Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4
+ Þórir Þorgeirs-
son fæddist á
Hlemmiskeiði á
Skeiðum 14. júlí
1917. Hann andaðist
á heimili sínu að
Reykjum á Laugar-
vatni að kvöldi 25.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þorgeir Þorsteins-
son bóndi og smið-
ur, á Hlemmiskeiði,
(f. 16.3. 1885, d.
20.8. 1943), og Vil-
borg Jónsdóttir
kennari, á Hlemmi-
skeiði, (f. 9.5. 1887, d. 2.4. 1970)
Systkin hans eru í aldursröð:
1) Unnur Þorgeirsdóttir (f. 15.5.
1915) kennari í Reykjavík, maki
Sigurður Eyjólfsson, f.v. skóla-
stjóri á Selfossi. 2) Hörður Þor-
geirsson smiður í Reykjavík, (f.
15.7. 1917), maki Unnur Guð-
mundsdóttir frá Túni. 3) Inga
Þorgeirsdóttir (f. 2.2. 1920),
kennari í Reykjavík, f.v. maki
Ingólfur Guðbrandsson. 4) Jón
Þorgeirsson (f. 29.5. 1922), raf-
virki í Reykjavík, f.v. maki
Krístín Klara Ólafsdóttir. 5)
Rósa Þorgeirsdóttir (f. 6.2.1924,
d. 21.1. 1952), f.v. maki Karl
Guðmundsson verkfræðingur.
6) Þorgerður Þorgeirsdóttir (f.
19.1. 1926) kennari Reykjavík,
maki Gísli Magnússon píanóleik-
ari. 7) Vilborg Þorgeirsdóttir (f.
21.7. 1929) kennari í Reykjavík,
maki Einar Sverrisson við-
skiptafræðingur.
Þórir var íþróttakennari að
mennt, nam í Iþróttaskóla
Björns Jakobssonar á Laugar-
vatni 1940-1941. Framhalds-
nám stundaði hann árin 1949
og 1950 í Danmarks Hojskole
for Legemsovelse í Kaup-
mannahöfn, og Statens Gymna-
stikkskole í Osló.
Þórir var kennari við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni 1941-
1973, Hússtjórnarskóla Suður-
lands 1943-1949, Barnaskóla
Laugardals 1941-1948, Mennta-
skólann að Laugarvatni 1953-
1969, íþróttaskóla Björns Jak-
obssonar 1941-1943 og síðar
Iþróttakennaraskóla Islands á
Laugarvatni 1943-1983.
Kennslu hætti hann alfarið
1983 og helgaði sig þá sveitar-
stjórnarmálum, sem hann hafði
þá sinnt samhliða kennslu í 13
ár. Hann var kosinn í hrepps-
nefnd Laugardalshrepps 1970
og sat í henni sem oddviti alla
tíð síðan eða alls tæp 27 ár.
Einnig var hann hreppstjóri
Laugardalshrepps frá 1972 til
ársins 1987.
Hann starfaði mikið að fé-
lagsmálum og æskulýðsmálum.
Samhliða kennslu vann hann til
margra ára við þjálfun íþrótta-
fólks Héraðssambandsins
Skarphéðins og stýrði liði
Skarphéðinsmanna á mörgum
íþróttamótum. Auk þess stjórn-
aði hann til margra ára sumar-
búðum HSK á Laugarvatni
Það verður allt annað en auðvelt
að hugsa sér Laugarvatnsstað án
Þóris Þorgeirssonar, svo margvís-
lega hefur hann sett svip á hann —
og helgað honum líf sitt og krafta
í meira en hálfan sjötta áratug.
Hann var reyndar nemandi héraðs-
skólans 1936-38 og lauk prófí við
íþróttakennaraskóla Björns Jakobs-
sonar 1941. Sama ár réðst hann
íþróttakennari að héraðsskólanum.
Hann annaðist að mestu alla
íþróttakennslu við þann skóla og
einnig hússtjórnarskólann og
menntaskólann til ársins 1972, er
íþróttakennaraskólanum var falin
þessi kennsla. Þórir kenndi þó miklu
lengur eða allt til 1984. Hann er
afar minnisstæður okkur nemend-
um sínum sem hvetjandi kennari og
ásamt fleirum,
íþróttamótum, og
var fulltrúi HSK á
þingum ISI og
UMFÍ. Þá sljórnaði
hann iðulega leik-
fimi- og glímusýn-
ingum í tengslum
við stórviðburði.
Hann fór víða um
land og kenndi sund
við frumstæðustu
aðstæður. Hann
kenndi meðal ann-
ars glímu, dans, fim-
leika, fijálsar
íþróttir, kennslu-
fræði, hjálp í viðlögum og sund,
og var meðal fyrstu manna hér-
lendis að kenna körfuknattleik.
Þórir var á tímabili flokks-
foringi Skátafélagsins Dalbúa
á Laugarvatni. Hann fór til
Parísar árið 1947, ásamt flokki
manna á alheimsmót skáta,
Jamboree, eitt hið stærsta sem
haldið hefur verið, og stjórnaði
þar glímusýningu. Hann sat í
stjórn íþróttamiðstöðvar ÍSÍ á
Laugarvatni frá stofnun henn-
ar, og sat í skólanefndum Hús-
stjórnarskóla Suðurlands Laug-
arvatni 1974-1986 og Héraðs-
skólans á Laugarvatni 1978-
1991. Hann var umboðsmaður
Happdrættis Háskóla Islands,
SÍBS og DAS, og fulltrúi í
Kaupfélagi Arnesinga um ára-
bil. Hann var einn af stofnend-
um Lionsklúbbs Laugardals,
tvisvar formaður hans og til-
nefndur Melvin Jones félagi
1992. Síðustu árin sat hann í
stjórn Heilsugæslunnar í
Laugarási, og í sóknarnefnd
Miðdalssóknar. Hann sat í
Sýslunefnd Arnessýslu og síðan
í Héraðsnefnd Arnessýslu fram
á síðasta dag. Hann var heið-
ursfélagi Héraðssambandsins
Skarphéðins og Körfuknatt-
leikssambandsins, og var meðal
annars sæmdur _ gullmerki
Iþróttasambands _ Islands og
Ungmennafélags Islands .
Eftirlifandi eiginkona Þóris
er Esther Matthildur Kristins-
dóttir, (f. 22.2. 1932) íþrótta-
kennari og húsmóðir, og hafa
þau búið allan sinn búskap á
Laugarvatni. Börn þeirra eru:
1) Rósa Þórisdóttir íþrótta-
kennari, maki Kjartan Þorkels-
son sýslumaður. Börn þeirra
eru Matthildur og Inga Hrund
og eru þau búsett á Blönduósi.
2) Hrönn Þórisdóttir kennari,
maki Hrafn Arnarson kennari.
Dóttir þeirra er Þórhildur. Þau
eru búsett í Vestmanriaeyjum.
3) Gerður Þórisdóttir, kennari,
maki Lars Hansen, dýralæknir.
Börn þeirra eru Sara og Aron.
Þau eru búsett á Hvolsvelli. 4)
Þórir Þórisson, byggingaverk-
fræðingur á Selfossi. 5) Hörður
Þórisson, starfsmaður Laugar-
dalshrepps.
Útför Þóris fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14. Jarðsett verður
á Laugarvatni.
var með eindæmum laginn að efla
sjálfstraust okkar. Allir fengu að
njóta sín, fimleikasnillingurinn,
þungstígasti hjassinn og allir þar á
milli. Þess verður og lengi minnst
að hann átti líklega ríkastan þátt í
að kenna ungu fólki körfuknattleik
sem nú áratugum saman hefur ver-
ið ein ailra vinsælasta hópíþróttin
hérlendis. Hér er reyndar komið að
þætti í störfum Þóris sem miklu
lengra gengur og víðar sér stað en
venjulegt kennslustarf, þ.e. félags-
málastörf hans og óþreytandi elja
við að beina frístundaiðju í æskileg-
an farveg. Hann ferðaðist um og
aðstoðaði ungmennafélög við
íþróttastörf, hreif og hvatti til hollr-
ar líkamsræktar. Og hér á Laugar-
vatni lagði hann félagslífi nemenda
meira lið en talið verði og er þá
ekki aðeins átt við íþróttaæfingar.
Hann var manna fyrstur til að eign-
ast kvikmyndavél og hafði árum
saman kvikmyndasýningar á kvöld-
in fyrir nemendur og aðra stað-
arbúa. Þessi kvikmyndakvöld voru
ætíð nefnd Þórisbíó og nutu mikilla
vinsælda. En Þórir lét ekki þar við
sitja. Hann eignaðist sjálfur kvik-
myndatökuvéi og tók myndir árum
saman við ýmis tækifæri, m.a. af
skólalífi og -starfi, og eru þær
myndir nú hreinasti fjársjóður
vegna heimildagildis.
Af framansögðu sést að Þórir var
einn þeirra kennara er telja verður
burðarása í þeirri uppbyggingu
skólastarfs sem átti sér stað á Laug-
arvatni og myndaði þar skólaþorp
með hátt á annað hundrað íbúa. En
þá er ótalin sú gifturíka og affara-
sæla samfélagsþjónusta sem hann
innti af hendi fyrir okkur Laugdæli
sem sveitarstjórnarmaður og hrepps-
nefndaroddviti frá 1970 til æviloka.
Hreppstjóri okkar var hann einnig
frá 1972 til ’87. Það yrði langt mál
að telja þau framfara- og umbóta-
mál sem hann hefur átt mestan þátt
í að greiða fyrir á þessum tíma. Auk
stuðnings við skólana og störf þeirra,
sem aldrei brást af hans hendi, um-
hverfismála og vegabóta margs kon-
ar, er mér efst í huga heilsugæslusel-
ið, ómetanleg samvinna við stöðina
í Laugarási og föst staða hjúkrunar-
fræðings. Enginn einn maður átti
meiri þátt en Þórir í að koma heilsu-
gæslunni í núverandi horf til stórum
meira öryggis en áður fyrir sveit-
arbúa, nemendur og allt aðkomufólk.
Eins og oft hefur verið bent á mótar
það samfélag okkar nokkuð hve rík-
isumsvif með skólarekstri hér á
Laugarvatni eru fyrirferðarmikil og
veita dijúgan hluta allrar atvinnu.
Kann þá stundum að verða vand-
siglt í samskiptum ríkis og sveitarfé-
iags. Ég tel óumdeilanlegt að í odd-
vitatíð Þóris hafi þau samskipti þró-
ast svo sem best varð á kosið af
báðum aðilum.
Fyrir hönd Menntaskólans að
Laugarvatni leyfi ég mér að þakka
Þóri Þorgeirssyni öll hans störf og
stuðning frá fyrstu tíð. Auk alls
annars vil ég geta þess að hann
hafði svo frábæra rithönd að það
kom eins og af sjálfu sér að hann
skrifaði stúdentsprófsskírteini fyrir
menntaskólann í fjölda ára. Og hann
gerði ekki endasleppt. Síðast af
mörgum vináttumerkjum hans við
skólann var gjöf sem hann færði
honum á þessu vori, myndband með
kvikmyndum sem hann hafði tekið
af ýmsum atburðum í skólalífí um
og eftir stofnun skólans og hafa
ómetanlegt gildi eins og ég gat um
áður.
Eiginkonu Þóris, Esther Kristins-
dóttur, börnum þeirra öllum og ijöl-
skyldum þeirra votta ég einlæga
samúð.
Kristinn Kristmundsson.
Árla morguns 26. júní sl. barst
mér sú harmafregn að Þórir Þor-
geirsson, vinur minn og samstarfs-
maður til margra ára, hefði látist
kvöldið áður á heimili sínu hér á
Laugarvatni.
Þrátt fyrir allt kom fregnin mér
á óvart og snerti mig mjög djúpt.
Morgunninn var undurfagur. Him-
inninn var heiður og blár og vatnið
spegilslétt. Laugarvatnsstaður var
baðaður í morgunsólinni og loftið
ómaði af söng, - lofgjörð - nágranna
okkar í mýrinni, - fuglanna sem
komu að sunnan í vor til sumarheim-
kynna sinn hér í norðrinu í þessa
Paradís, sem Laugarvatn er. Slíkra
stunda hafði Þórir notið hér í ríkum
mæli, - þá rúmlega sex áratugi, sem
hann hafði átt hér heima, - enda
enginn meiri aðdáandi Laugarvatns
en hann, sem þjónað hafði íbúum
þessarar byggðar og nemendum svo
lengi og átt svo stóran þátt í því
að búa þá undir iífið. Kynni okkar
Þóris hófust haustið 1943, en þá
var hann íþróttakennari við Héraðs-
skólann á Laugarvatni, en ég nem-
andi í yngri deild skólans. Ég hreifst
strax af kennslu hans og viðmóti
öllu. Með okkur tókst góður kunn-
ingsskapur sem leiddi til vináttu.
Vafalaust átti hann, ásamt skóla-
stjórum og þeim kennurum sem
störfuðu á Laugarvatni, stóran þátt
í því að móta hug minn til þess starfs
sem ég valdi mér.
Þórir Þorgeirsson lauk prófí frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni
1938, íþróttakennaraprófí frá
íþróttaskóla Björns Jakobssonar
vorið 1941. Síðar eða árið 1949-
1950 var Þórir við nám í Danmarks
Hojskole for Legemsovelser og Stat-
ens Gymnastikkskole í Oslo og sótti
íþróttakennaranámskeið í Dan-
mörku og Svíþjóð, auk íjölmargra
slíkra námskeiða hér heima.
Þórir Þorgeirsson var íþrótta-
kennari við skólana á Laugarvatni,
fastráðinn kennari við héraðsskól-
ann 1941 og jafnframt stundakenn-
ari við barnaskólann, húsmæðra-
skólann, menntaskólann og íþrótta-
kennaraskólann. 1972 var hann
fastráðinn kennari við íþrótta-
kennaraskóla íslands, en gegndi
áfram stundakennslu við hina skól-
ana á Laugarvatni. 1984 lét Þórir
af kennslustörfum fyrir aldurs sakir.
Þórir var árum saman virtur
þjálfari og skipuleggjandi að fjöl-
þættu íþróttastarfi innan Héraðs-
sambandsins Skarphéðins.
Þórir átti tvímælalaust ákveðna
fyrirmynd að íþróttakennslunni.
Fyrirmyndin var Björn Jakobsson
og leikfími hans, sem Þórir útfærði
á sinn hátt og með sínum áherslum.
Þórir var maður æskunnar og
unga fólksins. Hann vísaði veginn
og varðaði hann. Hvatti til bindind-
is á tóbak og áfengi og boðaði
heilsusamlegt og heilbrigt lífemi.
Hollusta Þóris, trúmennska hans
og samviskusemi var einstök að
hvetju sem hann gekk. Hann var
eindreginn stuðningsmaður Laug-
arvatns sem skólaseturs og nú hin
síðari árin bar hann mjög fyrir
bijósti hag grunnskólans, mennta-
skólans og íþróttakennaraskólans
og gerði sér grein fyrir því að Laug-
arvatn mátti ekki við því að tapa
nokkrum þeirra, - nógur var missir-
inn staðnum er hússtjórnarskólinn
og héraðsskólinn hættu starfsemi
sinni.
Þórir var mikill félagsmálamaður
og nutum við þess, félagar hans í
Lionsklúbbi Laugardals.
Eftir að Þórir Þorgeirsson hætti
kennslustarfi, sneri hann sér alfarið
að sveitarstjórnarmálum, þar sem
hann vann þrekvirki fyrir sveitarfé-
lagið, oft við erfiðar aðstæður sem
lengi mun í minni haft.
Þórir var gæfumaður í einkalífi
sínu. Heimilið bar þess merki. Eig-
inkona hans Esther Kristinsdóttir
stóð við hlið hans í blíðu og stríðu
og studdi hann í öllu. Dætur þeirra
þijár, Rósa, Hrönn og Gerður og
synirnir tveir, Þórir og Hörður, eru
samvalið myndarfólk, sem bera for-
eldrunum fagurt vitni. Að þeim er
kveðinn sár harmur. Huggun gegn
þeim harmi er sú trú og vissa, að
þeir sem eru sofnaðir vakna á ný
er dagur rennur og sól rís.
Ég þakka öll störf Þóris við
íþróttakennaraskóla íslands og
stuðning við skólana alla tíð.
Ég kveð kæran starfsfélaga og
vin okkar allra og þakka samfylgd-
ina.
Guð blessi og styrki Esther, börn-
in þeirra öll og fjölskyldur þeirra.
Blessuð sé minning Þóris Þor-
geirssonar. _
Árni Guðmundsson.
Það fer ekki hjá því, að maður
hrekkur við þegar þekktir samtíðar-
menn, góðir vinir og samverkamenn
hverfa af sviðinu, menn sem alla
sína æfi hafa unnið uppbyggileg
þjónustustörf í þágu samfélagsins.
Einn þessara manna er Þórir
Þorgeirsson íþróttakennari og sveit-
arstjórnarmaður, Reykjum á Laug-
arvatni, en Þórir lést á heimili sínu
miðvikudaginn 25. júní sl. tæpra 80
ára að aldri.
Ég mun ekki í þessum fáu kveðju-
orðum mínum fara út í ættfræði
honum tengda, til þess þekkja aðrir
betur en ég.
Með Þóri Þorgeirssyni er fallinn
einn af litríkustu íþróttaleiðtogum
Skarphéðinsmanna um langt ára-
bil, og virtur og vel látinn íþrótta-
kennari við skólana á Laugarvatni,
ekki síst Iþróttakennaraskóla ís-
lands. Á þeim vettvangi, þ.e.a.s. á
sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs átt-
um við samleið um alllangt árabil
og margar að ég vil segja eftirminni-
legar og árangursríkar stundir.
Við undurbúning og framkvæmd
Þjórsármóta, við starfrækslu ung-
mennabúða á Laugarvatni, í undir-
búningi, þátttöku og framkvæmd
Landsmóta UMFL Við stofnun
íþróttamiðstöðvar íslands á Laug-
arvatni, uppbyggingu íþróttamann-
virkja á staðnum o.m.fl.
Þóri var sem íþróttaleiðtoga og
þjálfara afar sýnt um að hrífa ung-
menni með sér og að fá þau tii að
æfa og sömuleiðis að setja metnað
sinn í að ná árangri til þess m.a.
að vinna til stiga á mikilsverðum
mótum fyrir HSK. Hér fyrr á árum
var hann fyrsti vorboðinn í sveitum
Suðurlands, þegar hann fór á milli
félaganna og hvatti ungmennin til
að heíja íþróttaæfingar. Aðstaðan
var víða bágborin, en það settu
menn ekki fyrir sig og komu sér
upp æfíngaaðstöðu á sléttum bala
og þar var hlaupið, kastað og stokk-
ið, undir leiðsögn og hvatningarorð-
um hins virta leiðtoga.
Á þessum árum átti Þórir Þor-
geirsson með góðum stuðningi
margra samverkamanna sinna,
mestan þátt í því að gera Skarphéð-
in að stórveldi á íþróttasviðinu innan
UMFI. Við eigum því mikið að
þakka þessum látna vini og raunar
allir þeir sem tengdust þeim ung-
mennum sem hér áttu hlut að máli
og nutu leiðsagnar hans og hvatn-
ingar til íþrótta- og félagsstarfs.
Og nú þegar leiðtoginn er allur
fylkja Skarphéðinsmenn iiði til þátt-
töku í 22. Landsmóti UMFÍ, sem
haldið verður í Borgarnesi um helg-
ina.
í hinni hörðu keppni landsmótsins
munu Skarphéðinsmenn örugglega
koma til með að standa sig og sem
fyrr halda uppi heiðri Sunnlendinga
um leið og þeir heiðra minningu
látins leiðtoga með framgöngu sinni
og afrekum.
Síðustu áratugi hefur Þórir Þor-
geirsson verið einn af mikilvirkustu
sveitarstjórnarmönnum Árnesinga.
Hann var hreppstjóri Laugardals-
hrepps um langt skeið eða þar til
hann 70 ára hætti störfurn fyrir
aldurssakir. Sat í Sýslunefnd Árnes-
sýslu og síðar Héraðsnefnd í ára-
tugi allt til dauðadags.
Ég hygg að hann hafi setið leng-
ur í sveitarstjórn Laugardalshrepps
en nokkur annar fyrr og síðar og
um áratuga skeið sem oddviti og
sveitarstjóri, eða þar til hann lést.
Það verður erfitt fyrst í stað að
hugsa sér Laugarvatn án Þóris Þor-
geirssonar. Án þess að kasta rýrð
á störf annarra hefur hann átt stór-
an þátt í uppbyggingunni á staðn-
um, og sveitarfélagsins í heild, þar
með talin sumarhúsabyggðin og
þjónusta við okkur sumarhúsaeig-
endur.
Snyrtimennska, lagfæring lóða
og fegrun umhverfisins voru hans
hjartans mál og allir sem til þekkja
hafa séð árangurinn á Laugarvatni
og i'agna því.
Ég minnist þess frá sveitarstjórn-
arárum mínum á Selfossi, að félag-
arnir vítt og breitt um héraðið vitn-
uðu oft í góða fjárhagsstöðu Laug-
ardalshrepps og að bókhaldið hjá
Þóri væri eins og „koparstunga".
og ársuppgjör jafnan fyrr á ferðinni
en hjá mörgum öðrum.
Þannig var Þórir, einstaklega
samviskusamur og vandvirkur að
hveiju sem hann gekk og virtur af
öllum sem með honum unnu og til
hans þurftu að leita.
Hann tók það mjög nærri sér ef
einhver misklíð var í gangi og var
alltaf tilbúinn að leita leiða til sátta
og lagði sig raunar fram í þeim efn-
um. Samningamál sveitarstjórnar
Laugardalshrepps við ríkið og Sei-
fossbæ um jarðnæði og alla aðstöðu
á Laugarvatni tóku langan tíma og
voru erfið. Þóri tókst af einskærri
hógværð og ljúfmennsku og með
stuðningi góðra manna að Ijúka
þeim áður en hann varð allur.
Þeir sem nú taka við forustu
ÞORIR
ÞORGEIRSSON
::
i
í
L
t
(
I
c
i
i
i
(
i
i
(
(
(
I
I
I