Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sjávarútvegsráðuneytið sýknað af kröfum Siglfirðings ehf.
Afli í sjómannaverkfalli
ekki metinn til aflareynslu
SJÁVARÚTVEGSRAÐUNEYTIÐ, f.h. íslenska
ríkisins, hefur verið sýknað fyrir héraðsdómi af
kröfum útgerðarinnar Siglfirðings ehf. Þar með
var þeirri kröfu hafnað að 301,2 tonna afli Sigl-
is SI-250 á úthafskarfa á Reykjaneshrygg á síð-
asta fiskveiðiári yrði metinn til aflareynslu.
Afli Siglis 301,2 tonn
Kröfur Siglfírðings fólust í því að ógiltur yrði
með dómi úrskurður sjávarútvegsráðuneytisins
frá 21. mars sl., þar sem staðfestar voru ákvarð-
anir Fiskistofu varðandi úthlutun aflaheimilda í
úthafskarfa á Reykjaneshrygg til Siglis SI-250.
Þá yrði skorið úr um það með dómi að sjávar-
útvegsráðuneytinu hefði verið óheimilt að skerða
veiðireynslu Siglis SI-250 í úthafskarfa á
Reykjaneshrygg um 301,2 tonn með vísan til
þess að umræddur afli hefði verið fenginn í
andstöðu við ákvæði laga um stéttarfélög og
vinnudeilur.
Loks að viðurkenndur yrði með dómi réttur
stefnanda til að fá metinn til aflareynslu allan
afla Siglis SI-250 á úthafskarfa á Reykjanes-
hrygg, óháð því hvort hann hefði verið nýttur í
bræðslu eða unnar úr honum frystar afurðir.
Til vara var þess krafíst að viðurkenndur yrði
réttur stefnanda til að fá metinn til aflareynslu
allan sannanlegan afla Siglis SI-250 af „ósýkt-
um“ úthafskarfa á Reykjaneshrygg, óháð því
hvort hann hefði verið nýttur í bræðslu eða
unnar úr honum frystar afurðir.
Heimildir ráðherra víð-
í forsen?Sumrdómsins er m.a. kveðið á um að
ríkisstjórninni hafí verið heimilt með lögum að
fullgilda fýrir íslands hönd samning frá 18. nóv-
ember 1980 um framtíðarsamvinnu ríkja varð-
andi fískveiðar í Norðaustur-Atlantshafi. Enn-
fremur að sjávarútvegsráðherra sé heimilt að
setja reglur um framkvæmd samningsins.
Segir í dómnum að heimildir ráðherra sam-
kvæmt lögum til að binda veiðileyfi skilyrðum á
grundvelli veiðireynslu séu víðtækar og séu ofan-
greindar takmarkanir á veiði á Reykjaneshrygg
innan marka þeirra. Með hliðsjón af því m.a. er
því hafnað að sjávarútvegsráðuneytið hafí skort
lagaheimild til að setja með reglugerð ákvæði sem
fól í sér að bræðslufiskur teldist ekki til afla.
Héraðsdómur kveður á um að dómur Félags-
dóms frá 10. júní 1996 í máli Alþýðusambands
íslands gegn Siglfirðingi hf. hafí verið bind-
andi. Þar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu
að vinnustöðvun Verkalýðsfélagsins Vöku hafí
að formi og efni verið gild gagnvart Siglfírðingi
hf.
Óumdeilt sé að afli Siglis SI-250 hafi numið
samtals 301,2 tonnum og að ekki hafi af hálfu
Fiskistofu verið miðað við þann afla við útreikn-
inga á aflareynslu skipsins.
Byggt á samræmi
Hefði þessi afli verið talinn með til veiði-
reynslu hefði það hins vegar falið í sér mismun-
un gagnvart þeim skipum _sem þessar veiðar
stunduðu og fóru að lögum. Ákvörðun Fiskistofu
hafi því byggst á samræmi og jafnræði í laga-
legu tilliti.
í niðurstöðu Héraðsdóms segir ennfremur að
afli sá sem veiddur hafí verið á umræddum tíma
hafí verið nýttur svo sem annar afli skipsins.
Ekki sé því fallist á að í ákvörðun Fiskistofu
hafi falist refsing eða viðurlög.
Morgunblaðið/Júlíus
Héraðsdómur í máli 23 ára karlmanns
í fangelsi fyrir
líkamsárásir
Eggerti
Haukdal
stefnt vegna
meiðyrða
EGGERTI Haukdal, oddvita hrepps-
nefndar Vestur-Landeyjahrepps, hef-
ur verið stefnt vegna ummæla, sem
hann viðhafði í bréfi til félagsmála-
ráðuneytisins 24. febrúar sl. Stefnt
er fyrir hönd Haralds Júlíussonar
hreppstjóra, Akurey, og Svanborgar
Eyglóar Óskarsdóttur framkvæmda-
stjóra, Skeggjastöðum. Málið hefur
verið þingfest í Héraðsdómi Suður-
lands.
Þyngstu refsingar og
miskabóta krafist
Þess er krafíst að Eggert verði
dæmdur til þyngstu refsingar og að
hann verði dæmdur til að sæta
ómerkingu ummæla, sem talin eru
ærumeiðandi og birtust í áðumefndu
bréfí en það er opinbert skjal, ritað
á bréfsefni oddvita Vestur-Landeyja-
hrepps, stílað á félagsmálaráðuneyt-
ið, undirritað með prentstöfum og
eiginhendi af Eggerti og stimplað
stimpli oddvita Vestur-Landeyja-
hrepps. Þá er þess krafíst að Eggert
verði dæmdur til að sæta því að dóm-
ur í máiinu verði birtur í opinberu
blaði og/eða greiða stefnendum hæfi-
lega fjárhæð til að standast kostnað
birtingar dómsins og að hann verði
dæmdur til að greiða stefnendum
miskabætur vegna ærumeiðinga og
málskostnað allan.
Ummælin sem stefnt er út af eru
eftirfarandi:
„... þessar sveitir eiga enga „kær-
endur“. Ekki vildi ég þessum sveitum
svo illa þó ég gæti að senda þeim
„okkar kærendur".
„Við verðum bara ein „að hafa
okkar djöful að draga“.
„Það er með ólíkindum að sjúkir
kærendur geti vaðið áfram í skjóli
stjómvalda og stórskemmt lítið sam-
félag.“
Að sögn Haralds Júlíussonar er
aðdragandi málsins langur og flókinn
en bæði hann og Svanborg hafa átt
í deilum við sveitarstjórn, auk þess
sem margir hreppsbúar telja, að sögn
Haralds, að Eggert hafi verið frekar
ráðríkur í hreppsnefndinni. Þau rit-
uðu félagsmálaráðuneytinu bréf þar
sem þau gerðu athugasemdir við
ýmis mál hreppsins. Félagsmálaráðu-
neytið krafði oddvita, Eggert Hauk-
dal, upplýsinga og er hin meintu
ærameiðandi ummæli að fínna í svar-
bréfí Eggerts til ráðuneytisins.
Skipt um
jarðveg
VIÐ Fríkirkjuveg 11 var komin
ýta í gærmorgun og var þar
verið að skipta um jarðveg á
litlum sparkvelli, að sögn Óm-
ars Einarssonar, fram-
kvæmdastjóra fþrótta- og tóm-
stundaráðs. Völlurinn er í
gamalli hestarétt frá tímum
Thors Jensens sem bjó í húsinu
við Fríkirkjuveg.
Stúlkan far-
in heim til
Noregs
KOMIÐ hefur í ljós að norska stúlk-
an, sem lýst var eftir síðastliðinn
fimmtudag, er farin aftur heim til
Noregs. Stúlkan hafði farið til
Reykjavíkur 1. júlí í leyfi og nú er
komið á daginn að hún flaug til
Noregs að morgni 2. júlí. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu hefur
ekkert annað til hennar spurst.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 23 ára Reykvíking í
10 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás-
ir. Maðurinn sló 21 árs konu tvö
hnefahögg í andlit, 26 ára konu sló
hann í höfuðið með bjórflösku og
þriðju konuna, 21 árs, sló hann á
bringuna. Þá veittist hann að 23 ára
karlmanni með brotna bjórflösku að
vopni.
Allar voru þessar árásir aðfara-
nótt 15. júní í fyrra, fyrir utan veit-
ingastað í miðborg Reykjavíkur.
Upphaf árásanna á konurnar þtjár
var það að maðurinn tók bjórdós af
einni þeirra. Hún tók dósina af hon-
um og sló hann hana þá hnefahögg
í andlit, svo hún hlaut opið beinbrot
á kjálka. Vinkonu hennar sló maður-
inn með bjórflösku í höfuðið, svo hún
marðist á höfði, auk þess sem hún
slóst utan í vegg við höggið og hlaut
við það eymsli á kjálka og blæðingu
á hljóðhimnu. Þriðju konunni hrinti
hann í götuna.
Þegar árásarmaðurinn hljóp á
brott greip hann bjórflösku af manni,
braut hana og sló í átt að höfði
mannsins, sem bar vinstri hönd fyr-
ir sig, svo lagið kom í lófann. Afleið-
ing þeirrar árásar varð sú, að þumal-
fíngur mannsins er kraftlitill og dof-
inn.
Tilefnislausar árásir
Maðurinn neitaði öllum sakargift-
um, en fjöldi vitna bar um atburð-
ina. Dómarinn, Hjördís Hákon-
ardóttir, segir í niðurstöðum sínum
að árásir mannsins hafi verið fólsku-
legar og tilefnislausar. Fjórum mán-
uðum fyrir árásirnar var hann
dæmdur í 90 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir minni háttar líkamsá-
rás og fyrir að særa blygðunarkennd
ungrar stúlku. Með brotunum rauf
hann skilorð og var dómurinn tekinn
upp nú.
Maðurinn var dæmdur til að
greiða samtals 180 þúsund í máls-
kostnað og um 430 þúsund í skaða-
bætur og kostnað.
Erótísk afþreying í
hröðum vexti
►Nektardansstaðir og erótískar
frásagnir í síma eru íslendingum
nýiunda en virðast óðum vera að
festa sig í sessi sem samfélagslegt
fyrirbæri. /10
Endalok hins
fullkomna einræðis
►Kosningarnar í Mexíkó um liðna
helgi eru taldar marka þáttaskil í
stjórnmálasögu landsins. /12
Bátarnir sem
brunnu ekki
►Á Húsavík bjóða þeir Hörður
og Árni Sigurbjarnarsynir upp á
hvalaskoðunarferðir trébátana
sem áttu að brenna í úrelding-
unni. /18
Óheftur aðgangur
andspænis gjaldtöku
► Veðurstofan hefur verið fastur
punktur í umhleypingasamri til-
vera landsmanna en ný tækni er
að breyta mörgum forsendum í
starfinu. /20
Eitt skref í einu
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á _
sunnudegi er rætt við Ásgeir Ás-
geirsson og Margréti Lillý Árna-
dóttur í Takk-Hreinlæti. /22
B________________________
► 1-28
Kominn heim
► Að Minni-Grendli byrjaði Guð-
mundur H. Jónsson, kenndur við
Byko, ungur búðarstrákur með
eigin framtaki að koma sér áfram.
Nú er hann aftur kominn á æsku-
slóðirnar. /1,2-3
Kristján Albertsson
►Kristján Albertsson uppgötvaði
Halldór Laxness sem frægt er og
var fyrirferðarmikill í íslenskum
bókmenntaheimi um árabil. Nú eru
100 ár frá fæðingu hans. /8
Úrhelli og tónafióð
í Hróarskeldu
►Hróarskelduhátíðin er fyrir
löngu búin að vinna sér sess sem
helsta rokkhátíð Norðurlanda og
jafnvel Evrópu allrar. /13-15
FERÐALÖG
► 1-4
Kjölur
►Ævintýraferð á hestum með
Fáksfélögum. /2
íslensk ferðmanna-
miðstöð á Sjálandi
►Dóra Diego og Guðlaugur Ara-
son vilja gjaman greiða götu ís-
lenskra ferðamanna og bjóða upp
ágistingu og veitingar. /4
BÍLAR____________
► 1-4
Spænska flugan
bíturfrásér
►Ford Ka í reynsluakstri á Bened-
orm. /2
Reynsluakstur
►Öflug vél og margvísleg þægindi
í Ford Expedition. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 38
Leiðari 26 Skák 38
Helgispjall 26 Fðlk í fréttum 40
Reykj avíkurbréf 26 Bíó/dans 41
Skoðun 28 Útv./sjónv. 46,50
Minningar 29 Myndbönd 48
Myndasögur 36 Dagbók/veður 51
Bréf til blaðsins 36 Gárur 6b
Hugvekja 38 Mannlífsstr. 6b
ídag 38 Dægurtónl, 12b
Brids 38
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6