Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LEIÐIN FRÁ RÍÓ ER GRÝTT - EN FÆR FYRIR fimm árum hittust yfir hundrað þjóðarleiðtogar í Ríó de Janeiro í Brasilíu og skrifuðu undir sögulegar samþykktir í umhverfis- málum, þar sem ríki heims skuld- bundu sig til að hverfa frá stjórn- lausum ágangi á gæði jarðar og inn- leiða sjónarmið sjálfbærrar þróunar í atvinnulíf sitt og samfélagsskipan. Þarna ríkti andi bjartsýni um að nú færu nýir og betri tímar í hönd, þar sem hagsmunir komandi kynslóða yrðu hafðir í öndvegi og rányrkju hvers konar yrði hætt. Nú, hálfum áratug síðar, hittust þjóðarleiðtogarnir á ný í New York til þess að ræða um hvernig efndirn- ar hafa verið. í stuttu máli má segja að meiri svartsýni hafí gætt þar en á fyrri fundinum. Meðal þess sem helst var fundið að var að í ljós kom að mikill skoðanamunur er á milli ríkja um aðgerðir gegn loftslags- breytingum og eins er ljóst að mikið ber á milli iðnvæddra ríkja og þróun- arlandanna varðandi aðstoð til hinna síðarnefndu og skiptingu ábyrgðar á milli ríkja norðurs og suðurs. Það er þó alls ekki hægt að segja að niðurstaða fundarins í New York hafi aðeins verið vonbrigði. Það var ljóst af ræðum þjóðarleiðtoga að menn eru sammála um nauðsyn sjálfbærrar þróunar og að umhverf- ismálin hafa fengið mun meira póli- tískt vægi í flestum löndum heims en fyrir fímm árum. Menn töluðu af ábyrgð og hreinskilni um nauðsyn frekari aðgerða og þrátt fyrir allt var samþykkt ályktun þar sem m.a. var ítrekuð nauðsyn þess að ná bind- andi samningi um takmörkun á út- streymi gróðurhúsalofttegunda á ráðstefnu i Japan í desember nk. Ég tel því að útilokað sé að gera frekari samn- inga um stóríðju hér á landi, skrifar Guðmund- ur Bjamason, fyrr en séð verður hvað samn- ingamir í Kyoto koma til með að fela í sér. Hér er ekki ætlunin að rekja gang eða niðurstöður New York-fundarins í smáatriðum, heldur að fjalla í stuttu máli um það sem áunnist hefur hér á landi frá Ríó-ráðstefn- unni, um þau vandamál og verkefni sem við blasa á íslandi og hvað gera þarf einkum á næstu árum til þess að feta okkur inn á vandrataðan stíg sjálfbærrar þróunar. Það sem hefur áunnist . . . Það er stundum erfitt að skýra út í stuttu máli hvað felst í hugtakinu „sjálfbær þróun“, en e.t.v. stendur það nær okkur íslendingum en mörgum öðrum, þar sem við byggj- um afkomu okkar sýnilega á auð- lindum náttúrunnar og fínnum fljótt fyrir því ef við misbjóðum þeim. Við höfum um nokkurt skeið gert okkur grein fyrir því að óheft sókn í auð- lindir hafsins er ekki raunhæfur kostur. Það eru skiptar skoðanir um hvernig best megi útfæra fiskveiði- stjórnunarkerfið, en fáir neita nauð- syn stjórnunar af einhveiju tagi. Okkur kann jafnvel að þykja sjálf- Auglýsendur Pantanatími auglýsinga er fyrir kl. 16.00 á þriðjudögum. bær nýting fískstofna augljós og sjálfsögð í dag, en rányrkja víða um heim færir okkur heim sanninn um að sums staðar er stundar- gróði enn metinn meira en það að tryggja lang- tímaafrakstur auðlinda. Við gerum okkur líka í vaxandi mæli grein fyrir því að auðlindir á borð við hreint vatn og loft eru ekki síður mikil- vægar en t.d. fiskistofn- ar okkar og orkulindir; hnignun þessara gæða hefur áhrif á heilbrigði fólks og veldur m.a. Guðmundur Bjarnason auknum kostnaði í heilbrigðiskerf- inu. Meðferð úrgangs hefur batnað mikið hér á landi síðustu fímm ár: Flokkun og frágangur sorps hefur batnað verulega í öllum landshlutum og opinni brennslu sorps hefur verið hætt að mestu, auk þess sem endur- vinnsla hefur aukist hröðum skref- um. Víða á landinu er nú unnið að endurbótum á fráveitumálum sveit- arfélaga og er fyrirsjáanlegt að mikl- ar breytingar til batnaðar verða á næstu árum. Notkun ósoneyðandi efna hefur minnkað umtalsvert og blýmengun í andrúmslofti hefur ver- ið nær útrýmt. Framkvæmd nýrra laga um spilliefnagjald mun smám saman draga mjög úr losun hættu- legra efnasambanda út í umhverfið. Mesta breytingin sl. fimm ár er e.t.v. fólgin í því að allur almenning- ur er nú miklu meðvitaðri en áður um nauðsyn umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Á umhverfis- þingi, hinu fyrsta, sem ég boðaði til sl. vetur, mættu yfír 200 manns, sem koma á einn eða annan hátt að umhverfísmálum í stjórnkerfínu, at- vinnulífínu og á öðrum sviðum þjóð- félagsins. Fyrirtæki og stofnanir sýna í vaxandi mæli frumkvæði í að aðlaga rekstur sinn sjónarmiðum umhverfísverndar. Það er mikilvægt á fímm ára af- mæli Ríó-ráðstefnunnar að athuga hvað áunnist hefur, en það er ekki aðalatriðið. Það að koma á sjálf- bærri þróun er langtímaverkefni og það skiptir mestu máli á þessum tímamótum að marka stefnu fram á við. Því kynnti ég skömmu áður en ég hélt til fundarins í New York viðamikla framkvæmdaáætlun undir heitinu Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi, sem hefur að geyma á þriðja hundrað ákvæði um hvernig stuðla beri að sjálfbærri þróun í at- vinnugreinum og þjóðlífí okkar ís- Er bitvargurinn að angra þig? eða ertu á leið til útlanda? • MOSQUIT-EX® heldur flugunum frá þér allt að 12 klst! • Lyktarlaust 2-3 mínútum eftir að borið eráhúðina! I lonulasihg í ^SECT REPELLEK* I' 100 mJ e Fæst í apótekum og á næstu Esso stöð lendinga. Þessi fram- kvæmdaáætlun fór fyr- ir umhverfísþing og var síðan samþykkt í ríkis- stjóm og því má ætla að víðtæk sátt ríki um ákvæði hennar. Þau taka ekki aðeins til umhverfisráðuneytis- ins, heldur til annarra ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga og at- vinnulífsins (áætlunina má nálgast í prentaðri útgáfu hjá umhverfis- ráðuneytinu, eða á stafrænu formi á heim- asíðu þess á veraldar- vefnum: (http://www.mmedia.is/umhverfi/). Þessi framkvæmdaáætlun er þó langt í frá að vera tæmandi listi yfir þau verkefni sem bíða okkar í umhverfismálum. Meðal þeirra stór- verkefna sem við er að fást á næstu árum eru: að stöðva hraðfara gróð- ur- og landeyðingu og efla upp- græðslu lands; að semja langtíma náttúruverndaráætiun og færa nátt- úruverndarlög í nútímalegra horf; að koma fráveitumálum í viðunandi horf í byijun næstu aldar; og að efla alþjóðlegar aðgerðir gegn meng- un hafsins og draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Margar leiðir eru til að ná þessum markmiðum, en meðal þeirra leiða sem ég tel fýsileg- astar er að koma á hagrænum hvöt- um í hagkerfi okkar, s.s. mengunar- sköttum sem kæmu i stað annarra skatta, en slíkt yrði til þess að raun- verulegur kostnaður vöru og þjónustu yrði sýnilegri, þar sem áhrif hennar á umhverfið yrðu tekin inn í verð. Framkvæmdaáætlunin verður okkur hjálplegur leiðarvísir til þess að tak- ast á við þessi og önnur verkefni. Loftslagsbreytingar - erfiðasta vandamálið? Eitt erfiðasta vandamálið sem við íslendingar þurfum að glíma við á næstunni er það mál sem var efst á baugi á fundinum í New York. Mikl- ar loftslagsbreytingar af mannavöld- um eru fyrirsjáanlegar á næstu ára- tugum ef ekki verður dregið úr út- streymi koltvíoxíðs og annarra gróð- urhúsalofttegunda. Þetta gæti leitt til breytinga á hafstraumum, sem aftur gæti valdið alvarlegri röskun á veðurfari og fiskigengd við ísland. Ríki heims hafa samþykkt að draga sameiginlega úr útstreymi, en erfið- legar hefur gengið að ná samkomu- lagi um lagalega bindandi aðgerðir, sem stefnt er á að samþykkja á ráð- stefnu þjóða heims í Kyoto í Japan í árslok. íslendingar hafa náð nokkrum árangri við að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda á borð við flúorsambönd og metan, en á hinn bóginn hefur útstreymi koltvíoxíðs aukist, m.a. hjá fískiskipaflotanum og vegna samgangna á landi. Stefna íslenskra stjórnvalda hefur verið sú að undanskilja nýja stóriðju sem nýtir endurnýjanlegar orkulindir, frá markmiðum þess að uppfylla samn- inginn, þar sem slíkur iðjurekstur er hagstæðari en þar sem notað er kolefnaeldsneyti til reksturins, þegar á heildina er litið. Hins vegar geta önnur umhverfissjónarmið takmark- að hvort slík stóriðja sé réttlætan- leg, s.s. sjónarmið náttúruverndar og annarrar landnýtingar, t.d. ferða- þjónustu og útivistar. Almennt sam- komulag ríkir um að nýting hreinna orkulinda sé ein helsta forsenda þess að draga úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda og því má ætla að nokk- ur skilningur sé á þessum sjónarmið- um og sérstöðu íslendinga. Þó að þessi röksemd fáist viður- kennd í nýjum samningi, sem þó er alls ekki víst, er ljóst að við verðum að reyna eftir megni að draga úr útstreymi vegna eldsneytisbrennslu. Ég tel því að útilokað sé að gera frekari samninga um stóriðju hér á landi fyrr en séð verður hvað samn- ingarnir í Kyoto koma til með að fela í sér. Um 2/3 af orkunotkun okkar koma frá hreinum og end- urnýjanlegum orkulindum,' en samt sem áður er notkun okkar á jarð- efnaeldsneyti á íbúa umtalsverð. Við þurfum m.a. að leita leiða til að minnka útstreymi fískiskipaflotans og vegna innanlandssamgangna og að auka bindingu kolefnis í gróðri. Ríkisstjórnin samþykkti í bytjun kjörtímabilsins áætlun um að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda og hefur þegar gripið til aðgerða á því sviði, m.a. með því að auka bind- ingu koltvíoxíðs í gróðri um 100.000 tonn á ári, með auknum framlögum til landgræðslu og skógræktar. Sér- stök nefnd vinnur að því að fylgja eftir framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar og verður gripið til fleiri aðgerða eftir því sem starfi hennar miðar áfram. Ný sókn í umhverfismálum Þrátt fyrir vonbrigði margra með fundinn í New York fer því fjarri að ekkert hafí áunnist í umhverfís- málum frá því í Ríó. Heldur virðist draga úr hraða fólksfjölgunar í heiminum og lífslíkur jarðarbúa hafa aukist. Mengun af völdum blýs og fleiri efna hefur minnkað á heims- vísu. Framkvæmd alþjóðasamnings til verndar ósonlaginu hefur leitt til þess að stórlega hefur dregið úr los- un ósoneyðandi efna út í andrúms- loftið, þó að langur tími kunni að líða þangað til ósonlagið kemst í samt lag aftur. Einnig skiptir máli fyrir framtíðarhagsmuni íslands að gerð hefur verið alþjóðleg fram- kvæmdaáætlun um varnir gegn mengun hafsins frá landstöðvum og í upphafi næsta árs hefjast samn- ingaviðræður um alþjóðlegan samn- ing um lífræn þrávirk efni. í alþjóðlegu samstarfí höfum við lagt megináherslu á þau málefni er varða varnir gegn mengun hafsins en á því sviði eru okkar hagsmunir tvímælalaust mestir. Við höfum ekki bolmagn til, hvorki mannafla né fjár- muni, að beita okkur á öllum sviðum. Við verðum því að forgangsraða við- fangsefnum eftir því sem við teljum mikilvægast fyrir þjóðarhag og á þessu sviði fullyrði ég að tekið hefur verið tillit til okkar sjónarmiða og við því haft nokkurt erindi sem erfíði. Ég hef hér að framan lýst því í stuttu máli hvað ég telji að hafi færst til betri vegar hjá okkur ís- lendingum í umhverfísmálum. Það sem e.t.v. er mikilsverðast í því sam- bandi er að þekking, áhugi og virk þátttaka í umhverfismálum er ekki lengur bundin við fámennan hóp, heldur lætur nú þorri íslendinga sig þessi mál skipta. í júní sl. var ég á fundi á Egilsstöðum, þar sem fulltrú- ar sveitarfélaga samþykktu að stefna að gerð umhverfisáætlana - svokallaðra Staðardagskráa 21, sem eru áætlanir um að koma á sjálf- bærri þróun í einstökum byggðarlög- um á sama hátt og Dagskrá 21 (Agenda 21), sem samþykkt var í Ríó, er ætlað að vera leiðarvísir um hvernig koma á á sjálfbærri þróun á heimsvísu. Ég held að með samþykkt ríkis- stjórnarinnar á framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun og stórauknum áhuga sveitarfélaga, atvinnulífsins og almennings, gefist tækifæri til að hefja nýja sókn í umhverfismál- um á Islandi. Við stöndum frammi fyrir mörgum erfiðum úrlausnar- efnum og ákvörðunum á næstu árum, en það er óþarfi að fyllast svartsýni vegna þess. Sjálfbær þró- un á ekki að vera okkur kvöð, held- ur felur hún í sér hvata til skynsam- legrar nýtingar auðlinda okkar og tækifæri til betra lífs. Fáar þjóðir eiga jafn mikið í húfi og við íslend- ingar að vel takist til í sambúð manns og náttúru og fáar þjóðir munu uppskera eins ríkulega og við ef okkur tekst í samvinnu við aðrar þjóðir að skapá varanlegan grund- völl fyrir auðlindanýtingu okkar og atvinnusköpun. Höfundur er umhverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.