Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 49

Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 49 í LUNDI í Öxarfirði er starfrækt heilsusetur og sumarhótel. Lundur í Öxarfirði Ræktun líkama og sálar í LUNDI í Öxarfirði er rekið heilsusetur og sumarhótel þar sem boðið er upp á lengri eða skemmri dvöl. Gestum gefst kost- ur á að fara í jógaleikfimi, hug- leiðslu, líkamsrækt, svitahof, gufubað og nudd. Á staðnum er einnig sundlaug. I sumar munu gestakennarar heimsækja Lund með námskeið af ýmsum toga. Um miðjan júlí kennir Finnbogi Gunnlaugsson fólki að bregðast við álagi með æfingum og hugleiðslu. Á sama tíma verður Elisabet Valgeirs- dóttir með blómaskreytingar- námskeið í Lundi. Námskeið Valgerðar Bjarna- dóttur fyrir konur sem vilja vaxa verður haldið í lok júlí. Á nám- skeiðinu verður unnið með drauma og goðsagnir og það not- að til að spegla innri vöxt. Á Lundi er lögð áhersla á að njóta náttúrunnar og meðal fastra liða eru skipulagðar gönguferðir og fuglaskoðunarferðir á Mel- rakkasléttu. Leikir og leikföng í Arbæjar- safni ÁRBÆJARSAFN verður opið frá kl. 10-18 helgina 5.-6. júlí og verður sunnudagurinn helgaður börnum, leikjum þeirra og leikföng- um. Milli kl. 13 og 14 verður teymt undir börnum við Árbæinn. Kl. 14 og 15 verður farið í leiki við Klepp. Þar verða rifjaðir upp gamlir og góðir barnaleikir eins og að stökkva yfir sauðalegg, að reisa horgemling og Völuspá. Kl. 16 verða sýndir þjóðdansar við Dillonshús. Fjöl- skylduratleikur verður í boði en þar þurfa ungir og aldnir að vinna sam- an við að svara léttum spurningum. Dregið verður úr réttum lausnum og fá vinningshafar send verðlaun. Auk alls þessa eru húsdýrin allt- af vinsæl hjá yngstu kynslóðinni, haninn og hænan vappa hér um, heimalingurinn fær að drekka úr pela, í girðingu eru þrílemburnar Sara og Surtla ásamt Arnhöfða. Kýrin okkar er svo handmjólkuð kl. 17. Einnig verður hefðbundin dag- skrá eins og harmonikkuleikur, roðskógerð og lummubakstur í Árbæ, gullsmíði í Suðurgötu 7 og úrsmiður í Þingholtsstræti 9. Árbókarferð Ferðafélag’sins FERÐAFÉLAG íslands efnir til ferða á slóðjr nýútkominnar árbók- ar sinnar „í fjallhögum milli Mýra og Dala“ nú um helgina. Brottför er kl. 8 á laugardag og verður deginum eytt á slóðum sem Guðrún Ása Grímsdóttir ritaði um í árbókina eða svæðinu upp af Mýrum. Sama dag gefst einnig kostur á dagsferð í Hítardal. A sunnudaginn verður farið í Dalina sem Árni Björnsson ritaði um. Gist verður í svefnpokaplássi í góðum tveggja manna herbergjum á Hótel Bifröst. Skráning í ferðirnar er á skrif- stofu Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Skógræktar- ferð Heimdallar HIN árlega skógræktarferð Heim- dallar verður farin laugardaginn 5. júlí. Heimdallur hefur í tugi ára séð um lund í Heiðmörk og þangað verður farið. Þar verða gróðursett- ar sjötiu plöntur sem Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gaf Heimdalli í tilefni 70 ára af- mælis félagsins í vetur. Heimdallar- lundurinn er við Heiðarveg, efst og austast í Heiðmörk og þar munu menn hittast kl. 14.30. Að lokinni gróðurvinnunni verð- ur grillað. Allir Heimdellingar og annað Sjálfstæðisfólk er hvatt til að láta sjá sig. Gönguferðir og barnastundir á Þingvöllum Á ÞINGVÖLLUM bjóða landverðir upp á gönguferðir og barnastundir og af nógu verður að taka um helg- ina. Á laugardag kl. 13 verður geng- ið að eyðibýlinu Skógarkoti í Þing- vallahrauni og fjallað um sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Kl. 15 verður svo litað og leikið með börn- um í Hvannagjá. Á sunnudag kl. 13 verður gengið um gjár og forn- ar götur i Hrauntún og hugað að náttúrufari og sögu. Þá verður á sunnudag messað í Þingvallakirkju kl. 14 og að því loknu kl. 15 verð- ur gengið frá kirkjunni um hinn forna þingstað undir leiðsögn land- varðar. Allar nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins. Lifandi tónlist í Búðarkletti Á VEITINGAHÚSINU Búðar- kletti, Borgarnesi, verður boðið upp á lifandi tónlist um helgina. Á föstudagskvöld leika þau Sig- rún Eva og Stefán fyrir dansi til kl. 3 og á laugardagskvöldinu tekur við dúettinn KOS sem skipaður er þeim Evu Ásrúnu og Kristjáni. {tilefni Landsmóts UMFI í Borg- arnesi býður veitingastaðurinn upp á sérstakan matseðil frá kl. 12-22 aila daga, segir í fréttatilkynningu. Fleiri vínbúðir opnar á laugar- dögum FLEIRI verslanir ÁTVR verða opn- ar á laugardögum í júlí og ágúst en voru opnar í fyrra. í október 1995 var reglugerð dóms- og kirkjumálaráðuneytis um sölu áfengis breytt. Ákvæði um lokun vínbúða á laugardögum var samræmt ákvæðum áfengislaga sem segja að útsölustaðir ÁTVR skulu vera lokaðir frá kl. 12 á há- degi á laugardögum. í kjölfar þess- ara breytinga voru 2 verslanir ÁTVR í Reykjavík og vínbúðin á Akureyri opnar á laugardögum frá kl. 10-12. Fyrir nokkrum vikum bættust 2 verslanir, þ.e. í Reykjavík og Hafnarfirði, í hóp þeirra sem opið hafa á laugardögum. Nú hefur verið ákveðið að mánuðina júlí og ágúst fjölgi þeim verslunum ÁTVR sem opnar eru á laugardögum frá kl. 10-12. Þær eru Vínbúðin, Borgarnesi, Vínbúð- in, Egilsstöðum, Vínbúðin, ísafirði, Vínbúðin, Keflavík og Vínbúðin, Selfossi. Ennfremur hefur afgreiðslutími vínbúðarinnar á Húsavík í júlí og ágúst verið færður fram til kl. 10 en afgreiðsla hófst áður kl. 12.30 mánudaga-fimmtudaga. Ný tækni til hjálpar börnum N ORÐURLANDARÁÐ hyggst taka í notkun nútíma samskipta- tækni í pólitískri umræðu. Vinnu- hópurinn um málefni barna á grannsvæðunum opnar nú eigin heimasíðu á netinu. Formaður vinnuhópsins er sænski þingmaður- inn Margareta Israelsson. „Við viljum ná til almennings. Með notkun internetsins vonumst við til þess að ná til enn fleiri sem fást við málefni barna,“ segir Isra- elsson. Á nýafstöðnum fundi vinnuhóps- ins fór fram umræða, þar sem m.a. tóku þátt umboðsmaður barna á íslandi, Þórhildur Líndal, og Ágúst Þór Árnason frá mannréttinda- skrifstofu íslands. Vefsíðurnar á heimasíðum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar (www.norden.org.) eiga að vera vettvangur gagnvirkra umræðna. Takmarkið er að fræðast um hin alvarlegu vandamál sem steðja að börnum í baltnesku löndunum og norðvestur Rússlandi. Kall á inter- netinu er liður í markmiði vinnu- hópsins til þess að komast í sam- band við aðila sem tengjast málefn- um bama. Almenningur getur þann- ig einnig komið skoðunum sínum á framfæri. Upplýsingar sem þessu tengjast verða vistaðar og gerðar aðgengilegar á vefsíðunum. Vinnu- hópurinn stefnir að því að skila skýrslu með tillögum um samnorr- ænar hjálparaðgerðir-og verður hún kynnt á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í nóvember nk.,“ segir í fréttatilkynningu frá vinnuhópnum. Gömul hand- brögð í Sjóminja- safninu FYRRVERANDI sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjómennsku í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, laugardaginn 5. júlí kl. 13-17. Meðal annars verður beitt í bjóð, trogmyndað ílát sem notað var undir lóð fyrr á öldinni fyrir daga lóðabalanna. Gestum gefst kostur á að æfa handtökin. Þetta er ann- að sumarið sem boðið er upp á lif- andi starfsemi í safninu. í forsal Sjóminjasafnsins stend- ur nú yfir sýning á 20 olíumálverk- um eftir Bjarna Jónsson. Um helm- ingur þeirra er frá þessu og síð- asta ári og eru öll til sölu. Það sem af er þessu ári hefur aðsókn verið góð. Fjöldi safngesta í júní jókst um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Nýtt dagblað á alnetinu í DAG hefur göngu sína nýtt dag- blað, Xnet Vefurinn, en það verður aðeins hægt að lesa á alnetinu. Þorsteinn Eggertsson er ritstjóri Xnet Vefsins en það er alnetsfyrir- tækið Xnet sem annast útgáfuna á slóðinni www.xnet.is. „Ekki er ætlunin að fara í frétta- slag við aðra fjölmiðla landsins en reynt verður að nýta kosti alnets- ins til hins ýtrasta. Fjölmarga efnisflokka verður að finna á síðum blaðsins sem enn hvílir leynd yfir,“ segir í frétt frá Xneti. Xnet hóf starfsemi fyrir mánuði og rekur m.a. alnetskaffihús og tölvuskóla í Nóatúni 17. Sumarlest Esso á Húsavík og Akureyri SUMARLEST Esso verður á Húsa- vík föstudaginn 4. júlí kl. 16-18 og á Akureyri laugardaginn 5. júlí kl. 14-16. Á Akureyri hefst rat- leikur kl. 13.30 og er gasgrill í verðlaun. Eins og undanfarin ár verður heilmargt um að vera þar sem Sumarlestin kemur við hvetju sinni. Grillveisla verður í boði Af- urðarsölunnar í Borgarnesi, ís frá Emmessís, sælgæti frá Mónu og gos og snakk frá Ölgerðinni. Loftk- astali og fleiri leiktæki verða fyrir yngri kynslóðina, vöruuppboð og aðrar óvæntar uppákomur. Þá verða aðalvinningar í stimpil- leik Vegabréfs Esso og Ferðamála- ráðs íslands til sýnis, VW Polo frá Heklu og Easy-Camp Petit tjald- vagn frá EVRÓ, en Vegabréfið er hægt að fá á bensínstöðvum Esso um allt land og á upplýsingamið- stöðvum ferðamála. Pödduveiðar í Alviðru í FRAMHALDI af Veiðidegi fjöl- skyldunnar, Sólstöðugöngu og Jónsmessuhátíð býður Umhverfis- fræðslusetrið Alviðra upp á fræðsludagskrá nk. sunnudag kl. 14-18. Fjallað verður um pöddur í ís- lenskri náttúru á láði og legi og farið í gönguferð um nágrenni Alviðru þar sem gestum verður boðið upp á pödduveiðar. Farið verður með fengiun heim í Alviðru og pöddurnar greindar og flokkað- ar. Að lokum verður boðið upp á pastarétt. Þátttaka er öllum heimil og gestum að kostnaðarlausu. Messa og ljós- myndasýning í Viðey Á HELGARDAGSKRÁNNI í Við- ey eru nú gönguferð, staðarskoð- un, messa og ljósmyndasýning. Auk þess eru hestaleigan og veit- ingahúsið með sína starfsemi. Gönguferðin er á laugardags- morgun. Þá er farið úr Sundahöfn kl. 10. Gengið verður af Viðeyjar- hlaði, framhjá Klausturhól, um Eiðið og yfir á Vesturey. Þar eru „súlurnar hans Serra“, hið þekkta umhverfislistaverk, sem verður skoðað og útskýrt. Þarna eru einnig steinar með merkilegum áletrunum, ból lunda- veiðimanna, rústir gamalla sauða- húsa og auk þess margt að skoða í nágrenni eyjarinnar. Ferðin tekur rúma tvo tíma. Kostnaður er eng- inn annar en feijutollurinn sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrirbörn. Kl. 14.15 á laugardegin- um er svo staðarskoðun heima við. Hún tekur um klukkutíma. Þá skoða menn kirkjuna, Stofuna, fornleifagröftinn og annað í næsta nágrenni húsanna. Á sunnudag kl. 14 messar sr. Jakob Ág. Hjálmarsson í Viðeyjar- kirkju. Eftir messu verður aftur staðarskoðun. Sérstök ferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Ljósmyndasýning í Viðeyjar- skóla er opin kl. 13.15-17.10. Þar getur að líta góða heildarmynd af lífinu í þorpinu sem var á Sund- bakka í Viðey á árunum 1907- 1943. Hestaleigan er einnig opin frá kl. 13 og veitingahúsið í Viðeyj- arstofu kl. 14. Bátsferðir eru á klst. fresti frá kl. 13. Landbúnaðar- sýning hefst á Hvanneyri í dag HALDIN verður landbúnaðarsýn- ing á Hvanneyri í Andakílshreppi, Borgarfirði, dagana 4.-6. júlí. Sýningin er haldin í tengslum við Landsmót UMFÍ sem stendur í Borgarnesi dagana 3.-6. júlí. Nokkrar keppnisgreinar lands- mótsins fara fram á Hvanneyri. Þessar greinar eni dráttavélaakst- ur, að leggja á borð, jurtagreining, brids og hluti keppninnar í knatt- - spyrnu. Um 40 aðilar kynna starfsemi sína á sýningunni. Innflytjendur og framleiðendur véla og tækja fyrir landbúnaðinn sýna á útisvæði við Bútæknideild Rala, stofnanir landbúnaðarins kynna sína starf- semi í „Gamla skóla“, fyrirtæki t.d. matvælafyrirtæki kynna starf- semi sína og framleiðslu í barna- skólanum (Andakílsskóla), í Rann- sóknarhúsi kynnir Bændaskólinn á Hvanneyri rannsóknir sínar og Landgræðsla ríkisins kynnir starf- semi sína og Rannsóknastofnun landbúnaðarins kynnir starfsemi sína í húsi Bútæknideildar Rala. Keppni í starfsíþróttum hefst í dag kl. 13.30 á Hvanneyri. Land- búnaðarsýningin verður opnuð kl. 14. Á laugardag verður svæðið opnað kl. 11 og kl. 12 á sunnu- dag. Aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Bragi var höfundur NAFN Braga Ásgeirssonar féll nið- ur við grein hans í blaðinu í gær, Myndlist og miðaldabækur. Beðizt er velvirðingar á því. Nöfn féllu niður I FRÉTT í gær um íslenzkar bók- menntir á bókastefnunni í Gauta- borg í haust féllu niður nöfn þeirra Guðbergs Bergssonar og Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Beðizt er afsök- unar á þeim mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.