Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 13
ERLENT
borgarstjórann nýja að halda í
þetta fylgi.
Frumkvæði Zedillo
Þótt stjómarandstaðan hafi nú
bundið endi á alræði PRI í lýð-
ræðislegum kosningunum eru þær
einnig sigur fyrir Ernesto Zedillo,
núverandi forseta Mexíkó, sem
stóð við það heit sitt að gangast
fyrir frjálsum og heiðarlegum
kosningum þvert á vilja margra
áhrifamikilla manna innan PRI-
flokksins. Þótt margir telji að fyrir
Zedillo hafi fyrst og fremst vakið
að freista þess að bjarga flokknum
frá hruni verður forsetans minnst
sökum þess hugrekkis sem hann
sýndi með því að rísa upp gegn
„risaeðlunum" (Los dinosaurios)
innan PRI, sem viðhalda vildu ríkj-
andi ástandi, er tryggt hafði völdin
og auðinn í heil 68 ár. „Mexíkó
hefur stigið afgerandi og sögulegt
skref, sem ekki verður aftur tekið,
í átt til eðlilegs lýðræðis," sagði
forsetinn í ávarpi til þjóðarinnar á
kjördag. Þetta var að sönnu sögu-
legur dagur, sagnfræðingar telja
að frjálsar kosningar hafí síðast
farið fram í Mexíkó árið 1911.
Einstakt pólitískt
fyrirbrigði
PRI-flokkurinn er einstakt fyrir-
brigði og með lífseigari pólitískum
„apparötum" sem sögur fara af.
Flokkurinn hefur verið lengur við
völd en kommúnistar í Kína og
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna
náði ekki þessum aldri. Fidel
Castro, einræðisherra á Kúbu, er
nánast byijandi í faginu samanbor-
ið við „byltingarsinnana" í Mexíkó
og það sama má segja um
kommúnistana sem eru við það að
leggja hina „sósíalísku paradís“,
Norður-Kóreu, í rúst.
Nafn PRI-flokksins (sem er ill-
þýðanlegt á íslensku) gefur ágæta
mynd af þeirri mótsagnarkenndu
stjórnspeki sem hann fylgir. Alltj-
ent kann að virðast sérkennilegt
að kenna flokk við „stofnanavæð-
ingu byltingarinnar" en þannig
mætti ef til vill þýða „Partido Re-
volucionario Institucional". Flokk-
urinn hefur í raun aldrei haft skýra
stefnu, sem ef til vill helgast af
upphafi hans. Flokkurinn var
stofnaður árið 1929 til að koma á
friði með þeim fjölmörgu hópum
sem barist höfðu í mexíkönsku
byltingunni á árunum 1910-1917
og þvinga þá til samstarfs. Á sex
ára fresti komu hópar þessir saman
og náðu samkomulagi um hver
skyldi gegna embætti forseta, sem
fengið var alræðisvald. Sú ákvörð-
un var síðan jafnan staðfest með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
í kosningum. Þetta fyrirkomulag
hefur sagnfræðingurinn Enrique
Krause, sem vitnað var til hér að
framan, nefnt „hið konunglega
forsetaemætti“. Líkt og svo oft
áður í sögunni var einræðisherr-
anum steypt af stóli, í þessu til-
felli Porifiro Diaz, en við tók ein-
ræðisstjórn eins flokks.
Út á við virtist Mexíkó vera lýð-
ræðisríki. Sú yfírborðsmynd var
hins vegar röng og kjarninn rotinn
og spilltur. PRI stjórnaði verka-
lýðsfélögum og íjölmiðlum. Sendi-
sveinar flokksins komust oft til
áhrifa í röðum stjórnarandstöðunn-
ar. Styrkjum var dreift til að kaupa
vinsældir, niðurgreiðslum var
óspart beitt til að vinna hylli ákveð-
inna hópa. Spillingin gegnsýrði
samfélagið og pólitísk morð voru
tíð. Kosningasvik þóttu sjálfsögð
og niðurstöðum á kjördag var oft
breytt teldust þær óhagstæðar, líkt
og mjög trúlega gerðist árið 1988
er Cardenas bauð sig fram til for-
seta í fyrsta skipti. Atkvæði voru
keypt með beinum og óbeinum
hætti. Og þannig var unnt að gefa
flokkseinræðinu lýðræðislegt yfir-
bragð.
Hrikta tók í stoðum þessa valda-
kerfis undir loka sjöunda áratugar-
ins. Óánægja almennings fór jafnt
og þétt vaxandi einkum vegna
efnahagsörðugleika sem riðu yfir.
Stjómarandstaðan tók að styrkj-
ast. Fátæktin jókst og misskipting
auðsins varð sífellt hróplegri.
Árið 1994 hafði Carlos Salinas
forseta tekist að leggja efnahags-
lífíð í rúst. Hrunið varð algjört.
Um ein og hálf milljón manna
missti vinnuna og Bandaríkjamenn
þurftu að grípa inn í til að bjarga
gjaldmiðli landsins. Hinn nýi for-
seti Mexíkó, Emesto Zedillo, boð-
aði strangt aðhald, sem krafðist
mikilla fóma af hálfu alþýðu
manna. Kaupmátturinn féll um
30% og félagsleg spenna jókst.
Hún er enn viðvarandi (í meðalári
fara fram um 2.000 mótmælafund-
ir í Mexíkó-borg einni) þótt efna-
hagslífíð hafi náð að rétta úr kútn-
um á furðanlega skömmum tíma.
Almenningur í Mexíkó hefur hins
vegar fengið nóg og mun trúlega
ekki líða frekari niðurskurð og
kaupmáttarskerðingu.
„Risaeðlurnar“
skildar eftir?
Forsetinn segir að halda beri
umbóta- og uppbyggingarstarfinu
áfram og víst er að PRI mun í
fyrsta skipti í sögunni þurfa að
leita eftir lýðræðislegu umboði
þjóðarinnar í foretakosningunum
eftir þtjú ár. Þegar til skemmri
tíma er litið vaknar hins vegar sú
spurning hvort PRI-flokkurinn
muni lifa af ófarirnar í kosningun-
um nú á sunnudag og þær grund-
vallarbreytingar á valdakerfinu í
Mexíkó sem þær munu hafa í för
með sér. Verulegar líkur eru á því
að flokkurinn klofni og að yngri
umbótasinnar leiti sér pólitísks
framhaldslífs í hæfílegri fjarlægð
frá „risaeðlunum".
Mexíkanar hafa að sönnu stigið
stórt og mikilvægt skref á lýð-
ræðisbrautinni, sem tæpast verður
aftur tekið líkt og forseti landsins
sagði á kjördag. Urslitin eru á hinn
bóginn enn ekki ráðin. Fyrst eftir
forsetakosningarnar árið 2000
verður unnt að segja til um með
vissu hvort Mexíkó verði talið í
hópi lýðræðisríkja.
Hjá okkur færðu alltaf Allir fimmtudagar eru tjaldadagar í
vandaðar VÖrur á góðu verði. Skátabúðinni en þá er 10% stað-
greiðsluafsláttur af tjöldum.
5 manna hústjald, 43.200 kr. stgr.
4 manna hustjald, 31.482 kr. stgr.
Tjaldborð, 4.950 kr. stgr.
Kælibox, frá 1.584 kr. stgr.
Tveggja hellna eldavél, 11.390 kr. stgr.
-skamk fmmúk
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík • Síml 561 2045
Netfang skatabud@ltn.ls