmsum nýjungum, m.a. reyndu þeir kornrækt. Magnús kom fljótt upp góðu búi og búnaðist vel, enda fæddur bóndi. Hann hugsaði vel um gripi sína og fékk af þeim góðan arð. Hafði hann bæði kýr og kindur og var með eitt stærsta bú sveitarinnar. Vorið 1977 urðu enn umskipti í vesturbænum á Blesastöðum en þá komu í búskapinn með Magnúsi og Önnu Ragnhildur dóttir þeirra, sem gifst hafði Árna Árnasyni frá Sel- fossi haustið áður. Nú var byggt nýtt og stórt fjós og aðrar bygging- ar í kjölfarið og búið stækkaði enn. Þá byggðu ungu hjónin íbúðarhús og er nú á Blesastöðum eitt glæsileg- asta býli sveitarinnar. Enn urðu ábú- endaskipti á Blesastöðum, þegar Magnús, dóttursonur þeirra Magn- úsar og Önnu, tók við búi þar í vor. Magnús á Blesastöðum var í eðli sínu hlédrægur maður en var glaður og reifur í vinahópi. Hann var söng- maður góður og söng í kirkjukór Ólafsvallakirkju í ein 40 ár. Hann hafði sig lítið í frammi út á við en var samt settur til ýmissa trúnaðar- starfa, sat í hreppsnefnd um tíma, lengi eftirlitsmaður Nautgriparækt- arfélagsins við skýrslugerð og fitu- mælingar og í stjórn Hrossaræktar- félagsins, enda hestamaður eins og hann átti kyn til. Heimilið og búið áttu hug hans allan. Hann var tengd- ur jörð sinni órofa böndum og hefði getað sagt eins og skáldið Guðmund- ur Ingi: Sérðu hve varpinn er veitull, er vorsólin skín? Hér er þinn hamingjusproti og hjartarót þín. Ég held að Magnús hafi haft í hendi sinni þann hamingjusprota að búa á Blesastöðum. Þar fékk hann að lifa og starfa og eignaðist góða Qölskyldu. Samt er alltaf sárt að missa og því sendi ég aðstandendum hans samúðarkveðjur. Jón Eiríksson. Við viljum með nokkrum línum minnast föðuibróður okkar, Magn- úsar Guðmundssonar. Maddi var í raun mikið meira en frændi, sumir eru einhvern veginn skyldari manni en aðrir. Hann var í ákveðnu föðurhlutverki þar sem við krakkarnir á hlaðinu á Blesastöð- um vorum börn Blesastaða og bræð- urnir á Blesastöðum feður okkar allra. Maddi er samofinn öllum minn- ingum úr æsku, uppvexti og hefur fylgst vel með öllu okkar lífi. Við hrópuðum nú ekki alltaf húrra þegar þeir bræður á Blesastöðum, pabbi og Maddi, völdu mjaltatímann til að leysa lífsgátuna. Það var ósjaldan að skotist var milli Ijósa og komið til baka við mjaltalok og svo var endað undir íjósvegg eða í kjallaratröppunum og málinu lokið. Samband þeirra bræðra var ein- stakt, þeir voru samrýndir og.miklir vinir alla tíð. Það varð Madda mikið áfall þegar pabbi lést. Þrátt fyrir að Maddi gengi með sjúkdóm sl. 30 ár var hann ímynd hreysti og heil- brigðis. Hann var áhugasamur og vakandi fyrir öllu sem var að ger- ast. Ekkert var honum óviðkom- ELVAR ÞÓRODDSSON Mig langar að lokum að kveðja góðan dreng með hluta úr Ijóði eftir Gísla Sigurgeirsson sem mér finnst svo vel lýsa hvemig mér er innan- bijósts nú: + Elvar Þóroddsson fæddist á Selfossi 27. febrúar 1980. Hann lést af slysförum 22. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 28. júní. Sunnudaginn 22. júní, þegar ég var á leið í vinnu, heyrði ég í útvarp- inu að banaslys hefði orðið heima á Selfossi. Mín fysta hugsun var að vonandi væri þetta ekki einhver sem ég þekkti, eigingjörn hugsun en lík- lega mannleg í hæsta máta. En því miður varð mér ekki að ósk minni, ég var vart komin inn þegar síminn hringdi og mér var sagt að Elvar * væri dáinn. Sigfríður litla dóttir mín sagði: „Mamma, hann Elvar vinur minn, er dáinn, hann fór til Guðs í nótt.“ Mér var allri lokið, Elvar var einn þeirra úr vinahópi elstu dóttur minnar sem mér þótti hvað vænst um, strákurinn sem ætlaði alltaf að vera tengdasonur minn hvað sem yrði um konuefnið, af því ég væri svo góð tengdó. Elvar var heimagangur hjá mér í vetur, hjálpaði Maríönnu dóttur minni að passa systkini sín og var svo natinn við litlu börnin að þau smelitu honum umsvifalaust í sinn vinahóp og lét hann sér það vel líka. Það var ekki tiltökumál í hans huga að svæfa litlu börnin, lesa fyrir þau eða spjalla við þau áður en þau fóru að sofa og fannst mér það sýna hvern mann hann hafði að geyma. Við sát- um oft og spjölluðum saman á kvöld- in eftir að ég kom heim af æfingum hjá leikfélaginu og bar þá margt á góma, framtíðardraumar okkar allra, bílprófið sem Elvar var að taka þá, flutningur minn til Reykjavíkur og hve mikið ég kveið þeim umskiptum. Elvar hughreysti mig með því að krakkahópurinn yrði svo oft í heim- sókn að ég myndi varla taka eftir breytingunum. Hann kom líka stund- um áður en hann fór út að skemmta sér til að sýna mér hvað hann væri fínn, það var ekki ofsagt, glæsilegri og ljúfari drengur var varla til. Að liðnu hausti og löngum vetrarbyl þá lifnar vor með fuglasöng og unað. Frá geislum sólar sálin finnur yl og syngja lækir það sem verður munað. Þá bruma tré og blómin verða til í bijóstum kviknar ást og friður. En vanmáttupr aldrei það ég skil hví eitt blómið blítt er fallið niður. Það blómgast ei né ber sín sætu fræ hver stjórnar þessum þunga dómi? Þar lífsins ljóma kastað er á glæ þó leiki þar um mildur æskuljómi. Við grátum þetta litla lífsins blóm sem aldrei getur fræ sín borið. Og tárin tjá þar fölskvalausan hljóm með tregasöng er ómar inn í vorið. Kæru Ella, Þóroddur, Tommi, Kristján og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk. Minningin um góðan dreng lifir. Elvar minn, þakka þér allar góðu stundirnar. Guðrún Halla og fjölskylda. andi. Búskapur var hans ævistarf og áhugamál. Hann var góður bóndi og lagði metnað sinn í að sinna því lífsstarfi vel. Maddi var gæfusamur í sínu einkalífi. Hann og Anna voru alltaf nefnd í sömu setningu. Þau voru mjög samhent og samtaka í öllu. Það var eins og aldur og elli hefðu misst tenginu í þeirra tilfelli. Þau eiga að baki mörg ár, en hafa aldrei orðið gömul Maddi lá á sjúkrahúsi sl. jól en 17. janúar voru þau hjónin mætt á þorrablót sveitarinnar. Eftir að við systkinin uxum úr grasi hefur alltaf verið gaman að fara vesturí og spjalla. Það var svolítið eins og að ganga til skrifta að heimsækja Önnu og Madda. Maddi settist í hornið sitt við enda borðsins og Anna kom með kaffi. Maddi tróð í pípuna og sagði gjarnan að nú ætl- aði hann að yfirheyra okkur og bætti við „þú ræður alveg hvort þú svarar þessu“. Hann vildi vita um allt það sem okkur viðkom. Maddi hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í Ijós, en gaf manni samt alltaf leyfi til að hafa sínar skoðanir í friði. Þessi áhugi stafaði ekki af forvitni eða afskiptasemi, heldur af umhyggju fyrir okkur, þessum frændsystkinum hans. Þessar stundir eru okkur dýrmæt- ar, hlýjar og verða alltaf ógleyman- legar. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins saga. Okkur finnst erfitt að kveðja hann frænda okkar. Við erum forsjóninni þó þakklát að hann fékk að halda andlegri og líkamlegri reisn til enda. Með Madda fer svo mikið sem tengist öllum góðu æskuminn- ingunum. Elsku frændi. Við þökkum þér fyrir allar góðu minningamar sem þú skilur eftir í huga okkar og hjarta. Við erum auðugri vegna þess að við fengum að alast upp í nálægð við þig. Elsku Anna, og flölskylda. Þeir einir sem mikið hafa átt geta mikið misst. Við vonum að minningarnar um elskulegan eiginmann, góðan föður, tengdaföður, afa og langafa geti létt ykkur sorgina. Við vottum ykkur öllum dýpstu samúð. Systkinin, austurbænum Blesastöðum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hann Maddi okkar hefur kvatt þennan heim og verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju í dag. Á slíkri stundu hrannast upp minningarnar. Efst í huga okkar er þó hinn sanni bóndi og hversu gott var að koma á heimili ykkar Önnu. Þar ríkti svo mikil starfsgleði og lífskraftur. Okk- ur var mikils virði að fá að kynnast þér, kæri Maddi. Við vonum að við eigum eftir að mæta fleiri manneskj- um á lífsleiðinni með þína mann- kosti. Blessuð veri minning þín. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ, það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð. Við kveðjum þig vinur sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. (Agúst Jónsson.) Elsku Anna, börn, tengdabörn og barnabörn og aðrir aðstandendur, við hjónin sendum ykkur okkar inn- legustu samúðarkveðjur. Ágúst og Bryndís. Það var vor í iofti og náttúran skartaði sínu fegursta. Austan skóg- argötuna á Reykjum kom ríðandi maður og fór hratt yfir jörð. Hann staðnæmdist heima á hlaði á Reykj- um, hesturinn var jarpur, hann titr- aði í nárum og froðan vall um mél og nasir. Á baki sat dökkhærður strákur, reið berbakt og var á sund- skýlu einni fata. Þetta var Maddi á Blesastöðum á Prata en Prati var þekktur gæðingur. Mikið var ég hrif- inn af þessum strák á þessum fal- lega hesti. Þetta er fyrsta minning mín af Madda á Blesastöðum. Ég var þá lítill patti því Maddi var níu árum eldri en ég. Samt er þessi minning greypt í huga minn. Seinna áttum við eftir að verða nánir vinir og störfuðum saman um áratuga skeið að ýmsum málum í sveitinni. Maddi var einstaklega félagslynd- ur og opinn fyrir öllum málum sem til heilla horfðu landi og lýð. Hann starfaði í áratugi í Ungmennafélagi Skeiðamanna og var einn af þeim er þakka mátti að Skeiðamenn héldu Skarphéðinsskildinum um áraraðir. Hann var afreksmaður í íþróttum og hefði með góðri þjálfun náð langt á því sviði. Maddi hafði mjúka og fal- lega tenórrödd og hafði gaman af söng. Hann söng m.a. í kirkjukómum í áratugi. Hann var sannkallaður gleðimaður eins og reyndar öll þau systkini. Upp úr 1940 urðu miklar breytingar hér í sveitinni eins og reyndar víðar í öðram sveitum. Það var að byija að rofa til og menn fóra að sjá peninga sem ekki var áður. Árið 1940 fóru Blesastaðabræður Hermann og Magnús á Hólaskóla til að afla sér menntunar í landbún- aði því þangað stefndi hugurinn. Um vorið koma þeir heim en þeir komu með meira en þekkinguna, þeir komu báðir með ungar og glæsi- legar konur. Þetta vakti mikla at- hygli í sveitinni. Þá þegar breyttist margt í sveitinni, jörðum var skipt, ungir menn stofnuðu nýbýli og tóku við búi af feðrum sínum. Auðvitað voru Blesastaðabræður fyrstir, þeir vora alltaf fyrstir. Það er erfitt að tala um þá Hermann og Magnús sitt í hvoru lagi svo samhentir voru þeir. Þeir voru bændur af guðs náð, þeim þótti vænt um jörðina sína og nýttu hana af hyggindum og skyn- semi. Þeir voru ekkert að rækta einn eða tvo hektara í einu, þeir ræktuðu tugi hektara og á mjög stuttum tíma voru þeir komnir með stærstu túnin í sveitinni og stærstu búin. Allt sem þeir gerðu gerðu þeir strax, ekkert hik eða vandræðagangur. Hermann stofnaði nýbýli en Maddi tók við búi af föður þeirra Guðmundi. En gamli maðurinn var nú ekki á því að gef- ast upp, hann byggði sér lítið fjós og kindakofa og var um nírætt þeg- ar hann hætti búskap. Eins og áður er getið átti Maddi alltaf góða hesta enda hafði hann gaman af hestum og hann reið hratt, allt sem Maddi gerði varð að ganga hratt, manngerðin var þannig. Það voru ófáar fjallferðir sem við fórum saman og oft „Undir Klett“ með Gauja í Arakoti. Það voru forréttindi að fá að ríða með þessum kempum upp Hreppinn. Það voru vinir og frændfólk á hveijum bæ og víða þurfti að koma við enda viðtökur góðar. Alltaf var endað á því að koma til Dísu á Skriðufelli, þar voru varmar viðtökur og fastir kossar. Þannig streyma upp í hugann endalausar minningar um hann Madda, allar eru þær ljúfar og um- fram allt skemmtilegar. Það hefur áreiðanlega ríkt mikil gleði og kátína á Blesastöðum þegar systkinin voru að alast upp. Níu systur og fjórir bræður, auk þess ein hálfsystir sem ekki ólst upp heima. Systurnar allar kátar og skemmtilegar og öll voru þau systkinin eftirsóttir félagar. Um miðjan aldur fékk Maddi syk- ursýki og varð eftir það að sprauta sig daglega, lifa við strangt matar- æði. Þá var gott að eiga góða konu, hún tók í sínar hendur að sjá um mataræði og var honum ómetanleg hjálparhella í þessum veikindum. En Maddi tók þessu ótrúlega létt og lét sem ekkert væri og hann átti eftir að lyfta mörgu grettistaki eftir það. Maddi var mikill gæfumaður, hann lifði og starfaði á sínu æskuheimili alla tíð sem hann þráði svo mjög. Hann eignaðist góða konu sem stóð fast við hlið hans alla tíð. Þau eign- uðust fjögur elskuleg börn og fjölda afkomenda. Hvers er hægt að krefj- ast meir. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir sam- fylgdina og tel það mikinn ávinning að hafa lifað lífinu með þér svo langa tíð. Anna mín, þú hefur misst góðan lífsföranaut en ég veit að allar góðu minningamar eiga eftir að fyigja þér um ókomin æviár. Við Fríða og fjöl- skylda okkar vottum ykkur dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um Madda á Blesastöðum. Ingvar Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.