Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 24
1
24 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ r
KVIKMYNDIR/Regnboginn og Sambíóin hafa tekið til sýninga rómantísku gaman-
myndina One Fine Day með Michelle Pfeiffer og George Clooney í aðalhlutverkum
Jg 5 .
MELANIE (Michelle Pfeiffer) og Jack (George Clooney) eiga vægast sagt
erfiðan dag í vændum eftir að börnin þeirra missa af skólaferðalaginu.
Einu sinni
voru kona
ogkarl
AÐ STEFNIR í erfíðan
dag fyrir Melanie Par-
ker (Michelle Pfeiffer)
en þessi arkitekt og ein-
stæða móðir veit að hún ræður
við hvað sem upp kann að koma.
Hún þarf að koma fímm ára syni
sínum, Sammy (Alex D. Linz) á
réttum tíma í skólann til þess að
ná rútu sem á að flytja hann í
skólaferðalag um borð í feiju; að
því loknu þarf hún að tala yfír
viðskiptavinum og fá þá til þess
að fallast á mörghundruð milljóna
króna verkefni og síðan þarf hún
að mæta á fótboltaleik Sammys
fyrir klukkan 6 um kvöldið.
Sami dagur byrjaði líka með
hasar heima hjá blaðamanninum
Jack Taylor sem er í miðju kafí
við að afhjúpa hneykslismál í
borgarstjóm. Það er þó ekki starf-
ið sem kemur öllu í uppnám held-
ur fyrrverandi eiginkona hans og
móðir dóttur hans, sem vekur Jack
með símtali til þess að tilkynna
honum að hún Maggie litla (Mae
Whitman), dóttir þeirra, verði að
búa hjá honum næstu vikuna
meðan hún fer í brúðkaupsferð
með nýja manninum sínum.
Þá stendur þessi helgarpabbi
allt í einu frammi fyrir gjörbreyttu
foreldrahlutverki og getuleysi
hans til þess að ná að skilja það
hvers hlutverkið krefst leiðir til
þess að bæði dóttir hans og
Sammy, sonur Melanie, missa af
feijunni og þar með byijar versti
dagur lífs þessara tveggja per-
sóna.
Hvorki Melanie né Jack eiga
kost á nokkurri barnapössun og
þess vegna. reyna þau að rækja
bæði hlutverkin samtímis, for-
eldrahlutverkið og erfíðasta
vinnudag starfsferils þeirra
beggja, með því að skiptast á að
passa bömin á stuttum vöktum.
Þetta er dagurinn þar sem þau
þurfa 37 sinnum að tala í GSM-
símann, dagurinn þegar kötturinn
át gullfískinn, líkanið af nýbygg-
ingum Melanie brotnaði; dagurinn
þegar gera þurfti skurðaðgerð til
að fjattegja kúlu úr nös; leita
þurfti að týndu bami í stórborg,
að ótöldum nokkmm öðmm atrið-
um sem hlóðust upp á tólf klukku-
stunda tímabili á þessum degi þar
sem allt virtist stefna að því að
leggja starfsferil Jack og Melanie
í rúst.
Hver hefði getað ímyndað sér
að þetta ætti eftir að reynast vera
alveg frábær dagur þegar upp var
staðið? í upphafi áttu Melanie og
Jack ekkert sameiginlegt nema
alveg nákvæmlega eins GSM-síma
og það síðasta sem þau töldu sig
hafa þörf fyrir í lífínu var að fara
að blanda sér inn í líf, starf og
bamauppeldi einhvers annars.
Melanie hafði eiginlega gefíð aðra
karlmenn en son sinn upp á bátinn
vegna fyrri reynslu en Jack hafði
ekkert á móti konum meðan þær
héldu sig í tilfinningalegri fjar-
lægð. Þau töldu sig ekki vera á
leiðinni í samband en áður en þau
vita af því em þau orðin ástfang-
in hvort af öðm.
ÁÐUR en viðburðaríkur dagurinn líður hefur ýmislegt gerst
í lífí þeirra Melanie og George.
MICHELLE Pfeiffer og George Clooney
leika Melanie og Jack í One Fine Day.
Kveikjan að myndinni One Fine
Day var persónuleg reynsla fram-
leiðandans, Lynda Obst: „Einn
daginn var eins og nákvæmlega
ekkert ætlaði að geta gengið upp
hjá mér vegna utanaðkomandi
tmflana; ég var að reyna að sinna
starfi mínu og ráða við að sinna
brýnum þörfum sonar míns. Svo
kom í ljós að dagurinn minn var
ósköp svipaður því sem nokkrir
vinir mínir þurftu að takast á við
með því að sinna samtímis kreij-
andi starfí og bamauppeldi og fá
hlutina til að ganga
upp. Þá gerði ég mér
grein fyrir því að nú-
tíma skilgreiningin á
hetjuskap er einfald-
lega manneskja sem
kemst í gegnum einn
dag sem útivinnandi
móðir.“
Úr þessari uppgötv-
un varð til hugmynd
að kvikmynd sem
gengi út á að fjalla
um erfíðasta hugsan-
lega vinnudag í lífi
móður og blanda hon-
um saman við erfíð-
asta daginn í barna-
uppeldi fyrir móður.
Lynda Obst viðraði
þessa hugmynd við
Michelle Pfeiffer og Kate Guinz-
burg, eigendur framleiðslufyrir-
tækisins Via Rosa; þær sam-
þykktu hugmyndina og fengu
æskuvinkonu Guinzburg, Ellen
Simon, til að vinna úr hugmynd-
inni og skrifa handritið. „Ellen
fann í sögunni dæmisögu, heill-
andi lausn á því stríði kynjanna
sem við höfum öll gengið í gegn-
um. Þetta er eins og nútíma út-
gáfa af mynd með Katherine Hep-
bum og Spencer Tracy þar sem
tveir jafningjar eru að beijast um
að ná stjóminni þótt þeir vilji í
raun ekki stjórna en eru of ótta-
slegnir til að kunna að deila stjórn-
inni með einhveijum öðrum.“
Karlmaðurinn í hópi aðstand-
enda myndarinnar, leikstjórinn
Michael Hoffman, deilir að sumu
leyti þessari sýn framleiðandans á
myndina en telur þó að handritið
lýsi hlutverki og þeim vanda sem
mætir einstæðum feðmm ekki síð-
ur en einstæðum mæðmm. „One
Fine Day fjallar ekki bara um líf
einstæðrar móður heldur um for-
eldrahlutverkið almennt. Jack
Taylor er talsmaður annars konar
uppeldis — afslappaðri aðferðar
og stíls. Og mér fannst skipta
máli að koma því til skila að hans
stfll hefur sína kosti; það að vera
ofurvarkár og afskiptasamur eins
og Melanie er ekki eina aðferðin
sem er hægt að nota til þess að
sinna skyldum sínum sem for-
eldri.“
Tracy og Hepburn voru nefnd
að ofan og myndin sækir sumt í
frásagnaraðferð til þeirra róman-
tísku gamanmynda sem gerðar
vom á fimmta áratugnum. Hoff-
man lítur svo á að hún vísi að
sumu leyti til mynda á borð við
Pat and Mike. Philadelphia Story
og It Happened One Night. Auk
þess notaði Hoffman mikið þá
gamaldags tækni að kljúfa skjáinn
eftir miðju til þess að koma því á
framfæri að aðalpersónur mynd-
arinnar em sífellt með farsímann
á lofti.
One Fine Day er annars ekki
kvikmynd sem markar tímamót í
frásagnartækni kvikmyndalistar-
innar og gerð hennar var snurðu-
laus að mestu; helsta tæknilega
áskorunin sem þurfti að yfírstíga
var sú að myndatökur fóm fram
á tólf vikna tímabili í alls konar
veðurfari í New York og Los
Angeles en myndin sjálft á að
gerast í einni borg á einum rign-
ingardegi að vorlagi.
Aðalleikendur myndarinnar eru
tveir af vinsælustu og kynþokka-
fyllstu leikumm Bandaríkjanna.
George Clooney birtist íslenskum
sjónvarpsáhorendum alltaf á
skjánum á miðvikudagskvöldum í
hlutverki barnalæknisins Douglas
Ross í hinum ótrúlega vinsælu
sjónvarpsþáttum E.R. Það hlut-
verk gerði hann að eftirsóttasta
piparsveini Bandaríkjanna og
tryggði honum að auki hlutverk í
myndum á borð við From Dusk
Till Dawn og Batman and Robin
þar sem hann leikur sjálfan leður-
blökumanninn.
Nú eru hátt í 20 ár síðan Mich-
elle Pfeiffer sló í gegn í kvik-
myndaheiminum. Fyrst var litið á
hana sem hverja aðra ljósku í
Hollywood en smám saman sýndi
hún að henni var ekkert ómögu-
legt sem leikkonu. Hún hefur
þrisvar hlotið óskarsverðlaunatil-
nefningar; fyrir leik sinn í The
Fabulous Baker Boys, Love Fields
og Dangerous Liasons. Nýlega
hlaut hún mikið lof gagnrýnenda
fyrir leik sinn á móti Robert Red-
ford í hinni litlausu mynd Up Close
and Personal; hún rakaði inn pen-
ingum í hinni vinsælu Dangerous
Minds og síðast lék hún í mynd-
inni Gillian on Her 37th Birthday.
Af öðrum myndum hennar má
nefna Frankie and Johnny, Wolf,
Sweet Liberty, Russia House,
Tequila Sunrise, The Age of Innoc-
ence og Married to the Mob.
Auk One Fine Day hefur hún
framleitt með Kate Guinzburg
Dangerous Minds og myndina A
Thousand Acres, en þar leika með
henni Jessica Lange, Jennifer Ja-
son-Leigh og Jason Robards.
Auk stórstjarnanna tveggja
leika m.a. í One Fine Day hinn
gamalkunni Charles Durning og
Holland Taylor, en hún lék m.a.
aukahlutverk í How to Make an
American Quilt.