Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1997 33 EINAR VALTÝR BALD URSSON + Einar Valtýr Baldursson fæddist á Selfossi 31. júlí 1963. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 11. júlí. Kæri Einsi. Kvöldið sem þú kvaddir þetta líf, grétu himnarnir og ég, erfiðri baráttu var lokið. Þú fæddist á mínu æsku- heimili á Grænuvöllum, þar sem þið bjugguð fyrstu árin. Við vorum systkinabörn og saman stigum við þar fyrstu skrefin. Þú varst fyrsta barn foreldra þinna og strax líkur sjálfum þér, hægur, tryggur og ljúfur. Seinna fluttir þú ásamt fjöl- skyldu þinni, sem þá hafði stækk- að, í nýtt hús aðeins spölkorn frá, við hliðina á ömmu okkar og afa í Fagurgerðinu. Sterkustu böndin bindast í æsku og rofna aldrei og þegar ég sit hér hand- an ár, horfi á gamla hverfið okkar og hugsa um liðna tíð, eru margar minningar tengdar þér og Hrund systur þinni. Þær fljúga í gegnum hug- ann og birtast hver af annari eins og leiftrandi myndir. Kannski er það rign- ingin úti sem veldur því að það fyrsta sem kemur í hugann erum við í rigningu að vaða milli trjánna hjá Valdimar, í regngöllum og þú með sjóhatt. Við uppábúin í alltof stór- um fullorðinsfötum. Ég grátandi í ferðalagi með foreldrum mínum, því ég vildi fara heim til þín og Hrundar. Þú að læra að hjóla á fullorðinshjóli á Árveginum með pabba þinn hlaupandi á eftir og ég á fullri ferð þar á eftir ennþá á þríhjólinu. Við að beija utan hesthúsið og stríða ömmu og sungum „amma fær í eyrun“. Við að leika leikrit í hlöðunni í hest- húsinu eða í óinnréttaðri stofunni heima hjá ykkur. Við að grafa snjóhús inní skaflana með öllum krakkahópnum. Við útí eyju að renna á sleðum. Við að skauta á ísnum á ánni. Við í spennandi njósnaleikjum í hverfinu, fallin spýtan eða brennó á Grænó með öllum krökkunum. Við í sama bekk alla skólagönguna og sam- ferða í og úr skóla, vetur eftir vetur. Síðan urðum við fullorðin og þú, Einsi, svo hávaxinn og myndarlegur. Orðinn húsasmiður og á kafi í aðaláhugamálinu, hestamennsku með pabba þínum. Búinn að finna þinn lífsförunaut hana Röggu þína og eignast frum- burð ykkar hana Gunndísi Evu og nú nýlega litlu Helgu Rún, báðar svo líkar þér. Fluttur aftur í gamla hverfið þitt, nú á Hörðuvellina og framtíðin blasti við þér. En þá veiktist þú og allt breyttist. Nú ertu horfinn á braut en eftir lifir minningin um góðan dreng. Kæri Einsi, þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífi og farnist þér vel í nýjum heimi. Guð geymi þig og verndi. Ragnhildur, Gunndís Eva, Helga Rún, Hrund og fjölskylda, Baldur, Gunndís og Björn og Qöl- skylda. Guð gefi ykkur styrk til að standast þessa þungu raun. Gerður og fjölskylda. PÉTUR KÚLD EYSTEINSSON + Pétur Kúld Eysteinsson fæddist í Hafnarfirði 12. apríl 1958. Hann lést á Land- spítaianum 3. júní siðastliðinn og fór útför hans fram í kyrr- þey 13. júní. Með fáum orðum langar mig til að þakka þér elskulegi bróðir fyrir allt sem við höfum átt saman um ævina. Allar stundimar sem við lékum okkur saman sem börn, þar sem þú hafðir mig með í öllum leikjum, um holt og hæðir, fjöll og fimindi, mela og móa, læki og tjarnir, að ógleymdum ævintýra- legum fjöruferðum og rannsóknar- leiðöngrum um ókunnar ævintýra- slóðir. Allt voru þetta dýrmætar stund- ir, þar sem þú með umburðarlyndi I hafðir litlu systur með hvert sem | þú fórst. Jákvæða hugarfarið þitt og ævintýraþrá gátu dregið hvert barn í holtinu með þér og var það jafnan að við vomm mörg saman í hópi. Tíminn var ekki til í hugum okkar á þessum ámm, enda feng- um við oft skammirnar þegar við komum heim einhvern tímann eftir miðnættið og hálft hverfið var far- ( ið að leita af ævintýrabörnunum, , enda hafði Hvaleyrarholtið í Hafn- arfirði óþijótandi möguleika á nýj- ^ um uppátækjum og man ég það vel að eina afsökunin sem við höfð- um, var einfaldlega: „Við vorum bara bakvið hæð.“ Hæfileikar þínir til lista vom engu líkir, þú barst af í öllu sem hét nákvæmni og lífið í myndum þínum einkenndist af ævintýra- mennsku og fegurð. Á þeim árum i sem þú varst í Myndlista- og hand- íðaskólanum fóru veikindi þín að i segja til sín og þú þurftir að draga þig í hlé. Ég flutti að heiman til að stofna fjölskyldu og flutti ekki bara langt í burtu, heldur líka til útlanda og þaðan til Egilsstaða. Þetta var erfiður tími fyrir þig og ég ekki til staðar til að styðja þig. Á þessum árum misstum við líka marga æskuvini okkar úr holtinu ! af veikindum eða slysförum og ræddum við oft um það. Vanga- veltur um lífið og tilveruna og ,heimspekilegar umræður spunnust út frá okkar reynslu af lifínu, nátt- úrubömin sem höfðu upplifað svo margt. En stundirnar okkar urðu alltaf færri og færri vegna fjarlægðar okkar í milli. Þú varst svo mikið einn og tíminn leið svo hratt. Þeg- ar líkamlegt þrek þitt var ekki lengur til staðar, fórst þú oft í huganum til fjalla og lést þig dreyma. Eins og fuglinn í einveru sinni, sem svífur yfir heiðamar og er fullkomlega fijáls, þar ert þú. Einveran var hans ástmey, sem hann elskaði og þráði heitt. Öllu hans starfi, allri hans þrá gat ekkert í heiminum breytt. Hann málaði þama myndir, sem minntu á land hans og þjóð. Líkt eins og skáld, sem ætlar að yrkja þar öll sín fegurstu ljóð. (Valdimar Lárusson) Guð launi þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín litla systir Halla Eysteins. + Ólöf Gunnsteinsdóttir fæddist í Skildinganesi 10. ágúst 1914. Hún lést á Vífils- stöðum 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 30. júní. Kær frænka mín, Ólöf Gunn- steinsdóttir í Nesi, hefur kvatt þennan heim. í bernsku minni var það ævintýri að fara vestur í Nes til Veigu og Ollu, síðar til Ollu og Jóa. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Það var skemmtilegt að tala við Ollu, ekki síst þegar við vomm á öndverðum meiði. Þá kom hressileikinn og skapið sem var svo - kjarni máhins! Kæri bróðir. Þungar byrðar þurftir þú að bera síðustu árin og sjálfsagt ert þú manna fegnastur að kveðja þetta jarðlíf. Vegna veik- inda þinna varstu oft sárþjáður, gast hvorki farið í þínar ferðir né teiknað hinar gullfallegu myndir þínar. En nú tekur betra við. Ég veit að Fanney, systir okkar, mun taka vel á móti þér, leiða þig um grænar grundir og hjálpa þér að festa rætur í Guðs ríki. En mest er um vert að þú þjáist ekki leng- ur. Ég bið góðan Guð að varðveita þig og þá sem eftir lifa. Þegar ég kveð þig nú í hinsta sinn minnist ég orða þinna þegar þú sagðir: Allt hefur rót og rótin lifír. Blíðlega, laðandi Kristur nú kallar. Kallar á mig og á þig. Hjartna við dyrnar hann bíður og biður biður um mig og um þig. Kom heim! Þú sem ert þreyttur, kom heim. Biíðlega, laðandi Kristur nú kallar Kallar: Ö, vinur kom heim. Óðfluga dagar og lífsstundir líða Líða frá mér og frá þér. Húmið á sígur og kvöldstundin kemur. Kemur að þér og að mér. (Sv. Sveinsson.) Bentína Haraldsdóttir. skemmtilegt í ljós, engin lognmolla þar, hreinskilni og kraftur sem voru hennar höfuðprýði. Móðir mín, Ragnhildur og Olla, voru systradætur og mér fannst þær líkar um margt. Ég þakka áratuga vináttu og kveð Ollu frænku. Bið syni hennar ogfyöl- skyldu svo og systkinum blessunar. Margt er það sem minningamar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Vilhelmína Böðvarsdóttir. _ í Krossar TTT á leiði I viSarlit og málaSir. Mismunandi mynsnjr, vönauð vinna. Siml 583 89139 og SS3 873S ÓLÖF G UNNSTEINS- DÓTTIR + Alúðarþakkir sendum við öllum, nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNS GEORGS MÖLLER, Laugarvegi 25, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við Verkalýðsfélaginu Vöku, Siglufirði, fyrir virðingu sýnda minningu hins látna. Helena Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Möller, Barði Þórhallsson, Alda B. Möller, Derek K. Mundell, Jóna Möller, Sveinn Arason, Kristján L. Möller, Oddný H. Jóhannsdóttir, Alma D. Möller, Torfi F. Jónasson, Karl H. Sigurðsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við þeim mörgu, sem studdu okkur með hlýjum kveðjum, blómum og minningargjöfum við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÖLMU ANTONSDÓTTUR, Einilundi 8e, Akureyri. Jarðarförin fór fram þann 10. júlí. Margrét Alfreðsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Sólveig Alfreðsdóttir, Finnbogi Alfreðsson, Arna Alfreðsdóttir, Kristinn H. Jóhannsson, Kristján B. Garðarsson, Sesselja Pétursdóttir, Baldur Guðnason, ömmu- og langömmubörnin. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGMARAR GUÐNÝJAR BJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, Mánagötu 12, Reyðarfirði. Einar Guðmundur Stefánsson, Birna María Gísladóttir, Stefán Þórir Stefánsson, Kristín Guðjónsdóttir, Guttormur Örn Stefánsson, Helga Ósk Jónsdóttir, Sigfús Arnar Stefánsson, Smári Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkirfærum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU KARLSDÓTTUR, Gýgjarhóli II, Biskupstungum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Landspítalanum fyrir góða umönnun. Örn Lýðsson, Valur Lýðsson, Ragnar Lýðsson, Erla Káradóttir, Guðni Lýðsson, Þuríður Sigurðardóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls SIGURÐAR HANNESAR JÓHANNSSONAR brunavarðar, Hamarsbraut 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E á Land- spítalanum. Einnig sérstakar þakkir til Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Hilmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.