Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 15 Yngsta kynslóðin MYNPUST Nýlistasafnid /for- salur, Vatnsstíg 3b LJÓSMYNDIR Sýningarstjórar Gúlp og Undir Pari Opið þriðjudaga - sunnudaga kl.14- 18 til 20. júlí, aðgangur ókeypis. SÝNINGARSTJÓRAR Gúlp og Undir Pari kynna „yngstu kyn- Hrafninn slóðina" er yfirskrift sýningar í forsal Nýlistasafnsins. Dóra ísleifsdóttir, Hlín Gylfadóttir, Jóní Jónsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Særún Stefáns- dóttir, allar fæddar á árunum 1970-72, hafa valið að kynna sig sjálfar sem fulltrúa sýningarinn- ar. Fimm stækkuð litljósrit af ljós- myndum af hverri þeirra, mynda samstæða myndaröð. Ljósmynd- irnar eru teknar á sama stað og stilla listakonurnar sér upp í fjörugrjóti með hafið í baksýn. Í sýningarskrá stendur síðan skrif- að „Það skiptir máli í hvaða partý þú ferð“ og er skilaboð hópsins til áhorfandans. í stað þess að sýna valin verk, ögra þær áhorf- andanum með því að kynna sig sjálfar og feril sinn. Vald sýningarstjóra getur verið mikið og athyglin beinist oft meira að vali á þátttakendum á sýningum en verkum þeirra. í stað þess að bíða eftir að verða fyrir valinu er fljótvirkara að aug- lýsa eigið ágæti með öllum ráðum og í því felst íronía sýningarinnar. Hulda Ágústsdóttir flýgur í Norræna húsinu SÝNING á kvikmyndinni Hrafninn flýgur verður í fund- arsal Norræna hússins mánu- daginn 14. júlí kl. 19. Hrafn Gunnlaugsson gerði myndina árið 1984 og var hún fyrsta víkingamynd hans. Hún var einnig fyrsta íslenska kvik- myndin sem var kynnt á kvik- myndahátíðinni í Bedín 1985 og hún var framlag íslands til Óskarsverðlaunanna 1984. Hrafninn flýgur hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenn- ingar. I aðalhlutverkum eru Helgi Skúlason, Jakob Þór Einarsson, Tinna Gunnlaugsdóttir ásamt fjölda annarra leikara. Kvikmyndin er sýnd með enskum texta. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Nýjar bækur •BÓKIN Um haf inna - Vest- rænir menn og íslenzk menn- ing á miðöldum eftir Helga Guðmundsson er komin út. í bókinni er fjallað um þjóð- imar sem byggðu löndin fyrir vestan haf, papa, vestræna kristni, gelísk tökuorð í nor- rænu, nöfn og örnefni, verslun, siglingar, íslensk og orkneysk forrit og nokkra íslenska sagnaritara. Á bókakápu segir: „Búsetu- svæði norrænna manna var á miðöldum stórt og dreift, aust- an og vestan Norðursjávar, við írlandshaf og norður í Atlants- hafi. Þó var hvergi mjög seinfarið á milli fyrir þá sem áttu skip. Frá Noregi var siglt yfir Norðursjó til Hjaltlands og Orkneyja og þaðan suður. Frá Skotlandi vom Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar eins og stikjur á leiðinni til Islands. Útgefandi er Háskólaút- gáfan. Bókin er 430 bls. og kostar 3.490 kr. og fæst í bókaverslunum landsins. •ÚT ER komin bókin Im- possible Rescues, Beating the elements in Iceland eftir Ott- ar Sveinsson blaðamann. Fjall- ar bókin um björgunaraf- rek þyrlu bandaríska varnarliðsins í Vöðlavík árið 1994, þegar hún flaug í aftakaveðri yfir landið til að bjarga sex mönnum af þaki vélarhúss togarans Berg- víkur, sem strandaði í víkinni, og lenti með þá heilu og höldnu á bílastæði í Neskaupstað. Bókin er 69 blaðsíður, prýdd fjölda ljósmynda. Útgefandi er Islenska bókaútgáfan. Óttar Sveinsson d eimstöáu tiífjodi núna/ Renault Laguna er bifreið sem kemur á óvart. Mýkt, stöðug- leiki og snerpa eru einkennandi fýrir þessa glæsilegu bifreið. Renault Laguna er hlaðin aukahlutum, allt til að auka þægindi ökumanns og farþega. í öllutn Laguna bifreiðum er: 2 lítra vél, g| v'ókva og veltistýri, fjarstýrt útvarp og segulband úr stýrinu, 6 hútalarar, samlitir stuðarar, rafdrifnir speglar, fjarstýrð samlresing, 2 loftpúðar oglitaðgler Renault Laguna er nú d sérstöku tilboði: Álfelgur og vetrardekk á stálfelgum; kaupbætir alls að verð- mæti 80.000 kr. f/ Nokkrar bifreiðar bjóðast með leðurinnréttingu að verðmœti 220.000 kr., nú d aðeins 100.000 kr. RENAULT aquna a vert 1.858.000kr. . m ÉBSii 'JP1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.