Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 11 ins. Veitan, sem er í eigu Frjálsrar fjölmiðlunar, íslenska útvarpsfé- lagsins og Miðlunar, var fyrst til að bjóða upp á erótískar frásagnir. Fyrirtækið Adcall er aðeins með stefnumótalínurnar en Vox er með hvort tveggja. Áætlað er að stefnu- mótalínumar og erótísku frásagn- irnar velti samtals um sex milljón- um króna á mánuði. Samkeppni fyrirtækjanna bygg- ist fyrst og fremst á auglýsingum enda er verðið fyrir símtölin alltaf það sama og byggist á gjaldflokkum Pósts og síma. Auglýsingarnar hafa einkum birstast í DV og Sjóna- varpshandbókinni. Reyndar hefur nú verið tekið fyrir auglýsingar frá þessum fyrirtækjum í Sjónvarps- handbókinni. Á stefnumótalínunum gefst fólki tækifæri til leggja inn talaðar aug- lýsingar eftir félagsskap. Skilaboð- in eru margbreytileg og fara að nokkru leyti eftir því hversu mikil ritskoðun símaþjónustufyrirtækj- anna er. „Við eyðum í fyrsta lagi öllum klúryrðum í auglýsingunum,“ segir Ágúst Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Veitunnar. „Stundum heyrast líka auglýsingar sem gefa til kynna vændi. Til dæmis þegar konur óska eftir að kynnast fjár- hagslega sterkum karlmönnum. Við látum þessar auglýsingar aldrei njóta vafans - þeim er alltaf eytt. Við eyðum reyndar líka skilaboðum frá fólki sem segist vera gift og óskar eftir viðhaldi, þó ekki sé það ólöglegt.“ Óskað eftir konu fyrir nóttina Eftirlitið virðist ekki alls staðar vera jafn strangt. Sumar auglýsing- ar á línunum eru í meira lagi vafa- samar. Meðal annars eru á einni þeirra skilaboð frá fertugum vel stæðum karlmanni sem segist vera staddur á Hótel Sögu og óskar eft- ir konu fyrir nóttina - og hugsan- lega lengur. Einnig er auglýsing frá þremur ungum mönnum á leið í sumarbústað. Þeir vilja fá með sér stelpur og segja að þær þurfi ekk- ert að borga og nóg sé til af brenni- víni. Öllu rómantískari eru skilaboð frá 33 ára gömlum manni sem les frumsamið ljóð inn á símsvarann og stingur upp á stefnumóti á Kjarvalsstöðum. Töluvert er af skilaboðum frá karlmönnum sem segjast vera giftir en vilja kynlífssamband utan hjóna- bands. Margir þeirra sem hringja inn auglýsingar breyta rödd sinni með einum eða öðrum hætti. Áberandi er að karlmenn, bæði gagnkynhneigðir og samkyn- hneigðir, óska oftar og opinskáar eftir kynlífssamböndum en konurn- ar. Þær nefna oftar dans, bíóferðir og vináttu. Karlmennirnir eru jafn- framt mun fleiri en konurnar, jafn- vel í hlutfallinu 10-15 á móti einni. Áberandi er að samkynhneigðir eru hlutfallslega margir. Minnihlutahópar áberandi á stefnumótalínunum „Minnihlutahópar hafa mjög leit- að inn á stefnumótalínurnar," segir Ágúst. „Ég gæti trúað að um 30% allra skilaboða séu frá samkyn- hneigðum, nær eingöngu karlmönn- um. Annað sem var áberandi alveg frá upphafi, en ekki hafði verið gert ráð fyrir, voru auglýsingar frá görum sem óska eftir tilbreytingu. Á tímabili voru þessar auglýsingar orðnar allt að fimmtungi allra skila- boða, en nokkuð hefur dregið úr þeim. Þróunin upp á síðkastið hefur verið sú að meira er um venjulegt fólk á línunum sem vill kynnast á hefbundinn hátt. Önnur breyting er að sífellt verður minna af dóna- legum skilaboðum sem þarf að eyða.“ Samkvæmt upplýsingum frá eig- endum símaþjónustufyrirtækjanna eru þeir sem auglýsa á stefnumóta- línunum úr öllum stéttum, þjóðfé- lags- og tekjuhópum. Erfiðara er að segja til um samsetningu þess hóps sem hlustar á erótískar frá- sagnir. Símakynlífið fór þó fyrst verulega af stað með tilkomu þeirra. í öllum tilvikum eru lesararnir kon- ur. Sögurnar eru misgrófar og frá- sagnarmátinn mismunandi, stund- um fylgja tilheyrandi stunur. í sum- um tilfellum er hlustandinn ávarp- aður hvað eftir annað og reynt að líkja eftir samtali, jafnvel gert ráð fyrir ákveðnum svörum hlustand- ans. Hann getur skipt milli frásagna og í sumum tilvikum valið milli nokkurra mismunandi kvenna. Einnig er til sá möguleiki að óska eftir ákveðinni tegund sögu eða sögusviði. Þá er lögð inn pöntun á símsvara og nokkrum klukkutímum síðar eða degi seinna hefur verið spunnin saga í kringum hana. Eng- inn möguleiki er á beinu sambandi milli kvennanna og hlustenda. „Veitan mun ekki fara út í lif- andi svörun, en mér finnst ekki ólik- legt að hún komi til sögunnar fyrr eða síðar,“ segir Ágúst. „Þau fyrir- tæki sem nú bjóða símaþjónustu vilja ekki fara út í þetta en þá koma aðrir til.“ Ráðgert er að nokkur nýbreytni verði tekin upp á Rauða torginu eftir nokkrar vikur. Samkvæmt til- mælum frá viðskiptavinum hefur verið ákveðið að koma meiri breidd í frásagnirnar og þjóna þannig fleiri hópum. Síðustu daga hefur verið auglýst eftir nýjum lesurum, ekki aðeins kvenkyns, og einnig hand- ritshöfundum. „Við buðum fyrst upp á erótísku frásagnirnar í nóv- ember í fyrra en þróunin frá þeim tíma hefur verið mjög hröð. Við erum einfaldlega að reyna að hafa við.“ Dansmeyjarnar launalausar Elstur nektardansstaðanna sem nú eru starfandi er Bóhem, sem hóf að að bjóða upp á nektardans árið 1994. Arið 1996 bættist yegas í hópinn og skömmu siðar Óðal. Á Óðali eru að jafnaði starfandi 7-12 dansmeyjar, 5-10 á Vegas og 6 á Bóhem. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er velta tveggja fyrrnefndu staðanna um þijár millj- ónir króna á mánuði en eitthvað lægri á Bóhem. Staðirnir hafa tekj- ur af áfengissölu og á Vegas og Óðali er seldur aðgangur. Áfengis- verð er svipað og á öðrum skemmti- stöðum. Þá eru ótaldar tekjur dans- meyjanna. Að sögn talsmanna Óð- als og Vegas hafa þær eingöngu tekjur af þjórfé og greiðslum fyrir einkadansa, en ekki voru gefnar upplýsingar um þessi mál hjá Bó- hem. Yfirleitt setja gestir þjórfé í sokka dansmeyjanna, nærbuxur eða milli brjósta þeirra meðan þær dansa fyrir framan þá. Samkvæmt upplýsingum frá dansmeyjum eru Færeyingar rausnarlegastir allra gesta, en Bandaríkjamenn nískast- ir. Sjómenn eru gjafmildari en aðr- ar starfsstéttir og ungir menn gefa minna en þeir eldri. Mestar tekjur hafa konurnar þó af einkadönsum á skemmtistöðunum, sem fara fram við borð gestanna eða afsíðis þar sem ekki sjá aðrir til. Einnig fá þær greitt fyrir að dansa í einkasam- kvæmum. Borðdansar kosta 1500 krónur á Óðali, en ef dansinn fer fram afsíð- is kostar hann 3000 krónur auk þúsund króna fyrir hvern aukagest, en mest mega þrír gestir fylgjast með. Dyravörður stendur einnig hjá og fylgist með dansinum. Dansar í einkasamkvæmum, til dæmis steggjapartýjum og afmæl- um, eru mun dýrari. Frá Oðali eru alltaf sendar að minnsta kosti tvær dansmeyjar auk dyravarðar til að fylgjast með. Yfirleitt fara slíkar sýningar fram milli klukkan 9 og 11 á kvöldin og kosta um fimmtíu þúsund krónur. Frá Bóhem er að jafnaði send ein dansmey ásamt dyraverði og kostar sýningin 25 þúsund krónur. Samkvæmt upplýs- ingum frá einum eiganda Vegas sjá dansmeyjarnar þar sjálfar um einkasamkvæmin án afskipta veit- ingastaðarins. Konurnar greiða sjálfar flugfarið til íslands og uppihald. Augljóslega þurfa tekjur þeirra að vera töluverð- ar til að standa undir kostnaði. Eig- endur staðanna segjast hvorki geta né vilja fylgjast nákvæmlega með tekjum þeirra. Garðar Kjartansson, eigandi Óðals, segir þó að tekjurnar séu að minnsta kosti 200-600 þús- und krónur á mánuði. Nái konurnar þar ekki að minnsta kosti 3000 dollara, eða rúmlega 210 þúsund króna tekjum, sjái veitingastaður- inn um að greiða fyrir þær farmið- ann. Ýmsum sögum fer af því mun hærri upphæðum, allt að milljón krónum á mánuði. Að minnsta kosti virðist ísland vera vinsæll áfanga- staður nektardansmeyja. Eigendur nektardansstaðanna segjast þurfa að neita mörgum umsækjendum. Í samtölum við dansmeyjarnar kemur fram að tekjumöguleikarnir eru mestir í þeim löndum þar sem nekt- ardans er tiltölulega nýr af nálinni, til dæmis í Noregi, Grikklandi og á íslandi. Samkeppni milli kvennanna er hörð, eftir því sem þær segja sjálf- ar. Sænska dansmeyjan Arielle, sem starfar á Óðali, segir að fyrst og fremst séu það tekjumöguleik- arnir sem heilli við starfið. „En mér finnst líka gaman að dansa og starf- ið gefur mikla möguleika á ferða- lögum og að sjá nýja staði.“ Arielle lifir tvöföldu lífi, og vildi til dæmis ekki að rétt nafn hennar kæmi fram. Margir hennar nánustu vita ekkert um það að hún starfar sem nektardansmey og það segir hún vera algengt meðal starfssystra sinna. íslenskar nektardansmeyjar eftirsóttar erlendis Fáeinar íslenskar konur hafa starfað sem nektardansmeyjar. Ein er nú starfandi á Óðali og önnur á Vegas, hin þriðja hefur dansað á ýmsum stöðum á landsbyggðinni undanfarnar vikur. „Það hefur ver- ið töluvert um fyrirspurnir frá öðr- um íslenskum stúlkum sem hafa viljað koma og prófa þetta þó ekki hafi orðið meira úr því ennþá. Þetta eru a.llt fullkomlega eðlilegar stelp- ur. Ég spái því að í framtíðinni verði íslenskar stelpur um 30% af dansmeyjunum. Meira verður það varla því áhorfendurnir vilja alltaf fá að sjá eitthvað nýtt,“ segir einn stjórnenda Vegas. Töluverð eftirspurn hefur verið eftir íslenskum nektardansmeyjum til starfa erlendis. „Ég hef oft verið spurður hvort ég geti útvegað ís- lenskar stúlkur, sérstaklega til Jap- an þar sem ljósa hárið er eftirsótt. Þeim er lofað að minnsta kosti einni til einni og hálfri milljón í mánaðar- laun,“ segir Garðar. Einnig hefur verið spurt eftir stúlkum á Vegas og Bóhem. Á Bóhem og Óðali hefur ekki verið vilji til að hafa milligöngu um þessi störf, en á Vegas hefur það verið stundað í nokkrum mæli. Nokkrar íslenskar stúlkur hafa þegar starfað hjá nektardansstöðum erlendis. „Þær hafa meðal annars farið til Kanada, Grikklands, Danmerkur, Bandaríkjanna og Hollands og allar látið vel af því,“ segir einn stjórn- enda Vegas. Hvorki vændi né fíknlef ni Mikið hefur verið rætt um hugs- anleg tengsl nektardansstaðanna við vændi, fíkniefni og jafnvel al- þjóðleg glæpasamtök. Engir dómar hafa þó fallið vegna þessa. „Það hefur komið fyrir að við værum spurðir um það hvort hægt væri að fá vændiskonur hérna, en við líðum það ekki að stelpurnar sem hér starfa noti fíkniefni eða selji sig. Ef það kæmi upp væri þeim samstundis ekið til Keflavíkur í næsta flug. Tengsl okkar við vændi eru hugarfóstur þröngsýnna manna,“ segir einn stjórnenda Veg- as. „Ég sæki stúlkurnar á gistiheim- ilið á kvöldin og keyri þær aftur heim á nóttinni. Þær geta því ekki stundað vændi hér. Útlendingar spyija stundum hvort hægt sé að ná sér í stúlkur fyrir nóttina hérna, en ég svara þeim að það komi ekki til greina," segir Garðar. „Engin þeirra sem hér starfa hefur verið bendluð við eiturlyf, fæstar þeirra reykja einu sinni. Ég hef beðið fíknó um að koma við öðru hveiju og það hefur ekkert sést til fíkniefna á staðnum. Vínveitingaeftirlitið og útlendingaeftirlitið hefur líka komið en aldrei kvartað yfir neinu.“ Garðar hafnar algerlega þeim sögusögnum sem uppi hafa verið um tengsl staðarins við mótorhjóia- samtökin Hells Angels. „Ég versl- aði einu sinni eða tvisvar við skrif- stofu í Kanada sem bendluð hefur verið við samtökin, en vissi ekkert af því. Ég varð ekki var við að hún væri öðruvísi en aðrar skrifstofur. Nú koma stelpurnar æ oftar á eigin vegum. Þetta eru konur úr ýmsum starfsstéttum, sumar þeirra eru háskólanemar og eru að vinna fyrir námi sínu. Það hefur líka komið fyrir að þær hafí tekið eiginmenn sína með sér til landsins." Samkvæmt upplýsingum frá nektardansmeyjum er orðspor nekt- ardansstaða mismunandi eftir lönd- um. Staðir í Danmörku hafa fremur slæmt orð á sér og sagt er að það- an sé stundað vændi. í Noregi og Svíþjóð eru nektardansstaðirnir yf- irleitt ekki bendlaðir við ólöglega starfsemi. Gestir dansstaðanna Vegas og Óðals eru eru að sögn eigenda þeirra flestir fremur tekjuháir. Fastagestir eru tiltölulega margir. Töluverður hluti gestanna, sérstak- lega á sumrin eru erlendir ferða- menn. Þeir spyija oft eftir nektar- dansstöðum á hótelunum þar sem þeir dvelja. Á Vegas og Óðali er aðsóknin mest um helgar, en hún er þó ekki jafn bundin föstudags- og laugardagskvöldunum eins og á öðrum skemmtistöðum. Starfsmað- ur Bóhem sagði aðsókn þar jafna yfír alla vikuna. Matvara og erótík iúta sömu lögmálum Stjórnendur fyrirtækja sem bjóða upp á erótíska afþreyingu leggja áherslu á að starfsemi þeirra sé í sjálfu sér ekki ólík öðrum viðskipt- um. „Öll þessi þjónusta byggist á markaðsfræði og sölumennsku," segir Jens; markaðsstjóri Rauða torgsins. „I þessu tilviki er um að ræða erótík, en sömu lögmál gilda um matvöruverslun. Við reynum að komast að því hvað viðskiptavinin- um líkar og bjóðum upp á það.“ „Erótísku sögurnar eru einfald- lega hluti af afþreyingarmarkaðn: um,“ segir Ágúst hjá Veitunni. „í sjálfu sér eru þær ekki ómerkilegri en til dæmis spurningaleikur á Bylgjunni. Þetta á fullkomlega rétt á sér og ég hef ekki orðið var við annað en að almenningsálitið sé jákvætt." Garðar bendir á að það sem fram fari á nektardansstöðunum sé síst verra en það sem gerist á öðrum skemmtistöðum. „Svonefndar tískusýningar eru oft í raun duldar nektarsýningar. Það er til dæmis áberandi hvað nærfatasýningar eru vinsælar á ýmsum skemmtistöðum. Þar er ekki verið að horfa á nærföt- in. Og í líkamsræktarkeppnum er auðvitað verið að sýna bera karl- menn. Ég hef oft bent konum á að það sé betra að senda eiginmennina á nektardansstaði en á aðra skemmtistaði. Hér eru menn að horfa og nota imyndunaraflið, það er ekkert meira í gangi og lítil hætta á hjúskaparbrotum. Á öðrum stöðum eru allir að reyna við alla og halda iðulega framhjá." „Ég hef stunduð hugleitt það að skrifa Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra og sækja um ríkis- styrk undir sama lið og Hressingar- hælið í Hveragerði," segir einn stjórnenda Vegas. „Hingað koma til dæmis 60-80 ára einstæðingar sem ekki hafa aðra gleði í lífinu.“ Álit allra viðmælenda í þessari viðskiptagrein var að almennings- álit yrði stöðugt jákvæðara gagn- vart henni. „Þjóðfélagið er farið að taka þessa starfsemi í sátt. Eitt merki þess er að sífellt fleiri konur koma hingað. Menn héldu í upphafí að þetta væru einhveijar klámbúllur og mellustaðir, en svo er ekki. Menn hafa gaman af þessu og af hveiju þá að vera með fordóma?" segir einn stjórnenda Vegas. Stjórnendur fyrirtækjanna kvarta allir yfir óskýrri lagalegri stöðu erótískrar afþreyingar. Mál nektardansstaðanna hefur verið í rannsókn hjá lögreglu og ríkissak- sóknara frá síðastliðnu hausti en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. í maí síðastliðnum var sett reglu- gerð um símatorgsþjónustu í sam- ræmi við ný fjarskiptalög. Sam- kvæmt lögunum er Póst- og fjar- skiptastofnun leyfilegt að loka þjón- ustulínum fyrirvaralaust ef talið er að efni þeirra bijóti í bága við al- mennt siðgæði. Rekstrarleyfishafi, í þessu tilviki Póstur og sími, getur ákveðið að þjónusta í ákveðnum flokki verði bundin áskrift. Starfs- reglur um þetta efni hafa þó ekki verið mótaðar og símatorgsnefnd sem á að meta siðgæði efnis á þjón- ustulínunum hefur ekki verið skip- uð. í nefndinni verða fulltrúar frá ráðuneytum, barnaverndarráði og Neytendasamtökunum. ERÓTÍSK blöð á bensínstöð. KLÁMSPÓLUMAPPA í bakherbergi myndbandaleigu í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.