Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.07.1997, Blaðsíða 64
v€. gtrenni gnein ft) BÚNAÐARBANKI (SUNDS Mewúdd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAÚUR 4. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Norskt loðnuskip landar í Vestmannaeyjum Segja hluta aflans tekínn innan lögsögu Jan Mayen Grunsemdir um að allur aflinn sé tekinn innan íslenzku lögsögunnar NORSKA loðnuskipið Kristian Ryggefjord hefur tilk'ynnt Landhelg- isgæzlunni um löndun á 700 til 800 tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum síðar í dag. Skipstjórinn hefur enn- fremur tilkynnt að um 400 tonn afl- ans hafi fengizt í lögsögu Jan May- en, áður en komið var inn í landhelg- ina, og um 300 innan íslenzku land- helginnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur Landhelg- isgæzlan sig hafa upplýsingar þess efnis, að enginn afli hafi verið um borð í skipinu er það hóf veiðar inn- an islenzku lögsögunnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu verður málið rannsakað er skipið kemur til Vestmannaeyja. Kristian Ryggeíjord landaði tví- vegis í Vestmannaeyjum á síðustu vertíð og reyndist fullfermi þá vera um 780 tonn. Sigurður Friðbjörns- son, verksmiðjustjóri í Fiskimjöls- verksmiðjunni í Eyjum, segir að í fyrra hafi skort loðnu til vinnslu í upphafi vertíðar og norska skipinu því verið vel tekið þá og það boðið velkomið á þessari vertíð. „Við höf- um venjulega fengið lítið af loðnu í upphafi sumarvertíðar og því tekið á móti þeim, sem vilja koma. Það breytir engu hvort það eru Norð- menn eða aðrir meðan þannig stend- ur á,“ segir Sigurður. Þrjú önnur norsk skip tilkynna löndun Auk Kristians Ryggefjord hafa þrjú önnur norsk loðnuskip tilkynnt löndun afla hér á landi; í Grindavík, á Djúpavogi og á Akureyri. Þau hafa ekki tilkynnt um afla utan lög- sögunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæzlunni er heildar- afli norsku skipanna nú orðinn um 26.600 tonn. Heldur dró úr loðnuveiði í gær, enda strekkingsvindur á miðunum, um 60 mílur norðaustur af Langa- nesi. í Krossanesverksmiðju í Eyja- fírði var fyrsta farmi vertíðarinnar landað á miðvikudag, þegar Sigurð- ur VE landaði þar fullfermi, tæpum 1.500 tonnum. Þar af voru um 800 tonn síld sem fékkst í lögsögu Jan Mayen um síðustu helgi. Skipið var á leið á miðin á ný í gær þegar rætt var við Andrés Sigurðsson, stýrimann. „Við leituðum að síld alla leið norð- ur að Svalbarða en fengum þessa síld á bakaleiðinni. Við náðum nokkr- um köstum en síðan varð ekkert meira úr veiðinni. Við héldum því á loðnumiðin og gekk vel að fylla. Síld- in var mjög falleg, reyndar úttroðin af átu en það var samt í lagi með hana þegar við lönduðum henni.“ Andrés sagði loðnuvertíðina leggj- ast vel í sig og byijunina betri en hann hefði átt von á. „Vonandi verð- ur góð vertíð úr þessari byijun, við erum alltaf bjartsýnir," sagði Andrés. Guðjón og KSÍ Deila við * IA tefur GUÐJÓN Þórðarson, sem hefur átt í viðræðum við KSÍ um að verða næsti landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segist undrast að ekki hafi enn verið skrifað und- ir samning. „Samningur okkar er tilbú- inn og ég var reiðubúinn að skrifa undir hann [í gær] en þá _var mér tjáð af formanni KSÍ að ekkert yrði gert fyrr en sæi fyrir endann á málinu við Skagann," sagði Guðjón. Guðjón var rekinn frá ÍA á sl. hausti og á í deilum við for- ráðamenn félagsins um starfs: lokasamning. Formaður KSÍ hefur sagt æskilegt að deila Guðjóns og ÍA yrði leyst áður en KSÍ gengi frá samningi við hann, „en það sem áður þótti bara æskilegt er greinilega orð- ið að skilyrði nú,“ sagði Guðjón. Eggert sagðist undrast um- mæli Guðjóns. Ekkert hefði breyst í viðræðunum en hann vonaði að ummælin hefðu ekki áhrif á framhald þeirra. ■ Guðjón undrast/Cl Morgunblaðið/Kristján Með hrafn á hjólinu Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson ÞESSI mynd var tekin af kafbátnum á loðnumiðunum í fyrradag. Kafbáturinn hugs- anlega norskur Övenjugóð staða hja nkissjoði 500 millj- óna inneign hjá Seðla- bankanum RÍKISSJÓÐUR og ríkisstofnanir ^ áttu í lok júní rúmlega 500 milljóna króna innistæðu hjá Seðlabankan- um. Þessi staða ríkisins gagnvart bankanum er mjög óvenjuleg því að jafnaði hefur Seðlabankinn átt háar kröfur á hendur ríkissjóði og ríkis- stofnunum. Um áramót námu t.d. kröfur bankans á hendur ríkinu um 3,7 milljörðum og batnaði því staðan að þessu leyti um 4,2 milljarða á fyrri helmingi ársins. „Staða ríkissjóðs er mjög góð. Þetta byggist ekki á því að ríkissjóð- ur hafi verið að taka lán, heldur hefur ríkissjóður þvert á móti verið að greiða niður erlend lán,“ sagði Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, í samtali við Morgunblaðið. ^ Mikill gjaldeyrisforði Gjaldeyrisforði Seðlabankans styrktist um 4,8 milljarða króna í júní og nam í mánaðarlok 34,5 millj- örðum. Frá áramótum hefur gjald- eyrisforðinn aukist um rúmlega 3,5 milljarða. Eiríkur segir þessa stöðu mjög góða þótt hún sé ekkert eins- dæmi. Það skýri helst þessa góðu stöðu að bankarnir hafi tekið tals- vert af lánum eriendis og endurlánað hér innanlands. „Fyrirtæki í viðskiptum við bank- ana eru viljug núna til að taka geng- isbundin lán, en um tíma voru þau að endurgreiða gengisbundin lán. Það er of snemmt að segja nokkuð til um viðskiptajöfnuðinn í ár, en spáð er miklum halla á honum eða 26 milljörðum. Svona tölur gætu bent til þess að hallinn yrði eitthvað ■ "»■ minni, en um það hef ég afar litlar upplýsingar." HANN Ævar Vilberg Ævarsson á Þórshöfn er ekki alltaf maður einsamall á ferð sinni um bæinn á hjóli sínu. Þessi vinalegi hrafn, sem situr á stýrinu á hjóli hans, á það til að þiggja far og ekki síst þegar Ævar heldur niður á bryggju með veiðistöngina. Þeir félagar voru einmitt á leið þangað er ljós- myndari Morgunblaðsins rakst á þá. INNAN íslenska stjórnkerfisins eru líkur taldar á að kafbáturinn sem Landhelgisgæslan sá á íslensku loðnumiðunum á miðvikudag sé norskur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki liggja fyrir óyggjandi upp- lýsingar um hvaðan kafbáturinn er, en ýmislegt er talið renna stoðum undir að um norskan kafbát hafi verið að ræða. Mynd sem Landhelg- isgæslan tók af bátnum, er hún var við eftirlitsstörf á loðnumiðunum, hefur verið skoðuð og borin saman við upplýsingar sem Landhelgis- gæslan hefur um kafbáta. VEGAGERÐIN leggur mikla áherslu á að fækka einbreiðum brúm á land- inu. í sumar verður þeim fækkað um tuttugu. Helgi Hallgrímsson vega- málastjóri segir að vandinn við ein- breiðar brýr sé tvenns konar. Annars vegar séu slys tíð við þær og hins vegar uppfylli þær ekki kröfur sem Evrópusambandið gerir um burðar- þol. Einbreiðar brýr standi þunga- flutningum fyrir þrifum á mörgum Fjöldi norskra loðnuveiðiskipa er við veiðar á íslenska hafsvæðinu og hefur Landhelgisgæslan hert mjög allt eftirlit með skipunum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa háttsettir aðilar innan stjórnkerfisins ekki útilokað að er- indi kafbátsins hafi verið að safna upplýsingum á loðnumiðunum, treysta fjarskipti og fylgjast með aðgerðum Landhelgisgæslunnar. Ekki er þó heldur talið útilokað að kafbáturinn hafi verið á siglingu á þessum slóðum vegna æfínga eða af öðrum ástæðum. leiðum. Á þessu ári verður unnið í vegamálum fyrir hátt í 7,3 milljarða króna. Stærstu framkvæmdaliðimir eru þverun Gilsfjarðar og vegtenging Norður- og Austurlands. Bundið slitlag á hringveginum, þjóðvegi 1, var í árslok 1996 1.110 km en alls er hringvegurinn 1.382 km langur. ■ 260 km/32 7,3 milljarðar króna til vegamála á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.