Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Endalok híns „full- komna einræðis“? Kosningamar í Mexíkó um liðna helgi eru taldar marka þáttaskil í stjómmálasögu landsins. Ásgeir Sverrisson veltir fyrir sér möguleik- um stjómarandstöðunnar og segir frá PRI-flokknum lífseiga, sem nú hefur glatað alræðisvaldi sínu eftir að hafa ríkt í Mexíkó í tæp 7 0 ár. YSSUKÚLURNAR tryggðu okkur völdin og þeir munu þurfa að skjóta okkur til að koma okkur frá!“ Á þennan hátt lýsti Fidel Velazquez, einn helsti leiðtogi PRI-flokksins í Mexíkó, jafnan stöðu mála í stjómmálum landsins. Velazquez reyndist ekki sannspár, nú hefur endi verið bundinn á 68 ára alræðisstjóm PRI í Mexíkó í fijálsum og lýðræðislegum kosn- ingum. Vera kann að „hið full- komna einræði“ muni liða undir lok í landinu en á þann veg lýsti eitt sinn perúanska skáldmennið Mario Vargas Llosa mexíkönskum stjórn- málum. Ef til vill var Fidel Velazquez heppinn að verða ekki vitni að hinum sögulega ósigri flokks síns í þing- og borgarstjóra- kosningum sem fram fóra í Mexíkó um liðna helgi. Hann kvaddi þenn- an heim í júní, 97 ára að aldri. PRI-flokkurinn (Partido Re- volucionario Institucional) missti meirihluta sinn í neðri deild þings Mexíkó í kosningunum og stjómar- andstaðan vann sömuleiðis sigur í borgarstjórakosningunum sem fram fóru í fyrsta skipti í Mexíkó- borg en það er annað valdamesta embætti landsins á eftir forseta- embættinu enda borgin mistöð hins pólitíska valds og fjármálalífsins. Nú hefur stjómarandstaðan einsett sér að hreppa forsetaembættið er kosningar fara fram árið 2000. Líklegast er að hinn nýi borgar- stjóri Mexíkó, vinstrimaðurinn Cu- authemoc Cardenas, verði þá í framboði fyrir annan helsta stjórn- arandstöðuflokkinn. Þótt Cardenas hafi sigrað með miklum yfirburðum í Mexíkó, fjölmennustu borg heims, og einhvers konar lýðræðisbylgja hafi riðið yfir land og þjóð er ekki þar með sagt að forseta- embættið sé í seilingarfjarlægð. Cardenas bíða gífurlega erfíð verk- efni í Mexíkó-borg og flokk hans, PRD, (Partido de la Revolucion Democratica) skortir skýra hug- myndafræði. Engu að síður eru úrslit kosn- inganna söguleg. Þing Mexíkó mun framvegis ekki þjóna því hlutverki einu að leggja formlega blessun sína yfír ákvarðanir forsetans og valdahópanna sem hann treystir á. Forsetinn mun þurfa að leita eftir samkomulagi við stjómarand- stöðuna. Flokkurinn sem aldrei hefur þurft að leita álits þarf nú skyndilega að læra nýja siði. Eftir 68 ára alræði eins flokks hefur stórt skref í átt til raunveralegs lýðræðis verið stigið í landinu. Osigur PRI kann að kalla á upp- gjör innan flokksins. Svo kann að fara að einræðið verði borið til grafar í Mexíkó í forsetakosning- unum eftir þijú ár. Ósigur PRI var í samræmi við það sem skoðanakannanir höfðu gefíð til kynna. Kannan- ir höfðu einnig leitt í ljós að hinn 63 ára gamli Cuauthemoc Cardenas yrði fyrsti lýðræðislega kjömi borgarstjóri Mex- íkó en fram til þessa hefur forsetinn skipað í það emb- ætti. Raunar þóttu úrslitin svo ör- ugg að fráfarandi borgarstjóri átti fund með Cardenas tveimur dögum fyrir kjördag til að gera honum grein fyrir neyðaráætlunum þeim sem fyrir lægju í Mexíkó-borg, tæki eldíjallið Popocatepetl að gjósa eins og hætta var talin á. Óvinur óvinarins Þegar tölumar eru á hinn bóginn skoðaðar kemur í ljós að sigur Cardenas byggðist fyrst og fremst á persónuvinsældum hans enda er hann sonur Lazaro Cardenas, sem naut mikilar lýðhylli er hann gegndi embætti forseta Mexíkó á áranum 1934-1940. Auk þess hef- ur Cardenas allt frá árinu 1987 verið þekktasti andstæðingur „sa- iinismans" (E1 salinismo) svo- nefnda, sem er hugtak er menn í Mexíkó nota um stefnu og stjórn Carlos Salinas de Gortari, sem var forseti landsins frá 1988 til 1994 og sló öll met hvað spillingu og valdníðslu varðar. Salinas er enn hataðasti maðurinn í mexíkönsk- um stjórnmálum og má segja að spekin forna „óvinur versta óvinar míns er vinur minn“ hafi vegið þungt í þessum kosningum. Þessi umskipti í mexíkönskum stjórn- málum kunna því að vera byggð á heldur veikum grunni. PRI-flokkurinn er enn stærsti flokkur Mexíkó og sá sem mests stuðnings nýtur. Flokkurinn hlaut 38,8% atkvæða í þingkosningun- um. Næstur kom íhaldsflokkurinn PAN (Partido de Accion Nacional) með 26,3% en flokkur Cardenas varð í þriðja sæti með rúm 25% atkvæða. Stuðningur við PRI er því enn mikill, flokkinn skorti um fjögur prósentustig til að halda meirihluta sínum í neðri deild og öldungadeildinni ræður hann enn. Stuðningur við PRI á landsbyggð- inni er enn mikill og almennur. Skilyrtur stuðningur í borgarstjórakosningunum í Mexíkó fékk Cardenas um 47% atkvæðanna en fulltrúi PRI aðeins um 26%. Þetta sýnir ljóslega að persónuvinsældir Cardenas vora lykillinn að sigri í kosningunum. Einn þekktasti fréttaskýrandi Mexíkó, sagnfræðingurinn Enrique Krauze, segir að PRD-flokkurinn geti tæpast fagnað sigri. „Þau atkvæði sem Card- enas fékk vora yfírlýs- ingar um skilyrtan stuðn- ing fólksins við hann í þeirri von að þannig mætti koma stjóminni frá. Fólkið kaus ekki Cardenas vegna þess að hann væri leiðtogi þróaðs stjórnmála- flokks með nútímalega stefnu.“ í þessu er hætta Cardenas og PRD-flokksins fólgin. Haft hefur verið á orði að óskiljanlegt sé með öllu að einhver telji embætti borgarstjóra Mexíkó-borgar eftir- sóknarvert. Talið er að þar búi um 20 milljónir manna ef fátækra- hverfín ömurlegu í borgaijöðran- um era talin með. Glæpatíðnin er ógurleg, misskipting auðsins hróp- leg, húsnæðisskorturinn virðist óleysanlegur. Um 13.000 úti- gangsbörn draga fram lífið á göt- um borgarinnar. Lögreglan er gjörspillt og það er embættis- mannakerfíð líka. Mengun er óvíða meiri, á hveijum degi spúa verk- smiðjur í borginni 11.000 tonnum af eiturefnum út í andrúmsloftið. Við þessi ósköp öll bætist síðan að borgarsjóður er nánast gjald- þrota, skuldar um 120 milljarða króna. Ótryggt bakland Cardenas sem er verkfræðingur að mennt og sagði skilið við PRI árið 1987, hefur nú tæp þijú ár til að beita sér fyrir umbótum í Mexíkó:borg, sem verður ærinn starfi. Á sama tíma þarf að hann treysta sig í sessi sem stjórnmála- leiðtogi á landsvísu ætli hann sér að hreppa forsetaembættið og greiða PRI náðarhöggið. Þijú ár eru langur tími í stjórnmálum og því fer fjarri að almenningur hafí kveðið upp sinn lokadóm. Að auki standa mjög ólíkir hóp- ar kjósenda að baki Cardenas. Annars vegar er þar um að ræða hinn svonefnda „harða kjarna", eindregna vinstrisinna sem jafnan styðja PRD-flokkinn og hins vegar mexíkanskt millistéttar- fólk sem fengið hefur nóg af stjórn PRI og spillingu þeirri sem flokknum tilheyrir og ákvað að koma óanægju sinni til skila. Margir þessara kjósenda hafa efasemdir um Cardenas og telja hann óhóf- lega róttækan, öfgakenndan og mótsagnakenndan í málflutningi sínum. Mjög ólíkar væntingar búa því að baki og erfítt verður fyrir Erfið verkefni biða Cardenas Salinas lagði efna- hag lands- ins í rúst OMAR al Bechir forseti Súdans, til hægri á myndinni, fylgist með heræfingu ásamt Joaquim Chissano, forseta Mósambík. Enn situr Omar al Bechir Dæmafá grimmd stjómarinnar í Afríkurík- inu Súdan er alræmd. Fjolmennt lið stjómar- andstöðuhópa hefur gert sér ból í höfuðborg Eritreu, Asmara. Jóhanna Kristjónsdóttir segir að svo virðist sem skipulagsleysi og valdastreita komi í veg fyrir að árangur náist í að velta Khartoum-stjóminni. HÖFUÐBORG Eritreu, Asmara, hefur upp á síð- kastið orðið eins konar höfuðborg nágrannarík- isins Súdan númer tvö því þangað hafa safnast flestir andstæðingar Omars al Bechirs forseta. Tvímæla- laust má telja Asmara-hópinn ógnun við einræðisstjóm Omars í Kharto- um. Sadiq al Mahdi, síðasti löglegi forsætisráðherra Súdans, sem var sviptur völdum í valdaráni 30. júní 1989, er þeirra á meðal, Mohammed Othman al Mirghani, forsvarsmaður hins valdamikla Khatmya-bræðra- lags, Fathi Ahmed Ali, hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður súdanska hersins, Abdel Aziz, fyrrverandi yfir- maður flughersins, og svo mætti lengi telja. Útlagastjóm mynduð Þessir menn, að undanskildum fyrrverandi yfirmanni heraflans, Áhmed Ali, sem lést skyndilega í vor, hafa myndað eins konar sam- steypustjórn og kalla hana Þjóðlega lýðræðisbandalagið. I henni sitja svo áhrifamiklir menn að marga undrar að herstjómin í Khartoum skuli enn sitja við völd. Greinilegt markmið stjórnarand- stöðunnar er að skipuleggja árásir á ýmsa staði þar sem ætla má að núverandi stjórnarherrar í Khartoum uggi ekki að sér. Þýðingarmikill árangur hefur náðst á austurvígstöðvunum við landamæri Eþíópíu og Súdans á síð- ustu mánuðum og var ráðist á borg- ina Yei og hefur hún verið á valdi stjórnarandstöðunnar síðan í mars. Liðsafli hennar er nú við stöðvar í 30 til 40 km fjarlægð frá Júba. • Þrátt fyrir nokkrar árásir í Rauða- hafshéruðum í apríl hélt her stjórn- arandstöðunnar ekki áfram eins og búist var við, það er í áttina til Kas- sala-Port Súdans þjóðvegarins og Damazin-lónsins, sem hefði leitt til þess að þeir hefðu haft í hendi sér alla vatnsmiðlun til Khartoum. Margir hafa velt fyrir ástæðunni fyrir því að enn hefur ekkert verið aðhafst á þessu svæði. Sumir leiða getum að því að skipuleggjendurnir í Asmara hafl vonast eftir því að til uppreisnar kæmi í Khartoum og ýmsir samstarfsmenn Omars mundu hlaupast undan merkjum og ganga í lið með þeim. Þriðja tilgátan er að áhangendur eins af Asmara-hópn- um, Hassans Turabi, sem Ieiðir Þjóð- legu íslömsku fylkinguna, mundu vinna skemmdarverk á virkjuninni og staðhæfa síðan að þetta væri verk stjórnarinnar í Khartoum. Sundrung stj órnarandstöðunnar kemur æ skýrar í ljós Skýringin kann að vera einfaldari því ef marka má al Mirghani, sem er næsthæstráðandi í súdanska hernum skortir stjórnarandstöðuna bæði vopn og tæki til stórvirkra aðgerða. Hann hefur sagt að til að heyja stríð þurfi menn einnig al- mennan stuðning og á það virðist skorta hjá stjórnarandstöðunni. Franskir hernaðarsérfræðingar, sem fylgjast með framgangi mála frá Djibouti, segjast nokkum veginn vissir um að árásirnar frá janúar og fram til miðs mars hafi verið gerðar með skriðdrekum, eidflaugum og stórskotaliði, sem Eritrea og Eþíópía hafi lagt til. Eritreumenn hafa ekki legið á því að þeir hafi þjálfað sú- danska stjórnarandstöðumenn í her- búðum meðfram landamærunum og þeir leggi þeim til vopn. En Bandaríkjamenn og aðrir stjórnarerindrekar í Asmara þver- neita að nokkrir hermenn Eritreu hafi tekið þátt í árásum yfir landa- mærin. Enda hefur Khartoumstjórn- in ekki getað fært neinar sönnur á beina íhlutun Eritreumanna. Nú hefur smátt og smátt verið að koma í ljós að stjórnin í Asmara hefur sínar efasemdir um heilindi stjórnarandstöðunnar. Það er ekkert leyndarmál að forseti Eritreu, Isayas Afweki, yrði þeirri stundu fegnastur ef tækist að velta núverandi stjórn- arherrum Súdans úr sessi. En eftir því sem mánuðimir líða hefur komið upp ágreiningur milli hinna ýmsu fylkinga, sem hafa aðsetur í Asmara. Það er ekki ný bóla hjá skæruliða- fylkingum en deilurnar hafa orðið mjög illskeyttar og hugmyndafræði- leg^ur ágreiningur er djúpstæður og því er stjórnin í Eritreu nú á báðum áttum hvert skuli stefnt. Ekki hefur bætt úr skák að Súd- anarnir í Eritreu hafa bakað sér óvild alþýðu manna og þykja hroka- fullir og yfirgangssamir og sam- skiptin hafa hríðversnað á skömmum tíma. „Þeir hafa ekki hugsjónir upp- reisnarmanna," sagði eritreskur embættismaður í viðtali við mánað- arritið The Middle East. „Lengi voru þeir á méti vopnuðum átökum og fullyrtu að almenningur í Súdan mundi rísa upp. Nú hafa þeir skipt um skoðun en þeir kunna ekki með vopn að fara og hegða sér eins og illa siðaðir krakkar." Alls konar valdatogstreita bætir ekki úr skák. Hinir valdamiklu sitja í Asmara og skipuleggja sitt á hvað og út og suður og það gengur á skjön við það sem aðrir eru að áforma á öðrum stöðum. Samvinna virðist nánast engin, hvað þá heldur samráð. Allt þetta hefur veikt mátt hermanna stjórnarandstöðunnar eins og liggur nokkurn veginn í aug- um uppi. Allir súdanskir stjórnmálamenn svo og stjórnarandstæðingar virðast á einu máli um að þýðingarlaust sé að hugsa um að koma á beinum samningaviðræðum milli Omars al Bechirs og Hassan Turabi. Meðan staðan er slík og stjórnarandstaðan sundruð eru litlar líkur á því að breyting verði á stjórnarfarinu í Khartoum. Súdanska þjóðin býr við miklar hörmungar, um það er ekki blöðum að fletta. Landið býr við grimmdar- legt stjórnarfar og það er einangrað á alþjóðavettvangi. En það lafir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.