Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 29 4 ■4» Jóakim Hjart- ■ arson fæddist í Hnífsdal 10. nóvem- ber 1919 og bjó þar til 1994 er hann fluttist til Reykja- víkur. Hann lést í Reykjavík 5. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hjörtur Guðmunds- son, f. 2.2. 1891, d. 4.3. 1967, formaður í Hnifsdal, og Mar- grét Kristjana Þor- steinsdóttir, f. 9.4. 1889, d. 2.8. 1958, húsmóðir. Margrét var ekkja Jóakims Pálssonar, f. 16.7. 1879, d. 17.12. 1914, formanns í Hnífsdal. Systkin Jóakims eru: Margrét Elísabet, f. 27.4. 1917, ekkja eftir Bjarna Ingimarsson skipstjóra; Kristjana, f. 1.7. 1918, gift Karli Kristjáni Sig- urðssyni skipstjóra; Ingibjörg Guðríður, f. 20.9. 1923, var gift Friðrik Mariassyni sjómanni sem lést 1966. Hálfsystkin Jóa kims voru Helga, f. 11.8. 1904, d. 10.3. 1990, var gift Halldóri Ingimarssyni skipstjóra; Sigríð- ur, f. 12.4. 1906, d. 9.9. 1986, var gift Snæbirni Tryggva Ól- afssyni skipstjóra; Jóakim, f. 5.4.1907, d. 11.4.1913; Guðrún, f. 21.5. 1908, d. 1.10. 1941, var Þegar Þorvaldur Thoroddsen, prófessor, fór um Hnífsdal árið 1887, segir hann svo frá, að þar sé útræði mikið, eitt snotrasta fiski- þorp landsins og íbúar efnaðir og duglegir. Hnífsdælingar hafa átt því láni að fagna, að þar hafa ávallt lifað og starfað dugmiklir sjósókn- arar og athafnamenn, sem lagt hafa traustan grunn að atvinnulífi byggðarlagsins. Með Jóakim Hjartarsyni er geng- inn einn af síðustu frumkvöðlum að stofnun og stjórnun þeirra mátt- arstólpa, sem atvinnulíf Hnifsdæl- inga hefur byggst á í meira en hálfa öld. Jóakim hóf þegar um fermingu sjósókn með föður sínum, Hirti Guðmundssyni, skipstjóra. Hann var um skeið á togurum m.a. hjá mági sínum Bjarna Ingimars- syni á Júpíter. Bjarni var fæddur og uppalinn í Hnífsdal og einn afla- sælasti togaraskipstjóri landsins á þeim tíma. Eftir nám í Vélskóla Islands og Stýrimannaskóla íslands árið 1943, hverfur Jóakim alfarið til átthaganna. Þar var hans starfs- vettvangur síðan alla tíð, þar til hann kenndi þess meins fyrir rúm- um þremur árum, sem varð honum að aldurtila. Hann hóf skipstjórnar- feril sinn árið 1943 og lauk honum 1967, þegar hann hóf störf við Hraðfrystihúsið h.f. í Hnífsdal. Hann var kjörinn varamaður í stjórn þess árið 1951 og sat í aðal- stjórn 1967-1994. Hann var einn af stofnendum Miðfells h.f. árið 1964. Það félag gerir út togarann Pál Pálsson. Þar gegndi hann lengst af störfum stjórnarform- anns. Þá átti Jóakim sæti í stjórn Mjölvinnslunnar h.f. í Hnífsdal 1970- 1994 og í stjórn ísfangs h.f. árin 1982-1994, en það félag hefur fengist við útflutning á ferskum fiski. Rekstur allra þessara fyrir- tækja hefur byggst á mikilli fyrir- hyggju og ráðdeild. Samhent stjórnun stofnenda og aðaleigenda fram á síðustu ár fór svo vel úr hendi að eftir því var tekið. Lengst af hafa þau verið talin með best reknu fyrirtækjum á Vestfjörðum og jafnvel á landsvísu. Jóakim Hjartarson var einn af stofnendum Slysavamafélagsins í Hnífsdal árið 1934 og gerður að heiðursfélaga þess fyrir nokkrum árum. Hann mat þá viðurkenningu mikils. Öll þau fyrirtæki, sem Jóak- im átti aðild að, hafa lagt fram gift Karli Ingimund- arsyni; Páll, f. 26.11. 1910, d. 5.1. 1911; Aðalbjörg, f. 22.1. 1912, ekkja eftir Geir Ólafsson loftskeyta- mann; Jóhanna Pál- ína, f. 22.2. 1913, d. 16.11. 1913; María, f. 7.5. 1914, ekkja eftir Guðjón Guðjónsson kaupmann sem lést 1986. Jóakim kvæntist 9.11. 1947 Ólafíu Guðfinnu Alfonsdótt- ur, f. 17.5. 1924, hús- móður. Hún er dóttir Alfons Gíslasonar, hreppstjóra og sím- stöðvarsljóra í Hnífsdal og Helgu Sigurðardóttur húsmóður. Börn Jóakims og Ólafiu eru: Gréta, f. 4.9. 1948, sérkennari og ráðgjafi við skóla heyrnarskertra í Osló, gift Odd Trygve Marvel hagverk- fræðingi; Helga Sigríður, f. 20.10. 1949, skrifstofumaður hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, gift Sigurði Borgari Þórðarsyni, vélstjóra og starfsmanni hjá Orkubúi Vestfjarða og eiga þau þrjú börn, Helgu, Halldór og Hildi; Jóakim Gunnar, f. 28.5. 1952, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, kvæntur Sólveigu Þór- hallsdóttur, hjúkrunarfræðingi á drjúgan skerf til líknar og menn- ingarmála í sinni heimabyggð. Ekki var það vegna sérstakra hæfileika til sjómennsku, sem ég átti þess kost að gerast háseti hjá Jóakim, fyrst á m.b. Jóakim Páls- syni og síðar m.b. Smára. Mun þar mestu hafa ráðið góðmennska og að hann hafði þá kvænst systur minni Ólafíu. Ég er honum ævin- lega þakklátur fyrir að hafa gefið mér kost á að kynnast fjölbreyttum veiðiaðferðum undirstöðuatvinnu- vegar okkar íslendinga, svo sem línuveiðum, dragnótarveiðum og síldveiðum í reknet og hringnót. Ekki fór á milli mála að þar fór farsæll og fengsæll skipstjóri. Reglusemi og agi voru í hávegum höfð. Hann gerði kröfur til sinna undirmanna og ekki síður til sjálfs sín, enda hlífði hann sér ekki við að ganga í verk á dekki, þegar þörf krafði. Hann var vel liðinn sem skipstjóri. Sama ósérhlífni var til staðar í öllum störfum fyrir þau fyrirtæki sem hann átti aðild að og starfaði við, eftir að hann hætti sjósókn. Einstakt þrek Jóakims kom svo enn glöggt í ljós, er hann hóf harða baráttu í veikindum síð- ustu þijú árin. Hann vildi sem minnst tala um þá hildi, sem hann háði. Það var ekki hans háttur að kvarta. Á fyrstu hjúskaparárum okkar Almut voru utanlandsferðir og sumarleyfisdvalir í bústöðum hér innanlands lítt tíðkaðar. í fyrstu sumarfríum okkar og barnanna lágu leiðir gjarnan til Hnífsdals til Jóakims og Ólafíu. Þar var okkur tekið með opnum örmum og af frá- bærri gestrisni. Jóakim var mikill höfðingi heim að sækja. Var þá stundum margt um manninn að Bakkavegi 6, þar sem fyrir voru fimm böm og barnabörn tekin að bætast í hópinn. Börnin okkar þijú kunnu þá, og ekki síður í dag, að meta þá tíma þegar þau fengu að S'óta þess að dvelja hjá Jóakim og lafíu, bæði við leik og störf, enda bæði einstaklega bamgóð. Jóakim Pálsson, sem lést á síð- asta ári og Jóakim Hjartarson, vom nánir samstarfsmenn. Báðir voru þeir farsælir skipstjórnarmenn. Þegar í land kom tókst þeim ásamt samstarfsmönnum sínum að stýra rekstri fyrirtækja sinna svo vel í ölduróti síðustu ára, að með ein- dæmum þykir. Þeir eiga báðir því Heilsugæslustöðinni á Seltjarn- arnesi, og eiga þau þijú börn, Dóru, Grétu og Jóakim Þór; Kristján Guðmundur, f. 19.2. 1958, sjávarútvegsfræðingur, framleiðslustjóri og stjómar- maður í Hraðfrystihúsinu hf. Hnifsdal, kvæntur Sigrúnu Sig- valdadóttur, meinatækni við Sjúkrahúsið á ísafirði og eiga þau þijú böra, Gísla, Ólafíu og Ingibjörgu; Aðalbjörg, f. 14.11. 1959, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri Kjötumboðsins hf. í Reykjavík og á hún eina dóttur, Heiðu. Jóakim stundaði nám við Vél- skóla íslands í Reykjavík 1939-40 og Stýrimannaskóla ís- lands 1942- 43. Jóakim hóf sjó- mennsku um fermingu. Hann var skipstjóri á ýmsum bátum á árunum 1943-67, var síðan verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnifsdal en þar starfaði hann til 1993. Jóakim var einn af stofnendum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal 1941, var vara- maður í stjórn frá 1951 og sat í aðalstjórn 1967-94. Hann var einn af stofnendum Miðfells hf. 1964 sem gerir út togarann Pál Pálsson IS-102 og var þar stjómarmaður frá upphafi til 1994, lengst af stjórnarformað- ur, sat í stjóra Mjölvinnslunnar hf. i Hnífsdal 1970-94, í stjóra ísfangs hf. á ísafirði 1982-94 og er einn af stofnendum Slysa- varnafélagsins í Hnifsdal 1934. Útför Jóakims fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 14. júlí, og hefst athöfn- in klukkan 13:30. láni að fagna að skila góðum afla- hlut í hendur dugmikilla afkom- enda. Jóakim Hjartarson var hlédræg- ur og barst ekki mikið á. Hann var með afbrigðum starfsamur og ósér- hlífinn. Hann var manna fróðastur um atvinnusögu Hnífsdals á þess- ari öld og kunni frá mörgu að segja. Að leiðarlokum er honum þökkuð vinátta og áratuga ánægjuleg sam- fylgd. Ólafíu, börnum þeirra og stórum frændgarði sendi ég og ijöl- skylda mín einlægar samúðarkveðj- ur. Þorvarður Alfonsson. Fallinn er í valinn kær móður- bróðir minn, Jóakim Hjartarson, skipstjóri, frá Hnífsdal. Hann hafði átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða og gengið í gegnum erfíðar læknis- meðferðir, sem, því miður, gátu ekki gefið honum lengri lífdaga. - Þau voru sammæðra móðir mfn og hann. Hann var frá seinna hjóna- bandi ömmu minnar Margrétar Þorsteinsdóttur, næstyngstur af Ijórum börnum hennar og Hjartar Guðmundssonar, útvegsbónda, en Hjörtur tók við búsforráðum og varð seinni eiginmaður ömmu er hún missti afa minn, Jóakim Páls- son, útvegsbónda í Hnífsdal, frá stórum bamahópi, aðeins 35 ára gamlan. - Hjörtur var mikill öðl- ingsmaður og reyndist stjúpbörn- um sínum vel og var góður við okkur bamabömin. Jóakim Hjartarson ólst upp í glöðum og fjölmennum systrahópi, en þær vom átta talsins. Sjálfsagt hefur hann haft einhverja sérstöu, að vera eini bróðirinn á lífi, enda dáðu þær hann allar systurnar. Áður höfðu látist tveir bræður og ein systir, ung að árum. Jóakim var prúðmenni hið mesta og fas hans og framkoma öll yfir- veguð. Það lá fyrir honum eins og öllum hinum ættingjunum í karl- legg, að stunda sjóinn frá unga aldri. Hann var lengi skipstjóri á bátum frá Hnífsdal, hann var lengi með mb. „Jóakim Pálsson" og einn- ig mb. „Srnára" og var aflasæll. Eftir að hann kom í land sinnti hann störfum og stjórnun Hrað- frystihússins í Hnífsdal, sat lengi í stjóm fyrirtækisins og var verk- stjóri. Jóakim og nafni hans Pálsson, yngri, voru einkar samrýndir, sem sást best á því, að þeir byggðu sér stór hús yfir fjölskyldur sínar. Sama teikningin var notuð og hús- in standa hlið við hlið. Það eru aðeins 10 mánuðir á milli þeirra nafnanna, en svo ávörpuðu þeir hvor annan, yfir á annað tilveru- stig. Það verða, án efa, fagnaðar- fundir með þeim sem og öðmm ástvinum, sem á undan eru gengn- ir. Það er aðeins rétt vika síðan ættingjarnir fylgdu Gunnari Páli Jóakimssyni, Pálssonar, fiskifræð- ingi í Kiel, til grafar. Svo skammt er stórra högga á milli í þessari annars stóm fjölskyldu frá Hnifs- dal. Eiginkona Jóakims, Ólafía Al- fonsdóttir, er einnig borin og bam- fædd í Hnífsdal. Það kom því af sjálfu sér, ef svo má að orði kom- ast, að þau bjuggu lengstan sinn búskap i Dalnum. Þar eignuðust þau sín fimm börn, sem öll bera einkenni foreldra sinna, prúð- mennskuna og hógværðina. Fyrir fáeinum ámm seldu þau húseign sína fyrir vestan og fluttu hingað til Reykjavíkur þar sem sum af börnum þeirra em búsett. Elsta bamið, Gréta, hefur til margra ára verið búset í Noregi og er gift þar. Ég, sem og allir ættingjar og vinir Jóakims, minnast hans með sökn- uði. Systurnar fimm, sem eftir lifa, sjá á bak kæram bróður. Sárastur er þó söknuður eiginkonu, barna og barnabarna og bið ég algóðan Guð, að varðveita þau og gefa þeim styrk og birtu á ný. Ég sendi öllu þessu frændfólki mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðfinna Snæbjörasdóttir. Ég vil hér minnast Jóakims Hjartarsonar skipstjóra frá Hnífs- dal. Kynni okkar hófust þegar ég fór að vinna við bókhald dóttur- fyrirtækja Hraðfrystihússins í Hnífsdal haustið 1964 ogenn frek- ar, þegar ég réðst til Hraðfrysti- hússins hf. árið 1973, en hann var þá verkstjóri hjá frystihúsinu og auk þess í stjórn þess og dótturfé- laga þess. Jóakim Hjartarson stundaði sjó- mennsku frá unglingsárum, bæði á bátum og toguram. Hann fór í nám í Vélskóla íslands og Stýrimanna- skólann, að því loknu varð hann skipstjóri á ýmsum bátum frá Hnífsdal og víðar árin 1943-1967, er hann varð útiverkstjóri hjá Hrað- frystihúsinu í Hnífsdal. Jóakim var einn af stofnendum þess 1941 og var í stjórn þess um langt árabil, þá var hann einn af stofnendum útgerðarfél. Miðfells hf., í stjórn þess og stjórnarformaður frá 1982-1994 og Mjölvinnslunar hf. sem stofnuð var 1970, þar var hann í stjórn til 1994. Jóakim Hjartarson var mjög traustur maður í öllum sínum störf- um, sem hann sinnti af mikilli alúð. Öll samskipti við hann vom mjög góð. Hann var léttur í skapi, hress og kátur í mannfagnaði, en gat verið mjög fastur fyrir ef honum mislíkaði. Jóakim var lengstum heilsu- hraustur, en fyrir nokkram áram fór að bera á lasleika sem ágerð- ist. Hann hætti endanlega öllum störfum vorið 1994 og flutti þá til Reykjavíkur, því hann þurfti þá að vera stöðugt undir læknishendi. í veikindum sínum sýndi hann einstakan kjark og æðraleysi, þó hann vissi að hverju stefndi. Áð leiðarlokum þakka ég Jóakim langt og ánægjulegt samstarf og vináttu. Við Þórleif sendum Ólafíu, börnum þeirra og öðram aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Konráð Jakobsson. í dag kveðjum við elskulegan frænda og vin, Jóakim Hjartarson. Þegar við lítum til baka hrann- ast minningamar upp, samvera- stundirnar sem við áttum saman þegar við bjuggum í Hnífsdal, þær voru margar og góðar, innan fjöl- skyldunnar og í þorrablótsnefnd- inni góðu. í Hnífsdal bjuggu þau Ólafía og Jóakim þar til fyrir þrem- ur áram, þá þurftu þau að taka sig upp og flytja búferlum til Reykja- víkur. Það er öllum erfítt að takast á við illvígan sjúkdóm. Við sem göngum heil til skógar og fylgd- umst með því hvernig Jóakim vann úr sínum málum, getum lært hvem- ig einstaklingur getur með yfirveg- un og einstakri hugarró gengið gönguna á enda með jafnmikilli reisn og hann gerði. Við erum þakklát fyrir að hafa átt kost á því að fylgjast með Jóak- im þessi síðustu ár, það var alltaf gaman að koma í heimsókn að Hæðargarði. Þá leitaði hugurinn vestur í Hnífsdal, og mikið var spjallað um gamla tímann og það sem hefur verið að gerast þar und- anfarið, útgerðin og fiskvinnslan voru hans áhugamál. Við biðjum góðan Guð að geyma Jóakim og vernda og styrkja Olaf- íu, börn og barnabörn í sorginni. Hjördís og Helgi. i JÓAKIM HJARTARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.