Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 04.07.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ1997 49 í LUNDI í Öxarfirði er starfrækt heilsusetur og sumarhótel. Lundur í Öxarfirði Ræktun líkama og sálar í LUNDI í Öxarfirði er rekið heilsusetur og sumarhótel þar sem boðið er upp á lengri eða skemmri dvöl. Gestum gefst kost- ur á að fara í jógaleikfimi, hug- leiðslu, líkamsrækt, svitahof, gufubað og nudd. Á staðnum er einnig sundlaug. I sumar munu gestakennarar heimsækja Lund með námskeið af ýmsum toga. Um miðjan júlí kennir Finnbogi Gunnlaugsson fólki að bregðast við álagi með æfingum og hugleiðslu. Á sama tíma verður Elisabet Valgeirs- dóttir með blómaskreytingar- námskeið í Lundi. Námskeið Valgerðar Bjarna- dóttur fyrir konur sem vilja vaxa verður haldið í lok júlí. Á nám- skeiðinu verður unnið með drauma og goðsagnir og það not- að til að spegla innri vöxt. Á Lundi er lögð áhersla á að njóta náttúrunnar og meðal fastra liða eru skipulagðar gönguferðir og fuglaskoðunarferðir á Mel- rakkasléttu. Leikir og leikföng í Arbæjar- safni ÁRBÆJARSAFN verður opið frá kl. 10-18 helgina 5.-6. júlí og verður sunnudagurinn helgaður börnum, leikjum þeirra og leikföng- um. Milli kl. 13 og 14 verður teymt undir börnum við Árbæinn. Kl. 14 og 15 verður farið í leiki við Klepp. Þar verða rifjaðir upp gamlir og góðir barnaleikir eins og að stökkva yfir sauðalegg, að reisa horgemling og Völuspá. Kl. 16 verða sýndir þjóðdansar við Dillonshús. Fjöl- skylduratleikur verður í boði en þar þurfa ungir og aldnir að vinna sam- an við að svara léttum spurningum. Dregið verður úr réttum lausnum og fá vinningshafar send verðlaun. Auk alls þessa eru húsdýrin allt- af vinsæl hjá yngstu kynslóðinni, haninn og hænan vappa hér um, heimalingurinn fær að drekka úr pela, í girðingu eru þrílemburnar Sara og Surtla ásamt Arnhöfða. Kýrin okkar er svo handmjólkuð kl. 17. Einnig verður hefðbundin dag- skrá eins og harmonikkuleikur, roðskógerð og lummubakstur í Árbæ, gullsmíði í Suðurgötu 7 og úrsmiður í Þingholtsstræti 9. Árbókarferð Ferðafélag’sins FERÐAFÉLAG íslands efnir til ferða á slóðjr nýútkominnar árbók- ar sinnar „í fjallhögum milli Mýra og Dala“ nú um helgina. Brottför er kl. 8 á laugardag og verður deginum eytt á slóðum sem Guðrún Ása Grímsdóttir ritaði um í árbókina eða svæðinu upp af Mýrum. Sama dag gefst einnig kostur á dagsferð í Hítardal. A sunnudaginn verður farið í Dalina sem Árni Björnsson ritaði um. Gist verður í svefnpokaplássi í góðum tveggja manna herbergjum á Hótel Bifröst. Skráning í ferðirnar er á skrif- stofu Ferðafélagsins, Mörkinni 6. Skógræktar- ferð Heimdallar HIN árlega skógræktarferð Heim- dallar verður farin laugardaginn 5. júlí. Heimdallur hefur í tugi ára séð um lund í Heiðmörk og þangað verður farið. Þar verða gróðursett- ar sjötiu plöntur sem Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík gaf Heimdalli í tilefni 70 ára af- mælis félagsins í vetur. Heimdallar- lundurinn er við Heiðarveg, efst og austast í Heiðmörk og þar munu menn hittast kl. 14.30. Að lokinni gróðurvinnunni verð- ur grillað. Allir Heimdellingar og annað Sjálfstæðisfólk er hvatt til að láta sjá sig. Gönguferðir og barnastundir á Þingvöllum Á ÞINGVÖLLUM bjóða landverðir upp á gönguferðir og barnastundir og af nógu verður að taka um helg- ina. Á laugardag kl. 13 verður geng- ið að eyðibýlinu Skógarkoti í Þing- vallahrauni og fjallað um sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Kl. 15 verður svo litað og leikið með börn- um í Hvannagjá. Á sunnudag kl. 13 verður gengið um gjár og forn- ar götur i Hrauntún og hugað að náttúrufari og sögu. Þá verður á sunnudag messað í Þingvallakirkju kl. 14 og að því loknu kl. 15 verð- ur gengið frá kirkjunni um hinn forna þingstað undir leiðsögn land- varðar. Allar nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins. Lifandi tónlist í Búðarkletti Á VEITINGAHÚSINU Búðar- kletti, Borgarnesi, verður boðið upp á lifandi tónlist um helgina. Á föstudagskvöld leika þau Sig- rún Eva og Stefán fyrir dansi til kl. 3 og á laugardagskvöldinu tekur við dúettinn KOS sem skipaður er þeim Evu Ásrúnu og Kristjáni. {tilefni Landsmóts UMFI í Borg- arnesi býður veitingastaðurinn upp á sérstakan matseðil frá kl. 12-22 aila daga, segir í fréttatilkynningu. Fleiri vínbúðir opnar á laugar- dögum FLEIRI verslanir ÁTVR verða opn- ar á laugardögum í júlí og ágúst en voru opnar í fyrra. í október 1995 var reglugerð dóms- og kirkjumálaráðuneytis um sölu áfengis breytt. Ákvæði um lokun vínbúða á laugardögum var samræmt ákvæðum áfengislaga sem segja að útsölustaðir ÁTVR skulu vera lokaðir frá kl. 12 á há- degi á laugardögum. í kjölfar þess- ara breytinga voru 2 verslanir ÁTVR í Reykjavík og vínbúðin á Akureyri opnar á laugardögum frá kl. 10-12. Fyrir nokkrum vikum bættust 2 verslanir, þ.e. í Reykjavík og Hafnarfirði, í hóp þeirra sem opið hafa á laugardögum. Nú hefur verið ákveðið að mánuðina júlí og ágúst fjölgi þeim verslunum ÁTVR sem opnar eru á laugardögum frá kl. 10-12. Þær eru Vínbúðin, Borgarnesi, Vínbúð- in, Egilsstöðum, Vínbúðin, ísafirði, Vínbúðin, Keflavík og Vínbúðin, Selfossi. Ennfremur hefur afgreiðslutími vínbúðarinnar á Húsavík í júlí og ágúst verið færður fram til kl. 10 en afgreiðsla hófst áður kl. 12.30 mánudaga-fimmtudaga. Ný tækni til hjálpar börnum N ORÐURLANDARÁÐ hyggst taka í notkun nútíma samskipta- tækni í pólitískri umræðu. Vinnu- hópurinn um málefni barna á grannsvæðunum opnar nú eigin heimasíðu á netinu. Formaður vinnuhópsins er sænski þingmaður- inn Margareta Israelsson. „Við viljum ná til almennings. Með notkun internetsins vonumst við til þess að ná til enn fleiri sem fást við málefni barna,“ segir Isra- elsson. Á nýafstöðnum fundi vinnuhóps- ins fór fram umræða, þar sem m.a. tóku þátt umboðsmaður barna á íslandi, Þórhildur Líndal, og Ágúst Þór Árnason frá mannréttinda- skrifstofu íslands. Vefsíðurnar á heimasíðum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar (www.norden.org.) eiga að vera vettvangur gagnvirkra umræðna. Takmarkið er að fræðast um hin alvarlegu vandamál sem steðja að börnum í baltnesku löndunum og norðvestur Rússlandi. Kall á inter- netinu er liður í markmiði vinnu- hópsins til þess að komast í sam- band við aðila sem tengjast málefn- um bama. Almenningur getur þann- ig einnig komið skoðunum sínum á framfæri. Upplýsingar sem þessu tengjast verða vistaðar og gerðar aðgengilegar á vefsíðunum. Vinnu- hópurinn stefnir að því að skila skýrslu með tillögum um samnorr- ænar hjálparaðgerðir-og verður hún kynnt á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í nóvember nk.,“ segir í fréttatilkynningu frá vinnuhópnum. Gömul hand- brögð í Sjóminja- safninu FYRRVERANDI sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjómennsku í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, laugardaginn 5. júlí kl. 13-17. Meðal annars verður beitt í bjóð, trogmyndað ílát sem notað var undir lóð fyrr á öldinni fyrir daga lóðabalanna. Gestum gefst kostur á að æfa handtökin. Þetta er ann- að sumarið sem boðið er upp á lif- andi starfsemi í safninu. í forsal Sjóminjasafnsins stend- ur nú yfir sýning á 20 olíumálverk- um eftir Bjarna Jónsson. Um helm- ingur þeirra er frá þessu og síð- asta ári og eru öll til sölu. Það sem af er þessu ári hefur aðsókn verið góð. Fjöldi safngesta í júní jókst um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Nýtt dagblað á alnetinu í DAG hefur göngu sína nýtt dag- blað, Xnet Vefurinn, en það verður aðeins hægt að lesa á alnetinu. Þorsteinn Eggertsson er ritstjóri Xnet Vefsins en það er alnetsfyrir- tækið Xnet sem annast útgáfuna á slóðinni www.xnet.is. „Ekki er ætlunin að fara í frétta- slag við aðra fjölmiðla landsins en reynt verður að nýta kosti alnets- ins til hins ýtrasta. Fjölmarga efnisflokka verður að finna á síðum blaðsins sem enn hvílir leynd yfir,“ segir í frétt frá Xneti. Xnet hóf starfsemi fyrir mánuði og rekur m.a. alnetskaffihús og tölvuskóla í Nóatúni 17. Sumarlest Esso á Húsavík og Akureyri SUMARLEST Esso verður á Húsa- vík föstudaginn 4. júlí kl. 16-18 og á Akureyri laugardaginn 5. júlí kl. 14-16. Á Akureyri hefst rat- leikur kl. 13.30 og er gasgrill í verðlaun. Eins og undanfarin ár verður heilmargt um að vera þar sem Sumarlestin kemur við hvetju sinni. Grillveisla verður í boði Af- urðarsölunnar í Borgarnesi, ís frá Emmessís, sælgæti frá Mónu og gos og snakk frá Ölgerðinni. Loftk- astali og fleiri leiktæki verða fyrir yngri kynslóðina, vöruuppboð og aðrar óvæntar uppákomur. Þá verða aðalvinningar í stimpil- leik Vegabréfs Esso og Ferðamála- ráðs íslands til sýnis, VW Polo frá Heklu og Easy-Camp Petit tjald- vagn frá EVRÓ, en Vegabréfið er hægt að fá á bensínstöðvum Esso um allt land og á upplýsingamið- stöðvum ferðamála. Pödduveiðar í Alviðru í FRAMHALDI af Veiðidegi fjöl- skyldunnar, Sólstöðugöngu og Jónsmessuhátíð býður Umhverfis- fræðslusetrið Alviðra upp á fræðsludagskrá nk. sunnudag kl. 14-18. Fjallað verður um pöddur í ís- lenskri náttúru á láði og legi og farið í gönguferð um nágrenni Alviðru þar sem gestum verður boðið upp á pödduveiðar. Farið verður með fengiun heim í Alviðru og pöddurnar greindar og flokkað- ar. Að lokum verður boðið upp á pastarétt. Þátttaka er öllum heimil og gestum að kostnaðarlausu. Messa og ljós- myndasýning í Viðey Á HELGARDAGSKRÁNNI í Við- ey eru nú gönguferð, staðarskoð- un, messa og ljósmyndasýning. Auk þess eru hestaleigan og veit- ingahúsið með sína starfsemi. Gönguferðin er á laugardags- morgun. Þá er farið úr Sundahöfn kl. 10. Gengið verður af Viðeyjar- hlaði, framhjá Klausturhól, um Eiðið og yfir á Vesturey. Þar eru „súlurnar hans Serra“, hið þekkta umhverfislistaverk, sem verður skoðað og útskýrt. Þarna eru einnig steinar með merkilegum áletrunum, ból lunda- veiðimanna, rústir gamalla sauða- húsa og auk þess margt að skoða í nágrenni eyjarinnar. Ferðin tekur rúma tvo tíma. Kostnaður er eng- inn annar en feijutollurinn sem er 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrirbörn. Kl. 14.15 á laugardegin- um er svo staðarskoðun heima við. Hún tekur um klukkutíma. Þá skoða menn kirkjuna, Stofuna, fornleifagröftinn og annað í næsta nágrenni húsanna. Á sunnudag kl. 14 messar sr. Jakob Ág. Hjálmarsson í Viðeyjar- kirkju. Eftir messu verður aftur staðarskoðun. Sérstök ferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Ljósmyndasýning í Viðeyjar- skóla er opin kl. 13.15-17.10. Þar getur að líta góða heildarmynd af lífinu í þorpinu sem var á Sund- bakka í Viðey á árunum 1907- 1943. Hestaleigan er einnig opin frá kl. 13 og veitingahúsið í Viðeyj- arstofu kl. 14. Bátsferðir eru á klst. fresti frá kl. 13. Landbúnaðar- sýning hefst á Hvanneyri í dag HALDIN verður landbúnaðarsýn- ing á Hvanneyri í Andakílshreppi, Borgarfirði, dagana 4.-6. júlí. Sýningin er haldin í tengslum við Landsmót UMFÍ sem stendur í Borgarnesi dagana 3.-6. júlí. Nokkrar keppnisgreinar lands- mótsins fara fram á Hvanneyri. Þessar greinar eni dráttavélaakst- ur, að leggja á borð, jurtagreining, brids og hluti keppninnar í knatt- - spyrnu. Um 40 aðilar kynna starfsemi sína á sýningunni. Innflytjendur og framleiðendur véla og tækja fyrir landbúnaðinn sýna á útisvæði við Bútæknideild Rala, stofnanir landbúnaðarins kynna sína starf- semi í „Gamla skóla“, fyrirtæki t.d. matvælafyrirtæki kynna starf- semi sína og framleiðslu í barna- skólanum (Andakílsskóla), í Rann- sóknarhúsi kynnir Bændaskólinn á Hvanneyri rannsóknir sínar og Landgræðsla ríkisins kynnir starf- semi sína og Rannsóknastofnun landbúnaðarins kynnir starfsemi sína í húsi Bútæknideildar Rala. Keppni í starfsíþróttum hefst í dag kl. 13.30 á Hvanneyri. Land- búnaðarsýningin verður opnuð kl. 14. Á laugardag verður svæðið opnað kl. 11 og kl. 12 á sunnu- dag. Aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Bragi var höfundur NAFN Braga Ásgeirssonar féll nið- ur við grein hans í blaðinu í gær, Myndlist og miðaldabækur. Beðizt er velvirðingar á því. Nöfn féllu niður I FRÉTT í gær um íslenzkar bók- menntir á bókastefnunni í Gauta- borg í haust féllu niður nöfn þeirra Guðbergs Bergssonar og Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Beðizt er afsök- unar á þeim mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.