Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÆÐURNIR Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir sem gera út hvalaskoðunarskipin Knörrinn og Hauk frá Húsavík. BÁTARNIR SEM BRUNNUEKKI Á Húsavík bjóða þeir Hörður og Ámi Sigurbjamarsynir upp á hvalaskoðunarferðir út á flóann. Nýstárleg ferðamannaþjónusta, en farartækin ekki eins ný, Súsanna Svavars- dóttir hitti þá bræður og rabbaði við þá um trébátana sem áttu að brenna þegar úreld- ingamar riðu yfír landið. EIKARSKIPIN tvö á Húsavík, glæsileg för báðir tveir og góð dæmi verkkunnáttu og hagleik sem nú eru óðast að verða plastsamfélagi nútímans að bráð. au eru ekki mörg árin síð- an ákveðið var að end- urnýja fiskiskipaflotann. Stofnaður var þróunar- sjóður fiskiskipa og úreldingar- sjóður og allt hvað heitir og er. Burt skyldu trébátarnir sem sótt höfðu björg í bú frá því að land byggðist, inn skyldu plastbátar og stálbátar. Á Akureyri var 120 tonna fiski- skip sem hafði rétt verið endurnýj- að frá toppi til táar. Það úreltist áður en það var sjósett. Greitt úr úreldingarsjóði, nokkrir tugir milljóna - og svo skyldi hún brennd, kvótalaus og allslaus. En kostnaðurinn við að brenna skipið var óheyrilegur, vegna þess að fyrst þurfti að fjarlægja úr henni splunkunýja vélina. Eigandinn sem þurfti að kaupa nýtt fiskiskip úr öðrum efnum í staðinn, hafði varla efni á ósköpunum og brá á það ráð að selja tréskipið sitt úr landi - til Noregs. Þegar norsku aðilarn- ir komu til að sækja skipið, urðu þeir orðlausir. Þeir höfðu keypt það fyrir krónu og nú siglir það með ferðamenn um Óslóarfjörð. Eitthvað hlýtur að hafa fokið í úreldingarsjóðsvaldið, vegna þess að nú var kveðið á um að menn fengju ekki greitt úr úreldingar- sjóði fyrr en sannað yrði að þessi hallærislegu fiskiskip hefðu verið brennd. Um það leyti var sjómaður fyrir vestan sem ákvað að halda áfram að eiga sinn trébát, þótt hann þyrfti að róa til fiskjar á merkilegri efnisheimi, og breyta honum í eins konar fljótandi sumar- bústað fyrir fjölskylduna. Svo hann tók til við að rífa út lestina og gera bátinn upp sem fjölskylduvist- arveru og ætlaði síðan að sækja úreldingarpeningana til að borga fyrir sinn nýja fiskibát. En nei, núna voru komnar nýjar reglur. Hann varð að færa sönnur á fyrir þar til gerðum yfirvöldum, að hann hefði brennt trébátinn sinn. Menn sáu hrekkjusvín og bófa og ræningja í hvetju horni og voru vissir um að hann myndi stelast til að veiða á gamla bátnum. Hann skyldi á bálið. Að öðrum kosti fengi sjómaðurinn ekki úreldingarpen- ingana til að borga nýja fiskibátinn sinn og þai með hefði afkomu- möguleikur.ur.i verið kippt undan honum. Og þar við sat. Báturinn fór á bálið Mér reiknast það lauslega til að betta hafi verið á þeim árum sem skatthlutfallið hækkaði ár frá ári, afþví að þessi skelfilega þjóð er alltaf að eyða um efni fram. Alltaf að kaupa og kaupa, full af gervi- þörfum. Sem ég gekk niður á bryggju á Húsavík, stelpa alin upp í sjávar- plássi með fulla höfnina af þessum hallærislegu döllum, munandi ilm- inn af þeim - rak mig því í roga- stans, þegar ég sá tvo trébáta renna eftir spegilsléttum sjónum í flennisólskini, með fána og allt. Eru mennirnir bijálaðir, hugsaði ég með mér og las nöfnin á bátunum: Knörrinn og Haukur. Rauk fram á bryggjusporðinn þegar þeir lögðu að og þá kom í ljós að þetta voru bátar sem sigla með ferðamenn til að skoða hvali. Og þegar ég fann ilminn af tjöru og viði sem blandaðist kaffilyktinni upp úr lúkarnum, varð ég máttlaus í hnjánum af „nostalgíu". Fór í hvalaskoðun. Sem var óskaplega skemmtilegt - en skemmtilegast af öllu var að stijúka eikarklæðn- inguna og mahóníinnréttingarnar. Ég varð að finna bófana sem áttu þessa báta. Kom í ljós að þeir eru bræður; Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir. Árni er skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík, Hörður býr í Mývatns- sveit, þar sem hann er vélastjóri hjá Landsvirkjun - í nokkurra mánaða fríi eins og er. Hitti þá á bryggjunni, stakk höndunum í buxnavaxana, saug loft inn á milli tannanna eins og gömlu mennirnir gerðu alla daga í Keflavík þegar bátarnir voru að landa, ruggaði eilítið fram og til baka í lendunum og spurði að þess- ara gömlu manna sið: Hvað er títt? „Við erum að láta byggja fyrir okkur hús á Akureyri," sögðu bræðurnir. Jasso. „Það verður okkar miðstöð hérna á hafnarsvæðinu. Þar ætlum við að vera með vísi að safni um sögu trébáta á íslandi." Nú? „Já. Við keyptum Knörrinn árið 1994. Hann var þá úreltur fiskibát- ur. Við keyptum hann til að bjarga honum frá eyðileggingu og til að bjarga menningarverðmætum sem við töldum liggja í honum, og síðar Hauki, vegna þess að við töldum þeim enginn sómi sýndur. Það var nefnilega þannig að fiskveiðistjórn- un og úrelding gekk út á það að þessir bátar væru eyðilagðir þegar kvótinn var tekinn af þeim. Aðferð- in var að brenna þá, eða saga þá í sundur.“ Voru þetta ekki allt saman eld- gamlir fúadallar? „Nei, Knörrinn var smíðaður á Akureyri 1963 og Haukur var smíðaður í Reykjavík 1973. En ald- urinn á þessum bátum hefur engu máli skipt þegar þeir hafa verið eyðilagðir.“ En þetta er gegnheil eik og mahóníklæðningar... „Já, okkur fannst þetta svo makalaus endir á þúsund ára sögu; að brenna hápunkt þeirrar þróunar sem hafði átt sér stað hér á landi frá því að land byggðist. Við geng- um á milli manna og reyndum að benda á þessa staðreynd, en það var ekkert hlustað. Það er núna fyrst sem menn eru að átta sig á því að þetta var bilun - en það er þegar búið að brenna okkar flott- ustu og bestu fiskiskip. Þetta gerð- ist mjög hratt, á stuttum tíma, og menn höfðu ekki áttað sig á hug- takinu „strandmenning". Allar þjóðir hafa varðveitt skip sem eru verðugir fulltrúar fyrir einhver tímabil í þróunarsögunni. Það er ekkert slíkt til á íslandi. Það er til dæmis ekki til einn einasti síðutog- ari og við eigum einn kútter. Það var dálítið dæmigert fyrir framlag hins opinbera til varðveislu atvinnusögunnar, þegar Þjóðminja- safnið safnaði fjölda skipa, ég held að þau hafi verið um tuttugu," segir Árni. „Þau voru geymd í skemmu í Kópavogi. Skemman var opin og allir sem vildu gátu gengið út og inn. Þarna gátu krakkar kveikt bál - og það endaði auðvit- að með því að það var kveikt í skemmunni og bátarnir brunnu til ösku. Þetta var óbætanlegur skaði.“ i [■ » E I é 1 1. I' t í ; i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.