Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 19 „En það er ekki nóg að varð- veita þá uppi á þurru landi,“ bætir Hörður við. „Það verður að varð- veita þekkinguna á viðhaldi og smíði þessara skipa, þannig að það sé hægt að byggja þau aftur. Við eigum að laða að smíði fiskiskipa hingað til lands, vegna þess að það er ekki nokkur vafi að okkar skipa- smiðir voru með þeim bestu sem þekktust. Með réttu viðhaldi og meðferð geta trébátar enst lengur en önnur skip. Elstu skip í heiminum eru tréskip. Það er líka alltaf hægt að skipta um planka í þeim ef eitthvað kemur fyrir.“ Nær eingöngu eikarbátar En voru þetta allt eikarskip? „Hér á Islandi voru nær ein- göngu smíðaðir eikarbátar. Þetta var eini staðurinn í veröldinni sem setti það sem reglu og kannski eru þeir þess vegna ennþá dýrmætari.“ Hvers vegna voru þær reglur settar? „Það hefur líklega verið vegna lélegrar hafnaraðstöðu í landinu og eikarskipin eru einfaldlega sterk- ari. Þau þola meira hnjask og eru þar af leiðandi mun meiri mann- virki.“ Eru þau þá ekki dýr? „Jú, en þau geta enst í hundrað ár og þá eru þau ekki lengur dýr. Þegar verið er að fá fyrsta flokks handverksmenn til að smíða, er alltaf notað besta fáanlegt hráefni og ekkert annað. Þegar verið var að smíða bátana hér, var hugtakið „að spara" ekki til. Þessir bátar hefðu feikilega afkastagetu, ef þeir mættu veiða. Út frá umhverfissjón- armiðum eru þeir langheppilegasti kosturinn. Þeir eyða lítilli orku og koma með ferskt hráefni að landi. Það eru fáeinir trillukarlar ennþá á litlum trébátum, en þeir eru nán- ast verkefnalausir og liggja við bryggju næstum allt árið. Trilluút- gerðin er að leggjast af.“ En hvers vegna er þetta ykkur svona mikið hjartans mál? „Við erum aldir upp við sjó- mennsku. Faðir okkar var skip- stjóri og sótti á svona bátum. Þar kynntumst við þeirn," segir Árni og bætir því við að í dag stýri faðir þeirra öðrum Knerrinum. „Svo er það fagurfræðilega sjónarmiðið," bætir Hörður við. „Ef ég á kost á að fara á fallegum báti, eða ljótum - vel ég fallega bátinn. Og ég held að ferðamenn séu eins. Ef þú vilt njóta þess sem þú ert að gera og vilt láta fara vel um þig, velurðu bát sem hefur þá mýkt sem trébátar hafa.“ „Það hafði afgerandi áhrif á mig að búa_ í sjö ár i Noregi," seg- ir Árni. „Ég hafði alist upp við sjóinn en þar kynntist ég fyrst strandmenningu og rótgróinni virðingu fyrir, meðal annars, tré- bátum. Svo kom ég heim og kynnt- ist þessum algera „barbarisma". Það tekur fimmtán menn heilt ár að smíða svona bát. Sem þýðir að það eru fimmtán mannár í byggingu þeirra, fyrir utan sögu og þekkingu. Og þessu eigum við íslendingar að eyða.“ Þeir Árni og Hörð- ur hafa látið gera upp sína báta hjá skipa- smiðum á Akureyri, en þeir eru Trausti Adamsson og synir hans. „Trausti er búinn að eyða öllu sínu lífi í að læra að smíða trébáta vel,“ segja þeir. „Hann taldi sig þurfa allt lífið til þess. Síðan var honum boðið á nokkurra daga námskeið til Reykjavíkur til þess að læra að smíða plastbáta. Hann afþakkaði. Hins vegar hafa menn farið á slík námskeið og fengið réttindi til að smíða plastbáta. Það var skipt yfir í plastbátana á einu augabragði og það fengust ekki lengur peningar til trébátasmíði. Það eru nánast ómenntaðir menn að smiða plastbáta úti í bílskúrum. Svo eru þessir bátar að fara niður á örfáum mínútum. Það sama má segja um nútíma stálbátana Æs- una og nú síðast kúfiskbátinn á Raufarhöfn. Ef við hefðum við- haldið trébátasmíði, hefðum við ekki misst svona mörg mannslíf í sjó- inn á seinustu árum. Það er hins vegar ekki til neins að gráta öll þau skip sem hafa verið brennd eða sög- uð í sundur hér. Við eigum hins vegar enn- þá kost á að varðveita þekkinguna. Það hafa aðrar þjóðir gert. í Skotlandi ákváðu menn að halda áfram að smíða tréskip, vegna þess að þeir vildu viðhalda þekk- ingu og vegna þess að þetta eru einfaldlega góð skip.“ Auðlindir við ströndina „Við Árni vorum vissir um að það mætti finna þeim nýtt verk- efni,“ segir Hörður, „vegna þess að^ náttúran meðfram ströndunum á íslandi er algerlega vannýtt auð- lind. Hvar sem þú hefur í heimin- um fugl, fisk, hval við ströndina - að ekki sé talað um þann hrein- leika sem við höfum, þá er það auðlind sem ferðamenn hafa áhuga á. Ég er búsettur í Mývatns- sveit og hef í gegnum ári ferðast mikið um hálendið, á skíðum og vélsleðum um vetur og öðrum far- artækjum á sumrin, bæði sem ferðamaður og björgunarsveitar- maður. En einn daginn var ég búinn að fá alveg nóg. Mig lang- aði að komast í snertingu við sjó- inn.“ Nú hafið þið endumýjað bátana algerlega að innan, en eru menn ekkert tortryggnir? Er ekki verið að fylgjast með því hvort þið séuð að hala inn fisk? „Nei, það er ekki hægt. Við erum búnir að rífa lestina úr bát- unum og innrétta þær sem far- þegarými," segir Hörður og Árni tekur við: „Þetta hefur verið geysi- leg vinna, en við höfum fengið mikinn stuðning. Við búum að reynslu föður okkar sem vinnur fyrir okkur og tengdafaðir minn er verkfræðingur sem hefur átt trébáta allt sitt líf. Við höfum notið hans þekkingar. Það þurfti mjög margt til þess að þetta gengi upp og við höfum mætt miklum skilningi, einkum og sér í lagi Sigl- ingastofnun sem hefur verið okkur mjög hjálpleg við lausn á tæknileg- um hlutum. Við erum mjög ánægð- ir með þau viðbrögð sem við höfum fengið, bæði hjá einkaaðilum og opinberum." Og svo förum við og skoðum Knörrinn í krók og kring. „Skrokkarnir á þessum bátum eru nákvæmlega eins og skrokk- arnir voru á bátunum á söguöld,“ segir Árni. „Síðan notum við tjöru sem er soðin úr fururótum. Hún hefur ævintýralega mikla viðloðun og hæfni til að ganga inn í viðinn. Þetta efni, sem var notað á staf- kirkjur og trébátana, er besta efni sem hægt er að fá. Það er talið að víking- arnir hafi notað hana. Við erum alltaf að komast betur og bet- ur að þvi að þessi gamla þekking - hún er sú besta. Við látum eikina vera ráðandi og erum aðeins með mahóní í innréttingum. Þessi bátur er mjög efn- ismikill og þykkur, hátt í fjörutíu tonn á þyngd. Mesti afli sem veidd- ur hefur verið í honum er 42 tonn. Heildarafli hans á meðan hann fiskaði var 9.000 tonn, þannig að hann bar gríðarleg verðmæti að landi. Það hafa tvær 200 hestafla vélar verið keyrðar út í honum. Það tók okkur marga mánuði að rífa gömlu skipalestina úr Knerrin- um. Við gerðum ekkert annað fyrsta hálfa árið en að rífa og hreinsa. Þetta er svo óheyrilega rammgert. Síðan fór langur tími í að velja bestu efnin og leiðina til að gera hann upp, vegna þess að það eru vissar reglur fyrir öllu í byggingu trébáta; halla, þykkt á þverbitum og stærð á kýraugum, svo eitthvað sé nefnt. Tengdafaðir. minn teiknaði þau fýrir okkur. Síðan renndi skipasmiðurinn mótin og síðan voru þau steypt í Hellu í Hafnarfirði. Og það fóru 56 kíló af bronsi í kýraugun. Það er ís- lenskt lerki í gólfinu og eikar- klæðningin í veggjunum er 60 millimetrar." Silfuroturinn Á einum veggnum hangir verð- launaskjal og ég færi mig nær til að skoða það betur. Það er Silfuroturinn, bresk verð- laun, sem þeir bræður hlutu í fyrra frá „British Guild of Travel Writ- ers,“ eða samtökum blaðamanna sem sérhæfa sig í að skrifa um ferðamannaiðnaðinn. Hvala- skoðunarfyrirtæki þeirra Harðar og Árna hlaut önnur verðlaun 1996, sem vænlegasta nýjungin í ferðamannaþjónustu, en í keppn- ina eru tilnefnd verkefni frá átta löndum á hveiju ári. Ennfremur fengu þeir umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 1996 fyrir varð- veislu á Knerrinum. Svo nú þurfa menn að standa undir nafni. „Þetta ber nú keim af því að hafa verið rekið í hjáverkum hing- að til,“ segir Árni, „en núna erum við með tvo fasta starfsmenn og Hörður er í nokkurra mánaða leyfi frá Landsvirkjun til að sinna fyrir- tækinu. Þetta útheimtir heilmikla vinnu. Markaðsmálin eru eitt, reksturinn annað. Þótt aðeins séu tvö ár síðan við hófum þennan rekstur, bjóðandi upp á hvalaskoð- un, fuglaskoðun í Lundey og með- fram ströndinni og sjóstangaveiði, útheimtir reksturinn sífellt aukna fagvinnu." En heldurðu að það gengi ekki eins vel þótt bátarnir væru ekki úr eik? „Nei, ekki fyrir okkur. Ef viður er rétt meðhöndlaður, er hann besta byggingarefni sem til er.“ Og mér verður hugsað til þess sem segir í bókinni Kryddlegin hjörtu, sem var eitthvað á þá leið að ef maður eldi matinn af ást og kærleika, þá smitist tilfinningarn- ar í matinn. Það hlýtur að vera þannig með þá bræðurna Hörð og Árna Sigurbjarnarsyni. Ást þeirra á trébátum er líklega ástæðan fyr- ir því að það flæðir um mann hlýr straumur, þar sem maður sest á þilfarið og stefnir út á flóann til að skoða hvali. Það er ekki um að villast; bátn- um fylgja hlýir straumar. Kanaríveisla 22 október með Sigurði Guðmundssyni frá kr. 48.632 27 nætur Heimsferðir kynna nú aftur haustferðir sínar til Kanaríeyja þann 22. október með beinu flugi á þennan vinsælasta áfanga- stað fslendinga í sólinni. Við kynnum nú glæsilega, nýja gisti- staði með frábærri staðsetningu í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Bókaðu strax og tryggðu þér bestu gistinguna. Verð kr. 48.632 Verð kr. 66.460 M.v. hjón meö 2 börn, 2-11 ára, 22. okt., Tanife. M.v. 2 í íbúð, 27 nætur, 22. okt. Tanife. Umboðsmenn Heimsferða: Akureyri ..................sími 461 1099 Akranesi....................sími 431 2800 Borgarnes....................sími 4371055 Egilsstaðir.................sími 471 2078 Keflavík...................sími 4211518 Selfoss ...................sími 482 3444 á&’ f -b. É/j zM : f LHEI [MSFERE MRL "=1 f— Austurstræti 17,2. hæð Sími 5624600 Við keyptum Knörrinn 1994 til að bjarga honum frá eyðileggingu og til að bjarga menningarverð- mætum Tjaran var notuð á staf kirkjur og trébáta, er besta efni sem hægt er að fá og talið að víkingarnir hafi notað hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.