Morgunblaðið - 04.07.1997, Page 64
v€.
gtrenni
gnein
ft) BÚNAÐARBANKI (SUNDS
Mewúdd
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FÖSTUDAÚUR 4. JÚLÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Norskt loðnuskip landar í Vestmannaeyjum
Segja hluta aflans tekínn
innan lögsögu Jan Mayen
Grunsemdir um að allur aflinn sé tekinn innan íslenzku lögsögunnar
NORSKA loðnuskipið Kristian
Ryggefjord hefur tilk'ynnt Landhelg-
isgæzlunni um löndun á 700 til 800
tonnum af loðnu í Vestmannaeyjum
síðar í dag. Skipstjórinn hefur enn-
fremur tilkynnt að um 400 tonn afl-
ans hafi fengizt í lögsögu Jan May-
en, áður en komið var inn í landhelg-
ina, og um 300 innan íslenzku land-
helginnar. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins telur Landhelg-
isgæzlan sig hafa upplýsingar þess
efnis, að enginn afli hafi verið um
borð í skipinu er það hóf veiðar inn-
an islenzku lögsögunnar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu
verður málið rannsakað er skipið
kemur til Vestmannaeyja.
Kristian Ryggeíjord landaði tví-
vegis í Vestmannaeyjum á síðustu
vertíð og reyndist fullfermi þá vera
um 780 tonn. Sigurður Friðbjörns-
son, verksmiðjustjóri í Fiskimjöls-
verksmiðjunni í Eyjum, segir að í
fyrra hafi skort loðnu til vinnslu í
upphafi vertíðar og norska skipinu
því verið vel tekið þá og það boðið
velkomið á þessari vertíð. „Við höf-
um venjulega fengið lítið af loðnu í
upphafi sumarvertíðar og því tekið
á móti þeim, sem vilja koma. Það
breytir engu hvort það eru Norð-
menn eða aðrir meðan þannig stend-
ur á,“ segir Sigurður.
Þrjú önnur norsk skip
tilkynna löndun
Auk Kristians Ryggefjord hafa
þrjú önnur norsk loðnuskip tilkynnt
löndun afla hér á landi; í Grindavík,
á Djúpavogi og á Akureyri. Þau
hafa ekki tilkynnt um afla utan lög-
sögunnar. Samkvæmt upplýsingum
frá Landhelgisgæzlunni er heildar-
afli norsku skipanna nú orðinn um
26.600 tonn.
Heldur dró úr loðnuveiði í gær,
enda strekkingsvindur á miðunum,
um 60 mílur norðaustur af Langa-
nesi. í Krossanesverksmiðju í Eyja-
fírði var fyrsta farmi vertíðarinnar
landað á miðvikudag, þegar Sigurð-
ur VE landaði þar fullfermi, tæpum
1.500 tonnum. Þar af voru um 800
tonn síld sem fékkst í lögsögu Jan
Mayen um síðustu helgi. Skipið var
á leið á miðin á ný í gær þegar
rætt var við Andrés Sigurðsson,
stýrimann.
„Við leituðum að síld alla leið norð-
ur að Svalbarða en fengum þessa
síld á bakaleiðinni. Við náðum nokkr-
um köstum en síðan varð ekkert
meira úr veiðinni. Við héldum því á
loðnumiðin og gekk vel að fylla. Síld-
in var mjög falleg, reyndar úttroðin
af átu en það var samt í lagi með
hana þegar við lönduðum henni.“
Andrés sagði loðnuvertíðina leggj-
ast vel í sig og byijunina betri en
hann hefði átt von á. „Vonandi verð-
ur góð vertíð úr þessari byijun, við
erum alltaf bjartsýnir," sagði Andrés.
Guðjón og KSÍ
Deila við
*
IA tefur
GUÐJÓN Þórðarson, sem hefur
átt í viðræðum við KSÍ um að
verða næsti landsliðsþjálfari í
knattspyrnu, segist undrast að
ekki hafi enn verið skrifað und-
ir samning.
„Samningur okkar er tilbú-
inn og ég var reiðubúinn að
skrifa undir hann [í gær] en
þá _var mér tjáð af formanni
KSÍ að ekkert yrði gert fyrr
en sæi fyrir endann á málinu
við Skagann," sagði Guðjón.
Guðjón var rekinn frá ÍA á
sl. hausti og á í deilum við for-
ráðamenn félagsins um starfs:
lokasamning. Formaður KSÍ
hefur sagt æskilegt að deila
Guðjóns og ÍA yrði leyst áður
en KSÍ gengi frá samningi við
hann, „en það sem áður þótti
bara æskilegt er greinilega orð-
ið að skilyrði nú,“ sagði Guðjón.
Eggert sagðist undrast um-
mæli Guðjóns. Ekkert hefði
breyst í viðræðunum en hann
vonaði að ummælin hefðu ekki
áhrif á framhald þeirra.
■ Guðjón undrast/Cl
Morgunblaðið/Kristján
Með hrafn á hjólinu
Morgunblaðið/Hjálmar Jónsson
ÞESSI mynd var tekin af kafbátnum á loðnumiðunum í fyrradag.
Kafbáturinn hugs-
anlega norskur
Övenjugóð staða
hja nkissjoði
500 millj-
óna inneign
hjá Seðla-
bankanum
RÍKISSJÓÐUR og ríkisstofnanir
^ áttu í lok júní rúmlega 500 milljóna
króna innistæðu hjá Seðlabankan-
um. Þessi staða ríkisins gagnvart
bankanum er mjög óvenjuleg því að
jafnaði hefur Seðlabankinn átt háar
kröfur á hendur ríkissjóði og ríkis-
stofnunum. Um áramót námu t.d.
kröfur bankans á hendur ríkinu um
3,7 milljörðum og batnaði því staðan
að þessu leyti um 4,2 milljarða á
fyrri helmingi ársins.
„Staða ríkissjóðs er mjög góð.
Þetta byggist ekki á því að ríkissjóð-
ur hafi verið að taka lán, heldur
hefur ríkissjóður þvert á móti verið
að greiða niður erlend lán,“ sagði
Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri,
í samtali við Morgunblaðið.
^ Mikill
gjaldeyrisforði
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
styrktist um 4,8 milljarða króna í
júní og nam í mánaðarlok 34,5 millj-
örðum. Frá áramótum hefur gjald-
eyrisforðinn aukist um rúmlega 3,5
milljarða. Eiríkur segir þessa stöðu
mjög góða þótt hún sé ekkert eins-
dæmi. Það skýri helst þessa góðu
stöðu að bankarnir hafi tekið tals-
vert af lánum eriendis og endurlánað
hér innanlands.
„Fyrirtæki í viðskiptum við bank-
ana eru viljug núna til að taka geng-
isbundin lán, en um tíma voru þau
að endurgreiða gengisbundin lán.
Það er of snemmt að segja nokkuð
til um viðskiptajöfnuðinn í ár, en
spáð er miklum halla á honum eða
26 milljörðum. Svona tölur gætu
bent til þess að hallinn yrði eitthvað
■ "»■ minni, en um það hef ég afar litlar
upplýsingar."
HANN Ævar Vilberg Ævarsson
á Þórshöfn er ekki alltaf maður
einsamall á ferð sinni um bæinn
á hjóli sínu. Þessi vinalegi
hrafn, sem situr á stýrinu á
hjóli hans, á það til að þiggja
far og ekki síst þegar Ævar
heldur niður á bryggju með
veiðistöngina. Þeir félagar voru
einmitt á leið þangað er ljós-
myndari Morgunblaðsins rakst
á þá.
INNAN íslenska stjórnkerfisins eru
líkur taldar á að kafbáturinn sem
Landhelgisgæslan sá á íslensku
loðnumiðunum á miðvikudag sé
norskur, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Ekki liggja fyrir óyggjandi upp-
lýsingar um hvaðan kafbáturinn er,
en ýmislegt er talið renna stoðum
undir að um norskan kafbát hafi
verið að ræða. Mynd sem Landhelg-
isgæslan tók af bátnum, er hún var
við eftirlitsstörf á loðnumiðunum,
hefur verið skoðuð og borin saman
við upplýsingar sem Landhelgis-
gæslan hefur um kafbáta.
VEGAGERÐIN leggur mikla áherslu
á að fækka einbreiðum brúm á land-
inu. í sumar verður þeim fækkað um
tuttugu. Helgi Hallgrímsson vega-
málastjóri segir að vandinn við ein-
breiðar brýr sé tvenns konar. Annars
vegar séu slys tíð við þær og hins
vegar uppfylli þær ekki kröfur sem
Evrópusambandið gerir um burðar-
þol. Einbreiðar brýr standi þunga-
flutningum fyrir þrifum á mörgum
Fjöldi norskra loðnuveiðiskipa er
við veiðar á íslenska hafsvæðinu og
hefur Landhelgisgæslan hert mjög
allt eftirlit með skipunum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa háttsettir aðilar innan
stjórnkerfisins ekki útilokað að er-
indi kafbátsins hafi verið að safna
upplýsingum á loðnumiðunum,
treysta fjarskipti og fylgjast með
aðgerðum Landhelgisgæslunnar.
Ekki er þó heldur talið útilokað
að kafbáturinn hafi verið á siglingu
á þessum slóðum vegna æfínga eða
af öðrum ástæðum.
leiðum. Á þessu ári verður unnið í
vegamálum fyrir hátt í 7,3 milljarða
króna. Stærstu framkvæmdaliðimir
eru þverun Gilsfjarðar og vegtenging
Norður- og Austurlands.
Bundið slitlag á hringveginum,
þjóðvegi 1, var í árslok 1996 1.110
km en alls er hringvegurinn 1.382
km langur.
■ 260 km/32
7,3 milljarðar króna
til vegamála á árinu